Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 31
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987
31
pitrgmi Útgefandi tHftfrÍfr Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö.
Frumkvæði
Þorsteins Pálssonar
Ovæntar sviptingar í íslensk-
um stjórnmálum vekja
jafnan verulega athygli. Al-
mennt mælist það vel fyrir hjá
fólki, þegar stjórnmálamenn
fara ótroðnar slóðir og bijótast
út úr hinum mótaða ramma.
Þetta hefur enn einu sinni verið
staðfest nú. Þorsteinn Pálsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins,
tók sér fyrir hendur að stöðva
framgang stjórnarfrumvarps um
kjaradóm í sjómannadeilunni.
Ríkisstjórnin kallaði þing saman
til þess eins að samþykkja þetta
frumvarp, það hafði verið lagt
fram af Steingrími Hermanns-
syni, forsætisráðherra, þegar
Þorsteinn Pálsson kom heim frá
útlöndum og lýsti yfir því, að
hann vildi láta reyna á það tii
þrautar, hvort aðilar að sjó-
mannadeilunni gætu ekki samið.
Hér á þessum stað hefur oft
á undanförnum dögum verið lýst
undrun yfir gangi mála í sjó-
mannadeilunni. Svo virðist sem
aðilar deilunnar hafi aldrei kom-
ist að kjama málsins í samtölum
sínum. Ríkisstjómin færði þau
rök fýrir afskiptum sínum, að
ekki þýddi lengur að fara venju-
legar leiðir til lausnar deilunni;
markaðir okkar í útlöndum og
þá helst Bandaríkjunum væra í
hættu; ekki væri annað forsvar-
anlegt en beita löggjafarvaldinu
til að knýja sjómenn til veiða.
Það er ekki einleikið, hve oft
þarf að leita til löggjafans í sjó-
mannadeilum. Ættu bæði
sjómenn og útgerðarmenn að líta
í eigin barm af því tilefni og
huga að þeim vinnubrögðum,
sem þeir beita í kjaraviðræðum.
Eftir að ríkisstjómin tók málin
í sínar hendur risu fulltrúar
beggja upp og mótmæltu af-
skiptum hennar. Út af fyrir sig
var við því að búast.
Ríkisstjómin hafði um tvo
kosti að velja, þegar ákveðið var
að beita lagasetningarvaldinu.
Hún gat sett bráðabirgðalög eða
ákveðið að leggja málið fyrir
Alþingi. Svo virðist sem ráð-
herrar Framsóknarflokksins hafi
ekki verið andvígir setningu
bráðabirgðalaga, hinn kosturinn
var þó valinn; skynsamlegri
kosturinn.
Þegar þessar ákvarðanir vom
teknar og lagt var á ráðin um
að boða Alþingi til fundar fyrr
en ráðgert var þegar þingmenn
fóru í jólaleyfi, var Þorsteinn
Pálsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, kominn til Parísar á
fund fjármálaráðherra OECD-
ríkjanna um skattamál. í ljós
hefur komið, að ríkisstjórnin tók
ákvörðun um að kalla Alþingi
saman til fundar og leysa sjó-
mannadeiluna með lagasetningu
án vitundar formanns Sjálfstæð-
isflokksins. Það lýsir furðulegu
sambandsleysi milli forystu-
manna stjómarflokkanna og
ráðherra Sjálfstæðisflokksins.
Auðvitað bar forsætisráðherra
að ræða svo mikilvægt mál við
formann samstarfsflokks síns en
sú skylda hvíldi ekki síður á
herðum þeirra ráðherra Sjálf-
stæðisflokksins, sem sérstaklega
fjölluðu um þessi mál. Afleiðing-
in af þessu sambandsleysi er sú
furðulega uppákoma, að formað-
ur annars stjórnarflokksins
stöðvar afgreiðslu máls, sem
aðrír ráðherrar úr hans eigin
flokki höfðu samþykkt. Hitt er
ljóst, að sú aðgerð Þorsteins
Pálssonar hefur jákvæð áhrif
fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Fyrir Steingrím Hermanns-
son, forsætisráðherra, var
tvennt til í þessari stöðu, að snú-
ast gegn ákvörðun formanns
Sjálfstæðisflokksins og slíta þar
með stjómarsamstarfinu þremur
mánuðum fýrir kosningar eða
kyngja því, að frumvarpið, sem
hann hafði nýflutt í nafni ríkis-
stjómarinnar, væri ómerkt.
