Morgunblaðið - 16.01.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.01.1987, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Losarabragur hjá Kvennalista Kvennalistinn og aðstand- endur hans hafa gengið til stjómmálastarfs að öðrum þræði með því hugarfari að feta inn á nýjar brautir. Sam- tökin, sem standa að Kvenna- listanum, eru ekki flokkur. Ætlunin er, að þau starfi sem einskonar grasrótarhreyfing. Að stefnumótun er staðið með sérkennilegum hætti. Fram- boð eru ákveðin á þann veg, að erfitt er að átta sig á því hvaða reglur gilda um þau. Ætlunin er að bjóða fram í öllum kjördæmum landsins fyrir næstu kosningar. í kosn- ingunum 1983 buðu samtökin fram í Reykjavík, Reykjanes- kjördæmi og Norðurlands- kjördæmi eystra. Náði Kvennalistinn því að fá þrjár konur kjömar á þing; tvær úr Reykjavík og eina úr Reykjaneskjördæmi. Nú hefur það gerst, að Kristín Halldórsdóttir, sem hlaut kosningu á þing fyrir Kvennalistann í Reykjanes- kjördæmi, hefur lýst yfir því, að hún ætli ekki að sitja nema tvö ár á þingi, nái hún kjöri í næstu kosningum. Þessi yfir- lýsing hefur að vonum vakið undmn. í stjómarskránni er mælt fyrir um það, að þing- menn skuli kjömir til fjögurra ára. Hafa Iögfræðingar og dregið réttmæti þessa ásetn- ings í efa. Sigurður Líndal, lagaprófessor, telur þessa fyr- irætlan stangast á við ákvæði stjómarskrárinnar, bæði þar og í kosningalögum sé skýrt kveðið á um að kjörtímabilið sé flögur ár. Um þetta segir Sigurður Líndal í Morgun- blaðinu í gær: „Menn hafa sett sér ákveðið kjörtímabil, sennilega til þess að auka festu í starfi þingsins og einn- ig vegna þess að þingmenn þurfa að ávinna sér nokkra reynslu í störfum þess. Ef frambjóðendur ætla að fara að stytta kjörtímabilið um helming gætu þeir eins ákveð- ið að það yrði eitt ár eða styttra og ég sé ekki hvar það myndi enda.“ Rök Kristínar Halldórsdótt- ur eru helst þau, að þessi nýskipan gefi nýju fólki tæki- færi til þess að öðlast þjálfun í stjómmálastörfum, þar sem Kvennalistinn vilji ekki, að þingmenn sitji lengur en tvö kjörtímabil. Hún hefur einnig komist þannig að orði: „Þetta er í samræmi við skoðanir okkar um að óæskilegt sé að búa til atvinnupólitíkusa en hins vegar æskilegt að nýta sér fengna reynslu.“ Ber að skilja þessi orð þannig, að Kvennalistinn líti á Alþingi sem einskonar uppeldisstöð fyrir stjómmálamenn? Eru menn orðnir atvinnupólitíkus- ar eftir sex ára setu á Alþingi? Hvers vegna ekki eftir fjögur ár? Nýbreytni á fullan rétt á sér í íslensku stjórnmálalífí. Á þeim vettvangi má margt færa til betri vegar. Á hinn bóginn verða menn að gera þær kröfur, að þeir, sem fara með löggjafarvaldið, virði lög- in og ekki síst stjómarskrána. Það samrýmist illa skyldum þingmanna að ganga á svig við ákvæði sjálfrar stjómar- skrárinnar og viðtekinn skiln- ing fræðimanna á því, sem í þeim felst. Vilji Kvennalistinn stytta kjörtímabil þingmanna í tvö ár, eiga þingmenn hans að flytja tillögu um þá breyt- ingu á Alþingi. Samtök um kvennalista starfa ekki samkvæmt nein- um skipulagsreglum. Þar á bæ virðast forystumenn telja lýðræði felast í því að hafa engar reglur. Þetta er mikill misskilningur. Lýðræðislegir stjómarhættir krefjast þess, að settar séu leikreglur og þær séu í heiðri hafðar. Án slíkra reglna er veruleg hætta á því, að þeir, sem em frekast- ir, hrifsi öll völd í eigin hendur og hagi síðan seglum eftir því, sem þeir telja sér og sínum fyrir bestu. Þótt for- ystumenn Kvennalistans séu sannfærðir um að losaralegir starfshættir séu samtökum sínum fyrir bestu, á hið sama ekki við um stjóm þjóðfélags- ins alls. Með yfírlýsingum Kristínar Halldórsdóttur um, að hún ætli ekki að sitja nema tvö ár af fjórum, nái hún endur- kjöri til þings, hefur skapast einkennileg staða. Það er nauðsynlegt, að rétt yfírvöld láti þetta mál til sín taka, svo að ekki skapist réttaróvissa á þessu sviði. Er framboð gilt, ef það er skilyrt með þessum hætti? Hvaða skilyrði önnur geta þingmenn sett, þegar þeir gefa kost á