Morgunblaðið - 14.01.1987, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987
Morgunblaðið/RAX
Bros-
mildir
félagar
Adögunum fór fram nám-
skeið í Háskóla íslands, fyrir
starfsfólk Granda h.f., en það
var haldið að tilstuðlan fyrirtæk-
isins, H.I., verkalýðshreyfingar-
innar og Sjávarútvegsráðuneyt-
isins.
Tina Turner
komin á fast
Rokkstjarnan Tina Tumer er
komin á fast. Hinn heppni heit-
ir Erwin Bach og er Þjóðverji. Þrátt
fyrir að hann sé nýskriðinn yfir
þrítugt, en hún 48 ára gömul, virð-
ist aldursmunurinn ekki standa
þeim fyrir þrifum.
Bach þessi er að vísu ekki kom-
inn af Johann Sebestian, en er í
tónlistarbransanum eigi að síður,
því hann er framkvæmdastjóri
þýska hljómplötufyrirtækisins
„Electrola Records". Að sögn sam-
eiginlegs vinar var hér um að ræða
ást við fyrstu sýn.
Eftir að Tina skildi við Ike Tum-
er, fyrrverandi eiginmann sinn,
hefur hún ekki verið lengi í tygjum
við karlmenn og reyndar lýst yfir
vantrú sinni á föstum samböndum.
Er kannski ekki að furða því Tina
hefur lítinn tíma haft til þess að
sinna karlmönnum, en á síðasta ári
lék hún í nokkmm kvikmyndum,
hélt 199 tónleika, tók upp eina og
hálfa plötu, skrifaði bók og ýmis-
legt fleira!
Af Ike er það annars að frétta
að hann var nýlega færður fyrir
rétt og ákærður fyrir að hafa selt
lögregluþjóni í dularklæðum 283 g
af kókaíni. Ike, sem er orðinn 55
ára gamall, neitaði ákæmnni og
Ike og
Tina
Turaer á
velmektar
dögunum.
Tina Tumer.
gengur nú laus gegn tryggingu.
Hann hefur þó játað að vera þræll
eiturlyfsins sjálfur og að hafa verið
undir áhrifum efnisins undanfarin
15 ár. Hann er nú á meðferðarstofn-
un.
Kennd voru ýmis fræði fisk-
vinnslu lútandi og voru 145
sérhæfðir fiskvinnslumenn út-
skrifaðir.
Við það tækifæri tók RAX,
ljósmyndari Morgunblaðsins,
þessa skemmtilegu mynd af ein-
um þátttakandanum, Einari
Magnússyni. Inn á myndina
slæddist þó óvæntur gestur,
sumsé beinagrind læknanemum
til glöggvunar. Að vonum brosir
Einar breitt, en ekki er annað
að sjá en að beinagrindin sé hon-
um jafnfagnandi, a.m.k. ef
marka má brosið.
Mark
Thatcher í
hjónabandið
Mark Thatcher, sonur Mar-
grétar, forsætisráðherra
Bretlands, opinberaði trúlofun
sína og ungfrú Diane Burgdorf, í
nóvember sl., en þá var ekki upp-
lýst hvenær af brúðkaupinu yrði.
Faðir brúðarinnar, bandaríski
milljónamæringurinn Theodore
Burgdorf, tilkynnti nú fyrir
skemmstu að brúðkaupið færi
fram hinn 14. febrúar, en hann
varðist allra frekari frétta og vildi
ekki láta uppi hvar það færi fram.
Þeir sem gerst til þekkja telja þó
að brúðkaupið verði haldið í Lund-
únaborg, en Denis og Margaret
Thatcher munu hafa lagt mikla
áherslu á það. Hjónin upprennandi
ætla að búa í Texas, en þaðan er
ungfrúin.
Allt
nýjar
og
nýlegar
vðrur
Opið frá
10-18.
Laugardaga
10-13.
Útsala
Mikil verölækkun
Hverfisgötu 64a, sími 25260