Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 pitrgmii Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Augiýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakið. Skipulag björgun- ar- og leitarstarfa Um varnir Yestur Aliðnu ári lét 71 Islendingur lífið af slysforum. Þetta er umtalsverð aukning frá árinu 1985, þegar 51 maður fórst með sama hætti hér á landi. Flest banaslysin árið 1986 voru sjóslys og drukknanir, sem kröfðust 26 mannslífa á móti 14 árið 1985. í umferðarslysum biðu 24 bana í fyrra, sem er sami fjöldi og 1985. í flugslysum fórust 8 en enginn árið á undan. I ýmsum öðrum slysum létust 13, sem er sama tala og 1985. Þessar tölur leiða í ljós mikil- vægi slysavama á landi, í lofti og á hafí úti. Við íslendingar búum að sönnu í harðbýlu landi, sem ætíð mun krefjast fóma. En þjóðfélagsaðstæður allar era hins vegar með þeim hætti, að líklega er hvergi í veröldinni auðveldara að skipuleggja slysavamir og fylgjast með framkvæmd þeirra. Hitt er ekki síður þýðingarmikið í þessu sambandi, að hér á landi era tengsl manna svo náin að hvert dauðaslys snertir þjóðina alla og það þykir sjálfsagt, að þúsundir manna hverfí frá heim- ili og störfum og leggi sig í hættu til að fínna og bjarga fólki, sem týnst hefur eða lent í nauðum. Samt er það svo, að skipulag slysavama og björgunarstarfa virðist ekki í nógu góðu lagi og hefur það nýverið orðið tilefni alvarlegrar deilu milli manna, sem forystu hafa á þessum vettvangi. Frá því var greint hér í blaðinu í gær, að læknar á Borgarspítal- anum hefðu um síðustu helgi sent ríkisstjóminni áskoran um að komið verði á fót oginberri stjóm björgunarmála á Islandi. Telja læknamir, að björgunaraðgerðir á undanfömum misseram, og nú síðast við skipsskaða, hafí sýnt glögglega, að íjölmargir aðilar séu tilbúnir til aðstoðar en skipu- lag aðgerða sé í ólestri. í orðsend- ingu læknanna er fólgin hörð gagnrýni á þá aðila, sem yfírleitt er litið svo á að hafí þetta verk- efni með höndum. Það var því ekki nema eðliiegt framhald máls- ins, að Jón Helgason, dómsmála- ráðherra, kvaddi forystumenn Slysavamafélags íslands og Landhelgisgæslunnar á sinn fund í gær í því skyni, að árétta nauð- syn samvinnu milli þessara aðila og ræða hvað hæft er í ásökunum læknanna á Borgarspítalanum. í frétt Morgunblaðsins um þetta mál í gær er riijað upp, að árið 1979 gerði Alþjóða siglinga- málastofnunin samþykkt um leit og björgun á Norður-Atlantshafí. Þessi samþykkt tók gildi árið 1985. í henni er m.a. gert ráð fyrir því, að hvert land hafí ákveðna björgunarmiðstöð, er stjómi aðgerðum á hafí úti. Fram kemur, að Landhelgisgæslan beitti sér fyrir viðræðum íslenskra aðila, er björgunarmálum tengj- ast, þ.e. við Slysavamafélagið, Póst og síma og Flugbjörgunar- sveitina, og í drögum að sam- komulagi milli þeirra er gengið út frá því, að Landhelgisgæslan hafí umsjón með björgunarmið- stöðinni. í fréttinni segir enn- fremur, að Slysavamafélagið hafí ekki viljað sætta sig við þessi málalok og formaður félagsins segir í samtali við Morgunblaðið, að leitar- og björgunarmál á sjó hafí þróast þannig að Slysavama- félagið sé miðstöð á því sviði. Hann segir, að þannig hafí þetta verið í meira en hálfa öld og lög- gjafínn hafí í reynd staðfest þessa skipan með því að fela félaginu umsjón tilkynningaskyldu íslenskra fískiskipa. Deilan milli Slysavamafélags- ins og Landhelgisgæslunnar snýst um það, hvor aðilinn eigi að hafa umsjón með stjómstöð leitar og björgunar á hafí úti. Um hitt er væntanlega ekki deilt, að slík stjómstöð er gífuriega þýðingar- mikil. Það er mikið alvöramál, ef rétt reynist, að skoðanaágreining- ur Slysavamafélagsins og Landhelgisgæslunnar hafí