Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987 Sameiningarviðræður bankanna: Mat á fastafjármunum bankanna til umræðu í GÆR var von á bráðabirgða- mati á fastafjármunum þeirra banka sem að undanförnu hefur verið til umræðu að sameina, að sögn Geirs Hallgrímssonar seðla- bankastjóra. Geir sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann byggist við því að þetta bráðabirgðamat á fastafjár- munum Útvegsbankans, Iðnaðar- bankans og Verzlunarbankans yrði rætt á næsta viðræðufundi, sem verður að líkindum í dag. Kvaðst Geir vænta þess að ein- hverra fregna af viðræðunum yrði að vænta í upphafi næstu viku, en hann sagði að ekki yrði upplýst hvert bráðabirgðamat fastafjár- munanna væri, fyrr en það hefði verið rætt á fundi viðræðuaðila. íslenska óperan: Operan Aida frumsýnd í kvöld ÍSLENSKA óperan frumsýnir í kvöld óperuna Aidu eftir Gius- eppe Verdi. Er þetta alstærsta og viðamesta verkefni íslensku óperunnar til þessa. Þessi við- burður tengist 5 ára sýningaraf- mæli Óperunnar í Gamla bíói sem Fjölmörg okurmál falla niður „ÞAÐ verður fallið frá ákærum varðandi þau lán sem voru veitt eftir 11. ágúst 1984,“ sagði Björn Helgason saksóknari, en hann end- urskoðar nú málatilbúnað ákæru- valdsins í okurmálunum. Bjöm sagði að fjölmörg mál myndu faila alveg niður, en kvaðst ekki geta sagt til um það strax hve mörg þau yrðu. „Ég er enn að vinna úr fjöldan- um og skipta þessu niður. Þegar því er lokið fer ég yfír mál Hermanns Björgvinssonar." var formlega tekið í notkun sem óperuhús 9. janúar 1982. Aida hefur verið nefnd eitt mesta stórvirki óperubókmenntanna. Hún var samin sérstaklega fyrir vígslu óperuhússins í Kairó og frumflutt þar á aðfangadag 1871. í sýningu íslensku óperunnar nú taka þátt um 170 söngvarar, dans- arar og tónlistarmenn. Þar af er 99 manna kór og 7 einsöngvarar. Hljómsveitarstjóm er í höndum Gerhards Deckert úr Vínarborg og er þetta þriðja óperan sem hann stjórnar hér. Bríet Héðinsdóttir leik- stýrir nú sinni annarri ópem á sviði íslensku óperunnar. Leikmynd er unnin af Unu Collins. Hún hefur einnig haft hönd í bagga með gerð leikbúninga, en hönnun þeirra ann- ast Hulda Kr. Magnúsdóttir með henni. Með_ helstu sönghlutverk í Aidu fara Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Garðar Cortes, Sigríður Ella Magn- úsdóttir, Kristinn Sigmundsson, Viðar Gunnarsson, Hjálmar Kjart- ansson, Hákon Oddgeirsson og Katrín Sigurðardóttir. Sjá blað B Islensk getspá: Sami seð- illinn tví- stimplaður Hækka vinningar um 200 þúsund? ÚTLIT er fyrir að vinningshafar í Lottó 3. janúar siðastliðinn geti átt von á tæplega 200 þúsund krónum til viðbótar við þau tæp- Iega 800 þúsund sem réttur seðill gaf, eftir að í Ijós kom að einn seðlanna var stimplaður tvisvar. Sú sérkennilega staða hefur komið upp að hjón, sem fýlltu út tvo seðla og létu stimpla þá á bensínstöð, fengu annan seðilinn, sem reyndist vera með réttar tölur, stimplaðan tvisvar, en hinn ekki. Skömmu áður en dregið var bað maðurinn um leiðréttingu. Reyndi þá afgreiðslumaðurinn að leiðrétta mistökin með því að afturkalla aðra færsluna og stimpla hinn seðilinn í staðinn. Leiðrétting á tvístimplaða seðlin- um komst hinsvegar ekki til skila á réttan hátt áður en dráttur fór fram. Bensínstöðin var því orðin handhafi annars vinningsins. Starfsmenn stöðvarinnar rituðu þá stjóm íslenskrar getspár bréf og skiluðu miðanum um leið og þeir fóru fram á að vinningnum yrði deilt niður á vinningshafana fjóra. Stjóm íslenskrar getspár hefur fall- ist á þá lausn en ákvað að greiða vinninginn ekki út fýrr en kæm- frestur, sem er fjórar vikur, er liðinn. Kaupfélag Svalbarðseyrar: Morgunblaðið/Kr. Ben. Atkvæði greidd um alltland Fundir og atkvæðagreiðslur um hina nýgerðu kjarasamninga sjómanna hófust þegar síðdegis í gær og er búist við að hægt verði að telja atkvæði síðar í dag og aflýsa verkfalli verði samn- ingarnir samþykktir. Meðal annars flaug flugvél Landhelgis- gæslunnar TF-SÝN með átta samningamenn til Egilsstaða að tilhlutan ríkisstjórnarinnar. Myndin sýnir ungan sjómann greiða atkvæði um sjómannasamningana í Grindavík í gær. Fyrstí skiptafund- Sala á Gaut GK rædd á ríkisstjórnarfundi VÆNTANLEG sala á togaranum Gaut GK frá Garði var tekin upp á ríkisstjórnarfundi í gær að til- hlutan Matthiasar Á. Mathiesen utanrikisráðherra. „Sú staðreynd að verið er að selja Gaut úr Garðinum, vitandi það að í Garðinum eru aðilar sem vilja fá skipið keypt til að tryggja vinnslustöðvunum