Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987 25 Yfirlýsing frá framkvæmdaráði Slysavarnafélags íslands: Landhelgisgæslan ákvað sjálf að láta TF SÝN bíða morguns í FRÉTTAFLUTNINGI um ágrein- ing milli Slysavarnafélags íslands og Landhelgisgæslunnar um stað- setningu sjóbjörgunarstjómstöðvar hefur þess sums staðar gætt, að menn hafi talið að leitar- og björg- unaraðgerðir vegna Suðurlands- slyssins 24. og 25. desember sl. hafi á einhvern hátt liðið fyrir þenn- an ágreining. Sérstaklega tengdu starfsmaður Landhelgisgæslunnar og læknir úr þyrlusveit hennar þessi mál á óviðeigandi og ábyrgðar- lausan hátt í viðtali í fréttatíma ríkissjónvarpsins laugardaginn 10. þ.m. Fréttastofa sjónvarpsins end- urtók svo fullyrðingar úr þessum viðtölum í fréttatíma sl. mánudag án þess að geta í nokkru sjónar- miða SVFÍ, sem höfðu rækilega verið kynnt fréttamönnum og sérs- taklega beðið um að þau kæmu fram. Við aðgerðir á aðfangadagskvöld og jólanótt vegna Suðurlandsslyss- ins voru höfð í huga sömu sjónarmið og jafnan hafa gilt í björgunarmið- stöð SVFI við leitar- og björgunar- aðgerðir, þ.e. að kallaðir yrðu til þeir aðilar, sem líklegastir væru til að geta á sem skemmstum tíma fundið og bjargað áhöfn skipsins. I þessu tilviki var um að ræða leit að gúmbát í ólgusjó og myrkri úti á reginhafi, en reynslan hefur sýnt, að ef neyðarsendir bátsins bregst, getur reynst afar erfitt að finna hann við slíkar aðstæður. Þess vegna var fyrst leitað til aðila, sem vitað var að hefðu yfir að ráða flug- vélum með fullkomnum leitarbún- aði, sérstaklega leitartæki er skynjar innrauða hitageisla og get- ur því fundið menn jafnt í sjó sem í bátum og hafa þar af leiðandi mikla yfirburði við leit miðað t.d. við TF SÝN, flugvél Landhelgis- gæslunnar. Félagið hafði vitneskju um slíkar flugvélar á Keflavíkur- flugvelli og í Skotlandi. I þessum vélum er einnig búnaður til að kasta til manna í neyð, m.a. gúmbátar. Jafnframt var hugað að mögu- leikum til þyrluflugs, en vegna fjarlægðar frá landi var ljóst, að eldsneytisvél þyrfti að vera með í slíku flugi. Þess vegna kom þyrla Landhelgisgæslunnar ekki til álita hér þar sem hún getur ekki tekið eldsneyti á flugi. Þessir möguleikar voru kannaðii- á Keflavíkurflugvelli, í Noregi og Skotlandi. Þá var haft samband við björgunarstiórnstöð- ina í Þórshöfn í Færeyjum, sem kallaði þegar út dönsku freigátuna Vædderen, sem reyndist happa- dijúgt. í framhaldi þessa eða kl. 00.07 var haft samband við Landhelgis- gæsluna en ofangreindar aðgerðir höfðu hafist upp úr kl. 23.20. Var hafist handa við að hafa TF SYN tilbúna til flugs og kom þá m.a. í ljós, að í hana vantaði búnað til að kasta niður til manna í neyð og að beiðni Landhelgisgæslunnar fékk SVFI opnaða verslun með slíkan búnað og sendi félagið starfsmann sinn til að sækja hann og koma honum á flugbækistöð Landhelgis- gæslunnar. Einhver bilun kom einnig í ljós í vélinni. Það var hins vegar sjálfstæð ákvörðun stjórn- stöðvar Landhelgisgæslunnar um kl. 02.30, sem borin var und- ir aðra, sem stóðu að leitinni, þ.e. stjórnstöðina á Keflavíkur- flugvelli og stjórnstöð SVFÍ, að rétt væri að láta flugvélina bíða til morguns til að leysa hinar vélarnar af. Deildarstjóri SVFÍ taldi þetta rétta ákvörðun. Nimrod-þotan frá Skotlandi og Orion-vélin frá Keflavíkurflugvelli Björgunarsveitarmenn að störfum. komu á umrætt svæði um kl. 04.00. Kl. 04.18 tilkynnti Nimrod-þotan að gúmbátur væri fundinn, en báts- veijar kveiktu á blysi, er þeir heyrðu í vélunum. Það eru stjórnendur