leitt til þess að ekki er nægilega vel stað- ið að leit og björgun fólks í sjávarháska, eins og læknamir á Borgarspítaianum gefa í skyn. Slíkt ástand er með öllu óþolandi og þess verður að kreíjast, að deilumar verði tafarlaust til lykta leiddar. Báðir aðilar hafa á und- anfömum áram unnið aðdáunar- verð björgunar- og leitarstörf og það er óskiljanlegt, að þeir geti ekki starfað sáman í sátt og sam- lyndi og orðið einhuga um atriði eins og það, hver á hafa umsjón björgunarmiðstöðvar fyrir landið allt í höndum sér. í rauninni er þetta léttvægt atriði, þegar litið er til eðlis þess starfs, sem um er að tefla. Auðvitað skiptir það máli fyrir skipulag leitar- og björgunarstarfa, hvemig stjóm- stöðin er hugsuð, og um það þarf augljóslega að setja vafalausar reglur. En hitt skiptir mestu, að skipulag slysavama sé með þeim hætti, að markmiðum starfsem- innar verði náð. Allt annað er hégómi og áframhaldandi þrætur um þau efni era okkur aðeins til vansæmdar. Tími er til, að taka af skarið, og það er hlutverk stjómvalda í náinni og vinsam- legri samvinnu við opinberar stofnanir og fijáls félagasamtök, er málið varðar. 2. grein eftir Arnór Hanni- balsson Þegar rætt er um vamir, verður ætíð að spyija um pólitískan tilgang þeirra. Hvað á að veija og til hvers? Hver er tilgangurinn með vamar- samstarfi Vesturlanda? Hver er tilgangur sovétstjómarinnar með æðisgenginni hervæðingu og með því að stilla upp langdrægum eld- flaugum í miðri Evrópu? Þessar spumingar gleymast einatt, þegar rætt er um vígbúnað og afvopnun. Vamarsamstarf Vesturlanda byggðist í upphafi á eindrægum ásetningi þeirra að koma í veg fyr- ir, að neitt þeirra hlyti sömu örlög og Tékkóslóvakía eftir valdaránið 1948. Með því komu þau í veg fyr- ir að sovétstjómin næði langtíma- markmiði sínu i Vestur-Evrópu, sem er varanleg ítök og áhrif á utanríkisstefnu þeirra. í lok seinni heimsstyijaldar horfðu mál svo við, að Evrópa var í rúst og Bandaríkin hurfu þaðan með her sinn. Bandaríkin afvopnuð- ust og fækkuðu fljótlega um helming í her sínum. Sovétstjómin stóð uppi með pálmann í höndunum. Eitt af öðru féllu Evrópulönd í þeirra hendur. Ekki var ástæða til að ætla annað en að sameinað Þýzkaland yrði undir sovézku for- ræði. Vísbendingar Tvennt má nefna sem vísbend- ingu um aðferðir Stalíns: Kóreu- styijöldina og Stokkhólmsávarpið svokallaða. Styijöldin í Kóreu sýndi skýrlega, að Stalín hikaði ekki við valdbeitingu, þegar hann taldi hana henta til að ná markmiðum sínum. Sagt var að Stokkhólmsávarpið hefði verið undirritað af milljónum manna. A 19. þingi Kommúnista- flokks Sovétríkjanna í október 1952 lýsti Stalín því yfir, að kommúnista- flokkar Vestur-Evrópu myndu ná völdum. Við vitum ekki nákvæm- lega hvemig hann hugðist ná því marki, því að dauðinn tók fram fyrir hendur honum í marz 1953. A þessum tíma eyddu Sovétríkin' fjórðungi útgjalda á fjárlögum til hervæðingar, auk allra annarra greiðslna, sem ekki komu inn á fjár- lög. Þau komu sér upp vetnis- sprengju 1953. Sovétstjómin þurfti ekki að hafa áhyggjur af almenn- ingsálitinu innanlands. Hún gat eytt því sem hún vildi til hermála, jafnvel þótt almenningur í landinu lifði við sámstu fátækt og hefði varla til hnífs né skeiðar. Það má segja, að Sovétríkin séu ríki, sem starfrækir atvinnuvegi til þess að standa undir kostnaði við hámarks herbúnað. Viðbrög’ð Vesturlanda Vesturlönd gátu ekki annað en brugðizt á einhvem hátt við. Kóreu- stríðið hafði gert ljóst, að Sovétríkin voru reiðubúin til að framfylgja útþenslustefnu sinni með hervaldi, ef hentugt var talið. Bandaríkin sendu her til Evrópu til að taka þátt í vömum hinna fijálsu ríkja. Það var ekki af því að Bandaríkja- stjóm