Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 18
18 MORGITNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987 „Andstæður dimmu o g ljóss“ Bókmennir Vigdís Grímsdóttir Hellirinn Þorvarður Hjálmarsson Útgefandi: Skákprent 1986. Höfundur hefur bók sína á til- vitnun í Gleðileikinn guðdómlega „la Divina commedia" eftir 13. ald- ar stórskáldið Dante. Sú saga sem þar er sögð hefur göngu sína í helvíti en henni lýkur í himnaríki. Ferð Dantes um heimana þrjá, helvíti, hreinsunareldinn og paradís, er ströng ferð og erfið frá hinu illa til hins góða. Sagan hefst illa en endar vel. Vonin er því ekki kæfð í myrkri. Um margt á tilvitnun Þorvarðar í Dante „það virðist í sjálfri veru sinni samofið líki voru“ einkar vel við þessa bók hans. Það sem virðist er ekki og þarf ekki að vera það sem raunverulega er. Það sem er og það sem lifir er samsett úr andstæðum sem í fljótu bragði sýnast ósættanlegar en eru það ef til vill ekki. Vonin er heldur ekki kæfð í þessari bók. Hellirinn er í senn fortíðarleg bók og nútíðarleg. Hlut: hennar er í dæmisagnastíl, örar tilvísanir má í bókinni finna til gullaldarrita frá öllum tímum. Hér eru um leið á ferðinni frásagn- ir og ljóð sem eiga við okkur erindi, kveikja löngun til frekari túlkunar, vekja áleitnar spumingar um átök góðs og ills, orsakir og afleiðingar. Hér er nærgöngull skáldskapur. Höfundur svarar ekki spumingum heldur kveikir þær, veltir upp flöt- um sem er lesandans að skýra af því að yrkisefnin hljóta að skipta hann máli. Þorvarður skiptir bókinni í þijá hluta sem em ólíkir um form. Og þótt framsetning efnisins sé á ólíka vegu tengjast þessir hlutar á marg- an hátt efnislega. Fyrsti hluti bókarinnar heitir Hellirinn. Kannski er mannskepn- an föst í helli sínum þangað til hún greinir ljósið sem vísar henni veg- inn. Mörg em þau að vísu ljósin sem greinst hafa og vísað okkur út um stund en flest hafa þau blekkt. Fáum dylst þetta. Yfirborð hlut- anna, það sem sýnist er eftirsóknar- vert en það sem býr í djúpinu er ekki virt þótt þar leynist kraftur. Fyrsti hluti bókarinnar er_ sleginn ljóðrænum ævintýratakti. I Hellin- um segir frá manni nokkmm er sat á bóli sínu í fjallshlíð og beindi augum sínum til himins og hann undraðist fegurðina en: „Þá ber það við, er hann situr og undrast um fegurðina, blámóðuna sem þrengir sér í augu hans og harmar að geta ekki haldið henni í hendi sér, að hann sér eitthvað bera við himin á fjallstindi hinum megin, mynd í líkingu hans sjálfs umvafna ein- kennilegri birtu, og manninum bregður, hann rís í fáti á fætur og tekur á rás niður hlíðina, hleypur í gegnum þéttvaxið kjarrið, í gegnum þymiskóga uns hann móður og blóðrisa stendur á bakka fljótsins mikla sem heftir för hans, og í ör- væntingu sinni og ofsa býður hann elgnum birginn.“ Og sagan heldur áfram og lýsir leið mannsins að myrkrinu og inn í það. „Og knúinn örvæntingafullri, ofsafenginni þrá, Þorvarður Hjálmarsson sem hvorki eldur, vatn, loft né jörð fá hamið, hefur maðurinn göngu sína. Inn í myrkan hellinn." Og hann tekur sér þar bólfestu. Næst erum við stödd í frásögninni um Um- hverfinguna sem á sér tilvitnun- ina. „Maðurinn hefur gjört enda á myrkrinu." Þessi frásögn tengist Hellinum efnislega. „Sagan hermir að maðurínn hafi gert heilinn að bústað sínum og kannað hann gaumgæfilega og til þess notið daufrar birtunnar sem dagsljósið náði að kasta inn um hellismunn- ann, uns honum varð ljóst að hellirinn var aðeins hluti af fjallinu og að hellisveggurinn, sem var mjúkur og rakur viðkomu, var hon- um óijúfanlegur. Maðurinn þreifaði á hellisveggn- um og skyndilega hóf hann að mynda tákn á vegginn með höndum sínum." Maðurinn byijaði að skapa og hóf aftur að undrast fegurð him- insins en sú sýn varð stutt. Fyrsta morðið er framið. Maður sköpunar- innar er nefnilega líka maður eyðileggingarinnar. Andstæðumar ósættanlegu eru hér skýrt dregnar. Ótti mannsins er myndrænn: „Mað- urinn hraðaði sér út úr hellinum og gekk niður fjallshlíðina að lækn- um til að lauga hendur sínar, stakk þeim út