leitarflug- véla í tilvikum sem þessum, sem ákveða hvað réttast sé að gera á vettvangi, en rétt er að taka fram, að áhafnir Nimrod-þotanna eru þrautþjálfaðar til leitar- ogbjörgun- arstarfa. Stjórnendur flugvélanna mátu aðstæður þannig í þetta sinn, að ekki væri rétt að kasta niður bát. Bát var hins vegar kastað nið- ur síðar um morguninn eftir að birti. Engin ástæða er til að ætla, m.a. í ljósi fyrri reynslu, að þótt TF SÝN hefði ásamt hinum tveimur vélunum komið á vettvang um nóttina, hefði áhöfn hennar þá varpað niður bát fremur en áhafnir hinna vélanna. Nærvera þriðju flugvélarinnar í lág- flugi hefði og^ leitt til aukinnar slysahættu. Akvörðun sljórn- stöðvar Landhelgisgæslunnar var því tvímælalaust eðlileg mið- að við allar aðstæður. Fullyrðingar í fjölmiðlum eftir á um hugsanleg önnur viðbrögð áhafnar TF SÝNar en viðbrögð þeirra áhafna, sem voru á staðnum, verða að teljast getgátur og bolla- leggingar út frá staðreyndum, sem nú liggja fyrir, en voru mönnum á vettvangi ekki ljósar. Þess má geta hér, að af hálfu Landhelgisgæslunnar hafði verið boðaður fundur 6. janúar með þeim aðilum hér á landi, sem unnu að umræddum leitar- og björgunarað- gerðum, til að ræða um framkvæmd aðgerða. Að ósk Landhelgisgæsl- unnar var fundinum frestað til 12. janúar, en tveimur dögum áður kom hins vegar einn þeirra, sem ásamt fleirum átti að sitja fundinn fyrir hennar hönd, fram í sjónvarpi með ásakanir og fullyrðingar, sem hér hefur verið vikið að. Umræður um slys og björgunar- aðgerðir eftir á eru nauðsynlegar og gagnlegar til þess að læra af og hagnýta í framtíðinni til að auka öryggi og stuðla að björgun manns- lífa. Ýmsa lærdóma má þannig draga af slysunum um jólin og hljóta þau mál að verða rædd. Mikil- vægt er hins vegar að sú umræða verði málefnaleg og öfgalaus. Æsi- fregnir með ásökunum og órök- studdum fullyrðingum um björgunarmál í ólestri, sem ákveðn- ir aðilar hafa dreift að undanförnu varðandi þessi mál, að því er virðist til að afla málstað sínum í öðru máli stuðnings, eru hins vegar eng- um til góðs. Fyrstu orgeltónleikarnir í Hallgrímskirkju FYRSTU orgeltónleikarnir í Hallgrímskirkju verða haldnir n.k. sunnudag kl. 20.30. Hörður Askelsson, organisti kirkjunn- ar, spilar þá bæði stór og smá verk eftir Bach, m.a. nokkra forleiki um jólasálma. í stuttu samtali sem blaðamað- ur Morgunblaðsins átti við Hörð í tilefni tónleikanna, sagði hann að þessir tónleikar væru ári á eft- ir áætlun. Fyrirhugað hefði verið að efna til þeirra á síðasta ári en þeir eru í röð Baeh tónleika sem efnt var til í tilefni af 300 ára afmæli Bachs þá. Aður en Hörður komst til að halda tónleikana fauk hann á stéttinni fyrir framan Hallgrímskirkju í nóvemberóveðr- inu 1985 og fótbrotnaði. Að Bach tónleikunum standa m.a. Félag íslenskra organleikara, Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar og Kirkjukórasamband Islands. Öllurn er heimill ókeypis að- gangur að þessum fyrstu orgel- tónleikum í Hallgrímskirkju. Morgunblaöið/Einar Falur Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, við orgelið. Hann spilar ýmis verk eftir Bach á tónleikum n.k. sunnu- dag. IÐNTÆKNISTOFNUN Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá Iðntæknistofnun: Raftæknideild: 19.-22. jan. Örtölvutækni III. Vélbúnaður. Inn/út tengingar. Stjórnvistunar-'og gagnalínur. Minnisrásir, RAM, ROM og EPROM. Tengirásir8255, 8251 og 8253.40 kennslustundir, 2.-4. feb. Örtölvutækni I. Grunnnámskeið. — Hvernig vinn- ur 8088-örgjörvinn? Forritun á véla- og smalamáli (assembler). 