Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 17-18 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS I/-JYH l U. *TH is tf Um nöfn manna Andrés Magnússon skrifar: Stundum er það svo að merking orða og hugtaka er á reiki og því miður kemur það helst fram hjá þeim sem síst skildi. Síðastliðinn sunnudag var spum- ingakeppni á dagskrá ríkissjón- varpsins. Spurt var hvert væri skímarnafn Bubba Morthens. Einn keppenda svaraði réttilega að það væri Ásbjörn, en þá endurtók dóm- arinn, Helgi H. Jónsson, spuming- una og tók fram að beðið væri um „fullt skírnamafn". Þetta er algeng hugsanavilla, en óþörf, nenni menn að velta hlutunum aðeins fyrir sér. Maðurinn var skírður Ásbjöm og heitir Ásbjöm. Hitt er svo annað mál að hann er Kristinsson, en hann er líka Morthens, og ef hann kærði sig um gæti hann eins verið kenndur við móður sína. Mönnum er ekki gefið nema eitt nafn (eða tvö eftir atvikum), en svo em menn kenndir við föður sinn eða móður öðrum Jónum til aðgreiningar. Það er ekkert sem gefur til kynna að menn heiti t.d. Jón Jónsson og ekk- ert annað. Má þessu til vitnis nefna að er ekki óalgengt að sjá systkin undirrita sameiginlega orðsendingu „Fullt skírnarnafn" hans er Ásbjörn. svo: Jón, Jónas og Jóna, Jónsböm, kvæmt rithætti í gömlum handrit- af þeirri einföldu ástæðu að þau em um hefði nafn bréfritara verið svo það. skráð: Þess má til gamans geta að sam- Andrés Magnússon. ALLT í RÖÐ OG REGLU! Ef þú ert þreytt(ur) á óreiöunni og uppvaskinu í kaffistofunni þá er Duni kaffibarinn lausn á vandanum. Duni er ódýrasti barinn í bænum Duni kaffibarinn sparar bæöi tíma og pláss. Hann getur staðið á borði eða hangið á vegg. - hann kostar aðeins kr. 3.721- (Innifalið í verði: Málmstandur, 2000 mál, tíu höldur og 500 teskeiðar.) FANNIR HF •{ - Bíldshöfða 14, sími 672511 Þessir hringdu . . HafðuJ)Ökk fyrir Omar Margrét hringdi: Þökk sé Ómari Ragnarssyni fyrir hina sérlega hugþekku minn- ingargrein um Gísla Gíslason á Uppsölum í Morgunblaðinu lO.jan. s.l.. Þegar Ómar kynnti Gísla á Uppsölum í Stiklum sínum komu í huga manns sagnir af helgum mönnum sem kusu að þjóna skapara sínum í einlífi, nægjusemi og fjarri heimsins glaumi. Það virðist Gísli hafa gert. Grein Ómars er ein sú besta minningargrein sem ég hef lesið og ber vott um hjartaprýði höf- undar. Hvar eru jóla- gjafirnar mínar? H.P. hringdi: Fimm ára drengur kom til Reykjavíkur þriðjudaginn 6.jan. frá Raufarhöfn með millilendingu á Akureyri, sama dag og litla stúlkan í Flúðaseli tapaði dúkk- unni sinni. Hann hafði lagt af stað frá Raufarhöfn með tvær töskur velmerktar honum, Stein- ari Frey Sigurðssyni, en er hann kom í flugstöð Flugleiða í Reykjavík fannst ekki nema önnur taskan. í þeirri glötuðu eru jóla- gjafimar, jólafötin og sængurföt- in ásamt fleiru. Eflaust gerir afgreiðslufólk Flugleiða það sem það getur til að endurheimta hina glötuðu tösku en litli drengurinn er orðinn óþolinmóður að fá jólagjafir, því það er jú liðin heil vika. Nú langar mig til að spyija: Ef taskan hefur farið á einhvem annan viðkomustað Flugleiða ætti þá ekki afgreiðslufólk þess staðar að vera búið að uppgötva þessa óskilatösku og senda hana til Reykjavíkur? Eða getur átt sér stað að óheiðarlegt fólk hafl tæki- færi til að taka farangur i flug- stöðinni? Ég vona að þessi mál leysist brátt, að litla stúlkan í