í iðandi strauminn, og þá fyrir augum hans breytti vantið sér og varð að blóði, og maðurinn starði á dumbrauða ána renna til sjávar, fann hendur sínar hitna í ólgunni og var sleginn ofsahræðslu við umhverfinguna." Og náttúrunni blæðir, hamfarir verða og manninn rekur án nokkurrar viðspymu til hafs. En nú tekur við lokafrásögnin sem höfundur kallar Netið en orðið er margrætt eins og allur fýrsti hluti bókarinnar. Og við skiljum við manninn þar sem hann reynir að nálgast þögnina „sem umlykur allt og felur í sér líf og sannleika". I þessum fyrsta hluta bókarinnar leika vel saman andstæður lífsins og spurningamar sem vakna tengj- ast líka þessum andstæðum ljóssins og myrkursins. Annan hluta bókarinnar kallar Þorvarður Líf handan saklausra tijáa og fylla hann tólf ljóð sem að mörgu leyti vekja svipaðar spurningar og vöknuðu í fyrsta hlutanum. Víst er að ljóðin svara engum spurningum, lesandans er svarið. Þetta eru því engin stað- reyndaljóð þar sem saman er kominn samansúrraður raunveru- leikinn sá eini og sanni. Ekkert er víst, engin spuming á sér eitt end- anlegt svar. Eða kann einhver svarið eina við spumingunni um upphaf og endi alls sem er? Eða er ef til vill mörgum farið eins og mælanda ljóðsins Hugsað til skálds þegar hann segir: Hitt veit ég, að leitað hef ég og að þeirri leit mun að líkindum sannarlega ljúka, í heimi kyrrðar sem kallar á ekkert. Sérhver spuming sem ómar úr ^arska hljómur og svar í sjálfum þér. Og kyrrðin sem felur í sér draum- kennda sátt við upphafið og endinn á sér systurina Þögn sem sögð er kyrrðinni æðri. Um þögnina er víða ort í þessari bók, m.a. í ljóðinu Líf handan saklausra tijáa. Falleg eru orðin þögn og þrá þau leiddu okkur þangað sem draumar vorir spunnust, fjarri svefninum, og urðu ljós hugruðum höndum á þann veg, sem við og urðum okkur sjálfum fangar draums, þagnar og þrár. Og oftar en ekki leiðir Þögnin til samruna manns, náttúru og orðs þótt hvorki sé nafn hennar nefnt né kallað. Ljóðið Áður gefur okkur möguleika til slíkrar túlkunar, m.a. vegna myndvísinnar: Við lágum tvö og snerum baki að jörðinni, ó, hversu blár var ekki himinninn, hversu blá vorum við, orðin og trén, tvö augu á himni. Og kröfuhart ljóðið í Garðinum sýnir okkur aðra mynd þagnarinn- ar. Víða komum við auga á and- stæður í bókinni og finnst mér þær oft tengdar þögninni. Stundum vex hún af þeim eða í þeim. Listinni er þögnin nauðsynleg á sama hátt og andstæðumar. Þetta sést raunar vel í fyrsta hluta bókarinnar og ekki síður í ljóðunum um Beet- hoven og Myndin á vatninu en f því síðamefnda er vísað til Camus og Opinberunar Jóhannesar á slyngan hátt. Maðurinn er sjálfskip- aður Guð og máttugur og óttasleg- inn er hann gæddur undursamleg- um hæfíleik. í ljóðinu segir: Leyndardómurinn, næturhiminninn og sljömumar sjö efinn og leitin, efinn og heimur, undur og bam, brostin arfleifð, í öndvegi maðurinn, einn og aldrei samur, einu sinni útrétt hönd, gæddur undursamlegum hæfileik, að skapa en í sömu andrá, sömu gjörð, eyða. Kvöldverður, gisting, morgunverður á aðeins kr. 1500pr. mann. Tökum að okkursmærri hópa og veitum afslátt. Því ekki að bregða sér í helgarreisu að Bláa lóninu. BLÁA LÓNiB BOX13.240 GRINDAVfK. SÍMAR: 92-86S0 OG 92-8651. Draumurinn, draumur mannsins um eilífa ímynd, endalausa tignun, líkn og exi. Harmleikurinn, harmleikur mannsins, heimur í hendi og aldrei, aldrei... fugl. Harkalega er spilað á sömu strengi í ljóðinu um Leonardo í Clox. Spuming kviknar af spurn- ingu því að „hringlaga er og hugsun vor“ gerðirnar tvíbentar, eðlið tvírætt og „andstæður dimmu og ljóss“ leita sér farvegs í skáldskapn- um og lífínu sjálfu. Vonlausar gera andstæðurnar manneskjuna ekki því að án þeirra er varla nokkuð. Tólfta ljóð bókarinnar Hafið lýsir á sterkan og myndríkan hátt hvem- ig líf í ljósaskiptum færir von. Lokahluti bókarinnar kallast Hin heilaga blekking og er einskonar bókmenntagrein sem skýrir um Virmingar í H.H.Í. /• 2.160 á kr. 20.000; Samtals 135.000 vin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.