Morgunblaðið - 16.01.1987, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987
9
Innilegar þakkir sendi ég ykkur öllum sem
vottuÖu mér vináttu og hlýhug á áttrœÖisaf-
mœli minu 17. desember sl.
Megi þiÖ öll gœfu njóta.
Árni Kristjánsson.
UTSALA
Karlmannaföt
Stakirjakkar
Terelynebuxur
Gallabuxur
Riflaflauelsbuxur kr. 695,'
o.m.fl. ódýrt.
kr. 4.495,-
kr. 3.995,-
kr. 850,- 995,-1.095,- og 1.395,-
750,- og 795,-
Andrés
SKÓLAVÖRÐUSTIG 22, Sl'MI 18250.
Xil sölu
Ford Sierra, árgerð 1986.
Ekinn 14.000 km.
Upplýsignar í Bílasölunni Blik
í símum 686477 og 686642.
sima
HóNusm
GREIÐ SLUKORTAÞ J ÓNUSTA
ÍSLENSKRA GETRAUNA
Hér eru leikirnir!
Leikir 17. januar 1987 - 1 X 2
1 Aston Villa - Wimbledon 2 Charlton - Nott'm Forest 3 Chelsea - Oxford
4 Everton - Sheffield Wed. 5 Leicester - Norwich 6 Man. City - Liverpool
7 Newcastle - Tottenham 8 Southampton - Luton 9 Watford - Q.P.R.
10 West Ham - Man. United 11 Derby - Portsmouth 12 Stoke-Oldham
Hringdu straxl
688-322
föstudaga kl. 9.00-17.00 laugardagakl. 9.00-13.30
Beisk von-
brigði
Rony Brauman, höf-
undur greinarinnar í
Úrvali, er formaður sam-
takanna Læknar án
landamæra (Médecins
Sans Frontiéres), en þau
eru mannúðarsamtök,
rekin í góðgerðarskyni
tíl að hjálpa og lækna
hvar i heimi sem þess er
þörf. Nokkur þúsund
sjálfboðaliðar á vegum
samtakanna hafa þjónað
þeim sem annars hefðu
ekki átt nokkra völ á
aðhlynningu í fjölmörg-
um löndum, allt frá
Afganistan til Líbanons
og Thailands. En hvergi
hefur hugsjónastarf
þeirra verið mikil vægara
— eða rekið sig á grimmi-
legri vegg — en í Eþíópíu.
Brauman læknir kveðst
lengi hafa þagað til þess
að spilla ekki fyrir til-
raumun til að verða
hinum hijáðu að raun-
verulegu liði. „En nú er
stundin runnin upp og
hann segir okkur skelfi-
lega söguna eins og hún
er í allri sinni nekt —
sögu af lygi, misnotkun
og morðum, hinn hrylli-
lega sannleika á bak við
þjáningamar í Eþíópíu,"
segir í kynningarorðum
tímaritsins.
Brauman byijar grein
sína með þvi að lýsa við-
brögðum Vestur-
landabúa við fréttunum
af hungursneyðinni í
Eþíópíu 1984. Það var
brugðist við af örlæti og
ríkulega gefið til þeirra
mannúðarsamtaka, er
tóku að sér að skipu-
leggja neyðarþjálp í
landinu.
Síðan segir Brauman:
„A komandi mánuðum
vék smám saman sú
gieðitilfinning, sem
gagntók mig þennan dag
á flugvellinum, fyrir
beiskum vonbrigðum
þegar við sem við hjálp-
arstarfið unnum urðum
vitni að kaldranalegum
svikum við alþjóðlega
hjálparstarfið. Hér kem-
ur grátlegur sannleikur-
inn: Það sem þið gáfuð
var gróflega misnotað af
sovétstýrðri stjóm Meng-
NEYÐARHJÁLP:
ERUM VIÐ HÖFÐ AÐ
GINNINGARFÍFLUM?
Erum við höfð að ginningarfíflum?