Flúðaselinu fái dúkkuna sína og dóttursonur minn fái jólagjafímar sínar. Sjónvarps- myndin gód Gagnrýnandi hringdi: Umtalaða myndin sem sýnd var í sjónvarpinu á nýárskvöld var að mínu mati blákaldur raunveruleiki hjá mörgum hér á landi en ekki sú glansmynd af tilverunni sem svo margir halda upp á. Myndinni var að mínu mati snilldarvel leikstýrt og ég hef hvergi heyrt jafnvel gengið frá í músík og hljóði, og talið var skýr- ara en í nokkurri íslenskri kvikmynd sem ég hef séð. Leikar- arnir skiluðu vel sínu. Meira lof er ekki hægt að gefa einni mynd. Ég er aftur á móti sammála um að myndina átti ekki að sýna fyrr en kl.23.30 og taka skýrt fram að hún væri ekki við hæfí bama. En það er ekki við höfund eða framleiðendur að sakast þó þetta hafi farist fyrir. En nýsjá- lenska myndin sem sýnd var 11/1 var því síður við hæfi bama með sín manndráp en ég geri ekki ráða fyrir að þær hneyksluðu persónur sem hvað mest hafa óskapast yfir myndinni á nýárskvöld fínni nokk- uð að nýsjálensku myndinni. Fyrirspurn tilríkis- útvarpsins Útvarpshlustandi hafði sam- band: Af hveiju lætur ríkisútvarpið ekki getið senditíðni sinnar og bylgju í dagskránni sem þeir senda frá sér? Líkt og t.d. Bylgjan gerir. Af hveiju ekki leitað til Ál- versins? Árni Jóhannsson hringdi: Mig langar til að benda mönn- um á að það væri ráð að fá að nota afgangsorku frá Álverinu til að hita upp vegarkaflann við Kúa- gerði. Þannig mætti koma í veg fyrir mikla hálku sem oft mynd- ast þarna á Keflavíkurveginum. Fjölmargir hita upp hjá sér plön og annað þvíumlíkt og ætti þetta varla að vera mikið mál og alls ekki dýrt ef höfð era í huga þau tíðu slys sem þarna hafa orðið. „Kærðu“ Kona af Suðurlandi hringdi: Ég vil taka undir með einni kvenkyns, sem skrifar í Velvak- anda 6.jan., þar sem hún hvetur Hákon Hansson dýralækni til að kæra skipan Katrínar Andrés- dóttur í stöðu héraðsdýralæknis í Hreppaumdæmi. Það er ekki nóg með að ráð- herra hafí raglast á orðunum jafnrétti og forréttindi milli kynja. Janfrétti var heldur ekki látið gilda milli kynsystra. Ef það var aðeins kynferði sem réð þess- ari stöðuveitingu hvers átti þá Guðbjörg Þorvarðardóttir að gjalda en samkvæmt punktakerfí Dýralæknafélagsins var hún í 3.-4. sæti en Katrín í 6.-7. sæti. Það mátti reyna þessa skýringu meða fáar konur í stéttinni en hana gleypa aðeins einfeldningar. Ætli það sé ekki heldur gamla skýringin að ekki er sama Jón og séra Jón. Og að lokum; Jón Helgason segir einnig í umræddri frétt þann 17. des.: „Menn mega ekki gleyma því að þessar stöður era ekki fyr- ir dýralækna heldur fyrst og fremst þá er þurfa á þjónustu þeirra að halda." Gott og vel en fyrir hveija era ráðherraembættin? Fyrir mennina prívat og persónulega eða fyrir fólkið í landinu, mér er spum? Fleiri tóku þátt í leitinni Einn að austan hringdi: Mig langar til að það komi fram að það vora ekki Eskfírðingar ein- ir sem tóku þátt í leitinni að Synetu. Stjómstöð leitarmanna var t.d. á Fáskrúðsfírði. Norð- fírðingar, Stöðfírðingar, Héraðs- búar, Fáskrúðsfirðingar og fleiri tóku einnig þátt í leitinni. Sérstakt janúartilboö á Amitsubishi farsímum. 79.980,- staðgreidd eða kr. 84.980,- með afborgunum. Greíðslukjör útborgun eftirstöðvar Eurokredit 0 kr. 11 mán. Skuldabréf 19.000,-kr. 6 - 8 mán. VIÐTÖKUM VEIÁMÓTI m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.