Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987 33 Ritgerðasamkeppni um Finnland í grunnskólum Skilafrestur er til 1. mars EFNT verður til ritgerðasam- keppni um Finnland í febrúar í grunnskólum landsins. Að keppn- inni standa Finlandia-félagið í Helsinki og Suomi-félagið í Reykjavík í samráði við mennta- málaráðuneytið og Námsgagna- stofnun. Ritgerðasamkeppnin er ætluð grunnskólanemendum í 4. til 9. bekk og ber að skila ritgerðum fyrir 1. mars. Tíu manna matsnefnd á vegum Suomi-félagsins mun velja verð- launahafa. Niðurstöður dómnefndar verða kynntar símleiðis þeim er hljóta verðlaun og þeir síðan boðaðir til verðlaunaafhendingar sem fram fer á sumardaginn fyrsta, 23. april, í beinni útsendingu á Rás 2. Fem verð- laun verða veitt, tvenn nemendum í 4. til 6. bekk og tvenn nemendum í 7. til 9. bekk. Verðlaunin eru ferð til Finnlands í sumar. Verðlaunahaf- ar munu dvelja á heimilum meðlima Islandia-félagsins í Helsinki og munu þeir skipuleggja skoðunarferðir verð- launahafa. Fararstjóri verður með í förinni, sem stendur frá 30. júní til 14. júlí. Markmið keppninnar er að kynna Finnland fyrir íslenskum grunnskóla- nemum og stuðla að auknu framboði á námsefni um Finnland. í því skyni hefur ýmiskonar kynningarefni verið sent í skólana, meðal annars bækl- ingur á íslensku um Finnland og annar um Kalevalakvæðin. Þá verða myndbönd og skyggnur fáanleg til láns hjá Námsgagnastofnun. Finn- land og Island hafa nokkra sérstöðu meðal Norðurlanda, sérstaklega hvað varðar tungumál landanna auk þess sem líta má á þau sem útverði Norð- urlanda. Þrátt fyrir ólík tungumál er menning Finna og íslendinga um margt lík. Þetta kom meðal annars fram á blaðamannafundi er haldinn var til kynningar ritgerðarsamkeppninni. í ríkisfjölmiðlum eru fyrirhugaðir þættir í tengslum við samkeppnina. Á sunnudaginn mun Tryggvi Jakobs- son sjá um þátt á rás 2 um Finnland. Einnig mun Bamaútvarpið á Rás 1 sjá um kynningar á Finnlandi alla næstu viku og sagði Tryggvi að í ráði væri að fá ýmsa dagskrárgerðar- menn á Rás 2 og Bylgjunni til að fylgja samkeppninni eftir. Þá hefur verið farið fram á það við Sjónvarpið að það sýndi þætti um Finnland. Sigþór Magnússon, námsstjóri í samfélagsfræði hjá Námsgagna- stofnun, sagði á fundinum að allir grunnskólar landsins hefðu nú þegar fengið upplýsingar um ritgerðarsam- keppnina og upp á því stungið við kennara að annaðhvort væri hægt að taka námsefnið um Finnland beint inn á námsskrá vetrarins, eða að Vitni að árekstri óskast EIGANDI rauðrar Opel Kadett bifreiðar, sem lenti í árekstri við Ford Cortina á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Borg- artúns sl. fimmtudagskvöld kl. 20.30, óskar eftir vitnum að að- draganda slyssins. Sá sem telur sig hafa einhverjar upplýsingar um málið er beðinn um að hafa samband við Slysarann- sóknadeild lögreglunnar sem fyrst. Morgunblaðið/Júlíus Aðstandendur ritgerðarsamkeppninnar, frá vinstri: Anna Schau- mann, Hannele Henttinen, Timo Karlsson, Barbro