Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987
21
Saga og
endurminning
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Klaus Rifbjerg: KRISSI í
KRÖPPUM DANSI. 159 bls. Þýð.
Þorsteinn Thorarensen. Vasa-
Útgáfan. Reykjavík, 1986.
Klaus Rifbjerg er einn þeirra
höfunda sem lag hafa á að stilla
sér upp í sviðsljósinu. Með því að
vera réttum megin og skrifa rétta
bók á réttum tíma tókst honum
snemma að vinna sér nafn. En þess
háttar er þó aldrei einhlítt til lang-
frama. Höfundur verður að hafa
fleira til brunns að bera. Og Klaus
Rifbjerg er enginn meðalmaður.
Hann er góður rithöfundur. Texti
hans er afdráttarlaus, sterkur og
kunnáttulega saman settur.
Krissi er saga af bömum en þó
tæpast handa bömum. Þetta er
endurminningasaga (og auðvitað
líka skáldskapur). Og ekki í fyrsta
sinn sem Rifbjerg horfír um öxl.
Hann hefur einnig ort ljóð um
bemsku sína. I Krissa er horft aft-
ur til stríðsáranna. Meginefnið er:
Vinátta tveggja drengja. En vinátt-
an er á bemskuárum heilög nánast.
Falli blettur á hana verður sam-
viskan að blæðandi und.
Sagan gerist í Kaupmannahöfn
og er sögusviðið því mörgum Islend-
ingi kunnuglegt. Danmörk er
hersetin af Þjóðvetjum. Hersetan
skapar ástand af því tagi sem við
minnumst héðan. En þama var
ólíku saman að jafna að því leyti
að þýski herinn var í augum lands-
manna óvinaher, samneyti við hann
hefur í för með sér fyrirlitningu
annarra. Og nú vill svo til að þýsk-
ur hermaður tekur að venja komur
sínar til móður Krissa, einstæðrar.
Afleiðingamar verða meðal annars
að Krissi, sem áður þótti glúrinn
og ráðagóður — smáhrekkjóttur
líka sem ekki rýrði hann í augum
jafnaldra — verður skotspónn skóla-
félaga og einangrast.
Vinurinn þolir önn fyrir þreng-
ingar Krissa og vill halda vináttu
hans hvað sem það kostar. Og í því
skyni ljóstrar hann upp leyndar-
máli sem varðar líf eða dauða:
Foreldrar sínir ætli að taka við
gyðingafjölskyldu sem verði að
leynast einhvers staðar þar til unnt
verði að lauma henni yfir til Svíþjóð-
ar. En gyðingafjölskyldan er ekki
fyrr komin inn á heimilið en boð
berast frá andspymuhreyfíngunni
að hún verði að skipta um felustað
því »eitthvað hafði farið úrskeiðis!
En hvað? Hvað gæti hafa gerst?
Og hver . . . hver hafði kjaftað
frá?«
Allt er efni þetta orðið fjarlægt
nú. Og þó. Flóttamenn em enn á
ferð víða um lönd. Sögur sem þessi
gerast því vafalaust enn í einhveij-
um löndum. Ef til vill verða þær
skráðar síðar.
Þessi saga Rifbjergs lýsir því ljós-
lega hvemig hugsjónir geta tekið á
sig hinar fáránlegustu myndir og
hversu saklausir verða oft að gjalda
fyrir það sem aðrir valda. Aður en
móðir Krissa tók að vera með Þjóð-
veija bar Krissi stundum húfu sem
táknaði samstöðu með Bretum. Þá
var Krissi áoætur. Eftir að móðir
Klaus Rifbjerg
hans er orðin dátadækja sem kallað
var verður hann óalandi. Og þegar
hann finnur að hann geldur með
þessum hætti ástands sem hann er
ekki valdur að fyllist hann þijósku
og fer jafnvel að bergmála áróður
óvinanna í eyru vinar síns. Tor-
tryggnin hefur verið vakin. Og við
hana er erfitt að losna.
Ástands- og stríðstímar riðla
jafnan daglegu lífi. Menn gangast
inn í hlutverk sem þeir mundu aldr-
ei taka að sér undir venjulegum
kringumstæðum. Hið raunvemlega
innræti einstaklingsins, sem marg-
ur leitast við að fela hversdagslega,
flýtur þá upp á yfirborðið. Þeir, sem
upplifa slíkt, verða ekki samir menn
síðan. Þessi endurminningasaga
Klaus Rifbjergs er nokkuð síðkom-
in. En jafnaldrar Rifbjergs munu
skilja hana, hvort sem þeir eiga
heima í Reykjavík eða Kaupmanna-
höfn.
Sveitarfélög á Suðurnesjum:
Kynna sér norskt
iðnþr óunarverkefni
Grindavik.
STARFSMENN Iðnþróunarfélgs Suðurnesja hafa boðið sveitar-
stjórnarmönniun á Suðurnesjum að taka þátt í norsku iðnþróun-
arverkefni, sem er nýjung á íslandi, og miðar að þvi að finna
ónýtta atvinnumöguleika og vinna skipulega að þróun og upp-
byggingu atvinnulífsins á Suðurnesjum.
