Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANUAR 1987 Sundlaug Bolung- arvíkur 10 ára Bolungarvík. 30. JANÚAR nk. eru 10 ár frá því að sundlaug Bolungarvíkur var vígð og formlega tekin í notkun. I tilefni af því verður ókeypis aðgangur að sundlaug- inni laugardaginn 31. janúar nk. en sunnudaginn 1. febrúar kl. 15.00 verður sérstök dagskrá í sundlauginni þar sem boðið verð- ur upp á ýmis atriði til skemmt- unar og fróðleiks. Þar mun bæjarstjóri Bolung- arvíkur, Guðmundur Kristjánsson, 284441 Byggingar KJALARNES. Raöhús sem er rúml. 200 fm. Selst fokhelt. Teikn. á skrifst. Verð 2,2 millj. 2ja herb. SKERJAFJÖRÐUR. Ca 50 fm góö kjíb. Samþ. Allt sér. Verö 1,7 millj. AUSTURBRÚN. Ca 55 fm á 3. hæð i háhýsi. Lyfta og þjón- usta í húsinu. Verð 2,1 millj. STÝRIMANNASTÍGUR. Ca 70 fm jarðhæð. Góð og vel stað- sett eign. Samþ. Verð 1800 þús. ÁLFHÓLSVEGUR. Ca 63 fm risíb. í þríbýli. Laus strax. Verð 1,9-2 millj. 3ja herb. ÆSUFELL. Ca 96 fm á 2. hæð í blokk. Suðursv. Rúmgóðar stofur, falleg eign. Verð 2,6 millj. SKÚLAGATA. Ca 75 fm á efstu hæð í blokk. Falleg eign. Suð- ursv. Verð 2,2 millj. HVERFISGATA. Ca 80 fm ris- hæð i nýlegu húsi. Timburhús. Allt sér. Laus. Verð 2,4 millj. OFANLEITI. Ca 103 fm á 1. hæð. Sérinng. Ný og fullgerð íb. Bílskýli fylgir. Verð: tilboð. 4ra-5 herb. LEIRUBAKKI. Ca 105 fm á 3. hæð auk herb. í kj. Falleg eign. Verð 3,1 millj. ESPIGERDI. Ca 107 fm á 2. hæð í þessu eftirsótta húsi. Falleg ib. með suðursv. og sérþvhúsi. Verð: tilboð. KLEPPSVEGUR. Ca 110 fm á 2. hæð. Sérþvottah. Falleg eign. Verð: tilboð. DÚFNAHÓLAR. Ca 100 fm á 1. hæð í háhýsi. Frábært út- sýni. Verð 2,8 millj. ASPARFELL. Ca 140 fm íb. á tveim hæðum í blokk. Falleg eign. Bílsk. Verð 4,4 millj. AUSTURBERG. 90 fm íb. + bílsk. Verð 3,1 millj. Sérhæðir NOROURMÝRI. Hæö og ris í þríbýli, samt. um 180 fm að stærð. Eign í allgóðu standi. Verð um 4,5 millj. MÁVAHLÍÐ. Ca 145 fm hæð i þríbhúsi. Rúmgóð eign. Bílskréttur. Verð 3,5 millj. Raðhús UNUFELL. Ca 130 fm raðhús á einni hæð auk kj. Selst í skipt- um fyrir sérbýli á 1. hæð. BREKKUTANGI MOS. Ca 270 fm hús sem er tvær hæðir auk kj. Fallegt hús og vel stað- sett. Verð 5,3 millj. Ákv. sala. HOLTSBÚÐ. Ca 170 fm hús á tveimur hæðum. Falleg eign. Verð 5,5 millj. Einbýlishús SELJAHVERFI. Ca 170 fm hús sem er hæð og ris auk 30 fm bílsk. Gullfallegt og fullgert hús á góðum stað. Verð: til- boð. ENGIMÝRI GB. Ca 170 fm auk bílsk. Selst frág. utan m. gleri og útih., fokhelt innan. Verð 4,1 millj. HÚSEIGNIR HtSKIR VtLTUSUNDI 1 SIMI 28444 Daníel Amason, lögg. fastM Helgi Steingrímsson, sölustjórí. gera grein fyrir starfsemi sundlaug- arinnar þessi 10 ár, þá verður sundkeppni sem eingöngu verður á léttu nótunum og ýmis skemmtiat- riði verða einnig á dagskrá. Eins og í öllum afmælum er gestum boðið upp á veitingar. Það er íþrótt- aráð Bolungarvíkurkaupstaðar sem undirbúið hefur