Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987 HVAÐ SEGJA RÁÐHERRAR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS? Ragnhildur Helgadóttir: Hvarflaði ekki að mér að Þorsteinn vissi ekki um málið RAGNHILDUR Helagadóttir, heilbrigðisráðherra segir að það hafi aldrei hvarflað að henni að Þorsteini Pálssyni formanni Sjálfstæðisflokksins væri ókunnugt um þau áform forsætisráðherra að kalla sam- an þing, til þess að setja lög í sjómannadeilunni. „Aðild mín að þessari ákvörðun var ósköp venjuleg, eins og er um aðrar ákvarðanir sem teknar eru í ríkisstjóminni," sagði Ragnhild- ur í samtali við Morgunblaðið. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir lágu, þá var þetta raun- ar það eina sem unnt var að gera og samkvæmt þeim upplýsingum sem fýrir lágu á fundinum var ekki annað að sjá, en aðrir ráð- herrar, þ.e.a.s. þeir sem fjarstadd- ir voru, væru þessu samþykkir," sagði Ragnhildur. „Að því er varðar formann Sjálfstæðisflokksins, þá hvarflaði ekki að mér annað en hann hefði verið með í ákvörðunum og sam- ráð haft við hann á öllum stigum þessa máls. Ég hafði ekki minnstu hugmynd um það fyrr en á þriðju- dag, að formaður flokksins hafði ekki verið hafður með í ráðum, því ég taldi á ríkisstjómarfundin- um á mánudag, að ég væri að íjalla um hans niðurstöðu," sagði Ragnhildur. Albert Guðmundsson: Taldi þetta gert með samþykki formannsins ALBERT Guðmundsson iðnað- arráðherra segir að hans aðild að þeirri ákvörðun sem tekin var á ríkisstjórnarfundi sl. mánudag, að kalla þing saman vegna kjaradeilu sjómanna, hafi verið með þeim hætti að hann hafði einungis samband við Matthias A. Mathiesen ut- anrikisráðherra sem gegndi embætti fjármálaráðherra í fjarveru hans. Hann hafi staðið í þeirri trú að Þorsteinn Páls- son hefði verið upplýstur um framvindu mála og væri því samþykkur að þing yrði kvatt saman. „Ég gat ekki betur skilið en að það hefði verið haft samband bæði við formann þingflokksins og formann flokksins," sagði Al- bert í samtali við Morgunblaðið. „Ég hafði sjálfur ekkert samband við Þorstein, enda ekkert til þess ætlast, en þegar málið var af- greitt í ríkisstjóminni á mánudag, þá skildi ég það þannig að haft hefði verið samband við Þorstein og formann þingflokksins og að meðferð sú sem þá var til af- greiðslu væri með þeirra sam- þykki,“ sagði Albert. Albert sagði að ríkisstjómin hefði í síðustu viku falið tveimur ráðhermm að leggja tillögur fyrir ríkisstjómina, sem þeir hefðu gert og á þessum fundi hefðu tillögur þeirra verið til afgreiðslu. Matthías Á. Mathiesen: Taldi að haft hefði verið samband við Þorstein MATTHlAS Á. Mathiesen ut- anríkisráðherra segir að vissu- lega megi til sanns vegar færa, að eðlilegt hefði verið að hann hefði haft samband simleiðis við Þorstein Pálsson fjármála- ráðherra þegar ákveðið var að kalla saman þing vegna sjó- mannadeilunnar, en hann hafi staðið í þeirri meiningu að for- sætisráðherra hafi haft sam- band við hann, áður en hann tók við málsmeðferðinni af Matthíasi Bjarnasyni á sunnu- dagskvöld. „Ég taldi að Þorsteini væri kunnugt um gang málsins og mér var tjáð að forsætisráðherra myndi flytja frumvarpið," sagði Matthías í samtali við Morgun- blaðið. Matthías sagðist hafa talið að þeir sem hefðu verið í málinu fyrir stjómarflokkana, þeir Hall- dór Ásgrímsson og Matthías Bjamason hefðu miðlað upplýs- ingum til formanns Sjálfstæðis- flokksins þannig að hann fylgdist með framvindu mála. „Matthías tjáði mér að forsætisráðherra myndi flytja málið og venjan er sú að sá sem flytur mál, tryggi sínum málum framgöngu.