Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987 UnnurS. Þorsteins- dóttir—Minning * Fædd 9. nóvember 1910 Dáin 6. janúar 1987 Unnur Sigurlaug Þorsteinsdóttir, mágkona mín, er látin. Hún fædd- ist á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, sem er ein fegursta sveit landsins þar sem tign, fegurð og mildi fylla sjón- deildarhringinn. Foreldrar hennar voru Margrét Oddný Jónasdóttir og Þorsteinn Konráðsson. Bæði voru þau komin af traustu og göfugu bændafólki. Á fyrstu búskaparárum sínum á Eyjólfsstöðum byggðu þau sér stórt og vandað íbúðarhús úr steinsteypu, sem enn í dag er eitt stærsta og formfegursta hús í sveit- um landsins. Þau hjón áttu 9 börn, misstu eitt nýfætt. Þá ólu þau upp eina fósturdóttur. Það var á haustdögum árið 1936 að ég réðst til vinnu á Eyjólfsstöð- um. Þá kynntist ég þessu heimili vel. Áður hafði ég víða verið á bæjum í vinnu og að þeim öllum ólöstuðum þá blasti við mér nýr heimur á Eyjólfsstöðum. Fyrsta vinnudegi mínum þar gleymi ég seint. Ég var látinn, ásamt tveimur yngstu bræðrunum er þá voru heima, vinna á túninu við að moka úr hlössum. Klukkan sex um kvöld- ið kom bóndinn Þorsteinn til okkar og sagði: „Þið hafið unnið vel í dag, drengir mínir, og nú skulið þið hætta og koma heim.“ Bræðurnir lögðu frá sér skóflumar. Ég hélt áfram. Mér datt ekki í hug að ég ætti að hætta, þar sem rétt var farið að bregða birtu og veður hið fegursta. Ég var vanur að vinna fram í myrkur. Þá kölluðu bræðum- ir til mín að ég ætti að hætta líka. Eftir haustannir fór ég heim í hrein- um fötum, heilum skóm og með krónur í vasa. Margrét var góð og trygglynd kona sem helst mátti ekki aumt sjá án þess að reyna að bæta úr því. Heimilið var henni allt og þar ríkti reglusemi og eining. Sjálf var Margrét eins og sólargeisli sem bæði vermdi og lýsti. Þorsteinn stóð hér við hlið konu sinnar. En búskap- urinn var honum ekki allt. Áð upplagi var hann fræðimaður og safnari. Hann skildi að þjóðin mátti ekki slíta rætur sínar við fortíðina. Þorsteinn unni tónlist og var organ- leikari í sóknarkirkju sinni í tugi ára. Hann átti gott orgel sem hann kenndi bömum sínum á. Þorsteinn var líka þjóðhagur smiður eins og margir í ætt hans. í tilsvörum og lýsingum var Þorsteinn hinn orð- hagi maður enda vel ritfær. Á þessu myndarheimili ólust bömin upp og dmkku í sig menntaþrá sem þau fengu svalað eftir því sem kostur var. í þessum jarðvegi mótaðist Unn- ur. Unnur var glæsileg og fríð stúlka. Hún var vel greind, persónu- leiki hennar traustvekjandi og oft hugsaði hún meira um aðra en sjálfa sig. Unnur var létt í lund, ræðin og skemmtileg, með gott skopskyn og hnyttin í tilsvörum. Hún var mjög söngelsk og spilaði vel' á orgel. Unnur stundaði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi vet- urinn 1930—31. Hún var mikið fyrir hannyrðir og gerði þar marga fal- lega hluti. Sú list fylgdi henni æ síðan. Árið 1938 fluttust foreldrar Unn- ar til Reykjavíkur og með þeim böm þeirra, er þá vom ófarin úr föðurranni, þar á meðal Unnur. Það þótti skarð fyrir skildi þegar þessi myndarlega og góða fjölskylda hvarf úr sveitinni. En það var bót í máli að gott fólk kom í staðinn svo að enn er gott að koma í Eyj- ólfsstaði. í Reykjavík vann