þessa dagskrá. — Gunnar Afli Snæ- fugls rúm 3000 tonn Reyðarfirði: Heildarafli Snæfugls SU 20 var á síðasta ári 3121 tonn. Há- setahluturinn á árinu var 1 milljón og 254 þúsund. Snæfugl er nú á veiðum og er það annar veiðitúrinn á nýju ári. Gréta. Fíkniefni: Fjórir í gæsluvarðhaldi FJÓRIR menn voru á þriðjudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald, grunaðir um fíkniefnamisferli. Mennirnir voru handteknir á sunnudag. Einn þeirra varð uppvís að fíkniefnasmygli til landsins. Fíkniefnalögreglan sagði ekki tíma- bært að gefa upplýsingar um það, hvaða efni það var sem maðurinn kom með til landsins, en ekki væri um verulegt magn að ræða. CiARÐlJR s.62-1200 62-1201 Skipholti 5 Hjallavegur. 2ja herb. falleg íb. (neöri) í tvíbýli. Bílsk. fyllgir. Nýtt eldhús, bað o.fl. Verð 2,4 millj. Skúlagata. 3ja herb. snyrtil. ib. á 4. hæö. Suðursv. Verð 2,1-2,2 millj. Súluhólar. 3ja herb. ca 90 fm ib. á 3. hæð (efstu). Ný teppi. Gott útsýni. Verð 2650 þús. 4ra herb. + bílskúr. 4ra herb. 100 fm íb. á 3. hæð i blokk í Austurbergi. Góð íb. Gott verð. Eskihlíð. 4ra herb. íb. á 4. hæö auk herb. I risi. Góð fb. Þvotta- herb. og geymsla i risi. Verð 2950 þús. Seljahverfi. Einbhús, steinhús, hæð og ris ca 170 fm áuk 30 fm bílsk. Nýl. fal- legt hús á mjög rólegum stað. Frágenginn garður. Ath. óskastærð margra kaupenda. Raðhús. Vorum að fá í einka- sölu mjög gott vandað raðhús i Seljahverfi. Husið er 2 hæðir m. bilsk. Samtals 196 fm. Stofur, 5 svefnherb., eldhús, baöherb., gestasn., þvottaherb. o.fl. Vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á söluskrá Kári Fanndal Guðbrandsson, Gestur Jónsson hrl. V___________ ^ AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JOHN C. AUSLAND Kjamorkuvopn Bandaríkj- anna og varnir V-Evrópu Evrópumenn eru sífellt áhyggjufullir. Það er sama hvað Banda- ríkjamenn leggja til varðandi varnir Vestur-Evrópu, það veldur alltaf auknum áhyggjum í Evrópu. Síðasta áhyggjuefnið er að Ronald Reagan geri samkomulag við Mikhail Gorbachev um að fjarlægja frá Evrópu bandarísku kjarnavopnin, en samkvæmt kenningum NATO halda þau Rauða hernum í skefjum. Þetta gæti þvingað Vestur-Evrópuþjóðirnar til að eyða mun meira fé til varnarmála. Bandarískum embættismönn- um finnst þetta kaldhæðnis- legt. Undanfarin ár hefur andstaðan gegn bandarískum kjarnavopnum í Evrópu verið mjög hávær. Margir gleyma að um aldarfjórðungs skeið hafa bandarískar ríkisstjórnir reynt að fá bandamenn sína til að treysta minna á kjamavopnin. Kjarni málsins er sá að John Foster Dulles, þáverandi utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, heppn- aðist á sínum tíma allt of vel að vekja traust bandamannanna á kjamavopnum. í fyrstu vom þeir neikvæðir, en er þeir sáu að þeir gætu haldið útgjöldum sínum til landvarna niðri með því að leita skjóls undir bandarísku kjam- orkuregnhlífinni, gjörbreyttist