sér? Nóbelsverðlai í efnafræði 1 eftir Ágúst Kvaran Að þessu sinni komu nóbelsverð- launin í efnafræði í hlut þriggja eðlisefnafræðinga, Bandaríkja- mannanna Dudley Herschbach við Harvard-háskóla, Yuan Tseh Lee við Kaliforníu-háskólann í Berkeley og Kanadamannsins John Polanyi við Toronto-háskóla. Þeir þremenn- ingar skipta með sér verðlaunafé að upphæð kr. tvær milljónir sænsk- ar fyrir mikilvægt framlag til aukins skilnings á efnabreytingum almennt, en efnabreytingar felast í umbreytingu sameinda hvarfefna í sameindir myndefna: Hvarfefni —► Myndefni Bandaríkjamennirnir Hersch- bach og Lee fá verðlaunin fyrir svokallaða sameindageislatækni („molecular beam“), sem þeir hönn- uðu og þróuðu á sjöunda áratugn- um. Þessi tækni er tvímælalaust sú öflugasta sem völ er á í dag til að ákvarða hraða efnabreytinga og hvemig efnabreytingar ákvarðast af árekstrum milli sameinda hvarf- efna. Polanyi er verðlaunaður fyrir túlkun á mælingum á útgeislun inn- rauðs ljóss frá sameindum mynd- efna í sameindageislatæki, sem gert hefir kleift að ákvarða eigin- leika sameinda á því örstutta tímabili sem árekstur varir. Herschbach lauk doktorsprófi frá Harvard-háskóla 1958 og hefur verið prófessor þar frá 1963. Á fyrri hluta 7. áratugsins byggði hann tæki sem gerði honum kleift að athuga árekstra milli alkalí- málmatóma á borð við kalíum og natríum og lítilla sameinda á borð við klór og bróm. Efnin voru hituð í ofnum, sem staðsettir vom í lofttæmi. Gufunni var beint í gegn- um örmjóar raufar til að mynda sameindabunur eða sameinda- geisla. Geislar beggja efnanna vom látnir skerast til að fá fram árekst- ur. Loks vom efnisagnimar sem mynduðust við árekstrana mældar með skynjara í brejrtilegri afstöðu til geislanna. Með hitastillingu á ofnunum var unnt að stjórna hraða sameindanna. Út frá magni og dreifingu myndefna fyrir mismun- andi hraða hvarfefna var mögulegt að segja til um hvaða skilyrði þyrfti Y.T. Lee að fullnægja til að árekstur leiddi til efnahvarfs. Lee er fæddur í Taiwan og hlaut fyrstu menntun sína þar, en hóf að starfa með Herschbach í Harvard árið 1967. Þar hannaði hann sam- eindageislatæki sem nothæft var fyrir sérhveija gerð sameinda á gasformi og mældi massa mynd- efna með massagreini. Allar götur síðan hefur Lee unnið ötullega að þróun þessarar tækni, einkum efl- ingu skyntækninnar og hraðastýr- ingu sameinda, fyrst í Chicago og síðar í Berkeley. I dag hefur tækni þessi náð verulegri útbreiðslu, eink- um meðal efnafræðinga og eðlis- fræðinga við erlenda háskóla. Bolungarvík: Sjómenn kynna sér öryggismál í verkfallinu Bolungarvik. BJÖRGUNARSVEITIN Ernir Bolungarvík greip tækifærið meðan sjómenn hér í Bolung- arvík voru í landi vegna verk- falls, og efndi til all umfangsmik- illar kynningar- og fræðsludag- skrár sl. laugardag, þar sem tæplega fimmtíu sjómönnum var kennt ýmislegt í meðferð björg- unarbúnaðar fiskiskipa. Þama var kennd meðferð gúmmí- björgunarbáta og hvemig nota á þau tæki sem em til staðar í slíkum bátum. Sýnd var meðferð slökkvi- tækja og reykköfunartækja, kennt að nota línubyssu og uppsetning línubúnaðar og hvemig best er að bera sig við að taka land í björgun- arstól. Einnig var kennd skyndi- hjálp og sýndar kynningar- og fræðslumyndir um björgun með aðstoð þyrlu. Þátttakendurnir á þessu nám- skeiði voru mjög áhugasamir um þessi mál enda jákvæðir fyrir allri fræðslu um öryggisbúnað sinn. Á námskeiðið mættu einnig nokkrir sjómenn frá Þingeyri til að kynna sér þessi mál og ekki síst námskeiðið sjálft og framkvæmd þess. Endirinn varð sá að ákveðið var að halda samskonar námskeið á Þingeyri daginn eftir. Fóru tveir menn frá björgunar- sveitinni Ernir til að leiðbeina á því námskeiði, en að öðru leiti sáu heimamenn um kennsluna. Nám- skeiðið á Þingeyri sóttu 45 þátttak- endur. Þess má geta að á báðum nám- skeiðunum voru það menn frá slökkviliðum staðanna sem sáu um kennslu í meðferð slökkvitækja og reykköfunartækja. - Gunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.