Morgunblaðið - 16.01.1987, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987
Menntamálaráðherra beinir spjótum sínum að fræðsluráði:
Þeir þykjast ekki vita að
MenntamáJaráðuneytið sé
tíl og yfir þessum málum
„Fyrst menn kjósa þennan hávaða og atgang,
þá verður auðvitað engn eirt og engum hlíft“
ALVEG FRÁ því Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, vék Sturlu
Kristjánssyni úr starfi fræðslusijóra Norðurlands eystra hafa norðlensk-
ir skólamenn krafið hann um nánari skýringar á uppsögninni og ástæðum
fyrir henni. Telja þeir alls ófullnægjandi þær skýringar sem gefnar eru
í uppsagnarbréfinu. Morgunblaðið hafði samband við Sverri í gær, þar
sem hann var staddur á Djúpavogi, en hann hefur undanfarna daga
verið á fundaferðalagi um Austurland. Menntamálaráðherra var fyrst
spurður hvað honum sýndist um atburði síðustu sólarhringa.
„Skólamenn þar nyrðra verða að
hafa vit fyrir sér, en þeim finnst það
sjálfsagt gott og göfugt að styðja við
bakið á þeim sem eiga í erfiðleikum,
eins og fyrrverandi fræðslustjóri
þeirra hefur komist í. Þeir þyrftu þó
líka að athuga þegar hátt er reitt til
höggs gegn mér, að höggið geigi ekki
og bitni ekki á þeim sem minna mega
sín.“
11 milljónir umfram
- Menn vilja nánari skýringar á
brottrekstrinum. Hveijar eru þær?
„Ég get ekki haft í þjónustu
minni mann sem virðir fyrirmæli
mín að vettugi - ítrekað og enda-
laust. Ég get ekki haft í minni
þjónustu mann sem bregst trúnað-
arskyldum sínum. Ég get ekki haft
í þjónustu minni mann, sem ég ber
ábyrgð á, og tekur sér fjármálavald
og ráðstafar 11 milljónum umfram
það sem til er. Allt undir því yfir-
skyni að hann sé að sjá fyrir þörfum
vangefinna bama og sérkennslu
þeim til handa, sem ég af mann-
vonsku minni er sagður ekki vilja
sinna.
Ég sætti mig ekkert við það,
þegar ég sendi starfsmanni mínum
trúnaðarplagg, eins og ég gerði s.l.
sumar með áætlunum okkar um
kennslumagn og skipan kennslu í
umdæminu, sem hann hefði aðeins
átt að ræða við fræðsluráð, en
stendur þess í stað upp á blaða-
mannafundi til að útlista þessi
trúnaðarmál - að sínum geðþótta.
Útlegging hans var þá sú, að ég
sniðgangi Norðurland eystra, en
hygli Reykjavík og Austurlandi.
Hann þarf a.m.k. að standa fyrir
máli sínu, en hann hefur aldrei síðan
í júlí s.l. átt orðastað við mig eða
talið sér henta að bera eitt einasta
mál undir mig, heldur farið sínu
fram með þessum hætti.“
„Þá verður sagan
sögð ÖU“
- Hver verða þín næstu viðbrögð
í málinu?
„Fyrst menn kjósa þennan
hávaða og atgang, þá verður auð-
vitað engu eirt og engum hlíft. Þá
verður sagan sögð öll. Sturla Krist-
jánsson á sögu í þessu embætti frá
árinu 1980, hann á líka sögu í Þela-
merkurskóla. Það eru líka til
skýrslur um viðbrögð starfsfólks á
fræðsluskrifstofu Norðurlands
eystra þegar hann var settur þar
inn aftur. Allt þetta er óhjákvæmi-
legt að riíja upp.
Mér þykir miður að þurfa að fara
ofan í þetta í smáatriðum. Við eig-
um líka skýrslu um viðtal sem
ráðuneytisstjóri minn og skrifstofu-
stjóri skólamálaskrifstofunnar áttu
við f.v. fræðslustjóra Norðurlands
eystra s.l. föstudag. Ég vil síður
þurfa nokkru sinni að riija það sam-
tal upp, en þar lýsti hann því yfir
að sér væri það ljóst að svona gæti
þetta ekki gengið lengur. Þó endaði
samtalið á því eftir þrjá tíma að
hann sagðist ætla að þrauka.
