Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987 t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARÍA STEINGRÍMSDÓTTIR, Fossvöllum 19, Húsavfk, andaðist i sjúkrahúsi Húsavíkur 13. janúar. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, AÐALHEIÐUR BERGÞÓRA LÍKAFRÓNSDÓTTIR, Hátúni 10a, er látin. Börnin. t Móðir okkar, KRISTENSA JÓHANNA TÓMASDÓTTIR, Álfaskeiði 90, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi aðfaranótt 13. janúar. Kristfn Kristjánsdóttir, Ólafur Kristjánsson, Tómas Kristjánsson, Aðalheiður Kristjánsdóttir. t JÓN HELGI EINARSSON, vörubflstjóri, frá Melum á Kjalarnesi, andaðist á Reykjalundi 13. janúar. Vandamenn. t Bróðir minn, GUÐMUNDUR GÍSLASON frá Árbœjarhelli, Holtum, andaðist í Borgarspítalanum 10. janúar. Guðbjörg Gfsladóttir. t Útför eiginkonu minnar, SESSEUU GUÐMUNDSDÓTTUR, sem lést af slysförum þann 9. janúar 1987 verður gerð frá Áskirkju föstudaginn 16. janúar kl. 13.30. Reynald Jónsson og börn. t Útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, ÞURÍÐAR KRISTÍNAR VIGFÚSDÓTTUR, Öldugötu 44, Reykjavík, verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. janúar kl. 13.30. Vigfús Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Filippus Guðmundsson, ingibjörg Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Kristfn Guðmundsdóttir, Sigrfður Guðmundsdóttir, og barnabörn. Guörún Elfn Jónasdóttir, Héðinn Valdimarsson, Bergþóra Skúladóttir, Sig. Þráinn Kárason t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR JÓHANNESSON frá Siglufirði, Miðvangi 41, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 16. janúar kl. 13.30. Ólaffa Ólafsdóttlr, Hilmir Guðmundsson, Ásrún A. Ólsen, Gréta Guðmundsdóttir, Hörður Arnþórsson, Bryndfs Guðmundsdóttir, Sverrir Aðalsteinsson, barnabörn og barnabarnabarr.. Anna S. Þórðar- dóttir — Minning Anna Sigriður Þórðardóttir lést 17. desember sl. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Grímsdóttur og Þórðar Þórðarsonar. Anna fæddist á Breiðabólstað á Álftanesi 8. september 1904, elst tíu systkina. Þórður og Sigríður bjuggu um tíma á Bessastöðum á Álftanesi, þar sem Þórður var ráðsmaður. Þau fluttu til Hafnarfjarðar 1915, en þaðan stundaði hann sjómennsku. I Halaveðrinu mikla, er svo var nefnt, fórst Þórður með togaranum Robertson. Þá var árið 1925. Eigna- laus ekkja með tíu börn átti ekki mikla möguleika á að sjá fjölskyldu farborða. Móðir Önnu var hins veg- ar viljasterk kona og ákvað hún að halda flölskyldu sinni saman í lengstu lög. Slíkt varð ekki gert nema með einstökum dugnaði og samheldni. Samheldni er var svo sterk að hún hefði getað heft sjálf- stæði þeirra einstaklinga er við bjuggu. Sú varð þó ekki raunin á með Önnu. Skömmu eftir að faðir hennar fórst andaðist bróðir hennar, Steingrímur Gunnar, aðeins 9 ára gamall. Anna tók þá vinnu er ómennt- aðri ungri stúlku bauðst. Það var ekki alltaf starf er féll vel að lund þessarar stoltu konu. Hún þráði á þeim árum án efa lengri skóla- göngu. Hvað er meðfætt og hvað þrosk- ast með okkur fyrir ytri áhrif skal ekki metið hér, en það kom fljótt í ljós að Anna Þórðardóttir átti ekki bara draum, hún átti sér markmið sem hún stefndi ótrauð að. Hún varð sjálfmenntuð, vel að sér um flesta hluti og fylgdist fram á síðasta dag vel með þjóðmálum. Hún hafði alla tíð mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum + Minningarathöfn um eiginmann minn, fööur okkar, tengdaföður og afa, JÓN EÐVALDSSON, Suðurgötu 28, Sandgerði, sem fórst með mb. Arnari ÍS 125 23. nóvember sl. fer fram frá Hvalsneskirkju laugardaginn 17. janúar kl. 14.00. Guðbjörg Ástvaldsdóttir, Grétar Mar Jónsson, Kári Jónsson, Sesselja Aðalsteinsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Vignir Sigursveinsson og barnabörn. t Minningarathöfn um eiginmann minn, föður