Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987 49 Frá vinstri: Eiríkur Björnsson, Gunnar Björnsson, Grímur Grímsson og Julie Ingham. maður síðunnar sér á stúfana og spurði nokkra þeirra hvernig þeim hefði líkað myndin. Guðborg Kristjánsdóttir sagði að myndin væri mjög góð — þó ekki alveg á sama máta og hún hafði talið að henni óséðri. Hún sagði að hún hefði að vísu ekki les- ið bókina, en sagðist jafnframt vel geta hugsað sér það eftir að hafa séð myndina. Guðborg sagði að það þyrfti ekki að vera kvikmyndum neitt til vansa þó þær væru „þung- ar“, svo fremur sem eitthvað bitastætt væri í þeim. Ungur, ábyggilegur maður með skólatösku var fús til að ræða um myndina. Hann sagðist heita Olaf- ur Hjálmarsson og vera verk- fræðistúdent. Við spurðum hann hvort hann hefði lesið bókina og kvað hann svo ekki vera, en jafn- framt að það kæmi vel til greina. Ólafur var nú ekki viss um að „þungt “ efni væri í sókn, en sagði að það væri með það sem annað; það myndi seljast væri eitthvað í það spunnið. Fyrir utan stóðu þau Eiríkur Björnsson, Gunnar Björnsson, Grímur Grímsson og Julie Ing- ham í hnapp og við undum okkur að því og spurðum hvernig þeim hefði litist á ræmuna. „Stórgóð mynd!“ var svarið og því bætt við að svona ættu myndir að vera. Helmingurinn hafði lesið bókina, en hinir tveir sögðu líklegt að af því yrði. Þegar við spurðum hvort það teldi að „þungt“ efni væri í sókn, var svarið jákvætt. „Fólk er óhræddara að kynna sér tormeltara efni en var — en það er líka að því tilskildu að næringargiidið sé eitt- hvert“, sagði Grímur og Gunnar bætti því að öllu skipti hvemig efni sem þetta væri framsett og þess vegna væri ekki sama hver tækist slíkt á herðar. Við spurðum hvort myndin hefði í einhveiju breytt af- stöðu þeirra til munklífis og kváðu þau myndina áhrifamikla, en að þessu leyti hefði hún aðeins hafa gert sig enn fráhverfari einlífi en áður. Yfirvöldum gefið langt nef Ekki alls fyrir löngu skýrðum við frá nýstárlegum baráttuað- ferðum danskra verkalýðshreyfinga hér á síðunni. Þær fólust m.a. í heilsíðuáramótaauglýsingu, þar sem dönskum launþegum var óskað árs og friðar, en jafnframt tjáð sitt- hvað um ókosti Paul Schluter og hann sagður bera ábyrgð á allri fýlu og þumbaraskap íandsmanna. Þá var sagt berum orðum að honum yrði einfaldlega komið frá völdum á þessu ári. Allt var þetta þó gert á gamansaman máta, svo sem Dön- um einum er lagið. Enn á ný láta þeir til sín taka með bros á vör, því að hinn 7. jan- úar taldi landsamband opinberra starfsmanna að ríki og bæir hefðu gefið sér, kaupkröfum sínum og jp.a.l. meðlimum sambandsins langt nef. Fannst forráðamönnum þess tími til kominn að svara í sömu mynt. Var afráðið að setja upp löng nef stjómvöldum til háðungar, en þeim jafnframt tilkynnt að verði kaup- kröfum þeirra ekki svarað séu verkfallsátök óumflýanleg. „Við emm hamingjusöm sem stendur, hvers vegna ættum við að fara að klúðra því?“, sagði hin 54 ára gamla leikkona, sem hálf heims- byggðin hreifst af á sinni tíð. Hún hefur átt sex eiginmenn; þar af einn tvisvar — Richard Burton. „Með mína fortíð er það sjálfgefið að gift- ing myndi aðeins klúðra sambandi okkar, sem er ágætt og lítil ástæða til að leggja í rúst.“ Slökkviliðsmenn í Kaupmannahöfn gantast hér á með nefin góð. COSPER — Konan þín var að hringja. Þú gleymdir að fara með rusl- ið út, þegar þú fórst að heiman. Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim mörgu góðu vinum minum sem heiÖruðu mig meÖ heimsóknum, gjöfum oghlýjum kveÖjum á 100 ára afmceli mínu 9. desember sl. Megi gœfa og gehgi fylgja ykkur á ókomnum árum. GuÖ blessi ykkur öll. Hansína Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Skagfirðingabraut 49, Sauðárkróki. ÚTSALA ÚTSALA Mikil verðlækkun Elízubúðin SKIPHOLTI 5 Islenska ullarlínan 1987 Við kynnum og sýnum í verslun okkar hluta af íslensku ullarlínunni fyrir árið 1987. Nýir litir - Ný hönnun Margar peysur sem kynntar eru, eru þegar komn- ar í sölu, en aðrar eru væntanlegar um miðjan febrúar. VELJUM ÍSLENSKT - VELJUM ÍSLENSKT íslenzkur heimilisiðnaður Hafnarstræti 3, sími 11785.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.