hefði mikinn hug á slíku. Vestur-Evrópuríkin voru enn að ná sér eftir styijöldina. Þau voru treg til þess að leggja fram mikið fé til hermála. Ríkisstjómir voru nauð- beygðar til að taka tillit til vilja og þarfa kjósenda. Bandaríkjastjóm fannst hún tilneydd að létta Evrópu- ríkjum byrðina með því að senda herlið yfir hafið. Það varð og ljóst að vamir Evrópu voru Bandaríkjun- um hagsmunamál. Ef Vestur-Evr- ópa snerist gegn þeim yrði þröngt og erfítt um vik fyrir Bandaríkin sjálf að tryggja öryggi sitt. Ekki var það síður hagsmunamál Vest- ur-Evrópuríkja að hafa samvinnu við Bandaríkin um öryggismál. Vestur-Evrópuríki sóttust eftir hámarksöryggi á sem lægstu verði. Því mótaðist sú stefna að leggja lítið fé af mörkum í hefðbundin vopn, en treysta á kjamorkuvopn til að hræða hugsanlegan óvin frá árás. Kjamorkuvopn eru ódýr í samanburði við skriðdreka og fall- byssur. Allur öryggisviðbúnaður Vestur-Evrópuríkja beindist og að vömum en ekki sókn. Atlantshafs- bandalagið hefur aldrei gert áætlanir um árás eða sókn út fyrir landsvæði bandalagsins. Þetta hef- ur það í för með sér, að hemaðarað- gerðir verða á landsvæði bandalagsins, ef þær hefjast. Það var ekki fyrr en um 1967 að her- málastefna þess var fullmótuð undir nafninu „sveigjanlegt viðbragð". í því felst, að árás verður svarað með sömu vopnum og árásin er gerð með. Verði vopnaviðskiptum ekki snarlega hætt tekur við næsti áfangi, sem er notkun skamm- drægra kjamorkuvopna. Þriðji áfanginn er svo notkun langdrægra kjamavopna. Hver er tilgangurinn með þessu? Hann er ekki endilega sá að vinna sigur í stríði heldur sá að koma í veg fyrir styijöld og viðhalda friði. Það hefur tekizt. En það tekst því aðeins, að aðilum sé alvara að nota kjamorkuvopn, ef á þá er ráðist. Lengi framan af árum þótti það sjálfsögð stefna. Samt er þversögn í þessari stefnu. Enginn þjóðarleið- togi ýtir á hnappinn sem sendir flaugamar af staiið, þegar hann veit að það táknar útþurrkun þjóðar hans. En ef enginn er reiðubúinn að nota kjamorkuvopn, þá tryggja þau heldur ekki öryggi neins ríkis. Þessvegna hafa komið upp raddir um það, að leggja beri kjamorku- vopn niður. Meðal þeirra, sem tekið hafa undir það, er núverandi for- sætisráðherra íslands. En þá blasir við eftirfarandi: Ef öll kjamavopn verða lögð niður, hefur sá hemaðar- lega yfírburði, sem er betur búinn hefðbundnum vopnum. Nú vill svo til, að Varsjárbandalagið hefur risa- vaxna yfirburði yfir Atlantshafs- bandalagið í öllum greinum hefðbundins vígbúnaðar. Þeir sem vilja leggja niður kjamorkuvopn verða því að svara því, hvemig á að tryggja Vesturlöndum svipað öryggi og nú er með hefðbundnum vopnum. Það verður ekki gert nema stórauka framleiðslu hefðbundinna vopna með æmum kostnaði. Vilja kjamorkuvopnaandstæðingar borga brúsann? Ef þeir vilja það ekki og Vestur-Evrópa á að vera allt að því vamarlaus, er það ærin freisting fyrir þann, sem yfírburð- ina hefur að nota þá til að þrýsta á framgang pólitískra hagsmuna sinna í Vestur-Evrópu, og hóta styijöld ella. Kjamorkuafvopnun án eflingar hefðbundins vígbúnaðar býður því styijöld heim. Var það kannski meiningin? Fölsk friöarvon Friður í fjóra áratugi í Evrópu hefur haft það í för með sér, að margir eru famir að líta á frið kjamorkuvopnajafnvægisins sem sjálfsagt mál. Menn eru búnir að gleyma þeim óhug, sem greip um sig í Vestur-Evrópu eftir valdaránið í Tékkóslóvakíu 1948. Það getur ekki gerzt hér! Menn fara að líta svo á, að uppspretta spennu í Evr- ópu sé vamarsamstarfíð við Bandaríkin. Sé því sagt upp og Vestur-Evrópa skilin eftir vama- °g öryggislaus, þá muni Sovétríkin draga til baka stórvirk vopn frá Mið-Evrópu og friður ríkja — alger- lega