Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987 íslandsmótið í knattspyrnu innanhúss: Keppnin hefst á laugardaginn ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu innanhúss hefst á lagurdaginn með keppni f 2., 3. og tveimur riðlum f 4. deild karla. Um aðra helgi verður síðan leikið f 1. deild karla og kvenna og 4 deild karla. Mótið fer fram í Laugardalshöll og hefst kl. 09.00 á laugardag og lýkur á sunnudagskvöld. Dregið hefur verið í riðla og eru þeir sem hér segir: 2. deild A-riðill: Leiftur, ÍBK, Stjarnan og Þróttur Neskaupstað. B-riðill: Ármann, KA, Austri, og Einherji. C-riðill: Reynir Sandgerði, Valur Rf., UBK og ÍBV. D-riðill: ‘if'Jeisti, Skallagrímur, Njarðvík og Víðir. 3. deild A-rlðill: Árvakur, Völsungur, Léttir og Víkverji. B-riðill: Bolungarvík, Hrafnkell Freysgoði, Skotfélag Reykjavíkur og Höttur. C-riðill: Reynir Á., Víkingur Ólafsvík, Leiknir F. og Grindavík. .D-riðill: Vorboðinn, ísafjörður, Sindri og Leiknir R. 4. deild C-riðill: Svarfdæla, Þórsmörk, Ösp, Höfrungur, HSS og Tindastóll. D-riðiil: UMF. Fram, Augnablik, Reynir H., Árroðinn, Hvöt og Eyfellingur. Efsta liðið í hverjum riðli kemst upp í næstu deild fyrir ofan. Neðsta lið hvers riðils fellur, þ.e.a. s ef þau eru ekki í 4. deild. Um aðra helgi verður síðan keppt í 1. deild karla og kvenna og í A- og B-riðli 4. deildar. Dregið hefur verið í riðla. 1. deild karla A-riðili: Fram, Selfoss, Grótta og ÍK. B-riðill: ÍR, HSÞ-b, Valur og Haukar. C-riðill: KR, Víkingur, FH og KS. D-riðill: ÍA, Fylkir, Þór Ak. og Þróttur R. Maradona stóðst skoðun ÞAÐ amar ekkert að knattspyrnu- stjörnunni Diego Maradona. í gær var ökli hans skoðaður en talið var að þar hefðu skrúfur, sem settar voru f hann fyrir nokkrum árum, losnað. Svo- var ekki. Maradona brotnaði á vinstri ökla á Spáni 1983 og var þá negld- úr saman. Síðan fékk hann spark í öklan á sunnudaginn gegn Ascoli og héldu menn að meiðslin hefðu tekið sig upp. Sem betur fer var það ekki og reiknar Maradona með því að vera í liði Napoli á sunnudaginn. 1. deild kvenna A-riðill: Grindavík, KR, Hveragerði og Breiðablik. B-riðill: Þór Ak., Grundafjörður, Stjarnan og Valur. C-riðill: ÍA, ÍBK, ÍBÍ og Afturelding. D-riðill: KA, KS, Fram, FH og Skallagrímur. í 1. deild karla komast tvö efstu liðin í undanúrslit en neðstu liðin í hverjum riðli falla niður í 2. deild. Sigurvegai hvers riðils í kvenna- flokki keppa til úrslita um íslands- meistaratitlinn. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson • Sigurður Sveinsson og Páll Ólafsson fara akandi til Rostock, en í sitt hvorum bflnum. Hér sækir Sig- urður að marki Dusseldorf og Páll reynir að stöðva hann. Handboltalandsliðið: Bíltúr um Evrópu ISLENSKA landsliðið íhandknatt- leik heldur f fyrramálið til Austur- Þýskalsnds þar sem það tekur þátt í Eystrasaltskeppninni í sem hefst á miðvikudaginn í Rostock. Þeir leikmenn sem leika í Vest- ur-Þýskalandi gætu hugsanlega lennt í einhverjum ævintýrum því veðrið hefur sett sitt mark á færð- ina í Evrópu undanfarnar vikur. Páll Ólafsson, Bjarni Guðmunds- son, Sigurður Sveinsson og Alfreð Gíslason ætluðu allir að fljúga til Rostock en nú hefur verið horfið frá því þar sem flug hefur mjög riðlast undanfarna daga og óvíst hvort hægt veröur að fljúga til Rostock. Ekki er öruggara að fara með: lest því þær eru marga klukkutíma á eftir áætlun og komast ekki allt- af leiðar sinnar. Þá var ekki um ahnað að gera en láta þá taka bíla- leigubil og hefur nú verð ákveðið að Páll og Bjarni komi á einum slíkum og Sigurður og Alfreð á öðrum. Til að vera öruggir