Menn geta ekkert hlífst við því
að ri§a þetta allt upp, þegar þeir
eiga starfsheiður sinn að vetja fyrir
þessum upphlaupsmönnum og
pólitísku plötusláttarmönnum. Ef
skólamenn á Norðurlandi eystra
ætla að verða hankatrog og hand-
körfur pólitískra riddara á borð við
Steingrím J. Sigfússon, þá verði
þeim það að góðu! Ég hef reyndar
ekki enn séð Morgunblaðið í dag
(fimmtudag) þar sem mér er sagt
að Steingrímur hafi heykst á hótun
sinni um að bera fram vantraust á
mig á Alþingi og talar nú um rann-
sóknarnefnd. Já, kjarkurinn er þá
ekki meiri þegar til kastanna kem-
ur. Rannsóknamefnd, já, þá koma
öll kurl til grafar."
„Þeir hitta sjálfa
sig fyrir“
Eins og fram hefur komið í frétt-
um ætla skólamenn á Norðurlandi
eystra að leggja niður kennslu í
dag, föstudag. Ætlar menntamála-
ráðherra að grípa til aðgerða vegna
þessj
„Ég Ieiði ekki einu sinni hugann
að því að skólamenn ætli með ein-
hveijum aðgerðum að trufla stór-
felldlega skólahald í umdæminu.
Ég læt það vera þó þeir fundi á
morgun. Ég ætla ekki að skipta
mér af því, en þeir hitta auðvitað
sjálfa sig fyrir.
Já, ég get ekki dregið lengur af
mér í þessu máli.
Til að kóróna þetta kemur svo
framsóknarframbjóðandi vestan af
Vestíjörðum, Pétur Bjamason,
fræðslustjóri þar, sem segist sjálfur
vera á kafi í framsóknarpólitík og
lýgur með þögninni í útvarpið. Hann
segir þar við fréttamanninn að hann
hefði alveg eins getað fengið þetta
áminningarbréf sem sent var til
fræðslustjórans á Norðurlandi
eystra í ágúst í fyrra. Fjárlagaupp-
lýsingamar vom sendar sem
trúnaðarmál til fræðslustjóranna og
hann segir að þeir hafi síðan skýrt
þær fyrir fræðsluráðunum. Hins
vegar þegir hann um sökina hjá
Sturlu, að upplýsa þetta á blaða-
mannafundi."
„Illt að eg’na
óbilgjarnan“
Sverrir sagðist draga við sig að
fara djúpt ofan í þetta mál og sagð-
ist hafa vonað að menn kæmust til
ráðs og hann þyrfti ekki að grípa
til enn harkalegri viðbragða. „Ég
mun hins vegar ekkert til spara
þegar ég á hendur mínar að veija,“
sagði ráðherrann og bætti síðan
við: „Og það skulu þessir menn vita
að það er illt að egna óbilgjaman."
Fulltrúar ráðuneytisins em nú á
Akureyri til viðræðna við starfsfólk
á fræðsluskrifstofunni. Sverrir var
spurður hvort hann ætlaði þessum
mönnum að taka yfir stjórn skrif-
stofunnar.
„Þeirra verkefni er að hafa hönd
í bagga með rekstri fræðsluskrif-
stofunnar, en þar hafa starfsmenn
haldið að sér höndum. Fólkið virðist
ekki geta ráðið fram úr neinum
málum, þannig að ég fæ ekki betur
séð en það sé lítt þjálfað í þeim
störfum sem þar á að framkvæma."
- Eiga þessir menn þá að taka
yfir stjórn skrifstofunnar?
„Þeir gera það núna, til bráða-
birgða.“
Sverrir Hermannsson
Valdið flutt suður
Strax eftir að Sturlu Kristjáns-
syni hafði verið vísað frá störfum
óskaði Menntamálaráðuneytið eftir
því við Úlfar Björnsson, skrifstofu-
stjóra fræðsluskrifstofunnar, að
hann tæki við starfi fræðslustjóra
til bráðabirgða. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins fylgdi það
skilyrði, að hann yrði að bera allar
ákvarðanir undir yfirmann skóla-
málaskrifstofu menntamálaráðu-
neytis. Þetta telja norðanmenn að
hefði í raun þýtt að Úlfar hefði
verið valdalaus og valdið flutt suð-
ur. Þessu mótmælti fræðsluráðið
og formaður fræðsluráðs tók að sér
yfirstjórn skrifstofunnar. Hver er
skoðun Sverris Hermannssonar á
þeirri ákvörðun?
„Ég er orðlaus yfir slíku óráðs-
hjali. Lög eru í gildi um þessi mál.
Þeir tala bara um „sunnanmenn“
og þykjast ekki vita að Mennta-
málaráðuneytið sé til og sé yfir
þessum málum. Það er ákveðið
samstarf á milli ráðuneytis og
fræðsluráða sveitarfélaganna um
rekstur fræðsluskrifstofanna, en
aðalábyrgðin er hjá ráðuneytinu.