Ég átti því von á því að forsætisráðherra hefði gert Þorsteini grein fyrir málinu," sagði Matthías. Matthías var spurður hvað fæl- ist í því að vera staðgengill annars ráðherra. Hvort að hann færi þá ekki alfarið með málaflokk við- komandi ráðherra: „Reglan er sú, að haft er fullt samráð við viðkom- andi ráðherra og öðm vísi em ákvarðanir ekki teknar," sagði Matthías. Matthías sagði að þegar Þor- steinn hefði komið heim, þá hefði hann gert sér grein fyrir því að mikill vilji deiluaðila var fyrir hendi, að leysa þessa deilu, án þess að Alþingi gripi til lagasetn- ingar. Seinni part þriðjudagsins hafi það legið í loftinu að samn- ingar gætu ef til vill tekist innan tíðar og það hafi verið til þess að tryggja það að samningsaðilar fengju tækifæri til að semja, sem hann hafi lýst því yfir að rétt væri að reyna samningaleiðina til þrautar. „Hann, eins og allir hin- ir, vildi að deiluaðilar reyndu að semja, án þess að til lagasetning- ar kæmi. Ég sagði það reyndar í lok minnar ræðu, að ég vonaðist til þess að inn á fund sjávarút- vegsnefndar kæmu fregnir þess efnis að deilan væri leyst og mál- ið þar með úr sögunnir“ sagði Matthías. Sverrir Hermannsson: Vildi bráða- birgðalög’ SVERRIR Hermannsson menntamálaráðherra telur að það hafi fyrst og fremst verið handvömm Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra sem gerði það að verkum að ekki var haft samband við Þor- stein Pálsson formann Sjálf- stæðisflokksins þegar ákvörðun um að kveðja saman Alþingi var tekin á ríkisstjórn- arfundi á mánudag. Hann segir þó að vissulega megi til sanns vegar færa að þeim ráðherrum Sjálfstæðisflokksins sem fóru með málið hér heima, Matthíasi Bjarnasyni og Matthíasi Á. Mathiesen hafi orðið á mistök með þvi að hafa ekki samband við flokksformanninn símleiðis til Parísar. Sverrir sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði þegar á mánudagsmorgun lýst sig andvígan því að þing yrði kvatt saman og lög yrðu sett til lausnar á deilu sjómanna og útvegs- manna. „Ég var þeirrar skoðunar að ef á annað borð væri talið nauðsynlegt að grípa inn í deil- una, að það ætti að gera með setningu bráðabirgðalaga." Sverrir segist hafa rætt þessa afstöðu sína við Matthías Á. Mathiesen og Ragnhildi Helga- dóttur, og þau hafi bæði verið sér sammála um að þessa aðferð ætti að nota, ef nauðsynlegt væri tal- ið. Kvaðst hann einnig hafa greint Steingrími Hermannssyni forsæt- isráðherra frá þessari afstöðu sinni, en forsætisráðherra hefði sagt að hann teldi það lýðræðis- legra að kveðja þingið saman. Kvaðst Sverrir jafnframt hafa haft samband við Halldór Ás- grímsson og greint honum frá afstöðu sinni. „Ég skil vel og styð ákvörðun Þorsteins Pálssonar," sagði Sverr- ir, „því hér hafa átt sér stað alveg einkennileg mistök. Ég er mjög ánægður með karlmannleg og snarboruleg vinnubrögð formanns okkar. Forsætisráðherra átti tvímælalaust að hafa samband við formann Sjálfstæðisflokksins áð- ur en ákvörðun var tekin um það að kalla saman þing. Hvem hefði grunað að formaður Sjálfstæðis- flokksins hafði ekki hina minnstu hugmynd um hvað stóð til fyrr en eftir að ákvörðun hafði verið tekin? Ekki