Að sögn Jóns E. Unndórssonar,
framkvæmdastjóra IS, dvaldi hann
í Noregi í viku til að sjá og kynn-
ast árangri Norðmanna af slíkum
iðnþróunarverkefnum, en þeir
hafa um tveggja áratuga reynslu
af slíku. „Þróunarverkefni fyrir
Suðumes em í raun mörg, eitt
fyrir hvert sveitarfélag. Verkefnið
er sérstakt að því leyti að notuð
er aðferð sem ekki hefur áður
verið notuð á íslandi," sagði Jón.
„Þessi aðgerð felst í því að virkja
fmmkvæði fjölmargra manna sem
koma úr röðum forystu sveitarfé-
laga, framsækinna atvinnufyrir-
tækja og áhugafólks um framfarir
og atvinnuuppbyggingu. Verkefn-
ið í heild skiptist í þijú stig. Byijað
er á skoðanakönnun meðal ákveð-
ins úrtaks og spurt meðal annars
hvað fólki finnst um atvinnu-
ástandið og þá atvinuþróun sem
átt hefur sér stað og hvemig það
vilji að sú þróun verði. Að skoðana-
könnuninni lokinni er haldin
ráðstefna og niðurstöður hennar
kynntar. Þá kemur venjulega í ljós
að í tilteknu sveitarfélagi þarf að
efla og þróa ákveðnar greinar til
að hagur og afkoma fólksins batni.
Nauðsynlegt er að fólkið sjálft
komi auga á þetta, því þá finnst
því verkefnið sig varða og verður
aufúsara til þátttöku. Síðasta stig
verkefnisins er myndun verkefnis-
hópa og hver hópur hefur sinn
ákveðna vettvang og markmið.
Hópamir taka síðan til starfa og
vinna náið með ráðgjöfum," sagði
Jón.
Ráðgjafamir em Qórir, Jón E.
Unndórsson IS, Rúnar Már Sverr-
isson IS, Helgi Gestsson Iðntækni-
stofnun og Jan Roger Iversen frá
Santas-ráðgjafarstofnuninni í
Noregi, en hann hefur vakið at-
hygli þar í landi fyrir athyglisverð-
an árangur við stjómun slíkra
verkefna. Búist er við að kostnað-
urinn við fyrri hluta verkefnisins,
sem tekur eitt ár, verði 2,5 milljón-
ir og fjármagnaður að miklum
hluta með styrkjum. Að lokum
sagði Jón að sveitarstjómarmenn
hér á Suðumesjum hefðu sýnt
þessu verkefni mikinn áhuga og
hefur bæjarráð Keflavíkur nýverið
samþykkt að taka þátt í því.
Kr.Ben.
ARGUS/SÍA
FÆRÐl) EliKI GREITT
FYRIR VÖRURNAR
EÐA ÞJÓNUSTUIMA
SEM ÞÚ ERT
AÐ FLYTJA ÚT?
NÝ ÞJÓNUSTA
VIÐ ÍSLENSKA ÚTPLYTJENDUR
Iðnlánasjóður hefur opnað TRYGGINGADEILD
ÚTFLUTNINGSLÁNA. Nýja deild sem býður
íslenskum útflytjendum áður óþekkta þjónustu —
ÚTFLUTNINGSABYRGÐ. Þeir sem flytja út vörur
eða þjónustu geta keypt ábyrgð á kröfu sem þeir
eiga á erlenda viðskiptamenn.
Með útflutningsábyrgðinni dregur þú úr eigin
áhættu og tryggir þig fyrir skakkaföllum í
rekstrinum vegna vanskila.
IÐNLÁNASJÓÐUR veitir útflutnings-
ábyrgð en í henni felst:
• Að taka að sér að tryggja lán sem
bankar eða aðrar lánastofnanir veita
innlendum framleiðendum vöru eða
þjónustu til fjármögnunar á útflutn-
ingslánum sem veitt eru eða útveguð
erlendum kaupendum.
• Að tryggja kröfur íslenskra útflytjenda
á hendur erlendum kaupendum enda
hafi þær orðið til vegna útflutnings á
íslenskum vörum eða þjónustu.
Útflutningsábyrgð IÐNLÁNASJÓÐS tek-
til viðskiptaáhættu og stjórnmála-
áhættu og tryggir útflytjandann að 80%
ef greiðslufall verður á kröfu hans af þess-
um ástæðum.
Útflutningsábyrgð IÐNLÁNASJÓÐS er
framseljanleg til banka eða annarra lána-
stofnana. Með þeim hætti getur útflytj-
andi aukið lánstraust sitt í viðskiptabanka
sínum.
Fyrir útflutningsábyrgð er greidd þóknun,
mismunandi eftir aðstæðum, frá 0,4% —
1,5% af heildarfjárhæð hverrar vörusend-
ingar eða andvirði þjónustugreiðslu.
Með þessari nýju þjónustu, sem eykur
öryggi í útflutningsviðskiptum, vill Iðn-
lánasjóður leggja sitt af mörkum til að
örva og efla íslenskan útflutning.
Skrifið eða hringið eftir upplýsinga-
bæklingi og umsóknareyðublöðum.
IÐNLANASJOÐUR
IÐNAÐARBANKINN
Lækjargötu 12 5. hæð Reykjavík sími 20580.