Forsætisráðherra valdi síðari
kostinn. Framsóknarmenn hafa
reynt að fóta sig á því, að fram-
ganga ríkisstjórnarinnar og
flutningur fmmvarpsins hafi
leitt til nýrrar stöðu milli sjó-
manna og útgerðarmanna og
þess vegna geti þeir sætt sig við
framtak Þorsteins Pálssonar. Sé
það rétt er fmmkvæði formanns
Sjálfstæðisflokksins þeim mun
betra. Hann heggur á hnút á
því augnabliki, sem allir em
sammála um, að sé hið rétta.
Sjómannadeilan sýnir í
hvílíkar ógöngur menn komast,
þegar þeir gleyma þessari gullnu
reglu: I upphafi skal endirinn
skoða. Sveiflumar fram og til
baka benda til skorts á mark-
vissri forystu hjá deiluaðilum
sjálfum. Innan ríkisstjómarinnar
var ekki staðið að úrvinnslu
málsins á viðunandi hátt.
Fmmkvæði Þorsteins Páls-
sonar leiðir vonandi til þess, að
frjálsir samningar takist sem
fyrst milli sjómanna og útgerð-
armanna bæði á fiskiskipum og
farskipum.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir SVEIN ANDRA SVEINSSON
Lög um námslán og námsstyrki:
Heildarsátt fómað í
pólitísku áróðursstríði
Stjórnmálin taka stundum á sig furðu-
iega mynd. Gott dæmi um það er sá
fjölmiðlafarsi, þar sem Friðrik Sophus-
son og Finnur Ingólfsson léku aðalhlut-
verkin. Friðrik og Finnur höfðu það
hlutverk að sætta andstæð sjónarmið
flokka sinna I málefnum Lánasjóðs
íslenskra námsmanna og að ná sáttum
um þau sjónarmið við námsmenn. í upp-
haf i leiks hefir Friðrik hugmyndir
Sverris Hermannssonar upp á vasann.
Finnur kemur með hugmyndir á móti,
sem Friðrik fellst á. Finnur fellur síðan
frá eigin hugmyndum og segir þær hafa
það eitt markmið að íþyngja námsmönn-
um. Friðrik fellst ekki á þetta og ver
hugmyndir Finns gegn gagnrýni hans
sjálfs. Ekki er unnt að áfellast neinn þó
hann hristi höfuðið og segist ekki skilja.
Hér verður gerð tilraun til þess að varpa
ljósi á málin og þá ekki síst um hvað
raunverulega hafi verið rætt.
Finnur Ingólfsson:
Kynnti drög sín á þing-
flokksfundi Framsóknar-
flokksins þann 19.
desember.
Eyjólfur Sveinsson:
Stendur hann í raun á bak
við fléttu Finns?
Friðrik Sophusson:
Sakar Finn um að hafa
stofnað viðræðum í hættu,
sem hann sjálfur sleit þann
10. desember.
Sverrir hugsar sér
til hreyfings
Þann 20. desember 1985, við 3.
umræðu fjárlaga, lét Pálmi Jónsson
framsögumaður meirhluta fjárveit-
inganefndar eftirfarandi ummæli
falla: „í tillögum meirihluta nefnd-
arinnar er ekki gert ráð fyrir
auknum fjárframlögum til Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna. Er þar
með ljóst, að verulegar breytingar
þurfa að eiga sér stað í útlánaregl-
um sjóðsins til að endar nái saman
á árinu 1986 í starfsemi hans.“
Það var meðal annars á þessum
grundvelli, sem Sverrir Hermann-
son, sem þá var nýsestur í stól
menntamálaráðherra, réðst í endur-
skoðun á lögum um námslán og
námsstyrki. Upphaflegt markmið
Sverris var að fá afgreitt frumvarp
til þeirra laga fyrir þingslit og skip-
aði hann nefnd til þess að semja
drög að nýju frumvarpi.
Fljótlega á síðasta ári var ljóst
að ekki næðist samkomulag milli
stjómarflokkanna um frumvarp að
nýjum lögum og þann 22. apríl
flutti Sverrir Hermannsson fræga
skýrslu á Alþingi, þar sem hann
kynnti hugmyndir nefndarinnar og
sínar. I skýrslu þessari var m.a.
gert ráð fyrir 3,5% vöxtum á öll
námslán, auk verðtryggingar og að
lánin skyldu endurgreiðast á 30
árum. Einnig var þar gert ráð fyrir
afnámi tekjutengingar á endur-
greiðslum.
