Morgunblaðið - 14.01.1987, Side 41

Morgunblaðið - 14.01.1987, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 41 St)örnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri Gunnlaugur. Ég er fædd þann 26.5.1967, í Kópavogi kl. 22.20 og er því TVíburi. Ansi dæmigerður er ég hrædd um, því ég þarf að halda aftur af mér, svo þetta bréf fyllist ekki af alls kyns blaðri. Því ætla ég að setja endapunktinn sem fyrst, en mig langar að fá upplýsingar um helstu eigin- leika og allt það. Að lokum vil ég geta þess að hugur minn stendur mjög til tónlistarinnar. Ætli ég hafi möguleika á því sviði? Með kærri þökk.“ Svar: Þú hefur Sól og Merkúr í Tvíbura, Tungl í Steingeit, Venus í Krabba, Mars og Mið- himin í Vog og ert Rísandi á mörkum Sporðdreka og Bog- manns. Fjölhœf Sól og Merkúr í Tvíbura tákn- ar að þú ert jákvæð og hress í grunneðli þínu, ert félags- lynd, bjartsýn og látt og hefur ríka þörf til að tjá þig. Þú ert eirðarlaus og þarft hreyfingu og fjölbreytileika. Varkár Tungl í Steingeit táknar að 'tilfinningalega ert þú alvöru- gefin, íhaldssöm og ábyrg. Þú átt til að vera formföst og eiga erfitt með að tjá þær tilfínning- ar sem búa í bijósti þér. Þú ert létt og ræðin á yfírborðinu en varkár undir niðri. Einnig býr í þér ákveðin tilfínninga- spenna. (Tungl-Mars-Venus spennuþríhymingur). Skapstór Það síðasttalda getur orðið þér til ama, ef þú gætir þess ekki að leita jafnvægis. Þú ert fé- lagslynd og vilt samvinnu en ert skapstór og getur átt erfítt með að ráða við tilfínningar þínar. Það getur leitt til tog- streitu, stundum eftirgjafar og stundum keppni við aðra eða þangað til þú fínnur jafnvægi. Umhyggjusöm Venus í Krabba táknar að þú ert umhyggjusöm og hlý við vini þína, ert töluverð mamma í þér og átt t.d. til að vorkenna fólki. Kappsöm Mars í Vog á Miðhimni táknar að starf út í þjóðfélaginu skipt- ir þig miklu, að þú ert kapps- full og metnaðargjöm. Miðhiminn er táknrænn fyrir það sem þú vilt þroska í fari þínu. Vegna Vogar stefnir þú að því að efla félagslega og listræna hæfíleika og vegna Mars að efla sjálfstæði, dugn- að og kappsemi. Tónlist Þegar á kort þitt er litið í heild, sést að þú ert kappsfull, metnaðargjöm og orkumikil, en jafnframt eirðarlaus, fé- lagslynd og fjölhæf. Þú hefur hæfíleika í tónlist, m.a. vegna Vogar á Miðhimni og afstöðu Venusar við Neptúnus og Mið- himin. Áhugi er besti mæli- kvarðinn sem við höfum þegar velja á starf. Við eigum fyrst og fremst að fýlgja okkar innri rödd. Ef þú ert síðan sam- viskusöm ætti þér að ganga vel. Félagsmál Vegna þess að þú ert Tvíburi, ættir þú einnig að halda öðrum möguleikum opnum og stefna að menntun sem gefur þér kost á fjölbreytileika í starfi og möguleika á því að breyta til. Sem Tvíburi og Vog hefur þú hæfileika í tungumálum og fjölmiðlum og í öllu félagslegu samstarfi. Þú þarft að vinna með fólki. GARPUR GAKTUK TEKUR UNPIR StQ HELJARSTÖKK AE>GE IMFARINU. V|l \\» . • X-9 GRETTIR UOSKA 1/VtAAWJA VKKA^E-R LASIN ÍSVO ÉG SÉ UM /MORSUN- VERPINN FERDINAND SMAFOLK uihat d\d you put POWN FOR THAT GIUESTION, MARCIE? FAlTH, COURAGE ANP HARP WORK'.'.WHAT PIP YOU PUT POUJN? „Hvað skapaði mikilleik Hvað settirðu við þessa ..Trú, kjarkur og elju- okkar lands? spurningu, Magga? semi.“ Hvað settir þú? „Samlokur með hnetu- smjöri.“ Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Jeff Rubens, annar ritstjóra The Bridge World, hefur undan- farið haft umsjón með æfingum bandaríska unglingalandsliðs- ins. Þar í landi taka menn æfíngar alvarlega og er meðal annars mikið gert af því að raða fyrirfram í bakka erfiðum spil- um. Hér er eitt, þar sem álagið er á vestri. Suður gefur; allir á hættu. Vestur Norður ♦ 754 ♦ 987 ♦ ÁK10965 ♦ 2 Austur V 1065432 II ♦ D7 ♦ D10987 ♦ KG10986 ¥ÁG ♦ G83 ♦ 64 Suður ♦ ÁD32 ¥KD ♦ 42 ♦ ÁKG53 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 lauf Pass 1 tígull 1 spaði 2grönd Pass Pass 3grönd Pass Pass Vestur spilar út litlu hjarta og austur tekur á ásinn og skil- ar gosanum til baka. Þrátt fyrir að austur eigi aðeins tvö hjörtu er þetta besta vömin. En nú er kannski rétt að leyfa lesendum að spreyta sig. Er hægt að hnekkja þremur grönd- um eftir þessa byijun? Sagnhafí á 7 slagi með spaða- svíningu og verður því að sækja sér tvo í viðbót á tígul. Það get- ur hann gert með því að spila litlum tígli á tfu blinds. Austur fær á gosann, en á ekki hjarta til að spila, svo geimið vinnst. En hér erum við að gefa okk- ur að vestur sofni á verðinum. Með því að stinga upp tígul- drottningunni gerir hann gjör- samlega út um vinningsvonir sagnhafa. Eftir þá vörn má sleppa einn niður með þræðingi; tígullinn er þá ekki snertur meira og austri um síðir kastað inn á spaða til að spila upp í klaufína í tígli. En slík spila- mennska er fráleit. Rétt ér að spila upp á DG blankt í tígli og þá fer spilið tvo niður. Umsjón Margeir Pétursson Á OHRA-mótinu í Amsterdam sl. sumar kom þessi staða upp f viðureign stórmeistaranna Ribli, Ungverjalandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Van der Wiel, Hol- landi: Svartur hefur teflt byijunina glæfralega og nú kom refsingin: 11. Rxe5! - Rxe5, 12. Rxd5 — Rxd5, 13. Bxe5 — Be6, 14. c4 (Hvítur vinnur nú manninn til baka og hefur þá borið tvö peð úr býtum. Van der Wiel gaf eft- ir) 14. — Hd8, 15. Bxg7 — Hg8, 16. Dd4 - Bc3, 17. Dxc3! - Rxc3, 18. Bxc6+ — bxc6, 19. Bxc3 - h5, 20. Hfdl - Ke7, 21. f3.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.