afstaða þeirra. Aðstoðaröryggismálaráðgjafi Johns Kennedy forseta, McGeorge Bundy, lýsti þessari regnhlíf í greinargerð sem hann sendi for- setanum 1961: „Aðalatriðið í núverandi áætlunum okkar (um beitingu kjarnorkuvopna) er að gert er ráð fyrir að við notum strax í upphafi styijaldar öll kjamavopn okkar og áætlanimar em þannig uppbyggðar að hvers konar sveigjanleiki er mjög erfíð- ur í framkvæmd." Þar sem Kennedy og Nikita Khmchev áttu í hatrömmum deil- um út af Berlínarmálunum vekur það vart furðu að aðstoðarmenn Kennedys hafi verið hræddir um að ögranir Sovétmanna gætu orð- ið til þess að stefnan varðandi kjamorkuvígbúnað yrði fyrir pró- fraun. í júlí árið 1961 fóru Robert McNamara, vamarmálaráðherra, og Paul Nitze til Parísar til við- ræðna við Lauris Norstad, hers- höfðingja, en hann var þá æðsti yfirmaður herstjómar NATO í Evrópu. Rædd var stefna NATO en einnig Berlínarmálin. Norstad hershöfðingi hafði sett á fót lítinn vinnuhóp, kallaðan Live Oak, og skyldi hann fjalla um hemaðaráætlanir í sambandi við aðflutningsleiðir til Berlínar. í bréfí til mín um þetta tímabil segir Nitze, að þeim McNamara hafi virst Norstad hershöfðingi hikandi við að sætta sig fullkom- lega við kenningu Kennedystjórn- arinnar um sveigjanleg viðbrögð. Nitze segir: „Hugmyndin að baki sveigjanlegum viðbrögðum var að við yrðum eins óháðir kjamavopn- um og hugsast gæti.“ Bréfaviðskipti Kennedys for- seta og Norstads hershöfðingja um vamarstefnuna enduðu með því að hershöfðinginn dró sig í hlé 1962. Eftir að Berlínarmúrinn var reistur 1961 samþykkti Kennedy forseti álitsgjörð nr. 109 frá Þjóðaröryggisráðinu. Hún var uppnefnd „Ábreiða kjölturakk- ans“ Poodle Blanket vegna þess hve stutt hún var. { henni var gert ráð fyrir fjórum stigum að- gerða í Berlínarmálunum: Við- ræður stjómarerindreka, hefðbundin vopn, skammdræg Paul Nitze er nú sérlegur ráð- gjafi Bandaríkjaforseta um afvopnunarmál. Þessi mynd var tekinn af honum þegar hann beið lykta leiðtogafundar- ins fyrir utan Höfða. Eins og fram kemur i meðfylgjandi grein hefur Nitze gegnt lykil- hlutverki við mótun stefnu Bandaríkjanna í öryggismálum frá lyktum siðari heimsstyij- aldarinnar. kjamavopn, langdræg kjama- vopn. Þótt þama virtist aðeins fjallað um Berlín var í reynd um að ræða nýja vamarstefnu fyrir NATO. Áður en þetta yrði rætt á vett- vangi NATO ákvað Nitze að ræða við breska, franska og vestur- þýska fulltrúa í hermálanefnd svonefnds sendiherrahóps Berlín- ar. Ég var þá að störfum í Berlín og sótti þessa fundi fyrir banda- ríska utanríkisráðuneytið. Harðar umræður áttu sér stað haustið og veturinn 1961. Banda- mennirnir börðust af mikilli festu gegn áformum um að minnka áhersluna á kjamavopn. Frakkar vom einkum á móti hugmyndum um hlé á átökum milli hernaðar- stiganna, en þau skyldu notuð til samningaviðræðna. 