Fj órmenningaklí kan
Menntamálaráðherra skipaði
hinn 28. apríl 1986 samvinnunefnd
stjómarflokkanna um L.Í.N. og var
nefndinni falið það hlutverk að sam-
ræma sjónarmið stjómarflokkanna
í þessu máli. Fulltrúar í nefndinni
vom: Friðrik Sophusson, formaður
og Tryggvi Agnarsson fyrir hönd
Sjálfstæðisflokksins og Finnur Ing-
ólfsson og Haraldur Olafsson fyrir
hönd Framsóknarflokksins. Gekk
þessi nefnd gjarnan undir nafninu
„Fjórmenningaklíkan" meðal náms-
manna.
Ekki fór sögum af störfum þess-
arar nefndar fyrr en á haustmánuð-
um, þegar lá við að upp úr syði
vegna frétta af fundi Friðriks með
námsmönnum í Lundi, þar sem
hann tjáði sig um efni samkomu-
lags, sem náðst hefði í nefndinni.
Finnur brást hinn versti við, sakaði
Friðrik um trúnaðarbrest og lýsti
sig óbundinn af þessum samkomu-
lagsdrögum. Friðrik virðist þó hafa
tekist að lægja öldurnar og þann
6. október náði nefndin formlega
samkomulagi um frumvarpsdrög,
sem send voru til ráðherra. Undir
þau rituðu allir nefndarmennirnir
án fyrirvara.
Finnur neitaði algerlega að fall-
ast á hugmyndir Sverris, sem settar
voru fram snemma á árinu, en kom
í þess stað fram með nýjar hug-
myndir, sem hinir nefndarmennirnir
féllust á.
Þessar hugmyndir fólu í sér m.a.
þak á námslán, er miðað var við
tæp 1.200.þús. Lán umfram þak
skyldu heita viðbótarlán og skyldu
þau endurgreiðast að fullu á 15
árum og bera hæstu vexti. Heimild
til veitingu ferðastyrkja skyldi
breytt í lánsheimild. Gegn því að
fá þetta samþykkt, féllst Finnur á
1% lántökugjald af námslánum. Til-
lögur Finns um tveggja milljóna
króna algert hámark náðu hins veg-
ar ekki samþykki nefndarmanna,
né heldur sú hugmynd hans, að
viðbótarlánin yrðu afgreidd í gegn-
um bankastofnanir.
Með þessum drögum, hafði Finn-
ur fundið leið til málamiðlunar milli
vaxtastefnu menntamálaráðherra
og yfirlýstrar stefnu sinnar og
framsóknarmanna að taka ekki
vexti af námslánum. í stað þess að
allir borguðu vexti eða enginn,
skyldu 15% námsmanna borga vexti
af sínum lánum, en aðrir ekki.
Skömmu eftir að ráðherra hafði
fengið drögin í hendur, sendi hann
þau til námsmanna til kynningar
og umsagnar. Þann 23. október
boðaði Sverrir á sinn fund fulltrúa
námsmanna og samvinnunefndina
og fór hann þar fram á að þessir
aðilar reyndu að ná samkomulagi
um frumvarp, sem unnt væri að
flytja sem stjórnarfrumvarp.
Samning-aviðræður við
námsmenn
Það var ljóst áður en hér var
komið, að fulltrúar námsmanna
gátu engan veginn fellt sig við drög
samvinnunefndarinnar og settu þeir
það sem skilyrði fyrir samningavið-
ræðum, að þær byrjuðu á upphafs-
punkti og að drögin yrðu algerlega
sett til hliðar. Nefndarmenn og ráð-
herra samþykktu þetta skilyrði á
sameiginlegum fundi þann 23.
október, þ.e. það var ekki lengur
til umfjöllunar. Viðræðurnar sner-
ust þess í stað um það, hvernig
unnt væri að nálgast það megin-
markmið samvinnunefndarinnar að
hækka endurgreiðsluhlutfall námsl-
ána í 92-3%, eins og stefnt var með
lögunum frá 1982.
í upphafi viðræðnanna deildu
aðiiar um það, hvert raunverulegt
endurgreiðsluhlutfall væri af
námslánúm og gagnrýndu náms-
menn reikniaðferðir Steingríms Ara
Arasonar hagfræðings og reikni-
meistara samvinnunefndarinnar.
