Morgunblaðið - 15.01.1987, Síða 14

Morgunblaðið - 15.01.1987, Síða 14
14 MORGUNBLÁÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987 Um endurskoð- un lánalaga eftir Tryggva. Agnarsson Umræðan um lánasjóðinn Flestir þeir sem sett hafa sig eitt- hvað inn í málefni Lánasjóð íslenskra námsmanna viðurkenna að þar sé við mikinn vanda að etja. Lánin hafa kostað miklu meiri útlát og ábyrgðir fyrir hinn sameiginlega sjóð okkar en nokkurn virðist hafa órað fyrir við setningu námslána- laganna og endurgreiðslur lánanna virðast af ýmsum ástæðum ætla að skila sér miklu verr en til stóð. Vandi sjóðsins er því í stuttu máli einkum sá að aðgangur að lánsfénu hefur verið of greiður og lánskjör í óeðlilegu ósamræmi við önnur lán. Lánin eru bundin lánskjaravísitölu, vaxtalaus, til 40 ára og endur- greiðslur eru háðar verulegum takmörkunum, eru m.a. háðar tekj- um að námi loknu og alls kyns aðrir fyrirvarar eru um endur- greiðslumar. Engin lán önnur er hægt að taka á íslandi sem eru með þvílíkum kjörum. Ný löggjöf um námslánin hlaut því að vera í þá átt að færa kjörin nær markaðs- kjörunum og takmarka eitthvað aðgang að lánunum að minnsta kosti þannig að námsmenn gætu ekki gengið í sjóðinn og tekið lán úr honum sem nema t.d. 10 ára launum íslensks verkamanns í fullri vinnu og hugsanlega aðeins endur- greitt hluta lánsins. Ljóst var að breytingar í þessa átt hlutu að vekja andstöðu námsmanna, sérstaklega þeirra er hæst lán hafa fengið úr Lánasjóðnum, en það eru einkum námsmenn með þunga framfærslu sem stundað hafa nám erlendis. Breytingamar hlutu því að verða óvinsælar hjá sumum og kjarks var þörf við að koma slíku fram. En þrátt fyrir það að margir hefðu áhyggjur af velferð Lána- sjóðsins og þar með viðskiptamanna hans, námsmanna, voru þeir færri er hrejrfðu tillögum til endurbóta. Verulegt skrið varðandi tillögur til breytinga á lögunum komst ekki af stað fyrr en Sverrir Hermanns- son varð menntamálaráðherra, en fyrirrennari hans Ragnhildur Helgadóttir hafði gert ýmsar skyn- samlegar breytingar á starfsemi sjóðsins er rúmuðust innan ramma reglugerðarinnar. Sverrir lét vinna tillögur að nýjum lögum um náms- lán og voru helstu breytingar eftirfarandi: 1. Námsaðstoðin yrði tvenns- konar: annarsvegar lán, sem yrðu í hópi hagstæðustu lána og bæru 3,5% vexti auk verðtryggingar og endurgreiddust að fullu á þrjátíu árum, og hinsvegar námsstyrkir. En lagt var til að tekið yrði upp markvisst víðtækt styrkjakerfi. Sem sagt, lán yrðu lán og styrkir styrkir ólíkt því sem gerist í núgild- andi kerfi þar sem lánum og styrkjum er hrært saman með þeim hætti að í stórum dráttum má segja að ekki verði endanlega ljóst hveij- ir styrkþegamir eru fyrr en liðin eru 40 ár frá upphafi endurgreiðslu námsláns. í tillögum Sverris var einnig gert ráð fyrir hóflegu lán- töku- og innheimtugjaldi og einnig fleiri atriðum er óþarft er að rekja hér. Mikið verk var lagt í það að vinna þessar tillögur og kynnti ráð- herra Alþingi þær í apríl 1986 en þá hafði þegar kvisast út að breyt- ingatillögur yrðu á dagskrá hjá honum. Miklar umræður hófust þá um málið á opinberum vettvangi er hafa nánast staðið linnulaust síðan. Umræðan hefur vakið fólk til vitundar um hættulega stöðu sjóðsins og er jafnvel svo komið að forustumenn námsmanna eru famir að viðurkenna að eitthvað sé að. En þessi mikla umfjöllun í þennan langa tíma hefur líka haft þau áhrif að námsmenn em margir hveijir orðnir óömggir um hag sinn. Nauð- synlegt er að fá fljótlega úr því skorið hvað gert verður. Þáttur fram- sóknarmanna Að mínu viti skiptust framsókn- armenn þeir er afskipti höfðu af málinu framan af einkum í tvo hópa. Annarsvegar var um að ræða Ingvar Gíslason o.fl. sem töldu að gildandi lög um lánasjóðinn væm góð lög og engu þyrfti þar við að bæta eða breyta. Hins vegar vom þeir Haraldur Ólafsson og Finnur Ingólfsson o.fl. sem gerðu sér grein fyrir vanda Lánasjóðsins