Morgunblaðið - 16.01.1987, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987
23
Verðbréfamarkaðurinn íPeking
Á verðbréfamarkaðnum i Peking hefur hingað til ekki mikið
verið talað um svindl og brask. Þar hefur enginn heyrt talað
um Boesky og að menn, sem gerst viti, hlunnfari sauðsvartan
aimúgann með því að nýta sér illa fengna þekkingu sína. Þessi
glaðhlakkalegi starfsmaður verðbréfamarkaðarins í Peking
heldur hér á hlutabréfum i vörumarkaði i Peking. Bréfin eru
seld á 15 yuan óg er boðið upp á um helmingi hærri arð en
vextir nema í Kína.
Vopnasölumálið:
í áætlun Norths var
Khomeini bolað frá
Washington, AP.
OLIVER North, ofursti og fyrr-
um starfsmaður þjóðaröryggis-
ráðsins, gerði áætlun þar sem
gert var ráð fyrir að allir banda-
rískir gíslar yrðu látnir lausir í
skiptum fyrir bandarísk vopn og
að endi yrði bundinn á valdafer-
il Ayatollahs Ruhollah Khomeini
í Iran, að því er greint var frá í
dagblaðinu Washington Post í
gaer. Sagði einnig að þar hefði
Jóhannesi Páli páfa II verið
blandað inn í málið.
í frétt í blaðinu Los Ángeles Ti-
mes sagði að Ronald Reagan
Bandaríkjaforseti hefði sjálfur fyr-
irskipað Robert MacFarlane, fyrr-
um öryggismálaráðgjafa, að fara
til írans og látið hann hafa skjal,
þar sem byltingarstjórnin í íran var
viðurkennd „sem staðreynd“.
í The Washington Post sagði að
fundist hefði skjal í upplýsingasafni
um North í Hvíta húsinu og þar
hefði áætlun hans verið rakin í
þaula. Áætlunin er dagsett 24. jan-
úar 1986, viku eftir að Reagan gaf
leyfi til vopnaflutninganna. North
var rekinn úr starfi sínu í þjóðarör-
yggisráðinu í nóvember.
Cyrus Vance, fyrrum utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði á
miðvikudag að ákvörðun Banda-
ríkjastjómar um að selja írönum
vopn á laun væri slík handvömm
að hún gæti rúið Bandaríkjamenn
trausti bandamanna þeirra. Vance
sagði þetta er hann bar vitni fyrir
nefnd' Bandaríkjaþings, sem hefur
utanríkismál á sinni könnu.
Á dollarinn enn
eftir að lækka?
New York, Reuter, AP.
ÞRATT fyrir yfirlýsingar
Bandaríkjastjórnar um, að hún
stefni ekki að því að lækka gengi
dollarans, þá halda sérfræðingar
því fram, að stjórnin sé í raun-
inni að bjóða frekari lækkun
heim með því að hindra ekki enn
frekari lækkun hans t. d. með
sérstökum aðgerðum á gjaldeyr-
is- og peningamörkuðum i
heiminum.
Sérfræðingar álíta ennfremur, að
mikill ágreiningur hafi komið fram
á ný milli stjómarinnar og banda-
ríska seðlabankans. Þá fari líkur
nú vaxandi á því, að vextir verði
hækkaðir í Bandaríkjunum, ef doll-
arinn lækkar enn meira. Jafnframt
séu nú horfur á því, að senn verði
efnt til fundar fimm helztu iðnríkja
heims um efnahagsmál, ef fall doll-
arans heldur áfram, þar sem
einkum sé nauðsynlegt, að endur-
skoða samkomulag Bandaríkja-
manna og Japana um ráðstafanir
til þess að treysta gjaldmiðla þeirra
og um vexti.
I fyrradag sögðu bæði talsmenn
Hvíta hússins og bandaríska fjár-
málaráðuneytisins, að dollarnum
hefði ekki verið ákveðið neitt lág-
marksgengi, sem hann nætti ekki
fara niður fyrir. En talsmaður Pauls
Volcker, forseta bandariska seðla-
bankans, ítrekaði hins vegar þá
skoðun Volckers, að gengi dollarans
hefði þegar lækkað meira en nóg.
I Evrópu var það haft eftir Edou-
ard Palladur, fjármálaráðherra
Frakklands og Gerhard Stolten-
berg, fjármálaráðherra Vestur-
Þýzkalands, að nú væri svo komið,
að dollarinn væri of lágt metinn.
Nefndin rannsakar hvort heil brú
hafi verið í þeim markmiðum, sem
ná átti fram með vopnasölunni.
Vance sagði að sú ástæða, sem
gefin hefði verið fyrir vopnasölunni
væri meingölluð. Sagt hefur verið
að tilgangurinn hafi verið að ná
samskiptum við hófsöm öfl í Iran
til að draga úr hættu á því að Sovét-
menn gætu aukið ítök sín í þessu
olíuríki við Persaflóa.
í blaðinu The New York Times
sagði í gær að fjöldi þingmanna
repúblikana, sem rannsaka vopna-
sölumálið, séu þeirrar hyggju að
forsetinn eigi að axla alla ábyrgð
af gerðum stjórnar sinnar. Tveir
þeirra, Henry Hyde og Orrin Hatch,
kváðust hafa lagt það til við forse-
tann að hann notaði tækifærið til
að gera það þegar hann héldi
stefnuræðu sína 27. janúar.
V estur-Þýskaland:
Líbanskur flugræningi tekinn
með sprengiefni í fórum sínum
Nakasone hvetur
til leiðtogafundar
YASHUIRO Nakasone, forsætis-
ráðherra Japans, hvatti í gær
stórveldin til að boða til leið-
togafundar svo fljótt sem því
yrði við komið.