Beindist gagnrýni þeirra aðallega
að því að ekki skyldi tekið tillit til
frystingarinnar fyrri hluta ársins
1986 og að verðtryggð lán hafi
verið tekin upp fyrr, en Steingrímur
gerði ráð fyrir. A grundvelli þessara
gagnrýnisatriða, héldu námsmenn
því fram, að endurgreiðsluhlutfallið
væri í raun ekki 83,0%, heldur allt
að 90%. Voru þessar tölur byggðar
á útreikningum Sigurjóns Valdim-
arssonar fyrrum framkvæmda-
stjóra LÍN og sérlegs reiknimeist-
ara námsmannahreyfinganna. í
kjölfar þessara athugasemda end-
urskoðaði Steingrímur útreikninga
sína og hækkaði endurgreiðsluhlut-
fallið í 84,9%.
A næstu dögum var efnt til
margra funda með samningsaðil-
um, ýmist öllum eða í vinnuhópum
um sérstök álitaefni.
Það er svo í lok nóvember, sem
draga fer til tíðinda í samningavið-
ræðunum.
Þann 21. nóvember lögðu náms-
menn fram tillögur um það, hvemig
stuðla mætti að hækkun á endur-
greiðsluhlutfalli. I þeim tillögum var
gert ráð fyrir því, að endurgreiðslu-
reglur yrðu þannig, að því hærri
sem lán væru, þeim mun hærra
væri hlutfall endurgreiðslna af tekj-
um; frá 3,5 - 4,5%. Á sama hátt
og hærra endurgreiðsluhlutfall var
aðalatriði hjá fulltrúum ríkisstjóm-
arinnar, lögðu námsmenn aðal-
áherslu á að framfærslugmndvöll-
urinn (sem ræður upphæð
námslána) yrði tryggður, þ.e. ráð-
herra gæti ekki breytí upphæð
námslána að eigin geðþótta, eins
og gert var með frystingUnni í jan-
úar í fyrra. Þess vegna lögðu þeir
til, að aðeins yrði unnt að breyta
reiknuðum framfærslukostnaði að
þær breytingar hlytu samþykki
þriggja manna nefndar fulltrúa
menntamálaráðuneytis, náms-
mannasamtakanna og hagstofu-
stjóra.
Hinn 28. nóvember lagði sam-
vinnunefndin fram drög að samn-
ingsgrundvelli. í þeim drögum var
gert ráð fyrir hækkun þaksins upp
í 1.500 þús, en á kostnað þeirra,
sem undir væru þakinu, þar eð um
þá skyldu gilda þær hertu endur-
greiðslureglur, sem námsmenn
höfðu bryddað upp á. í drögum
samvinnunefndarinnar var og gert
ráð fyrir málsskoti til þriggja
manna nefndarinnar, en aðeins að
breytingar yrði að bera undir hana,
en samþykki hennar ekki gert að
skilyrði.
Að mati námsmannafulltrúanna
voru drög þessi aðeins afbökun á
hugmyndum námsmanna og
kynntu þeir þann 2. desember nýjar
hugmyndir að samningsgrundvelli.
Þar var áfram gert ráð fyrir þriggja
manna nefndinni óbreyttri og end-
urgreiðslureglunum. Auk þessa var
lagt til að við tveggja milljón króna
markið yrði námsmaður tekinn til
sérstakrar athugunar af stjóm LIN,
áður en frekari ákvörðun yrði tekin
um lán. Þessu sáttatilboði náms-
manna var ekki formlega svarað
af hálfu samvinnunefndarinnar.
Bréfið til Sverris.
Nú lá það fyrir, að tvenns konar
samningsgrundvellir voru fyrir
hendi, sem báðir voru æði langt frá
upphaflegum hugmyndum mennta-
málaráðherra. Friðrik lagði því
áherslu á það, að menntamálaráð-
herra yrði kynnt staða málanna, frá
sjónarhorni samvinnunefndarinnar.
Það var gert með bréfi til ráðherra
þann 4. desember, undirritað af öll-
um nefndarmönnunum. I bréfinu
er mælt með því við ráðherra að
hann taki tillit til draga samvinnu-
nefndarinnar, en ekki er tekin
afstaða til draga námsmanna. í
bréfinu segir síðan: „Það er sameig-
inleg skoðun samvinnunefndarinn-
ar, að í þessum viðræðum við
námsmenn hafi verulegur árangur
náðst og hafi nefndin með tilboði
sínu komið mjög til móts við sjónar-
mið námsmanna, þó að ekki hafi
náðst endanlegt samkomulag."
