Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987 20 vestur-þýskir dóm- arar teknir höndum 20 vestur-þýskir dómarar voru handteknir fyrr í vikunni fyrir mótmæli við herstöð Bandarikjahers í Mutlagen í suð- vestur Þýskalandi. Að sögn breska dagblaðsins The Independent komu dómar- arnir saman í 20 stiga frosti til að lýsa þeirri skoðun sinni að geymsla eldflauga i bandarískum herstöðvum bryti í bága við stjórnarskrá Vestur-Þýskalands og væri þar með brot á alþjóða- lögum. Lögreglumenn voru hvattir á vettvang og handtóku þeir dómarana. Ákærar verða senn birtar á hendur þeim og má búast við löngum og flóknum réttarhöldum. Dómara í Vestur-Þýskalandi greinir á um hvort þeir eigi að hafa afskipti af stjórnmálum. Raunar kann staða þeirra að skýrast á næstunni því nú standa yfir réttarhöld í máli dómara, sem birtu auglýsingu þar sem veru kjarnorkuvopna í Vestur- Þýskalandi var mótmælt. Vakti þetta litla hrifningu yfirmanna þeirra og er málið nú í höndum hæstaréttar. Talsmaður samtaka dómara í Vestur-Þýskalandi kvað hand- tökurnar nú í vikunni geta komið sér illa fyrir stéttina þar eð sú spurning hlyti óhjákvæmilega að vakna hvernig dómararnir myndu framvegis taka á málum þeirra sem kærðir væru fyrir opinber mótmæli. Grænland: Þýskir dómarar mótmæla við herstöð Bandaríkjamanna í Mutlagen. Fréttamaður kínverska sjónvarpsins greinir frá því að háskólaprófessorunum Fang Lizhi og Guan- Weiyan hafi verið vikið úr starfi við Vísinda og tækniháskólann í Hefei. í baksýn má sjá að stólar prófessoranna standa auðir. Kína: Verður Hu Yaobang- vikið frá störfum? Stofna á nýjan stj órnmálaflokk Kaupmannahöfn. Frá Nil9 Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. HINN 24. janúar nk. verður haldinn i Grænlandi stofnfund- ur nýs stjórnmálaflokks og mun hann hljóta nafnið „Erhverfs- partiet“. Stofnfélagar eru útvegsbændur og fleiri aðilar í atvinnurekstri. Samkvæmt fréttatilkynningu frá forgöngumönnunum mun flokkurinn helga sér pólitíska stöðu á milli stjómarflokksins og stærsta stjórnarandstöðuflokks- ins, Atassut. Atassut er borgaraflokkur, sem tíðum kennir sig við frjálsan at- vinnurekstur, en upp á síðkastið hafa verið uppi raddir um það í Grænlandi, að þörf væri á stjórn- málaflokki, sem einbeitti kröftum sínum í þágu atvinnulífsins, þar sem Atassut - eins og það hefur verið orðað í umræðunni - „sam- anstendur fyrst og fremst af skólakennurum og öðra fólki, sem hefur lítinn skilning á atvinnuveg- um landsins". I stofnskrá nýja flokksins segir, að aðaltilgangurinn með stofnun hans sé „að styðja og styrkja þró- un frjálsrar atvinnustarfsemi í Grænlandi". Flokksdeildir hafa þegar verið stofnaðar í Nuuk og tveimur öðr- um bæjum. Austur-Þýskaland: 64 flúðu ásíð- asta ári Bonn, AP. 64 Austur-Þjóðveijar flúðu yfir iandamærin til Vestur-Þýska- lands á síðasta ári, að því er segir í nýrri skýrslu stjórnvalda þar. Fjöldi þeirra sem flúðu á síðasta ári er svipaður og undanfarin ár. Af þeim 64 sem tókst að flýja voru tólf austur-þýskir landamæraverðir. Landamæravörðum tókst að koma í veg fyrir að minnsta kosti þijár flóttatilraunir og segir í skýrslunni að örlög þeirra flóttamanna séu ókunn. Hermenn, sem gæta landamær- anna, hafa afdráttarlausar fyrirskip- anir um