Morgunblaðið - 15.01.1987, Page 29

Morgunblaðið - 15.01.1987, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987 29 Ástralíubikarinn: Dennis Conner vinnur annan sig- ur sinn í röð Fremantle, AP. Bandaríska skútan Stars & Stripes kom öðru sinni á undan nýsjálenzku skútunni New Zea- land í mark í undanúrslitum Ameríkubikarsins (America’s Cup) og er staðan í áskorenda- flokki keppninnar því 2-0 fyrir Dennis Conner, skipstjóra Stars & Stripes. Stars & Stripes kom í mark í gær 1 mínútu og 36 sekúndum á undan New Zealand, en í fyrradag var Stars & Stripes 80 sekúndum á undan. Heyja þessar tvær skútur einvígi um annað úrslitasætið og hlýtur sú skúta það sem verður fyrri til að vinna fjögur einvígi. í gær óskaði Chris Dickson, skip- stjóri New Zealand, eftir frídegi í dag til þess að finna svar við vel- gengni Conner. Þriðja einvígið verður því háð á morgun, föstudag og hið fjórða á laugardag. Haldi Conner áfram sigurgöngu sinni gæti hann því tryggt sér úrslita- sæti strax um helgina, en loka- keppnin hefst síðan 31. janúar nk. Siglingaleiðin í gær var 24,5 sjómílur og lauk Stars & Stripes henni á þremur stundum, 11 mínút- um og 10 sekúndum. Keppnishring- urinn er jafnan um 25 sjómílur og skiptist í átta leggi. New Zealand var einni sekúndu á undan yfir rás- markið eftir að rásmerki var gefið, en við fyrstu bauju, eftir um fjög- urra sjómílna siglingu upp í 20 hnúta vind var Stars & Stripes með 38 sekúndna forystu. Þá var beitt undan vindi og minnkaði New Zea- land bilið í 18 sekúndur. Á þriðja kaflanum jókst forskot Stars & Stri- pes aftur í 35 sekúndur og hélst sá munur þar til á sjötta áfanga leiðarinnar, en þá bætti Conner hálfri mínútu við forskot sitt og sneri við sjöttu bauju með 1:06 mínútu forskot. Dennis Conner hefur sagt að skúta sín hefði lítið að gera í New Zealand í taktískri keppni í litlum byr, þegar aðstæður byðu upp á stöðugar vendingar. Helzta von sín væri að vindur blesi kröftuglega. Á þriðjudag mældist vindurinn 26 hnútar og 20 í gær. Þá var fyrsta siglingaeinvígið í flokki veijenda í gær en í þeim flokki keppa eingöngu ástralskar skútur. Kookaburra III varð 29 sek- úndum á undan Australia IV, skútu Allans Bond, sem sjónvarpsáhorf- endur kannast við. Það kemur hins vegar í hlut dómnefndar keppninnar að úrskurða hvoru megin vinning- urinn hafnar því skipstjórar beggja skútanna hafa kært hvorn annan fyrir að hafa rangt við er þær rák- ust saman rétt áður en rásmerki var gefið. Keppni Kookaburra III og Austr- alia IV var jöfn og geysihörð. Árangur Kookaburra þykir ótrúleg- ur því um miðbik leiðarinnar varð Frakkland: ísland í ríkis- sjónvarpinu París. Frá Torfa Túliníus, fréttaritara Morvunblaðsins. Nú í vikunni er verið að senda út þáttaröð um Island sem franska útvarpsstöðin France Culture hefur látið gera. Höfundarnir eru þeir Jacques Munier og André Mathieu og heita þættirnir „L’Islande: les noces du feu et de la glace“, eða „ísland, brúðkaup íss og elda“. Þættirnir fjalla um íslenska menningu í víðasta skilningi, tunguna, bók- menntirnar, fjölmiðla, kvikmyndir og þjóðareinkenni Islendinga. Þeir eru sendir út milli klukkan hálfníu og níu á morgnana alla þessa viku. í þeim koma fram ýmsir kunnir íslendingar eins og Jónas Kristjáns- son, forstöðumaður Stofnunar Áma Magnússonar á Islandi, rithöfund- amir Thor Vilhjálmsson, Jón Óskar o.fl. Einnig er leikin íslensk tónlist og lesnar ljóðaþýðingar. Ungveijaland: Skotárás á sendi- herra Kólumbíu Búdapest, Bogota, Kólumbíu, AP, Reuter. SENDIHERRA Kólumbíu í Ung- verjalandi, Enrique Parejo, varð fyrir skotárás í Búdapest á þriðjudagsmorgun og særðist hann alvarlega. Hin opinbera fréttastofa Ung- vetjalands sagði að fimm byssukúl- ur hefðu hæft sendiherrann, sem varð fyrir árásinni er hann var að koma út húsi sínu í Búdapest. Vitni segja að maður nokkur hafi gengið upp að sendiherranum og spurt hann á spænsku, hvort hann væri Parejo og skotið er svarið var já- kvætt og síðan flúið á braut. Var Parejo fluttur í skyndi á sjúkrahús þar sem kúlurnar vom fjarlægðar og er hann ekki talinn í lífshættu. Ekki er vitað hver árásarmaðurinn var, en ungversk yfirvöld segjast hafa látið loka öllum landamærum og sé árásarmannsins leitað ákaft. Samtök er kenna sig við eitur- lyfjasalann Hernan Botero Moreno lýstu því yfir í Bogota, höfuðborg Kólumbíu, eftir árásina, að þau bæm ábyrgð á tilræðinu. Parejo gegndi áður stöðu dómsmálaráð- herra í stjórn Kólumbíu, tók við árið 1984 er þáverandi dómsmála- ráðherra var myrtur af eiturlyfja- sölum og beitti hann sér þá m.a. mjög gegn þeim er stunda sölu eit- urlyfja. Höfðu honum borist morðhótanir og er talið að hann hafi m.a. verið skipaður í sendi- herrastöðu í Ungveijalandi þar sem hann var álitinn tiltölulega ömggur þar. Stars & Strípes fellir seglin er hún kemur í mark á undan New Zealand, sem sést í baksýn. hún að sleppa belgseglinu, sem rifn- aði. Við það missti hún ferð en tókst síðan að vinna upp þriggja báts- lengda forskot á fimmta áfanga leiðarinnar. Tók Kookaburra fýrst forystu við sjöttu bauju er siglt var inn á sjötta og næst síðasta áfanga leiðarinnar. Sigur Stars & Stripes í gær er 11. sigur Dennis Conner í röð í keppninni að þessu sinni. Árið 1983 tapaði hann sem kunnugt er Ameríkubikarnum, en þá fór keppn- in síðast fram. Var það fyrsti ósigur bandarískrar skútu í keppninni í 135 ár. Fyrir ósigurinn 1983 hafði Conner sigrað í keppninni tvisvar í röð. Ósigur New Zealand, sem er eini báturinn í keppninni sem smíðaður er úr trefjagleri, var þriðji ósigur skútunnar í 40 lotum frá því keppn- in hófst í október. Fyrir úrslita- keppnina hafði New Zealand aðeins tapað einu sinni. í öll skiptin hefur hún lotið í lægra haldi fyrir Stars & Stripes. Á VILLER0Y & BOCH FLISUM Rýmum fyrir nýjum flísum, og seljum restar á tilboðsverði. Nú er hægt að gera hagstæð kaup á hinum vinsælu Villeroy og Boch vegg- og gólfflísum, með 15-50% afslætti. Missið ekki af þessu einstæða tækifæri. RB. BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.