okkar, son, bróður og tengdason, JÓHANNES PÁLSSON, Suðurgötu 16, Sandgerði, sem fórst með mb. Arnari ÍS 125 23. nóvember sl. fer fram frá Hvalsneskirkju laugardaginn 17. janúar kl. 14.00. Anna Margrét Kristjánsdóttir, Páll Jóhannesson, Heiða Fjóla Jóhannesdóttir, Helga Björk Jóhannesdóttir, Páll Jóhannesson, Gestheiður Jónsdóttir, Sigríður Pálsdóttir, Grímkell Jónsson, Fjóla Gfsladóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SR. EIRÍKUR J. EIRÍKSSON, Hörðuvöllum 2, Selfossi, fv. skólastjóri Núpsskóla, sfðar prófastur og þjóðgarðsvörður Þingvöllum, sem lést 11. þ.m., verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardag- inn 17. janúar 1987 kl. 14.00. Jarðsett veröur á Eyrarbakka. Ferð verður frá Umferöarmiðstööinni í Reykjavík kl. 12.30. Kristín Jónsdóttir. Aðalsteinn Eiríksson, Jón Eirfksson, Hildur Eirfksdóttir, Ágústa Eirfksdóttir, Jónfna Eirfksdóttir, Magnús Eirfksson, Guðmundur Eirfksson, Ásmundur Eiríksson, Guðrún Larsen, Sjöfn Kristjánsdóttir, Saavar Valdemarsson, Snorri Björn Sigurðsson, Guðlaugur Óskarsson, Ástþóra Kristinsdóttir, Dagmar Hrönn Guðnadóttir, Aldfs Eiríksdóttir, Ingveldur Eiríksdóttir, Páll Skaftason og barnabörn. Morgnnblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. og var óhrædd við að láta þær í ljósi. Hún gerði ekki síður kröfur til sjálfrar sín en annarra. Hún ætlaði sér að komast til þeirra efna að hún gæti búið sér og fjölskyldu sinni það öryggi og frelsi sem er því samfara að þurfa ekki að örvænta um fjárhagslega afkomu næsta dags. Á erfiðum tímum stríðsáranna stofnaði Anna af eigin rammleik fyrirtækið Pijónastofu Önnu Þórð- ardóttur. Það rak hún með myndarbrag í fjölda ára. Anna var því ein af frumkvöðlum kvenna meðal íslenskra iðnrekenda. Hún átti þá eiginleika til að bera er ég held að sé það eina er geti veitt konum fullkomið jafnrétti. Hún leyfði sér aldrei að velta því fyrir sér hvort kyn hennar væri henni fjötur um fót. Hún leit ekki á karlmenn sem sér fremri og hún bar þá virðingu fyrir sjálfri sér sem svo marga nútímakonuna skortir. Fyrri mann sinn, Halldór Árna- son, missti Anna af slysförum, ungan að aldri. Nokkrum árum síðar giftist hún eftirlifandi manni sínum, Jóni Á. Gissurarsyni, skóla- stjóra. í ljós kom að sonur Önnu, Steingrímur Gunnar, gekk ekki heill til skógar. Hann andaðist snemma á unglingsárum og varð það hennar þungbærasta raun. Jón og Anna áttu mörg sameigin- leg áhugamál. Meðal annars nutu þau bæði mjög útivistar og ferða- laga. Einkum ferðuðust þau mikið innanlands. Anna var mikil húsmóðir og hún og Jón bjuggu sér og dætrunum Ólafíu og Halldóru einstaklega höfðinglegt og menningarlegt heimili. Anna var mjög ættrækin og hélt góðu sambandi við systkini sín og börn þeirra er þau komu til sögunnar. Hún var oft ráðgjafi systkina sinna og hjálparhella er þau hófu framhaldsnám. Fyrir utan margar heimsóknir til Önnu á Sjafnargötuna var það fast- ur liður í fjölda ára að systkini hennar ásamt fjölskyldum og öðru skyldfólki hittust þar um jól og var þá rausnarlega veitt sem ætíð. Ósjálfrátt litum við á hana sem höfuð ættarinnar og bárum mikla virðingu fyrir henni og heimili henn- ar. Fyrir nokkrum árum var húsið við Sjafnargötuna stækkað svo þar fengust þrjár fallegar íbúðir. Þar bjuggu síðan dætur Önnu og Jóns með fjölskyldum sínum. An efa hefur hin nána sambúð Önnu við barnabörnin; er orðin eru 6, veitt henni mikla gleði. Anna var ekki einungis falleg sem ung kona, hún bar einnig ellina með virðulegum glæsibrag og meg- um við öll er hana þekktum mikið af læra. Blessuð sé minning hennar. Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir ÍLOMHB HAFNARSTRÆT115. Skreytingar við hvert tækifæri. Opiðfrákl. 09—21 alla daga nema sunnudaga frá kl.12-18. Sími21330.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.