um að komast ætla þeir félagar að taka fjórhjóladrifsbíl og nú er bara að vona að allt gangi vel hjá þeim. Kristján Arason losnar við að ferðast á þennan hátt því hann kemur til Rostock með landsliði Vestur-Þýskalands og þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að aka um Evrópu í því veðri sem ríkt hefur þar. Þorbjörn mætir Þorbjörn Jensson, fyrrverandi fyrirliði landsliðsins, ætlar að koma til Rostock til að fylgjast með mótinu en hann leikur eins og kunnugt er í Svíþjóð. Þorbjörn mun koma til Rostock föstudaginn 23. janúar og sjá þrjá síðustu leiki íslands. Hann kemur passlega til að veita strákunum upplýsingar um Svíana því ísland Frjálsar íþróttir: Johnson, Bubka og Protsenko settu heimsmet í gær ÞRJÚ heimsmet voru sett á al- þjóðlegu frjálsíþróttamóti innan- húss í Japan í gær. Spretthlaupar- inn, Ben Johnson frá Kanada, setti nýtt met í 60 metra hlaupi, Sovétmaðurinn, Sergei Bubka, bætti eigið með í stangarstökki og landi hans, Oleg Protsenko, setti met í þrístökki. Það voru 10 þúsund áhorfendur sem fylgdust með þessu stórmóti í íþróttahöllinni í Osaka. Ben Johnson hljóp 60 metrana á 6,44 sekúndum og bætti eigið heims- met, sem hann setti á sama móti í fyrra, um 0,06 sekúndur. „Ég er Handknattleikur: Piltalandsliðið fær mörg verkefni ÍSLENSKA landsliðið í handknatt- leik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, mun leika þrjá iands- leiki við jafnaldra sína frá Vestur- Þýskalandi helgina 13,—15. febrúar næst komandi Þetta er í fyrsta sinn sem lands- leikir eru í þessum aldursflokki hér heima ef Norðurlandamótið er undanskilið. Norðurlandamót í þessum ald- ursflokki verður síðan haldið hér á landi í apríl og nú munu í fyrsta sinn allar Norðurlandaþjóðirnar vera með. Island, Danmörk, Svíðþjóð, Noregur, Finnland, Fær- eyjar og Grænland munu öll keppa á þessu stærsta Norurlandamóti 18 ára leikmanna. í betri æfingu núna en nokkru sinni áður á þessum tíma árs. Ég stefni á að setja nýtt heimsmet í 100 m hlaupi í sumar," sagði Ben Johnson ánægður eftir hlaupið. Sergei Bubka bætti eigið heims- met í stangarstökki, sem hann setti í New York í febrúar í fyrra, um einn sentimetra, stökk 5,96 metra. Þriðja heimsmetið á mótinu setti svo Sovétmaðurinn, Oleg Protsenko. Hann stökk 17,67 metra í þrístökki og bætti eldra metið, sem Maris Bruziks setti í febrúar ífyrra, um 13 sentimetra. Góður árangur náðist einnig í öðru greinum á mótinu. Igor Pakl- in, Sovétríkjunum, sem á heims- metið í hástökki innanhúss 2,41 m, sigraði í þeirri grein, stökk 2,30 metra. Robert Emmijan frá Sov- étríkjunum sigraði í langstökki, stökk 8,24 metra. Merline Ottey frá Jamaica sigraði bæði í 60 og 200 m hlaupi kvenna. 60 metrana hljóp hún á 7,19 sek. og 200 m á 24,80 sek. leikur við þá í síðasta leik mótsins sunnudaginn 25. janúar. Myndband frá Spáni Þeir félagar Sigurður Gunnars- son og Einar Þorvarðarson munu mæta til Rostock með myndbönd af leik Sovétmanna og Spánverja sem fram fór fyrir skömmu á Spáni. Vonandi að leikmenn okkar geti lært eitthvað af þeim upplýs- ingum og leggji Sovétmenn að velli. • Magnús Bergs þjálfar Ármann Magnús Bergstil Ármanns MAGNÚS Bergs hefur verið ráð- inn þjálfari hjá Ármenningum fyrir komandi knattspyrnutímabil. Magnús er gamalreyndur í knattspyrnunni. Hann lék með Val og síðan með Dortmund og Braunschweig í Vestur-Þýska- landi, Tongeren í Belgíu og Racing Santander á Spáni. Magnús hefur auk þess leikið 16 landsleiki og er ekki að efa að hann getur miðlað Ármenningum einhverju af reynslu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.