Þessar sjálfstæðisyfirlýsingar
þeirra eru út í hött og ég elti ekki
ólar við svona málflutning,“ sagði
Sverrir Hermannsson, mennta-
málaráðherra.
Mótmælabréf vegna áminningarbréfs ráðherrans:
„Þar eru margar dyr sem ískra á hjör-
um og hanga jafnvel á annarri löminni“
EIN meginástæðan fyrir því að Sverrir Hermannsson, menntamala-
ráðherra, kýs að vísa Sturlu Kristjánssyni úr starfi virðist vera að
hann telur Sturlu hafa brotið trúnaðarskyldu, er hann sagði sínar
skoðanir á fjárlagatillögum Menntamálaráðuneytisins á blaðamanna-
fundi 14. ágúst s.l. Vegna þess var Sturlu veitt „alvarleg áminning"
í bréfi frá ráðherranum. Fram kemur í blöðum frá þessum tíma,
að Sverrir telur Sturlu hafa boðað til þessa fundar.
I blaðaviðtali 28. ágúst er þetta
reyndar borið til baka af Stefáni
Á. Jónssyni á Kagaðarhóli, for-
manni fræðsluráðs Norðurlands
vestra. Stefán sagði ákvörðun um
fundinn hafa verið tekna af
fræðsluráðum Norðurlands eystra
og vestra í sameiningu, vegna þess
hve illa horfi með sérkennslu, eins
og það er orðað í fréttinni. Jafn-
framt neitar Stefán því að til
fundarins hafi verið boðað í nafni
Sturlu.
Efni áminningarbréfs ráðherra
til Sturlu var birt í Morgunblaðinu
í gær og var þá jafnframt tekið
fram að því hefði verið formlega
mótmælt af Félagi fræðslustjóra.
Afrit áminningarbréfsins var sent
öllum fræðslustjórum landsins.
Mörg mótmælabréf voru send til
Sverris Hermannssonar vegna þess-
arar áminningar ráðherrans.
Guðmundur Ingi Leifsson lýsir at-
burðarásinni á þennan hátt í sínu
bréfí til ráðherra dags. 28. ágúst s.l:
Bréf Guðmundar Inga
„Fimmtudaginn 13. ágúst sl. var
haldinn fundur í fræðsluráði Norð-
urlandsumdæmis vestra á fræðslu-
skrifstofunni á Blönduósi. Auk
heimamanna sátu fundinn Askell
Einarsson framkvæmdastjóri Fjórð-
ungssambands Norðlendinga og
Sturla Kristjánsson fræðslustjóri.
Til umræðu voru m.a. sér-
kennslumá! og sérkennslu áætlanir
næsta skólaárs. Lagðar voru fram
áætlanir um sérkennslu í umdæm-
inu sem áður höfðu verið kynntar
fræðsluráði Norðurlandi vestra
meðan þær voru á vinnslustigi þá
á fundi á Húnavöllum 18. apríl sl.
Á fundinum lagði fræðslustjóri
fram tillögu fjármálaskrifstofu
ráðuneytisins til fjárlaga 1987 sem
sendar höfðu verið Hagsýslustofn-
un og borist höfðu fræðsluskrifstofu
20. júlí 1986.
í áætlun fræðslustjóra hafði verið
gert ráð fyrir 245 vikustundum til
sérkennslu í almennum grunnskól-
um skólaárið 1986/87 en í fjárlaga-
tillögu fjármálaskrifstofu var
reiknað með 50 vikustundum.
Með því að leggja áætlanir þess-
ar fyrir fræðsluráð var verið að
uppfylla akvæði í reglugerð um
fræðsluráð nr. 183/1967 s.b. 17.
grein og 34. grein reglugerðar um
störf fræðslustjóra nr. 182/1976.
I umræðum um málið lýstu
fræðsluráðsmenn áhyggjum sínum
um framkvæmd sérkennslu ef svo
lítið yrði veitt til þessarar kennslu
sem ráð var fyrir gert í tillögu fjár-
málaskrifstofu. Uppbygging sér-
kennslu í fræðsluumdæminu hefur
verið í mótun undanfarin ár og
þörfin vaxið, kemur þetta einkum
til af tvennu:
1. Nær engin börn hafa verið send
burt úr umdæminu til skólavist-
ar vegna fötlunar undanfarin ár
(tvö börn sl. 4 ár).
2. Nemendur sem áður „leyndust"
í skólunum en „flutu með“ án
þess að fá verkefni við sitt hæfi
hafa nú verið greindir af sér-
hæfðu fólki (sálfræðingum og
sérkennurum) og byggðar upp í
sem fyllstu samræmi við eðli og
þarfir nemenda" (grunnskólalög
2. gr.).