en snémst harkalega gegn hugmyndum Sverr- is Hermannssonar, sem hann kynnti í þinginu, en deilt var fremur á verklag en efni. Ráðherrann var gagnrýndur fyrir að hafa ekki samráð við framsóknarmenn um málið, fyrir að reka framkvæmda- stjóra Lánasjóðsins o.fl. Enda kom það glöggt fram á fundum samráðs- Tryggvi Agnarsson „Andrúmsloftið á fund- um nefndarinnar breyttist til hins verra eftir því er á starfstíma hennar leið. Og var það Finnur er olli því. Ox sú tilf inning hröðum skrefum að Finnur sæi eftir að hafa lagt til grunninn að starfinu og vildi nú helst hlaupast frá öllu saman. nefndarinnar um Lánasjóðinn, sem við Friðrik Sophusson vomm settir í með þeim Haraldi og Finni, að ekki vottaði fyrir ágreiningi um það hver væm megin vandamál námá- lánakerfisins. Óánægjan var með framsetninguna. Þakhugmynd Finns kemur fram Fljótlega eftir að samráðsnefndin hóf störf sín komum við Friðrik okkur niður á vinnubrögð. Ráðherra var búinn að kynna meginhug- myndir okkar til lausnar vanda Lánasjóðsins og höfðu framsóknar- menn hafnað þeim. Þeir höfðu þó að öllu leyti viðurkennt vandann og því ákváðum við að leggja til hliðar a.m.k. tímabundið tillögur okkar og skoruðum á þá félaga að benda á aðra leið sem hugsanleg væri til að leysa vandann. Á fundi nefndar- innar hinn 20. júní 1986 lagði Finnur fram hugmyndir sínar að nýju lánakerfí og vom hugleiðingar hans þess efnis iagðar fram skrif- lega á fundinum og fylgja hér með í ljósriti svo menn geti kynnt sér þær af eigin raun. Eins og sjá má byggðust þær einkum á eftirfar- andi: 1. Þak sett á öll lán við kr. 1.150.000 sem endurgreiddust skv. reglum núgildandi laga. Finnur taldi að þessi lán myndu endur- greiðast að fullu. 2. Lán umfram hámarkslánin yrðu verðtryggð, bæm markaðs- vexti og endurgreiddust á skemmri tíma en almennu lánin. 3. Lán samtals þ.e. almennt lán og lán með markaðsvöxtum yrðu aldrei hærri en 2.000.000. Jafnvel þótt við Friðrik teldum þetta kerfí af mörgum ástæðum verra en það kerfí sem Sverrir Her- mannsson hafði áður gert lýðum ljóst sýndist okkur að hægt myndi vera að laga það svo til að nothæft yrði. Þannig æxlaðist það svo til að þessi hugmynd Finns Ingólfsson- ar varð grundvöllur viðræðna okkar í nefndinni að breyttum lögum um námslán og námsstyrki. Við sömd- um nýtt frumvarp sem byggði á þessu kerfí. Að frumkvæði okkar Friðriks var bætt við ákvæðum um öfluga námsstyrki sem Haraldur Ólafsson sýndi þegar mikinn áhuga og reyndar unnum við Haraldur saman að því að móta þær hug- myndir eftir að hafa rætt við ýmsa góða menn sem voru kunnugir þess- um málum. Það er vert að ítreka það að í hugmynd Finns var ekki gert ráð fyrir neinum styrkjum og er það skoðun mín að hugmynd hans um þak á námslánin án sam- hliða styrkjakerfís hefði í fram- kvæmd orðið stórhættulegt allri æðri menntunn í landinu. Inn í Hugmynd Finns Ingólfssonar um endurgreiðslureglur námslána 1. Hámarkslán sem einstaklingur getur fengið hjá LÍN verði 1.150.000 kr. á núgildandi verðlagi. Lán allt að þessari upphæð endurgreiðist skv. endurgreiðslureglum núgild- andi laga. Gert er ráð fyrir að miðað við meðaltekjur mennta- manna á íslandi endurgreiðist hámarkslánið að fullu. Nú end- urgreiðast 85% veittra náms- lána miðað við sömu meðaltekjur 697.000* 3,75*40=1.046.000 á verðlagi í des. sl. en á núgildandi verð- lagi =1.132.000. U.þ.b. 15% lánþega taka hærri lán en 1.150.000 kr. Lán umfram 1.150.000 nema um 14% af heildarlánveitingum. 