hráefni, varð til þess að ég tók þetta mál upp í ríkis- stjórninni,“ sagði Matthías. Hann sagði að þingmenn kjördæmisins væru í samstarfi við Atvinnumála- nefnd Suðurnesja og hreppsnefnd Gerðahrepps og að hann ásamt for- sætisráðherra og formanni sveitar- stjómar hefðu rætt við bankastjóra Útvegsbankans vegna þessa máls. „Ég vona að hreppsnefndin fái tækifæri til þess að meta þessi kauptilboð og tryggt verði að skipið verði ekki selt úr sveitarfélaginu," sagði Matthías. „Það er hinsvegar enginn að ætlast til að eigandinn fái ekki sitt og ekki verði gerð skil við lánardrottna." Sjá bls. 28. Húsavík. í ÞROTABÚI Kaupfélags Sval- barðseyrar var fyrsti skipta- fundur settur á Húsavík í gær þrotabúinu og haldinn af skiptaráðanda, Halldóri Kristinssyni sýslu- manni, að viðstöddum skipuðum „Tristan og Isold“: Sonur Bergmans aðstoðarleiksti óri nA\TTI?T 1 * r» h * . „ . .. DANIEL Bergman, sonur hins þekkta leikstjóra Ingmars Þingflokkur Framsóknarflokksins: Reiði í garð Þor- steins Pálssonar ÞINGFLOKKUR Framsóknar- flokksins ræddi m.a. á þing- flokksfundi sínum í fyrradag þá vandræðalegu stöðu sem kom upp á milli stjórnarflokkanna, þegar Þorsteinn Pálsson formað- ur Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir á Alþingi á þriðjudag að gefa bæri samningsaðilum i sjó- mannadeilunni tækifæri til þess að reyna samningaleiðina til þrautar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kom fram ákveðin reiði í garð Þorsteins fyrir það að hann hafði ekkert samráð við forsætisráðherra, áður en hann sté í pontu og lýsti þessari skoðun sinni. Þingmenn Framsóknarflokksins munu hafa lýst þeirri skoðun sinni á þessum fundi, að eðlilegt hefði verið að Þorsteinn ráðfærði sig við forsætisráðherra, áður en hann tæki til máls, og aflaði sér upplýs- inga um hvað væri að gerast. Telja þeir að ef hann hefði gert það, þá hefði hann fengið þær upplýsingar hjá forsætisráðherra að fundir samningsaðila væru hafnir af fullri alvöru og að Bolli Bollason frá Þjóð- hagsstofnun sæti með þeim á lokuðum fundi, þeim til aðstoðar. Segja framsóknarmennimir að ef Þorsteinn hefði ráðfært sig við forsætisráðherra, þá hefði aldrei komið til „þessa vandræðaástands," eins og þeir nefna það. Bergman, verður aðstoðarleik- sljóri í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar „Tristan og ísold“, sem kvikmynduð verður síðar á þessu ári. Daniel er 26 ára gamall, kvik- myndaleikstjóri að mennt, og hefur hann meðal annars aðstoðað föður sinn við gerð kvikmynda. Síðast vann hann með föður sínum að kvikmyndinni „Fanny og Alex- ander. Hrafn Gunnlaugsson sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir Daniel hefðu hist í New York í byrjun desember til að ráða ráðum sínum og væri hann væntanlegur til landsins í apríl nk,. Hann var einnig hér á landi yfir jólahátíðina og fram yfír áramótin. „Daniel fékk að kynnast sumum af þeim leikurum sem leika í myndinni, við fórum yfír vinnsluna á henni og náðum við mjög vel saman. Ég held að það verði mjög spenn- andi að hafa svona kraftmikinn og lifandi mann með sér í þessu. Ég sé sjálfan mig í honum fyrir 10 árum,“ sagði Hrafn að lokum. búsljóra, Hafsteini Hafsteins- syni hæstaréttarlögmanni. Einnig mættu í réttinum 9 lög- fræðingar og margir bændur af viðskiptasvæði kaupfélags- ins. Kaupfélag Svalbarðseyrar var tekið til gjaldþrotaskipta 28. ágúst sl. og var þá gefínn kröfulýsingar- frestur til 10. desember. Alls hafa 583 kröfuhafar lýst kröfum sem nema samtals um 293 milljónum króna. Þær skiptast þannig í stórum dráttum: laun og slíkar forgangskröfur 13,4 milljón- ir, veðkröfur 112,6 milljónir og almennar kröfur 166,7 milljónir. Stærstu kröfuhafar eru: Sam- vinnubankinn 102,4 milljónir, ríkissjóður, opinber gjöld 31,8 milljónir, Samband íslenskra sam- vinnufélaga 22,9 milljónir, Áburð- arverksmiðjan 21,8 milljónir, Iðnaðarbankinn Akureyri 13,4 milljónir og Byggðastofnun 9,7 milljónir. Ýmsar athugasemdir og mót- mæli komu fram í skiptaréttinum sem stóð í um 5 klukkustundir. Fundurinn kaus Hafstein Haf- steinsson hrl. til að fara áfram með stjóm búsins. Frestur til að skila rökstuðningi í sambandi við mótmæli og athugasemdir var gef- inn til 17. febrúar og næsti skipta- fundur ákveðinn 19. mars. Bústjóri taldi sig ekki geta gefið upp mat eigna nú en það mundi liggja fyrir á næsta fundi. Þetta mun vera stærsta gjald- þrotamál sem komið hefur fyrir skiptarétt Þingeyjarsýslu. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.