mig. Auðvitað hefðu okkar menn einnig átt að hafa samband við Þorstein, þeir Matt- hías Bjarnason og Matthías Á. Mathiesen, en það er forsætisráð- herra sem boðar þingið saman og það átti hann ekki að geta gert nema með samþykki formanns samstarfsflokksins." Þorsteinn Pálsson: Hefur ekki áhrif á stj’órnar- samstarfið ÞORSTEINN Pálsson fjármála- ráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins telur ekki að sú ákvörðun hans að vilja láta reyna samningaleiðina í sjó- mannadeilunni til þrautar, áður en ráðist væri í lagasetningu, hafi áhrif á stjórnarsamstarfið, eða samstarf hans við samráð- herra úr Sjálfstæðisflokknum. Þorsteinn var í gær spurður hvort hann teldi að hann með framkomu sinni í þessu máli, hefði niðurlægt samráðherra sína innan Sjálfstæðisflokksins: „Nei,“ svar- aði Þorsteinn, „Samráðherrar mínir í Sjálfstæðisflokknum vissu alveg um mína afstöðu í þessu máli og ég hafði rætt hana bæði við formann þingflokksins og þann ráðherra sem fjallaði um þessi mál á mánudagaeftirmið- deginum." Samskonar spurningu um sam- starfsflokkinn í ríkisstjóm svaraði fjármálaráðherra á eftirfarandi hátt: „Ég kom ekkert aftan að Framsóknarflokknum í þessu máli, ekki á nokkum hátt. Ég tel ekki að þetta komi til með að hafa nein áhrif á samstarfíð við Framsóknarflokkinn en auðvitað hefði forsætisráðherra átt að hafa samband við formann samstarfs- flokksins, þegar honum datt í hug að leggja fram tillögu um að kalla Alþingi saman til þess að setja log á sjómenn og útgerðarmenn, “ sagði Þorsteinn og bætti við að hann væri ekkert að elta ólar við það, því það væri efnisleg niður- staða málsins sem skipti máli, þ.e. að slík lög voru ekki sett. „Af minni hálfu hefur þetta mál engin áhrif á samstarf við ráðherra, hvorki úr eigin flokki né úr Framsóknarflokknum,“ sagði fjármálaráðherra að lokum. AFINNLENDUM VETTVANGI Kristinn H. Einarsson fram- kvæmdastjóri BISN. Sá, sem einna helst leiðir viðræðurnar við náms- menn er Eyjólfur Sveinsson, sem einnig er formaður Vöku, félags lýræðissinnaðra stúdenta. Aðal- kappsmál hans er að námsmenn vinni saman að hagsmunamálum sínum, án tillits til pólitískra skoð- ana. Þetta sjónarmið er grundvöll- urinn að þessari einstæðu samstöðu námsmanna. Fulltrúar námsmanna hafa gert sér grein fyrir því að mun erfiðara yrði að ná samkomulagi við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en fulltrúa Framsóknarflokksins. Hefír „taktík“ þeirra því verið sú, að leggja fram tilboð, sem líkur væru á að nægði til að stöðva upphaflegu drögin og að Finnur gæti sam- þykkt, og sameinast honum síðan í því að knýja fram breytingu. Námsmaður, sem mikinn þátt hefír tekið í viðræðunum, lýsir gang mála á þennan hátt: „Eyjóífur er sá, sem stendur á bak við fléttu Finns. Ætlunin hjá þeim var að fá drög Finns samþykkt í þingflokki Framsóknarflokksins og setja þannig þrýsting á sjálfstæðismenn að samþykkja þau drög, eða sætta sig við það ella, að upphaflegu drög- in næðu ekki fram. Hvort tveggja þótti námsmönnum góður kostur. Finnur klúðraði hins vegar málinu, með því að segja frá drögunum á SÍNE-fundinum og gefa Friðriki þannig kost á því að jarða sig í fjöi- miðlastríði, sem honum hefir tek- ist.