að skjóta á sérhvem þann sem reynir að flýja yfir til Vestur- Þýskalands. Peking, AP, Reuter. EMBÆTTISMENN í Peking sögðu í gær að Hu Yaobang, leiðtogi kínverska kommúnista- flokksins, hefði ekki getað verið viðstaddur viðhafnarmálsverð, sem halda átti til heiðurs Arvo Aalto, formanni finnska komm- únistaflokksins, á fimmtudag, vegna veikinda. Fyrir utan Höll alþýðunnar stóðu í gær nokkrar rútur og leiddu menn að því getum að efnt hefði verið til flokksfundar til að ræða brott- rekstur Hus úr flokknum. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins vildi ekki segja hvort fundur væri hjá stjórnmálaráðinu eða miðstjórninni í höllinni, sem flokk- urinn notar venjulega til funda- halda. Búist er við að Hu verði látinn fara og látið verði til skarar skríða gegn menntamönnum, sem að- hyllast vestræna siðu, fyrir alvöra. Menntamenn hafa verið sakaðir um að bera ábyrgð á mótmælum stúdenta og baráttu þeirra fyrir auknu lýðræði. Aalto ræddi í gær við Deng Xiaoping, leiðtoga Kína. Að sögn opinbera fréttastofunnar Xinhua sagði Deng við Aalto að Kínveijar ætluðu að ryðja öllum hindrunum fyrir framgöngu sósíalismans úr vegi. Haft var eftir Deng að tilhneig- ingar til „borgaralegs fijálslyndis“ (orðalag, sem yfirvöld hafa notað um andstöðu gegn flokki og stjórnarfyrirkomulagi) gætti í Kína um þessar mundir: „Marxist- ar í Kína munu ekki láta þetta viðgangast og herferðin mun ekki hafa áhrif á endurbætur á sviði efnahagsmála eða stefnu stjómar- innar um opnari stjórnsýslu." Shevardnadze boðið til Noregs Osló, Reuter. EDUARD Shevardnadze, ut- anríkisráðherra ' Sovétríkjanna, Eþíópía: 54 farast í flugslysi Nairobi, Kenýa. AP. EÞÍÓPSK herflugvél fórst á þriðjudaginn þegar reynt var að lenda henni skömmu eftir flugtak frá Asmara í Eritreu. Létust allir um borð, 54 að tölu. I frétt frá eþíópsku fréttastofunni sagði, að slysið hefði orðið þremur mínútum eftir að flugvélin fór á loft frá Asmara á leið til höfuðborgarinn- ar, Addis Ababa. í egypska útvarp- inu sagði, að flugmennirnir hefðu strax orðið varir við vélarbilun og reynt að lenda aftur en ekki tekist það. Ekkert var sagt um flugvélar- tegundina en flestar flutningaflug- vélar eþíópska hersins eru sovéskar. Uppreisnarmenn í Eritreu hafa staðið í styijöld við marxistastjórn- ina í Addis Ábaba og forvera hennar í aldarfjórðung. Fyrir réttu ári réð- ust þeir á flugvöllinn í Asmara og eyðilögðu að eigin sögn rúmlega 40 flugvélar. hefur verið boðið í opinbera hcimsókn til Noregs á þessu ári, að sögn talsmanns norska ut- anríkisráðuneytisins. Búist er við að sovéski utanríkis- ráðherrann komi til Noregs í vor. Verður þetta fyrsta heimsókn sov- ésks embættismanns til Noregs í allmörg ár. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins sagði að norskir embættismenn myndu ræða við Shevardnadze um gagnkvæmt viðvöranarkerfi vegna kjarnorkuslysa. Kvaðst hann vona að samningur svipaður þeim sem Sovétmenn og Finnar gerðu nýlega yrði undirritaður. Gro Harlem Brundtland hefur boðið Nikolai Ryzhkov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, í opinbera heimsókn til Finnlands. Talsmaður utanríkisráðuneytisins kvaðst búast við heimsókn hans á næsta ári. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.