Morgunblaðið - 16.01.1987, Page 52

Morgunblaðið - 16.01.1987, Page 52
Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! XJöföar til XX fólks í öllum starfsgreinum! JMMftgiifttMftfrffr FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Morgunblaðið/Einar Falur Stardalshnúkur. Slysið varð er piltamir Fræðsluskrifstofan á Akureyri: Djúpstæður ágreimngur umstjómina Sjálf stæðisyfirlýsingar Norðlendinga „út í hött“, segir Sverrir Hermannsson KENNSLA liggur viðast hvar ípiiðri í grunnskólum Norður- landskjördæmis eystra í dag. Með þeirri ráðstöfun vilja kenn- arar og skólastjórar mótmæla uppsögn Sturlu Kristjánssonar úr starfi fræðslustjóra umdæmis- ins. Trausti Þorsteinsson, skólastjóri á Dalvík, sat í gær í stóli fræðslu- stjóra fyrir hönd fræðsluráðs. Fræðsluráðið telur að Menntamála- Sigríður Ella Magnúsdóttir: Samningur við Covent Garden SIGRÍÐUR Ella Magnúsdótt- ir, söngkona, hefur fengið samning við Covent Garden- óperuna í Lundúnum sem tekur gildi á vori komanda. Mun Sigríður Ella syngja hlutverk Charlotte í óperunni Werther eftir Massenet, en það er aðalkvenhlutverkið í þeirri óperu. „Ég er yfír mig ánægð með þennan samning," sagði Sigríð- ur Ella í samtali við Morgun- blaðið, „sérstaklega vegna þess að margar söngkonur voru í boði fyrir þetta hlutverk. Þetta er stórkostlegt hlutverk og mig hefur mikið langað til að ræða það. Það hefur verið mikil spenna yfír þessu lengi, því þetta kom til greina strax eftir ferð mína til Austurlanda í fyrra.“ I Werther kvaðst Sigríður syngja á móti þeim Agnesi Baltsa og tenórnum José Carrer- as, sem fer með hlutverk Werthers. Farmannadeilan: Búist við fundi í dag EKKI varð af fundi í kjaradeilu undirmanna á farskipum og kaupskipaútgerðarinnar í gær, en búist er við að fundur verði boðaður í dag. Verkfall undirmanna á farskip- um hefur staðið frá því á miðnætti janúar. ráðuneytið geti ekki mælt fyrir um stjóm skrifstofunnar án atbeina þess. Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, mótmælir harðlega þessari afstöðu fræðsluráðs Norð- urlands eystra. „Ég er orðlaus yfír slíku óráðshjali," segir ráðherrann. „Lög eru í gildi um þessi mál. Þeir tala bara um „sunnanmenn" og þykjast ekki vita að Menntamála- ráðuneytið sé til og sé yfir þessum málum. . . Þessar sjálfstæðisyfir- lýsingar þeirra eru út í hött,“ segir Sverrir í viðtali við Morgunblaðið. í dag verður haldinn fundur Fjórðungsstjómar Norðurlands. Fyrir þeim fundi liggja drög að ályktun þar sem „gerræði ráðherr- ans“ er vítt harkalega. í drögunum koma fram eindregnar stuðnings- yfírlýsingar við þá ákvörðun fræðsluráðs að taka yfir stjóm fræðsluskrifstofunnar og álítur stjómin „þann málatilbúnað Menntamálaráðuneytisins, að skólaskrifstofu þess skuli falið úr- skurðarvald um málefni fræðslu- ráða á meðan ekki er kominn fræðslustjóri til starfa á ný, ganga þvert á ákvæði reglugerða og grunnskólalaga. “ Sjá samtöl og frásagnir bls. 28, 29 og 31. efst til vinstri í fjallinu. Við Borgarspítalann. Morgunblaðið/Júllus Banaslys í Stardalshnúki SAUTJÁN ára piltur úr Reykjavík lést í gærkvöldi af völdum áverka sem hann hlaut er hann hrapaði í Stardals- hnúki í Mosfellssveit. Þegar slysið varð, var pilturinn að æfa klifur í klettum ásamt öðrum yngri og lagði sá sig í hættu til að komast úr klettunum og sækja hjálp. Ekki er hægt að skýra frá nöfnum að svo stöddu. Piltamir vom að æfa sig í 40—50 metra háum þverhníptum klettum efst í Stardalshnúki. Voru þeir komnir um það bil 15 metra upp klettana þegar þeir töldu ókleift upp og ákváðu að síga nið- ur aftur. Er þeir voru að ganga frá festingum sigbúnaðarins gaf sig festing og féll annar pilturinn niður í stórgrýtta urð. Hann var nokkuð vanur