Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987 POTT- ÞETTAR PERUR AGOÐU VERÐI Allar RING bílaperur bera merkið (D sem þýðir að þær uppfylla ýtrustu gæðakröfur E.B.E. RING bílaperurnar fást á bensínstöðvum Skeljungs O, jæja Lokaathug-asemd við grein dr. Braga Jósepssonar eftir Wolfgang Edelstein Dr. Bragi Jósepsson sendir mér tóninn í Mbl. 3. janúar sl. Ég læt lesendum eftir að dæma málflutn- ing hans og stíl, en get ekki stillt mig um að draga athyglina að þeim atriðum í grein hans, sem varpa skýru ljósi á það sem um er deilt. Dr. Bragi afsakar aðferðafræði- legar veilur með því, að um frumrannsókn hafi verið að ræða. Svo er á honum að skilja, að ekki verði krafist af frumrannsóknum að mælingar séu gildar og áreiðan- legar. Slík röksemd er út í hött, svo að notað sé orðtak, sem honum virð- ist traust. Abyrgir rannsóknarmenn forprófa að jafnaði spumingar sínar og tryggja gildi rannsókna sinna á ýmsan veg. Mýmargar kannanir á stórum úrtökum (survey-rannsókn- ir) eru „einnar umferðar rannsókn- ir“, frumrannsóknir í þeim skilningi að þær byggja ekki á undanfarandi rannsóknum né höfða til eftirrann- sókna, en verða að standa undir sér sjálfar. Auðvitað verða mælingar ávallt að vera gildar og áreiðanleg- ar svo að hægt sé að taka mark á niðurstöðum. Um þetta stendur deilan í raun. Ef rökstuddur grunur leikur á, að mælingar í rannsókn séu gallaðar er vísindalega siðlaust að birta hana og fráleitt að afsaka það með því, að um frumkönnun sé að ræða. Með því að birta rann- sóknarskýrslu er gefið til kynna að niðurstöðum sé treystandi innan hefðbundinna (tölfræðilegra) ör- yggismarka. Ég hef fært rök fyrir efasemdum mínum um, að svo sé í títtnefndri rannsókn dr. Braga, sem ber heitið „Nám og kennsla 7 ára barna: Ríkisskóli — einka- skóli“, þó að um viðhorf ein sé að ræða og samanburður í alla staði vafasamur. Dr. Bragi hefur hvergi hrakið þessar röksemdir. Dr. Bragi bendir á, að mér hafi orðið á í messunni þar sem ég gaf því ekki gætur, að Tjamarskóli var ekki til þegar hann gerði könnun sína. Hann vitnar samt óspart í gögn um þennan skóla í viðbæti við skýrslu sína til að lýsa einkennum einkaskóla, svo að mér yfírsást, að könnun hans var gerð 1985, en skólinn var settur á stofn þá um haustið. Þessi röksemd vekur hins vegar athygli á úreldingarvanda viðhorfakannana. Niðurstöður dr. Braga kalla því ekki aðeins á að- ferðafræðilegar efasemdir eins og / dag og á morgun verður kjötmarkaður SS við Hlemm. Þar fœrð þú nýtt, fyrsta flokks nauta- kjöt á hagstœðu tilboðsverði. LITGREINING MEÐ CROSFIELD 645IE LASER LYKILUNN AD VANDAORI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF. Wolfgang Edelstein „Ef rökstuddur grunur leikur á, að mælingar í rannsókn séu gallaðar, er vísindalega siðlaust að birta hana.