Morgunblaðið - 16.01.1987, Side 15

Morgunblaðið - 16.01.1987, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987 15 Systurnar fyrir miðri myndinni undirbjuggn komu kórsins til páfa og hér eru kórfélagar á leiðinni þangað. íslenski hópurinn fyrir framan Péturskirkjuna í Róm. en í kórnum er áhugafólk um söng, allir hafa atvinnu sína af öðru, þarna eru bændur, sjómenn, iðn- verkafólk og fleiri.“ Eftir að hafa tekið þátt í þessum fjölþjóðasöng var ferðast um landið og heimsóttir helgistaðir. „Mér eru sérstaklega minnistæðir nokkrir staðir sem við komum á, svo sem Koptíska kirkjan sem reist var á þeim stað sem talið er að María og Jósep hafí búið á í Kairó, og gamla eyðimerkurleiðin sem María og Jós- ep flúðu til Egyptalands. Á leiðinni rigndi í eyðimörkinni, en það heyrir víst alveg til undantekninga." Þá lá leiðin til Rómar, og mið- vikudaginn 7. janúar fór kórinn í móttöku hjá páfa í Vatikaninu. „Systumar í Stykkishólmi höfðu undirbúið komu okkar til páfa. Kórinn söng þar ijögur lög meðan beðið var komu páfans. Klukkan 11 gekk páfinn í salinn, kórinn söng aftur og páfa var færð ljósmynd af Snæfellsnesinu. Við vorum þama í tæpa þrjá tíma. Föstudaginn 9. janúar komu Systumar og sýndu þeim sem vildu nokkurs konar stjómstöð reglunnar sem kennir sig við Frans af Assisi en systumar em með líknarstarf víða um heim. Frá Róm var svo haldið klukkan fimm síðdegis á sunnudag og komið til Keflavíkur snemma á mánudagas- morgun eftir ógleymanlega ferð. Persónulega eru mér minnis- stæðastir þrír staðir frá landinu helga, fæðingarkirkja krists, kirkja sem reist var á þeim stað sem talið er að kristur hafí fæðst á, staður sem kristur stóð á er mannfjöldinn hrópaði að hann skyldi krossfestur og þjáningarbraut krists, via dolo- rosa, leiðin sem hann gekk eftir að hafa verið dæmdur til dauða. Það er einnig athyglisvert að á þessum slóðum er nú órólegasti hluti heimsins, ferð okkar var við- leitni til að stuðla að friði í heimin- um, en einn þáttur þess er þetta fjölþjóðajólahald með sameiginlegri þáttöku margra þjóða“ sagði séra Gísli Kolbeins að lokum. verðbolgan mælist 31.7% VÍSITALA framfærslukostnaðar hækkaði um 2,32% á milli des- ember og janúar. Samsvarar hækkunin 31,7% verðbólgu á ári. Samkvæmt útreikningi kaup- lagsnefndar er framfærsluvísitalan 185,05 stig.miðað við verðlag í jan- úarbyijun, 2,32% hærri en í desemberbyijun. Þessi hækkun stafar af ýmsum hækkunum og vegur þar þyngst hækkun á verði ýmissa vöru- og þjónustuliða sem svo eru kallaðir (0,7%) og hækkun- ar á verði opinberrar þjónustu (0,6%). Hækkun á verði matvöru hefur í för með sér 0,3% hækkun vísitölunnar, 0,1% er vegna fatnað- ar, 0,1% vegna húsnæðisliðs, 0,3% vegna tóbaks og áfengis og 0,2% vegna bensínhækkunar. Undanfarna þijá mánuði hefur framfærsluvísitalan hækkað um 5,4% sem jafngildir 23,3% -verð- bólgu á ári. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 12,8%. Frá upphafí til loka árs 1986 hækk- aði hún um 13% og er það minnsta hækkun sem mælst hefur á heilu almanaksári. Sambærileg tala fyrir árið 1985 var 33,7% og 22% árið 1984. Árið 1986 var vísitalan að meðaltali 21,3% hærri en árið áður. Sambærileg meðaltalshækkun á milli áranna 1984 og 1985 var 32,4% og 29,2% á milli 1983 og 1984. N£ja kennitölu- kerf ið í gagnið VERIÐ er að taka í gagnið nýtt kennitölukerfi sem ætlað er að leysa af hólmi gamla nafnúmerakerfið. Þessar breytingar munu þó vera mjög misjafnlega langt á veg komnar hjá hinum ýmsu opinberu aðilum. Að hálfu Hagstofunnar var stefnt að því að breytingarnar gætu kom- ið til framkvæmda frá og með l.janúar á þessu ári, en Hagstofan lagði jafnframt til að nafnnúmera- kerfínu yrði haldið við í 1. til 2. ár hvað snertir fullorðna einstaklinga og aðila á fyrirtækjaskrá. Hagstof- an lauk öllum nauðsynlegum undirbúningi á s.l. ári, og munu mörg fyrirtæki og stofnanir þegar hafa lokið við að gera ráðstafanir til að taka nýja kerfíð í notkun. Til dæmis hefur heilbrigðiskerfíð beitt kennitölukerfinu um alllangt skeið og Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að það verði notað við álagningu opinberra gjalda á árinu 1987. Framtöl til launa- og sölu- skatts á hins vegar að auðkenna með nafnnúmerum til ársloka 1987. Að sögn Hallgríms Snorrasonar, Hagstofustjóra, eru ýmsir opinberir aðilar ekki búnir að gera sig klára fyrir yfírstandandi breytingar, og því verði þetta ár nokkurskonar umþóttunartími í þessum efnum. Sagðist Hallgrímur fastlega vonast til að nýja kerfíð yrði almennt tekið í notkun um næstu áramót, mikil- vægt væri að allir aðilar kapp- kostuðu við að ljúka undirbúningi sínum fyrir upptöku kennitölukerf- isins. Hagstofan samdi á sínum tíma við Skýrsluvélar Ríkisins og Reykjavíkurborgar og Reiknistofu Háskóla Islands um að þessir aðilar mundu annast skráningu nafn- númera og kennitalna á segulbönd og disklinga fyrir fyrirtæki og stofnanir. Upplýsingar um þessa þjónust eru gefnar af SKÝRR, Reiknistofnun Háskólans og Hag- stofunni. Kennitölur fyrirtækja, félaga og stofnana eru birtar í prentaðri fyrir- tækjaskrá Hagstofunnar, en kenni- tölur einstaklinga og lögaðila verður að fínna á skattframtölum, og þeim mun ennfremur fylgja sér- stakt blað með upplýsingum um kennitöluna. Hagstofan vill hvetja alla sem beita auðkennistölum þjóðskrár og fyrirtækjaskrár við tölvuvinnslu og ekki hafa enn gert nauðsynlegar ráðstafanir vegna breytinganna, til að hefjast þegar handa við undir- búning þeirra. Hið sama á við um þá aðila sem skrá auðkennistölur í viðskiptum sínum, svo sem á eyðu- blöð og bókhaldsgögn. 4WDSKUTBILL Sa tyrsti fra Jjapan meö sítengt aidrif, sem hægt er aö iæsa O Stööug spyrna á öll hjói O Engin skipting milli fram- og afturhjóla. O Viöbragð og vinnsla ísérflokki. O Mikið buröarþol. O Nýtískulegt og stílhreint útlit. HF Laugavegi 170-172 Simi 695500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.