Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987 15 hugmyndir sínar um enn eitt náms- lánakerfið, sem ekki líkist neinu af því sem rætt hafði verið um. Finnur Ingólfsson hefur haldið því fram opinberlega að hann hafi með til- lögugerð sinni, er hann kynnti á fundi með SÍNE rétt eftir áramótin, verið að forða námsmönnum frá aðför sjálfstæðismanna með Sverri ráðherra í broddi fylkingar. Þetta er heldur meira en tekið verður með þögninni einni. Það sem Finnur gerði var þetta: 1. Hann hugðist reyna að koma því á okkur sjálf- stæðismennina í samráðsnefndinni að við hefðum lagt grundvöllinn að þeim tillögum sem nefndin sendi frá sér. Þetta eru bein ósannindi eins og glöggt má sjá hér að framan. Þakið og umframlán á markaðs- vöxtum voru og eru hans einkaupp- fynding. Okkar hugmyndir að lausn vandans voru allt aðrar, en notast mátti við tillögu Finns sem mála- miðlun. 2. Finnur var búinn að skrifa undir tillögur í tvígang með öðrum samráðsnefndarmönnum. Með tillögum sínum á SÍNE-fundin- um reyndi hann að koma sér og sínum flokki hjá því að standa við undirskrift sína. Sjálfur orðar hann þetta svo: „Að ég skuli hafa verið tilbúinn til að sýna tilslökun í samn- ingum við námsmenn með því að hverfa frá tillögum sem ég hafði 'áður stutt og styðja frekar tillög- ur . . . “ Finnur er sem sé þeirrar skoðunar að eðlilegt sé að það fari eftir hentugleikum hvenær halda beri gerða samninga. Ég held að vinnubrögðin sem Finnur lýsir svo sjálfur teljist sem betur fer eins- dæmi í íslenskri stjómmálasögu og ég leyfi mér hér að fordæma þau harðlega. Það er að athuga að Finn- ur Ingólfsson var auðvitað ekki í persónulegum erindum við störf í samráðsnefndinni heldur var hann að vinna í samráðsnefndinni sem fulltrúi samstarfsflokks okkar í ríkisstjóm sem gerði framferði hans allt stórum alvarlegra. Ég hef heyrt raddir sem mæla þessari háttsemi Finns bót. Um þær vil ég segja þetta: Heimur versnandi fer. Hvað gerist? Hætt er við því að frumhlaup Finns hafi sett málið í verri stöðu en það var fyrir. Það er skoðun mín að lagafrumvarp það er sam- ráðsnefndin skilaði af sér í desem- ber bytjun hafí verið nothæft til að tryggja hagsmuni námsmanna og Lánsjóðsins, þótt þau meginatriði sem það byggir á séu mun síðri en þau sem menntamálaráðherrann kynnti þinginu í apríl 1986. Senni- legt er að álitlegra hefði verið að semja við alþýðuflokkinn um málið. Nú er um tvennt að ræða að mínu viti, annað hvort að leggja strax fram frumvarp af hálfu ríkisstjóm- arinnar, sem í öllum megindráttum yrði byggt á síðari tillögu samráðs- nefndarinnar, eða að gefa yfírlýs- ingu af hálfu ríkisstjómarinnar að ekki hafí náðst samstaða um málið og ekkert verði því af lagasetningu í bráð. Höfundur er lögmaður og hefur starfað að endurskoðun laga um námslán og námsstyrki. Guðmann Þorvaldsson meðlimur Ellismella, til vinstri, afhendir Bjama Stefánssyni bæjarstjóra söfnunarféð. Afkomendur heiðurs- borgara safna fé Eskifirði. NÝLEGA komu til fundar við bæjarstjórann á Eskifirði nokkr- ir meðlimir hljómsveitarinnar Ellismella og afhentu fé, er þeir höfðu safnað til styrktar félags- starfi aldraðra á Eskifirði, að upphæð rúmlega 132 þúsund krónur. Það var á sl. hausti að það komu saman nokkrir afkomendur Friðriks Árnasonar, stofnuðu hljómsveit og slógu upp balli, þar sem gömlu góðu lögin voru sungin og leikin fyrir fullu húsi. Tilefnið var 200 ára afmæli Eskifjarðarbæjar og 90 ára afmæli Friðriks Árnasonar, fyrrver- andi hreppsstjóra og fyrsta heiðurs- borgara á Eskifirði. Og árangurinn sýndi sig nú á dögunum þegar hluti hljómsveitarmanna afhenti bæjar- stjóranum rúmlega 132 þúsund krónur er veija skyldi til kaupa á ýmsum föndur- og tómstundavör- um og öðru því er verða mætti til að efla félagsstarf aldraðra í bæn- um. - Ingólfur GREIDENDUR Á bakhlið launamiðans eru prentaðar leiðbeiningar um útfyllingu einstakra reita launamiðans. Þar kemur m.a. fram að í reit 02 á launamiða skuli telja fram allar tegundir launa eða þóknana sem launþegi fær, ásamt starfstengdum greiðslum svo sem: 1. verkfærapeninga eða verkfæra- gjald, 2. fatapeninga, 3. flutningspeninga og greiðslu far- gjalda milli heimilis og vinnu- staðar. Greidda fæðispeninga skal telja fram í reit 29 ásamt upplýsingum um vinnu- dagafjölda viðkomandi launþega. Frestur til að skila launamiðum rennur út þann 20. janúar. Það eru tilmæli að þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miðana og vandið frágang þeirra. RÍKISSKATTSTJÓRI HRINGDU og fáðu áskriftargjöld- in skuldfærð á________ greiðslukortareikning þinn mánaðarlega. SÍMINN ER 691140 691141 CHEVROLET MONZA 1987 árgerðirnar eru komnar — Beinskiptir — Sjálfskiptir — Aflstýri — 4ra og 3ja dyra s — Framhjóladrifinn — Þægilegur — Öruggur — Sparneytinn Verð: 453.000 3ja dyra beinskiptur Verð: 460.000 4ra dyra beinskiptur, 514.000 4ra dyra sjálfskiptur. 507.000 3ja dyra sjálfskiptur miwutrí HOFÐABAKKA 9 5IMI 687300 Y' 11 : L" * ."JB - * - m- “j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.