íjallgöngumaður og var að leiðbeina hinum. Sigbúnaðurinn féll niður með piltinum, þannig að félagi hans varð að að fikra sig upp á kletta- brúnina og tókst honum það á löngum tíma, líklega 2—3 klukku- stundum. Eftir að hann hafði hugað að félaga sínum hljóp hann að bænum Stardal sem er um 2 km suðaustur af slysstaðnum. Þangað var hann kominn um kl. 19.15 og eftir að búið var að gera lögreglu og björgunarsveit viðvart fór pilturinn með bóndanum á staðinn. Félagar úr björgunar- sveitinni Kyndli í Mosfellssveit komu fljótlega á staðinn ásamt lögreglumönnum úr Hafnarfirði og lækni. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar, TF-SIF, var fengin til að sækja manninn en hann var látinn áður en komið var með hann á Borgarspítalann, klukkan rúm- lega 21. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn slyssins. Atkvæði um sjómannasamningana talin í dag: Launahækkun sj ó- manna talin 9-13% Kostnaður útgerðar vegna samninganna 250-300 milljónir SAMKOMULAG tókst í gær í félaga sjómanna og greiddu þeir kjaradeilu sjómanna á fiskiskip- atkvæði um það í gærkvöldi og í um og útgerðarmanna og voru morgun. Verkfalli verður ekki af- samningar undirritaðir á fjórða timanum. Helztu atriði sam- komulagsins eru þau, að 75% afla við heimalöndun koma til skipta í stað 70% áður og 76% frá og með 1. júní næstkomandi. Hlutfall afla til skipta mun í framtíðinni taka mið af olíuverði í birgðum hér á landi. Ennfremur hefur náðst samkornulag um skipti afla við sölu hans úr gám- um erlendis og tekur það gildi 1. júní. Talið er að samkomulag þetta færi sjómönnum 9 til 13% launahækkun miðað við tiltekið aflamagn og kosti útgerðina allt að 300 milljónir króna. Samkomulagið er háð samþykki lýst fyrr en samkomulagið hefur verið staðfest og búizt er við því, að niðurstaða liggi fyrir í dag, en atkvæði verða talin í heild hjá hvor- um samtakanna fyrir sig, svo og hjá Vestfjarðafélögunum. Stjóm Landssambands íslenskra útvegs- manna hefur þegar samþykkt samninginn. Forystumenn Sjómannasam- bands íslands og Farmanna- og fískimannasambands íslands lýstu ánægju sinni með samkomulagið í gær og töldu líklegt að það yrði samþykkt. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, lýsti yfir ánægju sinni með að samningar hefðu tekizt. Forystumenn skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar og Alþýðusambands Vestfjarða eru ekki ánægðir með samningana, en töldu þá skásta kostinn við þessar aðstæður. Vitað er um nokkra andstöðu sjómanna vegna tengingar olíu- verðs og skiptahlutfalls, en for- svarsmenn útvegsmanna og sjómanna leggja áherzlu á að með tengingu olíuverðs og skiptahlut- falls firri þeir sig hugsanlegum afskiptum stjórnvalda. Samkomu- lagið við yfirmenn gildir til tveggja ára en við undirmenn í eitt ár. Jafn- framt hefur náðst samkomulag um það, að fyrri ágreiningsmál um meint verkfallsbrot verði látin niður falla og einnig er í samningunum ákvæði um að skip sigli jafnskjótt til hafnar og verkfall er skollið á, en geti landað hvar sem er, enda skuli verkfall boðað með 21 dags fyrirvara. Forystumenn stjómarflokkanna lýstu báðir yfír ánægju sinni með að samningar skuli hafa tekizt og Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð- herra, segir að niðurstaðan sýni að það hafi verið rétt mat að láta reyna á samningaleiðina. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, segist sannfærður um að ríkis- stjómin hafi haldið rétt á málinu. Forystumenn stjórnarandstöðunnar segja að það hversu stuttan tíma tók að ná samningum sýni að af- skipti ríkisstjómarinnar hafi verið frumhlaup. Sjá frásagnir og viðtöl á bls. 4—5, 20—21 og 30 og 31.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.