Nakasone lét þessi orð falla er
hann hélt ræðu í háskólanum {
Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu, þar
sem hann var staddur í opinberri
heimsókn. Á fréttamannafundi í
gær sagði Nakasone að Gorbachev
Sovétleiðtogi væri ævinlega vel-
kominn til Japans en fullyrt hefur
verið að Gorbachev hafi hafnað
heimboði japönsku stjórnarinnar í
fyrra. Þá sagði Nakasone að Banda-
ríkjamenn ættu lof skilið fyrir að
hafa verið í fylkingabrjósti lýðræð-
isríkja og tryggt frið og velmegun
á Vesturlöndum.
Nakasone kvað horfur í afvopn-
unarmálum ekki bjartar þar sem
„skortur á trausti" skyggði á sam-
skipti risaveldanna. Sagði hann
nauðsynlegt að leiðtogar stórveld-
anna héldu áfram viðræðum á
grundvelli Reykjavíkurfundarins og
hvatti til þess að boðað yrði til fund-
ar þeirra hið fyrsta.
Nakasone kom til Júgóslavíu á
miðvikudag og átti í gær fund með
Sinan Hasani, forseta landsins,
Hasani sagði að koma Nakasones
myndi vafalaust verða til þess að
styrkja samband ríkjanna tveggja.
Nakasone hélt í gærkvöldi frá Júgó-
slavíu og mun næst sækja pólska
ráðamenn heim.
Grikkland:
Skæruverkfall vegna
stefnu sdórnarinnar
Aþenu, AP.
RÚMLEGA milljón Grikkjar, þ. á sagði Dimitris Costopoulos, forseti
m. verksmiðjustarfsmenn og opin-
berir starfsmenn, fóru í sólar-
hrings verkfall í gær til að
mótmæla aðhaldsaðgerðum stjórn-
arinnar, sem hófust fyrir 15
mánuðum.
Mörg þúsund verkamenn söfnuð-
ust saman fyrir utan þingið í Aþenu
og héldu á kröfuspjöldum. Á þau stóð
letrað: „Niður með aðhaldsaðgerðirn-
ar“ og „Hæðist ekki lengur að
launamálum“.
„Staðreyndirnar tala sínu máli.
Stjómin verður að gera sér grein
fyrir því að þorri fólks er andvígur
aðhaldsaðgerðum hennar og mun
halda áfram að berjast gegn þeim,“
samtaka stéttarfélaga í Aþenu, við
mannfjöldann.
Stjórn Andreas Papandreou, for-
sætisráðherra Grikklands, ákvað fyrr
í þessum mánuði að hækka laun
verkamanna um 4,1 prósent. Verð-
bólga í Grikklandi er 19 prósent.
Samningar um kaup og kjör hafa
verið bannaðir til ársloka. Stjórnin
kveðst vera staðráðin í að halda að-
haldsaðgerðum sínum áfram út þetta
ár. Stefnt er að því að koma verð-
bólgu niður í 10 prósent í desember.
Verkamenn vilja að aftur verði
snúið til þess að laun fylgi verðbólgu
eins og var fyrstu fjögur árin, sem
sósíalistar voru við völd.
Frankfurt, AP.
MAÐUR, sem grunaður er um
að hafa rænt farþegaþotu banda-
ríska flugfélagsins TWA árið
1985, hefur verið handtekinn í
Vestur-Þýskalandi, að því er haft
var eftir Jochen Schroers, tals-
manni saksóknara í Frankfurt.
Embættismenn í Bonn hafa
greint frá því að maðurinn sé Líbani
og heiti Mohammad Ali Hamadei.
Þeir segja að hann hafi verið hand-
tekinn á flugvellinum í Frankfurt
er hann steig frá borði farþegaþotu
líbanska flugfélagsins Middle East
Airlines, sem kom frá Beirút.
Sögðu embættismennirnir að
Hamadei hefði verið handtekinn
þegar tollverðir komust að því að
þijár vínflöskur, sem hann hafði
meðferðis, voru fullar af metýlnítr-
ati. Sá vökvi er svipaður nítróglýs-
eríni og er stundum notaður til að
búa til sprengjur.
Hamadei er einn þriggja manna,
sem Bandaríkjamenn ákærðu fyrir
flugrán og morð eftir að TWA-
þotunni var rænt. Farþegaþotunni
var haldið á flugvellinum í Beirút
í 17 daga. Einn Bandaríkjamaður
var myrtur. Skömmu eftir flugránið
setti stjóm Ronalds Reagans
Bandaríkjaforseta 250.000 dollara
til höfuðs flugræningjunum.
Vestur-þýska sjónvarpsstöðin
ZDF greindi frá því í fréttatíma í
gær að embættismenn rannsökuðu
nú hvort Hamadei hafi einnig átt
aðild að sprengingu á flugvellinum
í Frankfurt í júní árið 1985. Þá
sprakk sprengja í flugafgreiðslunni
með þeim afleiðingum að þrír monn
létu lífið og 42 særðust.
Talsmaður bandaríska sendiráðs-
ins í Bonn, Robert Heath, vildi
ekkert segja um handtöku Líbanans
í Frankfurt. Hann er fyrsti maður-
inn sem handtekinn hefur verið
vegna flugránsins.
Fyrirliggjandi í birgðastöð
VÉ|A-
STAL
Stál 37 - 1 K DIN 17100/1652
Fjölbreyttar stæröir og þykktir
• ■ ■ ■___________
sívalt ferkantað flatt
SINDRAi .STÁLHF
Ðorgartúni 31 sími 27222