Unnur við verslunarstörf og lengst var hún í verslun Lúðvíks Storr á Laugavegi 15. Unnur þótti góð afgreiðslu- stúlka, viðræðuþýð og ráðholl viðskiptavinum. Þar vann líka Hulda systir hennar, hún er tveimur ámm yngri. Þær systur vom mjög samrýndar, þótt þær væm í sumu ólíkar að eðlisfari. Alltaf bjuggu þær með foreldrum sínum, lengst af á Bergstaðastræti 64. Það hús keyptu þau Eyjólfsstaðahjónin og þar nutu þau elliáranna við hina bestu umönnun og hlýju þeirra systra. Eftir lát þeirra keyptu þær Unnur og Hulda íbúð í Stóragerði 32 og bjuggu þar saman. Mig lang- ar til að þakka þeim systmm fyrir alla þá velvild og hlýju sem þær hafa alla tíð sýnt mér og fjölskyldu minni. Síðustu árin var Unnur á sjúkra- húsi. Þrek hennar var þrotið. Þeir sem komu að finna hana og mundu hana unga og lífsglaða við að hlúa að blómum í garðinum heima þekktu hana ekki. En víst er að Unnur mun ætíð standa okkur sem þekktum hana fyrir hugskotssjón- um eins og í garðinum heima. Blessuð sé minning hennar. Guðlaugur Guðmundsson i Minning: Steingrímur Jóhann- esson á Grímsstöðum Þann 23. desember síðastliðinn andaðist á heimili sínu, Grímsstöð- um í Mývatnssveit, bemskuvinur okkar og félagi, Steingrímur Jó- hannesson. Hann lést nær fyrirvaralaust og um aldur fram. Steingrímur fæddist á Grímsstöðum 23. febrúar 1921 . ogólþarallansinnalduraðundan- skildum tímabundnum frávikum. Foreldrar hans vom Elín Kristjáns- dóttir og Jóhannes Sigfinnsson bóndi þar. Elín var skyld foreldrum okkar báðum og ræktuð frændsemi og vinátta þeirra á milli. Þar við bættist að móðir Elínar, Amfríður Bjömsdóttir, var heimilisföst á Gautlöndum í mörg ár og einnig þijú börn hennar, sum aðeins um stundarsakir en önnur lengur. Arn- fríður var dálæti heimamanna, ekki síst okkar bamanna, svo að okkur fannst jafnan við eiga hlut í henni með bamabörnum hennar. Þannig mynduðust einskonar fjölskyldu- tengsl við Grímsstaði, og þá fyrst og fremst Elínu og Steingrím með tilheyrandi frændrækni. Ógleymanlegar verða okkur heimsóknir á Grímsstaði. Framand- legt lífríki þessarar landareignar, framandleg störf við vatn og veiði, Elín með sína smitandi gleði í aug- um og hlátri, er sá svo um, að við nutum lífsins til gmnns og svo Stjana á Grímsstöðum með fiðluna sína — ekki gleymist hún heldur. Með árunum lögðust niður þessar heimsóknir og sundur dró með okk- ur frændsystkinunum þar til við fómm að starfa saman í ungmenna- félaginu Mývetningur. Nú á dögum harðvítugrar auðs- og einkahyggju, er vissulega tíma- bært að ri§a upp og skilgreina eðli og kjama ungmennafélaganna, áhrif þeirra á einstaklingana og þá jafnframt á þjóðfélagið allt. Um leið og við gengum í ungmennafé- lagið, á hveijum stað, skynjuðum við og námum smám saman þá sameignar- og samvinnukennd sem var, og er væntanlega enn, einkunn þessa félagsskapar, þar sem allir unnu með öllum og fyrir alla til þess að félagið þeirra mætti leysa sem flest og stærst verkefni til vel- ferðar fyrir það sjálft og þjóðfélag- ið. Að sjálfsögðu höfðu, og hafa, ekki allir jafnnæman félagsanda. En Steingrímur á Grímsstöðum var dæmigerður ungmennafélagi og vék aldrei af þeim vegi í hveijum þeim félagsskap, er hann gerðist þátttakandi í. Ávallt reiðubúinn til