Morgunblaðið - 14.01.1987, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987
33
hefði hugsað næsta leik sinn, eftir
að frumvarpið yrði að lögum. Hvað
ætlar stjómin að gera ef sjómenn
una ekki þessari niðurstöðu og af-
munstra sig? spurði hann. Hvað
verður þá um markaði okkar erlend-
is og góðærið?
Þingmaðurinn taldi ekki full-
reynt, að hægt yrði að ná samning-
um. Hann gagnrýndi tal um
birgðaskort og sagði að hann teng-
dist ekki sjómannadeilunni. Það
væri ekki sök sjómanna að hag-
stæðara verð fengist fyrir ferskan
fisk í Evrópu en frystan í Banda-
ríkjunum.
Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra, tók aftur til
máls og svaraði ýmsu í málfutningi
stjómarandstæðinga. Hann sagðist
þess fullviss, að ef ríkisstjómin
hefði ekki gripið í taumana og neyð-
arástand skapast á fiskmörkuðum
í Bandaríkjunum hefði ríkisstjóm-
inni verið kennt um það og sökuð
um aðgerðaleysi. Hann kvaðst hafa
rætt við ríkissáttasemjara og deilu-
aðila á mánudag og þriðjudag og
þar hefði ekkert komið fram er
benti til þess að samningar væm í
sjónmáli. Hins vegar kvaðst hann
mundu fagna því ef aðilar gætu
samið án þess að lagasetning Al-
þingis kæmi til.
Þingmennimir Svavar Gestsson
(Abl.-Rvk.) og Karvel Pálmason
(A.-Vf.) komu á ný í ræðustól og
áréttuðu fyrri ummæli sín og gerðu
athugasemdir við ræðu forsætisráð-
herra. Karvel las upp ályktun
stjómar Farmanna- og fiskimanna-
sambandsins, þar sem stungið er
upp á því að þingið tilnefni þijá
menn í sáttanefnd er starfi með
sáttasemjara að lausn sjómanna-
deilunnar og á meðan verði fmm-
varpi ríkisstjómarinnar frestað.
Spurði hann, hver væri afstaða
ríkisstjómarinnar til þessarar álykt-
unar.
treystu sér til að semja væri engin
ástæða til að ijúka í það að af-
greiða fyrirliggjandi fmmvarp.
Ný staða komin upp
Jón Baldvin Hannibalsson (A.-
Rvk.) sagði, að nú kvæði við annan
tón og það benti til þess að undan-
haldið væri hafið. Nú þyrfti að fá
ríkisstjómina til að draga fmm-
varpið til baka.
Kjartan Jóhannsson (A.-Rn.)
kvaddi sér hljóðs um þingsköp og
sagði að með nýjustu yfirlýsingu
sinni hefði ríkisstjómin viðurkennt
að ekki væri ástæða til að leysa
deiluna með lagasetningu á núver-
andi forsendum. Yrði af lagasetn-
ingu yrði það á öðmm forsendum.
Fmmvarpið yrði því að draga til
baka.
Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.)
tók í sama streng svo og Guðrún
Agnarsdóttir (KI.-Rvk.), semósk-
aði eftir að gert yrði hlé á fundi
deildarinnar til að forseti og for-
ménn þingflokka gætu rætt þá
stöðu sem upp væri komin vegna
ummæla Þorsteins Pálssonar.
Nokkrir fleiri þingmenn kvöddu sér
hljóðs um þingsköp, m.a. forsætis-
ráðherra og Páll Pétursson,
formaður þingflokks framsókn-
armanna. Hinn síðamefndi sagði
það gleðilegt hve sáttfúsir menn
væm orðnir. Hann taldi rétt að ljúka
1. umræðu málsins og vísa því til
nefndar. Ellert B. Schram (S.-
Rvk.) lýsti því yfir að tilboð
fjármálaráðherra um að reyna
samningaleiðina til þrautar væri
drengilegt og heiðarlegt.
Um klukkan 18:40 var gert hlá
á fundi neðri deildar og skotið á
fundi formanna þingflokka og for-
seta deildarinnar. Á þeim fundi var
ákveðið, að fresta áframhaldandi
umræðu og atkvæðagreiðslu um
Undrandi
Afstaða Þorsteins Pálssonar kom Steingrími Hermannssyni, forsætis-
ráðherra, og öðrum þingmönnum Framsóknarflokksins mjög á
óvart, en þeir sættu sig við hana. Hér ræða Steingrímur og Páll
Pétursson um horfurnar framundan.
