Morgunblaðið - 14.01.1987, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987
VERÐSKRANING A ROTTERDAMMARKAÐI.
— GASOLIA
— BENSlN
■ • SVARTOLlA
Verðþróun á bensíni og olíum
eftir Kristján Bj.
Olafsson
Á undanfömum vikum og dögum
hefur skráð olíuverð á Rotterdam-
markaði hækkað verulega. Hækkun
þessa má einkum rekja til samdrátt-
ar í olíuframleiðslu og aukinnar
eftirspumar vegna þess kuldakasts
' sem nú ríkir í Evrópu. Verður nú
í nokkmm atriðum gerð grein fyrir
hækkun innkaupsverðs og stöðu
verðlagsmála hérlendis á gasolíu,
bensíni og svartolíu.
Rotterdam-markaður
Meðfylgjandi línurit sýna annars-
vegar daglega verðþróun á Rotter-
dammarkaði frá 1. desember 1986
svo og nokkur dæmi um verð nú
og á síðasta ári.
Verð fór lægst um miðjan júlí
1986 en hefur hækkað verulega
síðan eins og sjá má. Þrátt fyrir
mikla hækkun að undanfömu má
gera ráð fyrir að verð hafi ekki náð
hámarki og ómögulegt er að segja
til um það hver verðþróunin verður
á næstu dögum og vikum.
Vissulega er hér um nokkurt
áhyggjuefni að ræða en á móti kem-
ur að olíufélögin eiga nú í birgðum
bensín og olíur til næstu 2—3ja
mánaða á verulega lægra verði en
núverandi markaðsverð.
Staða verðlagsmála á gasolíu,
bensíni og svartolíu er í stómm
dráttum eftirfarandi:
Gasolía
Hvert tonn af gasolíu kostar nú
á Rotterdam-markaði (11.01. 1987)
165 dollara og hefur þá t.d. hækk-
að um 40 prósent í verði á sl. 30
dögum. Miðað við markaðsverð
þyrfti útsöluverð gasolíu hérlendis
að hækka um tæp 25% eða úr 6,90
kr./ltr. í 8,60 kr./ltr.
Kostnaðarverð í birgðum olíufé-
laganna er 34 $ tonn undir
markaðsverði eða 131 $/tonn.
Umreiknað í ísl. krónum alls 7,30
kr./ltr.
Innkaupajöfnunarreikningur,
sem hefur því meginhlutverki að
gegna að jafna út mismun í inn-
kaupsverði, er nú jákvæður og
getur borið þann neikvæða mismun
sem upp safnast í gasolíu vegna
þess að útsöluverð er lægra en
kostnaðarverð birgða. Ekki þarf því
að koma til verðhækkunar á gas-
olíu á meðan núverandi birgðir
olíufélaganna endast, eða í næstu
3 mánuði.
Bensín
Á Rotterdam-markaði hefur
bensínverð t.d. hækkað um 30% á
sl. 30 dögum og er nú 163 dollarar
(11.01. 1987) hvert tonn. Miðað við
markaðsverð þyrfti bensínverðið
hérlendis að hækka úr 26,30 kr./ltr.
í 29,40 kr./ltr. eða um 12%.
Kostnaðarverð birgða olíufélag-
anna er nú 127 $/tonn eða 36
Kristján Bj. Ólafsson
$/tonn undir markaðsverði, eða alls
27,10 kr./ltr. Innkaupajöfnunar-
reikningur bensíns getur væntan-
lega borið þann neikvæða mismun
er upp safnast þar til í lok febrúar
en þá verður staða reikningsins
komin í núll. Verðhækkunar á
bensíni má því vænta í byijun mars.
Svartolía
Svartolía hefur hækkað hlutfalls-
lega mest í verði á undanfömum
30 dögum eða um 45%. Hvert tonn
af svartolíu kostar nú 102,50
$/tonn (11.01. 1987) eða 7.600
krónur. Utsöluverðið er hinsvegar
5.700 kr./tonn.
Kostnaðarverð birgða olíufélag-
anna er 78 $/tonn (þ.e. án gæða-
premíu) eða 6.400 kr./tonn. í lok
febrúar verður staða innkaupajöfn-
unarreiknings fyrir svartolíu
væntanlega komin í núll og má þá
fastlega reikna með verðhækkun.
Skipting útsöluverðs
Meðfylgjandi myndir sýna hver
skipting útsöluverðs er um sl. ára-
mót.
Eins og sjá má er tillag til inn-
kaupajöfnunar neikvætt í öllum
tegundum. Kemur þetta til af því
að kostnaðarverð birgða er hærra
en útsöluverð, eins og rætt var hér
að framan.
Myndimar sýna glöggt hversu
innkaupsverð em stór hluti af heild-
arverði gasolíu og svartolíu.