starfa án annars ágóðahlutar en þess að vinna vel að góðu málefni. Þannig munum við vinir hans og félagar jafnan minnast hans — með hönd í hönd. Eflaust munu einnig margir minnast Steingríms sem afreks- manns á leiksviði. Þar undi hann sér sem fiskur í vatni og leysti hlut- verk sín með ágætum. Að öðrum ólöstuðum munu þó þijú hlutverk bera hæst á leikaraferli hans; Hjálmar tuddi í Maður og kona og Candy í Mýs og menn og Skrifta- Hans í Ævintýri á gönguför. Svo ólík sem þau eru einkenndust þau öll af næmi fyrir gerð persónunnar og hófstillingu í meðferð hennar. Skynjun hans á harmi og skopi skáldlistarinnar var honum slíkur vegvísir við val á upplestrar- og skemmtiefni, sem hann oft var kraf- inn um, að undrun sætti. Steingrímur lagði mikla stund á íþróttir svo sem skíðagöngu og tók þátt í mörgum skíðamótum. Á með- an leikfimifélag Mývetninga starf- aði var hann þar stöðugur þátttakandi. Á glímuvelli var hann góður liðsmaður bæði sem leikmað- ur og dómari. Síðast en ekki síst hefur hann ástundað knattspyrnu allt frá unglingsárum og fram að hinstu stund, og nú síðustu árin með sonum sínum. Steingrímur kvæntist Þorgerði Egilsdóttur Jónassonar frá Húsavík. Þau eignuðust átta börn sem öll eru á lífi og ennfremur stór- an hóp bamabarna. Hann Iét af búskap fyrir allmörg- um árum og hefur síðan unnið við Kísiliðjuna í Mývatnssveit. En sér til upplyftingar og yndisauka átti hann jafnan nokkrar kindur er tengdu hann við jörð og gróanda. Steingrímur á Grímsstöðum lagði ekki fyrir sig langa skólagöngu eða heimsreisur. En sem náttúrubarn, því það var hann reyndar, safnaðist honum ýmis fróðleikur, sem hvorki verður kenndur né numinn nema í tengslum við lifandi náttúru um- hverfísins. Hann lifði og dó á bökkum Mý- vatns þar sem móðir náttúra er gædd meiri grósku og auðugra lífi en annars staðar gerist og fegurðin gengur aldrei til viðar. Og nú, er við kveðjum okkar gamla góða vin, fögnum við því hlutskipti hans. Ásgerður og Böðvar á Gautlöndum Hjónaminning: Elín Magnúsdóttir Jón Theodórsson Hjónin Elín Magnúsdóttir og Jón Theodórsson bjuggu fyrstu áratugi aldarinnar, það er frá 1902 til 1931 á Gilsfjarðarbrekku í Geiradals- hrepp, og komu þar upp sínum 8 börnum. I því tilefni skrifa ég þessa grein, til að minnast fjölskyldunnar þar, sem reyndist mér vel alla tíð. Mikil blóðtaka hefur það verið fyrir svona lítinn hrepp að sjá tíu manna fjöl- skyldu, hjónin með sín átta börn ung og upprennandi starfskrafta, flytja brott. Ský hefur dregið fyrir sólu í Gilsfírðinum daginn þann. Og sjálfsagt hafa þá fallið saknað- artár. Jón Theodórsson var skrautritari mikill. Og þegar til Reykjavíkur kom vann hann fyrir sér og sínum að einhveiju leyti með því. Jón og Elín voru trúfólk mikið og fengu oft stórkostleg bænasvör hjá Guði, enda lögðu þau daglega kvölds og morgna öll sín málefni fram fyrir hann, sem fæðir fugla loftsins og klæðir liljur vallarins. Fyrst eftir flutninginn til Reykjavíkur bjó fjöl- skyldan í leiguhúsnæði. En það lýsir vel góðri samheldni og samstarfi fjölskyldunnar að þau lögðu í það að byggja hús með mörgum íbúðum í Mjóuhlíð 16 þar sem þau bjuggu systkinin ásamt foreldrum sínum. Þar var ég heimagangur er ég kom til borgarinnar og var mér