Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987 29 Ástralíubikarinn: Dennis Conner vinnur annan sig- ur sinn í röð Fremantle, AP. Bandaríska skútan Stars & Stripes kom öðru sinni á undan nýsjálenzku skútunni New Zea- land í mark í undanúrslitum Ameríkubikarsins (America’s Cup) og er staðan í áskorenda- flokki keppninnar því 2-0 fyrir Dennis Conner, skipstjóra Stars & Stripes. Stars & Stripes kom í mark í gær 1 mínútu og 36 sekúndum á undan New Zealand, en í fyrradag var Stars & Stripes 80 sekúndum á undan. Heyja þessar tvær skútur einvígi um annað úrslitasætið og hlýtur sú skúta það sem verður fyrri til að vinna fjögur einvígi. í gær óskaði Chris Dickson, skip- stjóri New Zealand, eftir frídegi í dag til þess að finna svar við vel- gengni Conner. Þriðja einvígið verður því háð á morgun, föstudag og hið fjórða á laugardag. Haldi Conner áfram sigurgöngu sinni gæti hann því tryggt sér úrslita- sæti strax um helgina, en loka- keppnin hefst síðan 31. janúar nk. Siglingaleiðin í gær var 24,5 sjómílur og lauk Stars & Stripes henni á þremur stundum, 11 mínút- um og 10 sekúndum. Keppnishring- urinn er jafnan um 25 sjómílur og skiptist í átta leggi. New Zealand var einni sekúndu á undan yfir rás- markið eftir að rásmerki var gefið, en við fyrstu bauju, eftir um fjög- urra sjómílna siglingu upp í 20 hnúta vind var Stars & Stripes með 38 sekúndna forystu. Þá var beitt undan vindi og minnkaði New Zea- land bilið í 18 sekúndur. Á þriðja kaflanum jókst forskot Stars & Stri- pes aftur í 35 sekúndur og hélst sá munur þar til á sjötta áfanga leiðarinnar, en þá bætti Conner hálfri mínútu við forskot sitt og sneri við sjöttu bauju með 1:06 mínútu forskot. Dennis Conner hefur sagt að skúta sín hefði lítið að gera í New Zealand í taktískri keppni í litlum byr, þegar aðstæður byðu upp á stöðugar vendingar. Helzta von sín væri að vindur blesi kröftuglega. Á þriðjudag mældist vindurinn 26 hnútar og 20 í gær. Þá var fyrsta siglingaeinvígið í flokki veijenda í gær en í þeim flokki keppa eingöngu ástralskar skútur. Kookaburra III varð 29 sek- úndum á undan Australia IV, skútu Allans Bond, sem sjónvarpsáhorf- endur kannast við. Það kemur hins vegar í hlut dómnefndar keppninnar að úrskurða hvoru megin vinning- urinn hafnar því skipstjórar beggja skútanna hafa kært hvorn annan fyrir að hafa rangt við er þær rák- ust saman rétt áður en rásmerki var gefið. Keppni Kookaburra III og Austr- alia IV var jöfn og geysihörð. Árangur Kookaburra þykir ótrúleg- ur því um miðbik leiðarinnar varð Frakkland: ísland í ríkis- sjónvarpinu París. Frá Torfa Túliníus, fréttaritara Morvunblaðsins. Nú í vikunni er verið að senda út þáttaröð um Island sem franska útvarpsstöðin France Culture hefur látið gera. Höfundarnir eru þeir Jacques Munier og André Mathieu og heita þættirnir „L’Islande: les noces du feu et de la glace“, eða „ísland, brúðkaup íss og elda“. Þættirnir fjalla um íslenska menningu í víðasta skilningi, tunguna, bók- menntirnar, fjölmiðla, kvikmyndir og þjóðareinkenni Islendinga. Þeir eru sendir út milli klukkan hálfníu og níu á morgnana alla þessa viku. í þeim koma fram ýmsir kunnir íslendingar eins og Jónas Kristjáns- son, forstöðumaður Stofnunar Áma Magnússonar á Islandi, rithöfund- amir Thor Vilhjálmsson, Jón Óskar o.fl. Einnig er leikin íslensk tónlist og lesnar ljóðaþýðingar. Ungveijaland: Skotárás á sendi- herra Kólumbíu Búdapest, Bogota, Kólumbíu, AP, Reuter. SENDIHERRA Kólumbíu í Ung- verjalandi, Enrique Parejo, varð fyrir skotárás í Búdapest á þriðjudagsmorgun og særðist hann alvarlega. Hin opinbera fréttastofa Ung- vetjalands sagði að fimm byssukúl- ur hefðu hæft sendiherrann, sem varð fyrir árásinni er hann var að koma út húsi sínu í Búdapest. Vitni segja að maður nokkur hafi gengið upp að sendiherranum og spurt hann á spænsku, hvort hann væri Parejo og skotið er svarið var já- kvætt og síðan flúið á braut. Var Parejo fluttur í skyndi á sjúkrahús þar sem kúlurnar vom fjarlægðar og er hann ekki talinn í lífshættu. Ekki er vitað hver árásarmaðurinn var, en ungversk yfirvöld segjast hafa látið loka öllum landamærum og sé árásarmannsins leitað ákaft. Samtök er kenna sig við eitur- lyfjasalann Hernan Botero Moreno lýstu því yfir í Bogota, höfuðborg Kólumbíu, eftir árásina, að þau bæm ábyrgð á tilræðinu. Parejo gegndi áður stöðu dómsmálaráð- herra í stjórn Kólumbíu, tók við árið 1984 er þáverandi dómsmála- ráðherra var myrtur af eiturlyfja- sölum og beitti hann sér þá m.a. mjög gegn þeim er stunda sölu eit- urlyfja. Höfðu honum borist morðhótanir og er talið að hann hafi m.a. verið skipaður í sendi- herrastöðu í Ungveijalandi þar sem hann var álitinn tiltölulega ömggur þar. Stars & Strípes fellir seglin er hún kemur í mark á undan New Zealand, sem sést í baksýn. hún að sleppa belgseglinu, sem rifn- aði. Við það missti hún ferð en tókst síðan að vinna upp þriggja báts- lengda forskot á fimmta áfanga leiðarinnar. Tók Kookaburra fýrst forystu við sjöttu bauju er siglt var inn á sjötta og næst síðasta áfanga leiðarinnar. Sigur Stars & Stripes í gær er 11. sigur Dennis Conner í röð í keppninni að þessu sinni. Árið 1983 tapaði hann sem kunnugt er Ameríkubikarnum, en þá fór keppn- in síðast fram. Var það fyrsti ósigur bandarískrar skútu í keppninni í 135 ár. Fyrir ósigurinn 1983 hafði Conner sigrað í keppninni tvisvar í röð. Ósigur New Zealand, sem er eini báturinn í keppninni sem smíðaður er úr trefjagleri, var þriðji ósigur skútunnar í 40 lotum frá því keppn- in hófst í október. Fyrir úrslita- keppnina hafði New Zealand aðeins tapað einu sinni. í öll skiptin hefur hún lotið í lægra haldi fyrir Stars & Stripes. Á VILLER0Y & BOCH FLISUM Rýmum fyrir nýjum flísum, og seljum restar á tilboðsverði. Nú er hægt að gera hagstæð kaup á hinum vinsælu Villeroy og Boch vegg- og gólfflísum, með 15-50% afslætti. Missið ekki af þessu einstæða tækifæri. RB. BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.