Samningar ekki þraut-
reyndir
Á meðan Svavar Gestsson var í
ræðustólnum birtist Þorsteinn
Pálsson, fjármálaráðherra, í
deildinni, en hann hafði verið í París
og var ekki væntanlegur til landsins
fyrr en á miðvikudag. Fjármálaráð-
herra kvaddi sér hljóðs að ræðu
Karvels lokinni. í upphafi ræddi
hann upp þá alvarlegu stöðu sem
kominn væri upp vegna sjómanna-
verkfallsins og talaði um nauðsyn
þess að leysa hana. Síðan sagði
ráðherra, að það hlyti þó að vera
meginregla að aðilar vinnudeilna
leystu sín mál sjálfir. Hann kvaðst
telja ástæðu til að freista þess að
leysa núverandi deilu með sam-
komulagi og án lagasetningar.
Þorsteinn Pálsson sagðist hafa
hitt hóp sjómanna, þegar hann kom
í þinghúsið, og þeir hefðu fullyrt
að vilji væri til þess og möguleiki
á því, að leysa deiluna við samnings-
borðið. Kvaðst hann vilja láta á það
reyna, hvort þetta sjónarmið hefði
við rök að styðjast. Ef báðir aðilar
það, hvort frumvarpið færi til sjáv-
arútvegsnefndar. Jafnframt var
frestað atkvæðagreiðslu um fráví-
sunartillögu Alþýðuflokksins. Þetta
var tilkynnt á stuttum fundi í neðri
deild, sem hófst um kl. 19:40 og
stóð í fáeinar mínútur.
Áður en fundinum lauk kvaddi
Albert Guðmundsson, fjármála-
ráðherra, sér hljóðs og taldi sig
hafa heyrt ómaklega vegið að for-
sætisráðherra. Hann bæri ekki
ábyrgð á frumvarpinu, heldur ríkis-
stjómin í heild. Tveir ráðherrar
hefðu verið fjarverandi, þegar ák-
vörðun var tekin um það að leggja
það fram, en aðrir ráðherrar hefðu
verið staðgenglar þeirra. Þess
vegna bæri ríkisstjómin í heild
ábyrgð á því, að frumvarpið væri
komið fram. Þá upplýsti Albert, að
hann hefði ekki vitað um ákvörðun
Þorsteins Pálssonar að óska eftir
að reyna samninga til þrautar fyrr
en þegar ráðherrann kom í ræðu-
stól í þinginu síðdegis.
Að svo búnu var þingfundi slitið.
Ekki liggur fyrir, hvenær næsti
fundur verður á Alþingi, en það
verður væntanlega ekki í dag.
Sjómenn tóku sér
stöðu við Alþingi
Morgunblaðið/RAX
Nú er lag til að leiðrétta skiptaprósentuna, sögðu Páll Guðmunds-
son og Agúst Ingi Sigurðsson.
LJÓSRAUÐIR sjóstakkar
stungu i stúf við dökkgrátt Al-
þingishúsið í gærdag meðan
Alþingi fjallaði um lagafrum-
varp sem gerði ráð fyrir að
kjaradómur yrði skipaður í
deilu sjómanna og útvegs-
manna. I sjóstökkunum voru
félagar i Sjómanna- og vél-
stjóraí'élagi Grindavíkur fyrir
utan aðaldyr þinghússins en á
þingpöllum Alþingis fjöl-
menntu félagar annara sjó-
mannafélaga á meðan
umræður um frumvarpið stóðu.
Það fór ekki hjá því að stakka-
klæddu mennirnir vektu talsverða
athygli á Austurvellinum en áður
höfðu þeir gengið' í hóp niður
Laugaveginn.
Ekki sammála
lagasetningn
„Við erum ekki sammála því
að þingmenn séu að setja á okkur
lög og við erum að mótmæla því
að deilan fari inn í þetta hús. Það
var alls ekki búið að reyna samn-
ingaleiðina til þrautar," sagði
Gunnar Sigurðsson, einn úr hópi
Grindvíkinganna í spjalli við
Morgunblaðið. Þegar Gunnar var
spurður hvort verkfallið nyti
stuðnings sjómanna á Suðumesj-
um svaraði hann: „Við styðjum
þetta verkfall og okkar stjóm, við
væmm ekki hér annars. Verk-
fallið hefur fengið víðtækan
stuðning frá okkar mönnum í
Grindavík. Þar hefur verið mjög
vei mætt á verkfallsskrifstofu og
við fylgjum okkar formanni vel
eftir. En það hlýtur að vera hægt
að semja um þetta niðrí Karphúsi
eins og annað, og við erum hér
til að styðja okkar menn,“ sagði
Gunnar.