þar allt- af tekið opnum örmum einsog ég væri ein af fjölskyldunni. Ekki er hægt að taka eitt af systkinunum fram yfir annað. Þau voru öll dugleg og listræn til munns og handa eins og foreldrar þeirra ot ættmenni. Systkinin, böm Jóns og Elínar, voru: Guðrún var elst, gift Óskari Guðlaugssyni. Þau eru bæði dáin. Næst var Margrét, hún er líka dáin. Hún var gift Páli Odds- syni. Kristín átti Pétur Pétursson, hann dó í sumar. Eggert húsgagna- smiður. Jón Komelíus úrsmiður og skartgripasali, giftur Sigríði Pét- ursdóttur. Ragnheiður er gift Trausta Guðjónssyni húsasmið. Kristrún var gift Brynjólfi Ólafs- syni, hann er dáinn. Anna er yngst, hún er gift Björgvin Eiríkssyni. Öll reyndust systkinin mér vel og fannst mér oft ég vera komin heim er ég heimsótti þau. Tómleiki fyllti oft huga minn þegar ég sneri aftur heim í sveitina mína eftir heimsókn mína til þeirra. Sérstaklega vil ég minnast Guðrúnar, sem var mér oft sem móðir. Aldrei leið sá dagur að hún bæði ekki fyrir hveiju heimili í sinni æskusveit, því römm var sú taug sem batt hana við æskuheimil- ið sitt á Gilsfjarðarbrekku. Ræðu- skörungur var hún mikill og hélt hún bæði sunnudagaskóla og sam- komur með Eggerti bróður sínum í Mjóuhlíð 16. Guðrún lést að sumri til 21. júlí fyrir tveimur árum, 1984. Það sumar hafði rignt mikið og sjaldan sést til sólar. Þannig hátt- aði til að ég gat ekki fylgt frænku minni til grafar, en sérstakt þótti mér er ég vaknaði jarðarfarardag- inn hennar að sólin skein á heiðum himni og skaitaði þá sveitin sínu fegursta daginn þann. ■ Að Guðrúnu látinni fannst í blöð- um hennar blað sem hún hafði ritað á nöfn sérstakra bænabarna sinna, og þar á meðal var mitt nafn. Ég þakka elsku frænku minni fyrir bænirnar og móðurlega umhyggju sem hún auðsýndi mér og aldrei brást. Nú er skammt liðið frá af- mælum þeirra Guðrúnar og Önnu, elstu og yngstu systranna. Guðrún var fædd 29. september 1902 og hefði hún nú orðið 84 ára ef hún hefði lifað. Anna varð 65 ára 30. september og óska ég henni inni- lega til hamingju og bið Guð að blessa alla hennar framtíð. Ég þakka Önnu og manni hennar og bömum fyrir gestrisni, fórnfysi og vináttu alla tíð í minn garð. Það sama er að segja um systkini henn- ar og þeirra fjölskyldur. Öll voru þau mér sérstaklega góð og um- hyggjusöm. Er þar ekkert þeirra undanskilið. Þeim er svo lagið að gefa og umvefja alla með kærleika eins og þeim var kennt í æsku heima í Gilsfjarðarbrekku. I lok þessarar greinar vil ég minnast Péturs Péturssonar, eigin- manns Kristínar Jónsdóttur. Hann var sérstök persóna í mínum augum bæði í sjón og reynd. Hann var trú- maður mikill. Ræðumaður og söngmaður góður. Milli okkar Pét- urs var sérstakt andlegt samband og leit ég á hann sem minn læriföð- ur, enda var hann leiðandi í upp- fræðslu minni um skaparann og lífið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi. Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Valdimar Briem Minningar mínar um samskipti mín við þetta fólk hlýja mér um hjartarætur og eru sem gimsteinar, sem aldrei verða frá mér teknir. Ég og mín fjölskylda eigum þeim mikið að þakka. Guðs blessun fylgi þeim alla tíð. Svafa Þórólfsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.