Þessari fullyrðingu hafa náms-
mannasamtökin mótmælt. Nefndin
segir síðan sem svo, að hún treysti
sér ekki að ganga lengra að svo
stöddu í viðræðum við námsmenn,
nema fyrir því komi vilyrði ráð-
herra. „Nefndin telur nú fram-
lengdu hlutverki hennar lokið og
er framvinda málsins hér eftir í
höndum ráðherra.“
í framhaldi af bréfi þessu, fól
menntamálaráðherra þeim Friðriki
og Finni að halda áfram viðræðum
við námsmenn og reyna til þrautar
að ná samkomulagi. Virðist hann
þar með hafa gefið þeim umboð til
þess að ganga lengra. Finnur og
Friðrik fóru fram á það stuttu síðar
að námsmenn legðu fram tillögur
að samkomulagi. 18. desember voru
tillögur þeirra lagðar fram og var
þar um að ræða formlegt sáttatil-
boð, sem byggðist á fyrri hugmynd-
um. Einnig hafði verið rædd sú
hugmynd meðal námsmanna, að
lánþega yrði heimilt að gefa út sér-
stakt skuldabréf fyrir þeim hluta
námsláns, sem námsmaður fær
vegna maka sins, sem ekki er í láns-
hæfu námi. Makinn yrði á þessu
skuldabréfi sjálfstæður skuldari, en
að öðru leyti skyldu gilda sömu
reglur um þetta skuldabréf og
skuldabréf námsmannsins. Ekki var
eining um þessa leið meðal náms-
manna og hún því ekki boðin fram.
Sama dag ákváðu þeir Finnur og
Friðrik að gera breytingar á fyrir-
liggjandi drögum, þar sem þeir tóku
upp þessar hugmyndir námsmanna
Breytt drögin voru síðan send
menntamálaráðherra og forsætis-
ráðherra.
Föstudaginn 19. desember fer
ágreiningur þeirra Finns og Friðriks
að koma upp á yfirborðið. Þann dag
kynnti Finnur tillögur í þingflokki
Framsóknarflokksins. Athyglisvert.
er, að tillögur þær, sem hann kynnti
þennan dag fyrir þingflokknum
voru samhljóða þeim drögum, sem
hann kom fram með þann þriðja
janúar.
Þennan dag lagði Friðrik mikla
áherslu á það við Finn að málinu
yrði lokið með því að þeir sendu frá
sér endanlegar tillögur um það
hvernig frumvarpið skyldi hljóða.
Finnur hafnaði því, en lagði áherslu
á það að viðræðum við námsmenn
yrði frestað fram yfír áramót. Frið-
rik fékk Finn þó til þess að
samþykkja það, að drögin frá 4.
desember ásamt framkomnum
breytingum yrðu sendar náms-
mönnum fyrir jól, til skoðunar yfir
jólin. Þetta var þó ekki sent náms-
mönnum fyrr en 29. desember.
Morgfunblaðsf réttin
Þann 29. desember efndi Sverrir
Hermannson menntamálaráðherra
til blaðamannafundar, þar sem það
var m.a. tilkynnt, að drög að frum-
varpi um lánasjóðinn hefðu verið
send til námsmanna. Sverrir vildi
ekki fjalla um einstök efnisatriði
draganna af þeirri ástæðu að enn
ætti eftir að fjalla um þau í ríkis-
stjórninni, en það yrði gert fyrri
hluta janúarmánaðar. Hins vegar
tók Sverrir það sérstaklega fram,
að full samstaða væri um þessi drög
meðal fulltrúa stjórnarflokkanna og
lagði hann áherslu á samþykki
Finns Ingólfssonar. Frá þessu var
greint í frétt Morgunblaðsins dag-
inn eftir, auk þess sem efnisinnihald
draganna var kynnt, en það hafði
fengist eftir ýmsum krókaleiðum.