2. Lán umfram hámarkslán séu verðtryggð, beri markaðsvexti og endurgreiðist á skemmri tíma. Lán þessi gætu farið í gegnum bankakerfíð með ábyrgð LÍN. 3. Aldrei verði veitt hærra lán til einstaklings úr LÍN en 2.000.000 kr. NÚ KYNNIR FARANDI ÍSLENDINGUM NÝTT ÆVINTÝRALAND, TyRKBNd í Tyrklandi mætist menning Evrópu og Asíu — austur og vesturs, Ótrúlega fjölbreytt mannlíf og landslag. Merkilegar minjar eftir allar helstu fornar menningarþjóðir Miðjarðarhafslanda, svo sem Hittíta, Armena, Frýgíumenn, Grikki og Rómverja, svo einhverjir séu nefndir. c* „Ekkert land hefur komið mér skemmtilegar á óvart, Þangað langar mig mest aftur,“ Ölafur Björgúlfsson tannlæknir BROTTFÖR í BYRJUN JÚNÍ. Feröaskritstofan Iffarandí Vestuigötu b, Reykjavík, s. 17445 frumvarpið var svo bætt ýmsum praktískum atriðum sem komið hafði í ljós að nauðsynlegt var að hafa í lögunum og svo minniháttar málum eins og lántöku- og inn- heimtugjaldi. Ollum nefndarmönn- um var vel ljóst hver aðalatriðin voru: þakið og styrkimir. Frumvarpssmíðin Unnið var af kappi í skorpum við að fullgera frumvarpið. Auðvit- að vissum við nefndarmenn það allir að forustumenn námsmanna myndu taka tillögur nefndarinnar óstinnt upp, vegna skerðingaráhrifa þeirra. En við vissum það líka að auðvelt var á síðari stigum að milda eitthvað tillögurnar eftir að við- brögð þeirra voru ljós. Andrúmsloft- ið á fundum nefndarinnar breyttist til hins verra eftir því er á starfs- tíma hennar leið. Og var það Finnur er olli því. Óx sú tilfínning hröðum skrefum að Finnur sæi eftir að hafa lagt til grunninn að starfínu og vildi nú helst hlaupast frá öllu saman. En hann hafði áður en starf nefndarinnar hófst sent frá sér yfír- lýsingar til námsmanna sem í veigamiklum atriðum stönguðust á við störf hans í nefndinni. Þá lét. hann á viðkvæmum tíma hafa eftir sér stór orð um Friðrik, formann nefndarinnar, sem farið hafði um Norðurlönd til viðræðna við náms- menn um málefni Lánasjóðsins. Róttæklingur, fréttaritari Ríkisút- varpsins í Svíþjóð, sendi heim rangar og villandi fréttir af ummæl- um Friðriks meðal annars af nefndarstarfí okkar. Friðrik Ieið- rétti þetta strax, en áður hafði Finnur gripið tækifærið og komið frá sér yfirlýsingum um málið, sem byggðar voru á hinni röngu frétt. Viðræður við námsmenn Samráðsnefndin skilaði mennta- málaráðherra sameiginlegum tillög- um sínum, sem í öllum atriðum sem máli skiptu voru byggðar á hug- mynd Finns um þakið, í byijun október 1986. Ekkert beint samráð hafði verið haft við námsmenn um tillögugerðina enda ekki hlutverk nefndarinnar. Rétt fyrir lok októ- bermánaðar fór ráðherra þess svo á leit við okkur nefndarmenn að við ættum viðræður við forustu- menn námsmanna um málið. Þessar viðræður stóðu fram í byijun des- ember og höfðum við þá að okkar mati allra komið verulega til móts við sjónarmið fulltrúa námsmanna er áhyggjur höfðu af því að þakið væri of lágt. Enn var að öllu leyti byggt á grundvelli Finns, eina breytingin sem gerð hafði verið sem máli skipti var að almenna námslán- ið var hækkað úr rúmri milljón í um eina og hálfa. Fáir sem til þekktu höfðu gert sér grillur um það að líklegt yrði að allir fulltrúar námsmanna yrðu tilbúnir til að semja um málið þar sem niðurstað- an hlyti að verða íþyngjandi, sér- staklega fyrir námsmenn erlendis. En auðvitað var eðlilegt að fram færu viðræður til þess að lagasmið- imir gætu kynnt sér viðhorf þeirra. Reyndar var Finnur Ingólfsson lengi framan af starfí nefndarinnar trúaður á það að námsmönnum myndi líka það vel við hugmyndir sínar um þak á námslánin að þeir myndu gangast inn á það ef við slepptum lántökugjaldinu út. Ekki reyndist Finnur sannspár. Lítið ræddu námsmenn við okkur um lántökugjaldið en mikið um þakið. Þegar samráðsnefndin skilaði end- anlega af sér í desember eins og áður greinir voru nefndarmenn sammála um að Iengra kæmist nefndin ekki. Þar með lauk starfí nefndarinnar og hefur málið síðan verið í höndum menntamálaráð- herra. Um siðferði og samninga Eftir að samráðsnefndin skilaði endanlega af sér fól menntamála- ráðherra Friðrik og Finni að láta endanlega reyna á það hvort hægt væri að ná samkomulagi við náms- menn um málið. Þannig voru þeir á vegum ráðherra í viðræðum við námsmenn er Finnur, án þess að tala við kóng né prest, lagði fram

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.