í bensíni er þessu öfugt farið,
þar nemur innkaupsverð einungis
16 prósentum af heildarverði. Opin-
ber gjöld (tollar, vegaskattur,
söluskattur og fl.) em tæp 70 pró-
sent bensínverðs eða 18,28 kr./ltr.
Til fróðleiks má nefna að á hveiju
ári seljast hérlendis um 130 milljón
lítrar af bensíni þannig að skatt-
heimta ríkisins nemur um 2.400
milljónum á ársgmndvelli.
Lokaorð
Miðað við núgildandi markaðs-
verð á gasolíu, bensíni og svartolíu
þyrfti útsöluverð hérlendis að
hækka vemlega. Hækkunin næmi
25% á gasolíu, 12% á bensíni og
33% á svartolíu.
Á móti kemur að olíufélögin eiga
í birgðum bensín og olíur til næstu
2—3ja mánaða á verði langt undir
markaðsverði. Það ásamt því að
staða innkaupajöfnunarreiknings er
nú jákvæð er þess valdandi að ekki
þarf að koma til verðhækkunar að
svo stöddu.
Væntanlega verður þó ekki hjá
því komist að hækka útsöluverð
bensíns og svartolíu í byijun mars.
Fastlega má gera ráð fyrir að út-
söluverð gasolíu geti verið óbreytt
eitthvað lengur en úrslitum mun
valda hver þróun olíuverðs á Rott-
erdam-markaði verður á næstu
vikum.
Höfundur er deildarstjóri hag-
deildar Olíufélagsins Skeljungs
hf.
Flokkur
mannsins
mótmælir
í FRÉTTATILKYNNINGU frá
Flokki mannsins segir, að út-
varpsráði hafi verið sent
mótmælabréf vegna meints hlut-
leysisbrots sem fram kom í
þættinum „Fimmtudagsumræða
— I byijun kosningaárs" en þar
var formönnum allra stjórn-
málaflokkanna boðið nema FM.
I tilkynningunni segir ennfremur
að flokkurinn telji það einnig
ábyrgðarhluta að formenn hinna
flokkanna skuli hafa tekið þátt í
þessum þætti án þess að mótmæla
útilokun FM og einnig furði flokkur-
inn sig á því að í þáttinn „í takt
við tímann" í sjónvarpinu skuli ekki
hafa verið boðið fulltrúum FM, 7.
janúar sl., þar sem mættir voru
kvenframbjóðendur allra flokka.
I fréttatilkynningunni segir einn-
ig: „Útilokun FM frá stjómmálaum-
ræðum nú á kosningaári er
furðanleg þar sem FM hefur marg-
Iýst þvi yfir að hann muni bjóða
fram í öllum kjördæmum og hefur
þegar birt framboðslista í tveimur
stærstu kjördæmunum."
Skipting útsöluverös ú benslni 1.1.1987
Verö 26,30 kr/ltr
□ innflutningsverð
4.31 kr/ltr
HD innkaupajöfnun
—0,65 kr/ltr
H opinber giöld
18.28 kr/ltr
^ dreifingarkostnaöur
2.39 kr/ltr
Ltl veröjöfnunargjald
0,60 kr/ltr
H smösölulaun
1.37 kr/ltr
Kvenréttindafélag íslands 80 ára:
Myndlistarsýning á Hallveigarstöðuni
ÞANN 27. janúar næstkomandi verða 80 ár liðin frá stofnun Kven-
réttindafélags íslands. í fréttatilkynningu segir, að félagið ætli að
minnast þessara tímamóta með margvíslegum hætti.
Á sjálfan afmælisdaginn kl. 18
verður boðið til síðdegisveislu í ný-
innréttuðum samkomusal í kjallara
Kvennaheimilisins Hallveigarstaða
við Túngötu, en það.hús er í eigu
KRFÍ og annarra kvennasamtaka
sern þar hafa aðsetur. Til veislunn-
ar verður boðið öllum félögum auk
fjölda gesta.
í tilefni afmælisins gengst félag-
ið einnig fyrir sýningu á myndlistar-
verkum eftir konur í áðumefndum
samkomusal. Verður sýningin opn-
uð laugardaginn 23. janúar og
stendur til 8. febrúar. Á sýning-
unni, sem jafnframt er sölusýning,
verða ný og eldri verk núlifandi
myndlistarkvenna, teikningar,
grafík, textíl og málverk. Ætlunin
er að meginviðfangsefni flestra
verkanna snerti konur á einhvern
hátt.
Þess skal getið að þær konur sem
hafa áhuga á að taka þátt í sýning-
unni skulu skila inn verkum sínum
á Hallveigarstöðum mánudginn 12.
janúar nk. frá kl. 17.00 til 19.00
ásamt upplýsingum um þau og
sjálfar sig. Sýningamefnd undir
formennsku Hrafnhildar Schram
mun síðan velja ur verkum sem
berast. Upplýsmgar em veittar á
skrifstofu KRFÍ.