2. janúar sendir Finnur Ingólfs-
son bréf til menntamálaráðherra í
tilefni af þessari frétt. í bréfi þessu
segir hann það misskilning hjá
menntamálaráðherra að full sam-
staða hafí náðst um frumvarps-
drögin. „Ég er undrandi á þeim
vinnubrögðum þínum, að fara að
kynna á blaðamannafundi drög að
þessu frumvarpi, sem er í vinnslu
milli fulltrúa stjórnarflokkanna og
námsmannasamtakanna og þær
viðræður eru á mjög viðkvæmu
stigi.“ Með þessu bréfí lét Finnur
fylgja drög að lagafrumvarpi, sem
hann taldi að unnt væri að ná sam-
stöðu um við námsmenn. Þar
hverfur Finnur frá hugmyndum
sínum um þak, en leggur í þess
stað til að námsmaður geti ekki
fengið hærra lán en 1.960 þúsund,
nema stjórn LIN samþykki og eru
lán umfram það á sömu kjörum og
almenn lán. Skal sú ákvörðun tekin
með hliðsjón af getu námsmanns
til að greiða lánið til baka og að-
st.æðum til að ljúka námi. í drögum
þessum gerir hann ráð fyrir endur-
greiðslustuðli frá 3,75% til 4,5% og
að breytingar á framfærslugrund-
velli þurfí samþykki þriggja manna
nefndarinnar. Það eina, sem skilur
á milli draga þessara er að endur-
greiðslustuðull Finns byrjar í 3,75%
í stað 3,5% hjá námsmönnum. Ein-
tak af frumvarpsdrögum sinum
sendi Finnur einnig Friðriki Sop-
hussyni og Steingrími Hermanns-
syni.
Samvistarslit Friðriks
og Finns
Þann þriðja janúar mæta þeir
Finnur og Friðrik á jólafund hjá
námsmönnum erlendis í Félags-
stofnun stúdenta og á þeim fundi
kynnti Finnur þau drög, sem hann
hafði daginn áður sent mennta-
málaráðherra. Eftirleikurinn; hörð
viðbrögð Friðriks og Sverris við
breytni Finns eru flestum kunn og
óþarfi að rekja nánar, en í kjölfarið
sigldi hatrammt flölmiðlastríð á
milli Friðriks og Finns. I stað þess
að lýsa þeirri deilu verður reynt að
grafast fyrir um ástæður þessa við-
bragða og hvert fram hald þessa
máls verður.
Mistök hjá Finni?
Óhætt er að segja, að að fram-
koma Finns Ingólfssonar hafi vakið
harðar deilur. Einkum er það um-
deilt, hvað honum hafi gengið til
með þáttýöku sinni í í samvinnu-
nefndinni. Sjálfstæðismaður
nokkur, sem mikil afskipti hefír
haft af viðræðunum, sagði um Finn:
„Það er ljóst, að Finnur vildi að
lögin frá 1982 yrðu nánast óbreytt.
Að öðru leyti hefir hann enga skoð-
un á þessum málum; fyrir honum
vakir einungis að veiða atkvæði
með því að líta út sem góður maður
í augum námsmanna og gera sjálf-
stæðismenn að slæmu mönnunum."
Hvernig sem þessu er háttað, þá
er það ljóst, að tvö öfl togast' á hjá
Finni. Annars vegar eru það yfirlýs-
ingar hans um það í bréfum til
námsmanna að hann muni beijast
gegn breytingarhugmyndum Sverr-
is og hins vegar það að formaður
flokksins felur honum að ná sam-
komulagi um breytingar við sjálf-
stæðismenn. Úr þessari klemmu
reynir hann að losna með tillögum
sínum um þak á námslán. Hvort
sem sterk andstaða námsmann hef-
ir komið honum á óvart eða að
hann hefír komið auga á galla eig-
in hugmynda, þá snýr hann baki
við þessum hugmyndum sínum í
upphafí viðræðna við námsmenn og
samkvæmt heimildum blaðsins
hafði hann þegar tekið þá ákvörðun
síðari hluta október. Þegar Finnur
sér, að saman gat gengið með sér
og námsmönnum ákveður hann að
binda sitt trúss við námsmenn.
Hann ákveður hins vegar að láta
málin ganga eftir eðlilegum farvegi
og eru tvenns konar ástæður fyrir
því. í fyrsta lagi hefír hann líklega
í upphafi gert sér vonir um það,
að honum tækist að ná niðurstöðu,
sem bæði námsmenn og sjálfstæðis-
menn gætu sætt sig við. í öðru lagi
varð Finnur að tryggja sér stuðning
flokks síns ef í odda skærist. Beið
hann því í raun og veru eftir átyllu
allan þennan tíma og Sverrir Her-
mannsson færði Finni hana á
blaðamannafundinum þann 29. des-
ember.