1962 hófu McNamara og Nitze umræður um þessi mál í NATO. Fimmta maí kynnti McNamara áætlanir sínar fyrir hinum vamar- málaráðherrum bandalagsins á fundi í Aþenu. Bandaríska varnar- málaráðuneytið, Pentagon, hefur birt nokkurn veginn óstyttan texta ræðunnar. Án þess að falla frá þeim mögu- leika að NATO gæti orðið fyrst til að beita kjarnavopnum lýsti McNamara með ótrúlegri hrein- skilni þeim vandkvæðum sem kjamavopn yllu. Hann lagði einn- ig áherslu á gallana við hefð- bundinn vopnabúnað bandlags- ríkjanna. I september 1962 takti Nitze í stómm dráttum það, sem her- málanefnd sendiherrahópsins hafði samþykkt, á fundi með fastafulltrúum NATO. Til þess notaði hann greinargerð sem ég hafði látið Kennedy forseta í té. Að kröfu Frakka felldi Nitze þó niður þann hluta greinargerðar- innar sem fjallaði um kjarnavopn. Það er hlálegt að meðan þessar umræður áttu sér stað var Penta- gon í óðaönn við að koma fyrir kjamavopnum í Evrópu. Að lokum vom þar um 7.000 kjamaoddar. Eftir að hafa orðið vitni að deilunum um varnarstefnuna og einhliða ákvörðunum Kennedys forseta í Kúbudeilunni ákvað Charles de Gaulle, Frakklands- forseti, að Frakkar skyldu fara sínar eigin leiðir. 1966 dró hann Frakkland út úr hernaðarsam- vinnu NATO. Hann bað einnig Lyndon Johnson forseta að §ar- lægja bandarískar herstöðvar og samgöngutæki frá Frakklandi. Var þetta meira áfall fyrir hernað- armátt bandalagsins en flestir gerðu sér grein fyrir. Brottför Frakka úr hemaðar- samvinnu NATO fjarlægði helsta þröskuldinn í vegi samkomulags um varnarstefnuna. Árið 1967 samþykktu ráðherrar NATO, að undanskildum þeim franska, út- þynnta útgáfu á upprunalegri hugmynd Kennedys. Fallist var á „sveigjanleg viðbrögð“ en meg- ináherslan var eftir sem áður lögð á kjamavopn. Um þetta leyti minnkuðu Bandaríkjamenn við- búnað sinn í Evrópu þar sem Víetnam-stríðið krafðist sífellt meira. Þeir vom því ófærir um að hvetja bandamenn sina til að auka hefðbundinn vígbúnað. Það var ekki fyrr en Jimmy Carter varð forseti að Pentagon beindi aftur athygli sinni að Evr- ópu. Reagan-stjómin hefur sömuleiðis hvatt bandamennina til að veija meira fé til landvama og hefur verið undir þrýstingi frá sífellt óþolinmóðari þingmönnum í Bandaríkjaþingi. Þessar tilraunir hafa endað á sama hátt og þær á sjöunda ára- tugnum. Engin NATO-ríkisstjóm, heldur ekki sú bandaríska, vill afsala sér réttinum til að beita kjamavopnum að fyrra bragði. Engin af ríkisstjómunum í Evrópu vill veija nægilegu fé til að koma á laggimar sannfærandi hefð- bundnum vamarbúnaði. Það er ekki hægt að útiloka möguleikann á að Reagan og Gorbachev nái samkomulagi um að fækka kjarnavopnum svo mjög að Evr- ópumenn verði að auka eigin varnarbúnað. Söguleg reynsla í þessum málum er þó ekki mjög uppörvandi. Höfundur stundar ritstörf í Ósló. Hann er fyrrum starfs- maður bandarísku utanríkis- þjónustunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.