30 kennslustundir. 9.-12. feb. Örtölvutækni II. Forritun, framhaldsnámskeið. Smalamál. Skipanamengi iAPX 8088. Minnis- skipting (segments). 40 kennslustundir. Vinnuvélanámskeiðin: 26. jan. Námskeiðfyrir stjórnendur vinnuvéla. Haldið í húsi VSFK í Keflavík. Hefst mánudaginn 26. jan. Upplýsingar hjá Vinnueftirlitinu í Keflavík í síma 1002. Verkstjórnarfræðslan: 19.-22.jan. 26.-29. jan. 2,- 5. feb. 9.-12. feb. Stjórnun 1. Undirstöðuatriði i stjórnun og mann- legum samskiptum. Verkskipulagning. Haldið á Eskifirði. — Undir- stöðuatriði í skipulagningu verka og áætlanagerð. Vinnuumhverfismál. — Helstu atriði i vinnulög- gjöf og bótarétti. Skyldur verkstjóra og ábyrgð. Oryggismál, brunavarnirog slysavarnir. Stjórnun 2. Haldið í Borgarnesi. — Undirstöðuat- riði i verktilsögn. Líkamsbeiting við vinnu. Stjórnun breytinga og hegðun einstaklinga við vinnu. Málmtæknideild: 19.-24. jan. Hlífðargassuða. — 1. Ryðfrítt stál. 2. Ál. — Flokk- un og eiginleikar. Tæring, suðugallar og orsakir. Aðferðir, tæki, efni. Rekstrartæknideild: 6,- 7. feb. Stofnun og rekstur fyrirtækja. Haldið á Sauðár- króki. — Stofnáætlun og frumkvöðull fyrirtaekis. Viðskiptahugmynd og markaðsmál. Fjármáí, fé- lagsmál og reglugerðir.Öflunupplýsinga og reynsla annarra. Fræðslumiðstöð iðnaðarins: 17. og 19.-27. jan. 26.-30. jan. 26.-31. jan. 26.-30. jan. 3.-5. og 7. feb. 5., 9., 11., 13. og 14. feb. Vökvakerfi I og II. Grunn- og framhaldsnám- skeið í vökvakerfum, haldin í einni lotu. — Vökvakedi, frumatriði, einstakir hlutar, efni. Bil- analeit og viðgerðir. Formúlur.töflurogtákn. — Ætlað málmiðnaðarmönnum og vélstjórum. Útveggjaklæðningar. Námskeið unnið af starfs- mönnum Rannsóknastofnunar byggingariðnaðar- ins og haldið í samvinnu við hana. — Veggklæðning og frágangur. Festingar. Loftræst og óloftræstmúrklæðning.Markaðskönnun, kostnaður, skoðunarferðir. — Ætlað meisturum og sveinum í húsasmíði. Flísalagnir. Haldið hjá Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins, Keldnaholti. — Flísalögn á gólf og veggi. Skemmdir og viðgerðir. Steinlögn, ter- rassólögn. Staðlar. Kostnaður. Heilbrigðis- mál.Skoðunarferðir og kynning á efnum og áhöldum. — Ætlað starfandi múrurum. Steypuskemmdir. Haldið hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. — Eöli skemmda og orsak- ir. Greining. Undirbúningurviðgerða. Viðgerðirá sementsbundnum efnum, plastefnum.frost- skemmdum.alkalískemmdumog á skemmdu yfirborði. Sprautusteypa Pússning. Fljótandi steypa. Verk- og efnislýsingai. Áætlanir. — Ætlað iðnaðarmönnum, verkfræðingum og tæknifræð- ingum í byggingargreinum. Gluggar og glerjun. Haldið hjá Rannsóknastofn- un byggingariðnaðarins. — Gluggaefni og gagnvörn, lögun, stærðir og geröir, hengsli og stormjárn. ísetning i mismunandi veggi. Endur- bætur,—Efnisfræði glers, þéttilistar og fúguefni. isetningaraðferðir, viðgerðirá einangrunargleri. Efnisfræði stáls. Haldiö íTækniskóla íslands. — Efnisuppbygging, framleiðsla, oxun, afoxun. Ibl- öndunarefni. Flókkun, staðlar. Málmsuða, suðuhæfni stáls.Suðuþræðir.aðferðir.gallar. Gæðaeftirlit. Tæring og tæringarvarnir. — Ætlað járniðnaðarmönnum, kennurum málmiðngreina og sölumönnum smiðaefnis. Námskeið í Reykjavik eru haldin í húsakynnum Iðntækni- stofnunar, nema annað sé tekið fram. Nánari upplýsingar og innritun hjá stofnuninni í síma (91)687000, Fræðslumið- stöð iðnaðarins i' síma (91)687440 og Verkstjórnarfræðslunni í sima (91)687009. Geymid auglýsinguna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.