ókeypis! Þannig sé hægt að láta stórveldin kljást hvort við ann- að. Evrópa er ekki lengur með. Þeir menn sem þannig hugsa hafa gleymt Kóreu og Afganistan. Um jólaleytið 1979 taldi sovét- stjómin, að bæta mætti einu ríki í safnið með skjótvirkum hætti. Er slíkt útilokað í Evrópu? Alls ekki. Sovétríkin búa við djúpstæða innan- landskreppu. Stjómin getur ekki brauðfætt íbúana. Langvarandi skortur á öllu hlýtur að setja sitt mark á þá. Svar stjómarinnar er ekki það, að breyta kerfínu, svo það geti gengið, heldur að halda uppi síbyljuáróðri á þessa leið: Það er í gangi alþjóðlegt samsæri auðvalds- ins og síonista undir forystu Ronalds Reagan um að gera innrás í Sovétríkin og eyða sósíalismanum. Vegna þessarar dauðahættu, sem sífellt vofir yfir, verðið þið að sætta ykkur við skortinn og standa saman um að veija og efla sovétstjómina, á hvetju sem veltur. Af þessu er ekki nema ein ályktun: Það verður fyrr eða síðar að gera Vestur- Evrópuríkin skaðlaus með þeim ráðum sem hentugust þykja. — Sovétstjóminni er það mikill þymir í augum að á vesturlandamærum þeirra skuli þrífast velmegandi lýð- ræðisríki, sem sovétborgarar öfunda og vilja líkja eftir. Það þarf því að koma þeim þannig á kné, að þau hagi sé skikkanlega (útvarpi t.d. ekki sönnum orðum yfír jám- tjaldið) og leggi öryggishagsmuni sína í hendur Varsjárbandalagsins. Afvopnun Samningaumleitanir stórveld- anna um vopnaeftirlit og afvopnun hafa engan árangur sýnt. Samning- ar eins og SALT I og SALT II sýna, að samið er um að leyfa það sem stórveldin eru að gera. Þegar tækni- þróunin er komin á það stig, að hægt er að setja á dagskrá viða- meiri verkefni en leyfð eru í samningunum springa þeir utan af starfseminni eins og þunn skel. Atlantshafsbandalagið hefur sífellt verið að dragast aftur úr Varsjárbandalaginu í vígvæðingu. Slökun sú, sem þeir Nixon og Kiss- inger sömdu um, hafði það í för með sér, að sovétstjómin kom fyrir í Mið-Evrópu meira magni af eld- flaugum en nokkumtímann þarf þar til vama. Viðbrögð Atlantshafs- bandalagsins voru sein og treg. Það var ekki fyrr en árið 1979 í desem- ber, að það lýsti yfír vilja til samninga, en ef þeir tækjust ekki yrðu settar upp nokkrar kjama- oddaeldflaugar í Evrópu árið 1983. Sú afstaða sem með þessu var lýst, var frekar aumingjaleg. Það er lé- legt tromp í samningaviðræðum að segjast ætla að gera eitthvað ef samningar takast ekki. Sovétstjóm- in taldi sig fyllilega ráða við að koma í veg fyrir að Pershing-eld- flaugum yrði komið fyrir. Það mistókst að vísu. En eftir sem áður standa aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins frammi fyrir því, að tfyggja öryggi sitt með trúverðug- um hætti. Af vestrænni hálfu hafa verið uppi hugmyndir um að fækka árásarvopnum eða jafnvel banna þau, en leyfa aftur á móti rannsókn- ir sem miða að því að efla tækni til vama. Tvennt hefur verið talað um. Annars vegar er hátækni, sem réði við að eyða með nákvæmni árásarflaugum, sem skotið væri á Bæjarráð Akranes Hækkun veitunna Stjórn veitunnar samþykkti BÆJARRÁÐ Akraness og hreppsráð Borgarness hafa beint þeim tilmælum til ríkisstjórnar- innar að hún hlutist til um að hækkun gjaldskrár Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar um áramót verði frestað um þrjá mánuði. Stjórn Hitaveitunnar samþykkti í desember að hækka gjaldskrána um 14,6% frá ára- mótum og hefur iðnaðarráðu- neytið staðfest hækkunina og birt í Stjórnartíðindum. Veitusvæði HAB er Akranes, Borgames og hluti Andakílshrepps og eiga þessi sveitarfélög aðild að henni ásamt ríkissjóði vegna Bændaskólans á Hvanneyri. Á sam- eiginlegum fundi bæjarráðs Akra-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.