Friðrik ókyrrist
Það eru tvö meginmarkmið, sem
í augum Friðriks Sophussonar
skipta mestu máli í sambandi við
lagasetningu um Lánasjóðinn. Ann-
ars vegar er það hærra endur-
greiðsluhlutfall námslána og hins
vegar er það að dregið verði úr
eftirspum eftir lánunum. Hann
virðist hafa talið þakhugmyndir
Finns þjóna vel þeim tilgangi og
þess vegna fellst hann á þær. Náms-
maður, sem þátt tók í viðræðum
við samvinnunefndina sagði: „I upp-
hafí viðræðnanna virtist Friðrik
vera allur að vilja gerður til þess
að ná samkomulagi við námsmenn;
slíkt hið sama er ekki unnt að segja
um þá Tryggva Agnarsson og Sig-
urbjöm Magnússon, enda vildu þeir
strax í byijun nóvember slíta við-
ræðunum. Friðrik virðist hins vegar
hafa gefíst upp í lok nóvember og
sagði hann á hveijum einasta fundi
að samningamir væm að falla á
tíma.“
í ljósi þessa viðhorfs Friðriks, er
það skiljanlegt, hvers vegna hann
leggur svo mikla áherslu á það að
nefndin ljúki störfum og að hún
skili áliti sínu til ráðherra. Friðrik
útbýr bréf til ráðherra, þar sem það
kemur fram að allir nefndarmenn-
imir séu sammála um það að
árangur hafi náðst í viðræðum við
námsmenn og nefndin ljúki störfum
sínum með því að mæla með því
við ráðherra að hann noti drög
nefndarinnar, með breytingum, sem
nefndin hafí samþykkt að gera í
viðræðum við námsmenn. (Sbr.drög
frá 28.11.) Finnur neitar hins vegar
að skrifa undir slíkt bréf, nema
áfram verði reynt til þrautar að ná
samkomulagi við námsmenn. Um
það varð samkomulag og var hon-
um og Friðriki falið að halda áfram
að ræða við námsmenn.
Þeir fulltrúar námsmanna, sem
rætt hefír verið við, eru sammála
um það, að Friðrik hafí verið sér-
lega áhugalítill um þessar viðræður
eftir þetta. Til marks um það má
geta þess, að á fundi þann 10. des-
ember sleit Friðrik viðræðunum við
námsmenn, þar sem þakið væri al-
gert aðalatriði. Hann neyddist þó
til þess að hætta við að slíta viðræð-
unum, enda bæði Finnur og
námsmenn á móti því. Námsmönn-
um þykir því harla einkennilegt að
hann ásaki Finn um að stofna við-
ræðunum í hættu.
Nú er það yfirlýst markmið
beggja aðilanna að 'auka endur-
greiðsluhlutfall námslána og ljóst
að bæði tillögur námsmanna og
samvinnunefndarinnar miða að
svipuðu hlutfalli. Ástæða þess að
ekki næst samkomulag um sáttatil-
lögu námsmanna er hins vegar sú,
að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
telja hana ekki ná þeim tilgangi að
minnka eftirspum eftir námslánum.
Þar liggur hinn raunverulegi
ágreiningur Friðriks og Finns.
Spumingin er hins vegar hvort
Sverri og Steingrími takist að jafna
þennan ágreining.
Námsmenn öflugir
Helsti styrkur námsmanna í við-
ræðunum við stjórnvöld er samstað-
an. Til marks um hana má nefna
að í samstarfsnefnd námsmanna
getur að finna bæði stjórnarmann
í Heimdalli og menn til vinstri við
Alþýðubandalagið. Að jafnaði er
það fjögurra manna hópur, sem er
í viðræðunum fyrir hönd samstarfs-
nefndarinnar: Eyjólfur Sveinsson
formaður SHÍ, Högni Eyjólfsson
varaformaður SÍNE, Pálmar Halld-
órsson framkvæmdastjóri INSI og
Sjá næstu síðu
Simirbjörn Magnússon starfsmaður samvinnunefndar
V innar og Tryggvi Agnarsson ráðgjafi Sverris:
Töldu enga von til þess að ná samkomulagi við námsmenn
og litu á viðræðurnar sem formsatriði.