Stakkaklæddir á
ráðherrafundi
í þeim orðum töluðum bættist
Óskar Vigfússon formaður Sjó-
mannasambands íslands í hópinn.
„Hvernig líst ykkur á að okkar
mál skuli vera komin hingað inn,“
spurði Óskar. „Við fengum ekki
að fara þama inn,“ svaraði einn
úr hópnum að bragði. „Þingvörð-
urinn sagði að þetta væri
ómannlegur klæðnaður".
Því má bæta við að þegar Ólaf-
ur G. Einarsson formaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins heyrði
af þessum viðbrögðum dyravarðar
bauð hann sjómönnunum frá
Grindavík inn í þingflokksher-
bergi Sjálfstæðisflokksins þar
sem hann, Ámi Johnsen og Matt-
hías Á. Mathiesen ræddu við þá.
Inn á þennan fund kom Þorsteinn
Pálsson fjármálaráðherra, ný-
kominn frá París, og eftir að hafa
rætt við sjómennina fór hann í
ræðustól og mælti gegn því að
frumvarp um að skipa kjaradóm
yrði samþykkt fyrr en samninga-
leiðin yrði þrautreynd.
Fleiri þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins lögðust gegn þessu
frumvarpi. Árni Johnsen sagðist
í samtali við Morgunblaðið telja
að ekki væri tímabært að taka
það til afgreiðslu í þinginu, þar
sem ekki væri fullreynt hvort
hægt væri að semja í deilunni.
Því væri út í hött að ætla sér að
taka málið til afgreiðslu með hraði
í þinginu. „Það er auðheyrt á
þeim sem ég hef rætt við í dag,
sem eru mest sjómenn, og einnig
af skeytum sem mér hafa borist,
Tel að ekki hafi verið þraut-
reynt að leita sátta i deilunni,
sagði Nikulás Einar Þórðarson.
Erum að mótmæla þvi að þessi
deila fari inn i Alþingishúsið,
sagði Gunnar Sigurðsson.
að menn vilja reyna samningaleið-
ina til þrautar. Að mínu viti á því
að ræsa á dekk og láta deiluaðila
vinna sig út úr vandanum en ekki
láta pusa lögum yfir þá,“ sagði
Ámi.
89 ára á
þingpöllum
Uppi á þingpöllum var fullt út
úr dyrum og frammi á gangi sat
Nikulás Einar Þórðarson, 89 ára
gamall fyrrverandi sjómaður.
Morgunblaðið spurði hann hvað
honum fyndist um að setja ætti
lög til að binda enda á kjaradeil-
una. „Mér finnst hún léleg. Tel
ekki hafa verið þrautreynt og að
sáttasemjari hafi gefist upp of
fljótt. Atvinnurekendur vita það
að launadómur er þeim alltaf hag-
stæður og vita því hvemig spilin
liggja. Annars hefðu þeir komið
með eitthvað tilboð á móti,“ sagði
Nikulás.
Þjóðarhagur líka
okkar hagur
Morgunblaðið tók að lokum tvo
unga sjómenn frá Vestmannaeyj-
um tali, þá Pál Guðmundsson og
Ágúst Inga Sigurðsson og þeir
voru ekki sammála lagasetningu
um kjaradóm. „Það er með þessu
verið að taka vðldin af verkalýðs-
félögunum og sjómannafor-
ustunni og það hleypir illu blóði
í okkur," sagði Ágúst. „Það er
verið að tala um þjóðarhag í þessu
sambandi, en það er okkar hagur
jafnt og annarra og því á þetta
þá að bitna á okkur?“ bætti Páll
við.
Páll og Ágúst voru að lokum
spurðir hvort þeir byggjust við að
kjaradómur yrði sjómönnum hag-
stæður ef hann yrði skipaður í
málinu. Páll svaraði: „Menn em
almennt sammála um að það þurfi
að leiðrétta skiptaprósentuna og
við fáum til baka það sem tekið
var af okkur með lögum 1983.
Nú er lag til þess meðan olíuverð-
ið er svona lágt. Það var Alþingi
sem tók þetta af okkur á sínum
tíma og því ætti það ekki að rétta
okkur það aftur nú?“