„Hungursneyðin í Eþíópíu er af mannavöldum og viðhaldið til
að þjóna pólitískum markmiðum stjórnar Mengistus. í raun er
verið að fremja stórfelld fjöldamorð í þessu víðáttumikla og fal-
iega landi,“ segir Rony Brauman, 36 ára gamall franskur læknir,
í grein í októberhefti tímaritsins Reader's Digest. Grein þessi
vakti mikla athygli og umræður, þegar hún birtist upphaflega,
og nú hefur hún verið endurbirt í íslenskri þýðingu í janúarhefti
tímaritsins Úrvals. í Staksteinum i dag er vitnað í þessa grein,
sem óneitanlega vekur menn til umhugsunar um markmið og
leiðir alþjóðlegrar neyðar- og þróunarhjálpar.
istus Haile Mariams
undirofursta. Hún rændi
peningum, mat og bún-
aði, sem átti að fara til
að bæta hag hinna hung-
urþjáðu, og notaði þetta
til að þjarma að andstæð-
ingum stjómarinnar í
norðurhéruðum
Eþíópíu."
Og Brauman heldur
áfram: „Matur, sem Vest-
urlandabúar gáfu af
örlæti sínu, var notaður
til að Iokka sveltandi fólk
frá þorpum sínum og
safna því saman í flutn-
ingamiðstöðvum. Þaðan
er fólkið rekið undir
byssulqöftum í illa dul-
búnar þrælkunarbúðir.
Starfsbróðir minn og
fyrirrennari þjá Lækn-
um án landamæra,
Claude Malhuret, nú
mannréttindaráðherra
Frakklands, orðaði þetta
þannig: „Vestrænar
ríkisstjómir og mannúð-
arsamtök stóðu óafvit-
andi straum af — og
standa enn — starfsemi
sem verður kölluð ein
mesta slátrun okkar tima
þegar Utið verður til
baka eftir einhver ár.“
Hallærið falið
Rony Brauman segir
siðar í greininni: „I tvö
ár faldi stjóm Mengistus
hallærið fyrir umheimin-
um. En eftir iburðarmildl
hátiðahöld í tilefni tiu ára
afmælis byltingarinnar í
Eþíópíu — sem kostaði
jafnvirði 100 miljjóna
dollara — opnaði stjómin
landið fyrir vestrænum
fréttamönnum. Hópar
sjónvarpsmanna og ann-
arra fréttamanna vom
hvattir til að flytja um-
heiminum hryllilegar
sögur af þjáningunni.
Stjómin gerði nú sitt
besta dl að mikla hallæ-
rið og flaug með frétta-
menn á vel valda staði.
Það tók okkur marga
mánuði að skijja að
markmiðið var að láta
vestræn riki standa undir
kostnaðinum við „nýja
landnámið" og styrlqa
hemaðaraðgerðimar á
norðursvæðunum."
Síðan segir Brauman,
að samtimis þvi að vest-
ræn matvæU og læknis-
gögn streymdu iim hafi
Sovétmenn sent vopn.
„Kornið skemmdist á
liafnarbakkanum og í
vöruhúsunum vegna þess
að einu tiltæku flutninga-
bílamir vom í eigu
hersins sem taldi það
ekki forgangsverkefni
að flytja fæðu til svelt-
andi fólks. Hveitiskip
vom látin biða dögum
saman fyrir akkerum
meðan sovésk flutninga-
skip affermdu skrið-
dreka, skotfæri og
sement.“
Hér er ekki rúm til að
rekja frekar lýsingar
greinarhöfiuidar og rök-
stuðning. Asakanir hans
cra hins vegar þess eðlis,
að framhjá þeim verður
ekki Utið og efni þeirra
er nauðsynlegt að ræða
af hreinskilni á opin-
berum vettvangi.
Kápur, jakkar, dragtir, buxur, pils, blússur, peysur,
sloppar, náttfatnaður.
-L,
lympíi
Laugavegi 26, sími 13300 — Glæsibæ, s. 31300.