“ Tvísýn staða Eftir að upp úr sauð á milli þeirra Finns og Friðriks, eru bæði fram- sóknamenn og sjálfstæðismenn svartsýnir á það, að samkomulag muni takast meðal stjómarflokk- anna í þessu máli og telja að ekkert frumvarp verði lagt fram á þessu þingi. Finnur nýtur einhuga stuðn- ings ungra framsóknarmanna, formaður þingflokksins hefír lýst því yfir að hann telji Finn ekki hafa hagað sér óeðlilega og Tíminn berst á hæl og hnakka fyrir hans hönd. Stóra spu mingin er hins veg- ar hvaða afstöðu flokksformaðurinn tekur. Ummæli hans á fundi með Kiwanismönnum í Keflavík, þar sem hann lýsti yfír undmn sinni á viðbrögðum Finns, þóttu koma nokkuð á óvart, enda hefír hann gert allt til þess að draga úr þeim síðan, þótt ekki hafi Steingrímur lýst stuðningi sínum við Finn. í samtali við blaðið sagði einn ungur framsóknarmaður að Steingrímur teldi þetta mál prófstein á áfram- haldandi stjórnarsamstarf með sjálfstæðismönnum, enda væri Friðrik Sophusson sífellt að minna á það að stefna Jóns Baldvins í málefnum sjóðsins væri mjög ná- lægt hugmyndum sjálfstæðis- manna. „Steingrímur telur áframhaldandi stjórnarsamstarf vera raunhæfan möguleika; hann er að reyna að sanna sig fyrir Sjálf- stæðisflokknum og gæti átt það til að fórna Finni í því skyni.“ Mikill þrýstingur mun hins vegar vera innan flokksins á formanninn að styðja Finn; sem dæmi um það má nefna ályktun framkvæmdastjómar Sambands ungra framsóknar- manna frá 9. janúar, þar sem Steingrímur er m.a. hvattur til þess að styðja Finn í viðleitni hans við að bregða fæti fýúr Sverri Her- mannsson. Ekki er síður spuming um af- stöðu þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins í þessu máli. Til dæmis má þess geta, að Halldór Blöndal formaður menntamálanefndar neðri deildar Alþingis hefír lýst andstöðu sinni við mörg atriði í drögunum frá 6. október. Það síðasta sem gerst hefír í þessum málum, er að fulltrúar námsmanna gengu hinn 9. janúar til fundar við forsætisráðherra og skýrðu sjónarmið sín. Sérstaka áherslu lögðu þeir á það að samn- ingaviðræðum við námsmenn yrði ekki hætt vegna innbyrðisdeilna þeirra Finns og Friðriks. Steingrím- ur mun hafa tekið vel í þessi tilmæli námsmanna, en gat þess, að ekkert yrði aðhefst frekar í málinu, fyrr en Sverrir væri kominn frá útlönd- um. Niðurlag Fram að þessu hefir hefðin verið sú þegar breytt hefír átt lögum um námslán, að námsmenn hafa mót- mælt öllum breytingarhugmyndum stjómar og stjómarandstaða tekið undir. Mótmælin hafa þó jafnan skilað litlu. Nú gerist það hins veg- ar, að allar námsmannahreyfíng- arnar setjast að samningaborðinu og semja við stjórnvöld um skerð- ingu á hagsmunum sínum í því skyni að ná sáttum. Enginn vafi er á því, að höfundur þessarar nýju stefnu er Eyjólfur Sveinsson form- aður Vöku og SHI; eða eins og hann sjálfur segir: „Námsmenn verða að gera sér grein fyrir þeirri pólitísku nauðsyn að náð verði þjóð- arsátt um Lánasjóðinn og þess vegna verða þeir að gefa eftir.“ Það er ljóst, að aðilar vom þumlung frá því að ná samkomulagi, og ef slíkt hefði tekist, hefði stjórnarandstöðu- flokkum ekki verið stætt á öðm en að samþykkja slíkt. Hefðu þeir flokkar, sem lýst höfðu yfír and- stöðu við allar breytingar á lögun- um beðið við það mikinn hnekki og báðir stjómarflokkarnir hlotið sæmd af. I stað þess að grípa þetta tækifæri var samkomulaginu snúið upp í fjölmiðlastríð, sem vafalaust hefír orðið til þess að minnka tiltrú námsmanna á báðum stjómarflokk- unum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.