“ ég benti á í grein minni. Þær eru ef til vill úreltar að auki. Viðhorf eru hverful eins og kunnugt er og þess vegna eru kannanir um félags- leg viðhorf (eins og kannanir Gallup-stofnunarinnar eða Euro- barometer-kannanirEvrópuráðsins, eða skoðanakannanir um fylgi flokka) ítrekaðar til að henda,reiður á staðfestu eða þróun, þrátt fyrir sveiflur milli mánaða eða ára. Eng- inn veit hvort niðurstöður viðhorfa- mælinga (jafnvel þó að þeim væri treystandi) fái staðist að tveim árum liðnum. Dr. Bragi lætur að því liggja, að skoðanir mínar á skólamálum stjómi röksemdum mínum. I gagn- rýni minni ræddi ég aðferðafræði- lega galla á rannsókn hans og dró niðurstöður hans í efa vegna þeirra. Um það held ég að fræðimenn verði sammála óháð skoðunum þeirra að öðru leyti. Ef menn eiga að geta dregið ályktanir af niðurstöðum rannsókna verður að vera hægt að treysta þeim. Um þetta hef ég raun- ar eindregnar skoðanir. Það er um þetta, sem deilt er hér, og allt ann- að getur legið milli hluta. Höfundur er einn stjórnenda Max-Planck-rannsóknarstofnun- arinnar ímenntamálum í Vestur- Berlín. Morgunblaðið/Bemhard Sr. Geir Waage, sonur hans Ásgeir og Sigurvaldi Ingvarsson kennari í Reykholti standa hér hjá dysinni. Borgarfjörður: Rarik notaði dysina í púkk Kleppjámsreykjum. Á ALMENNUM hreppsfundi sem haldinn var í Reykholtsdalshreppi kom fram að merkingu á athyglisverðum stöðum var ábótavant. Á næsta hreppsfundi skipaði hreppsnefndin þá sr. Geir Waage og Þor- vald Pálmason i nefnd til að gera tillögur um merkingu á athyglisverð- um stöðum. Meðal merkilegra minja í Reykholtsdal er forndys ein rétt sunnan við Kleppjárnsreyki. í þjóðsögum Jóns Ámasonar stendur eftirfarandi um tilurð þessar- ar dysjan „Skáneyjar-Grímur. Svo bar til einn dag á meðan Guðmundur biskup var í Reykjaholti að það kom bóndi einn úr dalnum. Sá hét Grímur og bjó á Skáney. Hann var gamall og fom í skapi. Sveinum biskups þótti Grímur undar- legur og gjörðu mjög háð að honum. Einn þeirra gjörði það þó mest. Sá maður var oflátungur mikill. Grímur segir við hann að ei muni þess langt að bíða að af honum fari oflætið og væri honum betra að láta sér skap- lega. Maðurinn lét ekki festa á sér orð Gríms. En þegar biskup fór frá Reykjaholti fór hann niður dalinn. Var þá maður sá er mest gjörði háð að Grími að leika sér að því að setja spjót sitt fyrir bijóst sér og ríða svo. En þá hnaut hestur hans og stakkst spjótið í gegnum hann. Féll hann þá dauður af hestinum. Biskup lét dysja hann við götuna og er sú dys við götuna skammt frá Kleppjámsreykj- um undir norðurendanum á Hamra- melnum. Það var lengi trú manna að enginn mætti svo ríða hjá dysinni að ei legði hann í hana þijá steina." Við athugun kom í ljós að dysin fyrir neðan Hamramelinn var horfín, Rarik hafði fyrir nokkmm ámm tek- ið gijótið úr dysinni til að púkka með raflínu sem var verið að leggja þar rétt hjá. Hér líta menn þetta mjög alvarleg- um augum, þegar hróflað er við slíkum fomminjum sem þessum. Þjóðminjavörður hefur verið látinn vita af þessu, líklega mun dysin verða rannsökuð þar sem líkstæðið er mjög greinilegt. Síðan mun verða farið fram á það við Rarik, að skila því gtjóti til baka sem þeir tóku úr dy- sinni til þess að fylgdarsveinn Guðmundar biskups megi hvíla þama í friði. Aldrei verður nógsamlega brýnt fyrir þeim sem stjóma verk- framkvæmdum þar sem stórvirkar vinnuvélar eru notaðar að fara gæti- lega, þar sem rústir og aðrar fomminjar láta oft lítið yfír sér, óbætanlegur skaði getur orðið ef ekki er aðgæsla höfð. — Bernhard
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.