Þessi undirbúningsvinna síðustu
ára er unnin fyrir gýg, ef áætlanir
um framkvæmd til kennslu þessara
nemenda verður skorin niður. Á
fundinum kom fram að svipaður
niðurskurður hafi verið á áætlunum
fræðslustjóra Norðurlands eystra
þegar fram kom að halda átti
fræðsluráðsfund í fræðsluráði
Norðurlands eystra daginn eftir á
Akureyri, lagði formaður fræðslu-
ráðs, Stefán A. Jónsson á Kagaðar-
hóli, fram tillögu þess efnis að reynt
yrði að halda blaðamannafund á
Akureyri í tengslum við fund
fræðsluráðsins þar, til þess að vekja
athygli á þessu máli og fá um það
umræðu.
Var þessi tillaga samþykkt án
mótatkvæða og þess farið á leit við
Sturlu Kristjánsson að hann kæmi
þessari tillögu áleiðis og undirbyggi
blaðamannafundinn fyrir hönd
beggja fræðsluráða.
Til þessa fundar fóru frá Norður-
landi vestra, Stefán A. Jónsson
formaður fræðsluráðs sem var
fundarstjóri á blaðamannafundin-
um og Bjarne Hellemann forstöðu-
maður ráðgjafarþjónustu fræðslu-
skrifstofunnar á Blönduósi sem
mætti þar sem fulltrúi fræðslu-
stjóra.
Á blaðamannafundinn mættu
þrír blaðamenn, frá Degi, Morgun-
blaðinu og Þjóðviljanum. Lögð var
fram greinargerð frá fræðsluskrif-
stofu Norðurl.-vestra sem fylgir
hjálögð.
Hafi upplýsingar sem lagðar voru
fram á fundi þessum brotið í bága
við 7. gr. laga um réttindi og skyld-
ur starfsmanna ríkisins og ekki
samrýmst reglugerð nr. 182/1976
hlýtur undirritaður að vera undir
sömu sök seldur og Sturla Krist-
jánsson fræðslustjóri Norðurlands
eystra og vil ég ekki firra mig
þeirri ábyrgð að hafa veitt upplýs-
ingar um stöðu mála við áætlunar-
gerð til fjárlaga sem enn er ekki
lokið.
Bent skal á að jafnframt því að
vera embættismaður menntamála-
ráðuneytisins er fræðslustjóri
samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr.
182/1976:
„Framkvæmdastjóri fræðslu-
ráðs“ og tel ég mig hafa verið að
fara að vilja fræðsluráðs varðandi
margumræddan blaðamannafund.
Að lokum vil ég riija upp um-
mæli ráðherra frá í vor norður á
Akureyri sem efnislega voru á þessa
leið:
— Leiðin inn í ráðuneytið er allt-
of löng fyrir þá sem utan Reykjavík-
ur búa. Þar eru margar dyr sem
ískra á hjörum og hanga jafnvel á
annarri löminni. Þetta kerfi er of
þungt í vöfum og því þarf að breyta.
Sérkennsla í hinum dreifðu byggð-
um hefur ekki átt miklum skilningi
að mæta syðra. Þar hefur ofurkapp
verið lagt á uppbyggingu stórra
stofnana sem ætlað er að safna
saman nemendum af öllu landinu
án tillits til aðstæðna foreldra. Þessi
stefna hefur á margan hátt staðið
þjónustu í dreifbýlinu fyrir þrifum.
Hafi blaðamannafundurinn orðið
til þess að vekja athygli á skóla-
haldi í dreifbýlinu og aðstæðum
þeirra nemenda sem verst eru sett-
ir tel ég að fræðsluráðin hafi verið
að sinna hlutverki sínu samkvæmt
fyrirmælum í áðumefndri reglugerð
um verkefni fræðsluráða.
Virðingarfyllst,
Guðmundur Ingi Leifsson,
fræðslustjóri."
Svar Sturlu við áminn-
ingarbréfinu
Þegar Sturla hafði móttekið áminn-
ingarbréf ráðherrans frá 21. ágúst,
ritar hann Sverri bréf, dags. 27.
ágúst:
„Hef móttekið bréf yðar frá 21.
ágúst 1986, sem mér er ritað vegna
blaðamannafundar sem haldinn var
í húsnæði Fræðsluskrifstofu N.
eystra þann 14. sl.
Umrætt bréf virðist ritað án und-
angenginnar athugunar málsat-
vika, a.m.k. var mér ekki gefið
tækifæri til þess að skýra mál mitt