Þórðarson, Tryggvi Jakobsson, Anna Kristjánsdóttir og Sigþór Magnússon öðrum kosti myndu kennarar aðstoða þá nemendur sem vildu taka þátt í keppninni. Þau Timo Karlsson sendi- kennari í fínnsku við Háskóla íslands og Anna Geirsdóttir hafa tekið að sér með tilstyrk fínnska mennta- málaráðuneytisins að heimsækja skóla sem þess óska til þess að kynna ritgerðarsamkeppnina og Finnland. Þeir aðilar sem stutt hafa Finn- landskynningu með ýmsum hætti eru: Islandia-félagið í Helsinki, menntamálaráðuneyti Finnlands, Ferðaskrifstofan Matka Yhtymá, Su'omifélagið á íslandi, fínnska sendiráðið á Islandi, Samveinnuferð- ir-Landsýn, Flugleiðir, Námsgagna- stofnun, menntamálaráðuneytið skólaþróunardeild og ríkisfjölmiðlar á íslandi. Hildur Jónsdóttir hjá Samvinnu- ferðum-Landsýn sagði á fundinum að svo virtist sem áhugi Finna á því að heimsækja ísland væri að glæðast. SL hefur staðið fyrir leigu- flugi frá Keflavík til Helsinki undanfarin fímm ár og væru nú til dæmis 120 Finnar á biðlista eftir því að komast í vikutíma til íslands í Amarflug fjölgar ferðum - fimm daga í viku til Evrópu í febrúar og mars verður fjölgað ferðum í áætlun- arflugi Arnarflugs. Flogið verður fimm daga í viku til Amsterdam, tvo daga í viku til Hamborgar og einu sinni í viku til Zurich. Oryggisfræðsla hjá Sly savarnafélaginu EINU af mörgum fjögurra daga námskeiðum Slysavaranfélags Is- lands um öryggisfræðslu sjó- manna lauk síðastliðinn föstudag. Kennslan fór að mestu fram um borð í skipi SVFÍ, Sæbjörgu. Skip- ið er sérstaklega útbúið til námskeiðahalds, en námskeiðinu íslenska íhugunar- félagið: Ari Halldórs- son með fyrirlestur ARI Halldórsson hjá íslenska íhugunarfélaginu heldur almenn- an kynningarfyrirlestur á vegum félagsins um innhverfa íhugun í kvöld, fimmtudagskvöld. Fyrir- lesturinn hefst kl. 20.30 í Odda, húsi félagsvísindadeildar HI. Ari lauk kennaraprófí í svokall- aðri TM-tækni eða innhverfri íhugun frá MERU-háskólanum í Sviss í des- ember sl., en hér á landi hefur tækni þessi verið kennd um 2.000 íslend- ingum. lauk með björgunaræfingu á ytri höfn Reykjavíkur með þátttöku þyrlu Landhelgisgæzlunnar og björgunarskips SVFÍ, Gísla J. Jo- hnsens. Umsjónarmaður námskeiðsins var Þorvaldur Axelsson, fýrrverandi skipherra, fræðslufulltrúi Slysa- varnafélagsins. Námskeiðið var fullskipað og þátttakendur að þessu sinni á ýmsum aldri, flestir úr röðum farmanna. Einn þeirra var Gústav Magnús Siemsen, skipstjóri. Hann sagði þátttakendur hafa lokið miklu lofsorði á skipulag og framkvæmd námskeiðsins. Amsterdam: 5 daga í viku: Hamborg: 2 daga í viku: Mánudaga Þriðjudaga Fimmtudaga Föstudaga Laugardaga Mánudaga Fimmtudaga Zurich: sinni í viku: Laugardaga 3f4RNA RFLUG Lágmúla 7, simi 84477 Leiðrétting í greininni um Sláturfélag Suður- lands í blaðinu í gær var mishermt að Matthías Gíslason hafí tekið saman ágrip af sögu fyrirtækisins, sem þar birtist. Höfundur er Gísli Andrésson formaður félagsins. Þá misritaðist föðurnafn Björns Bjarn- arsonar í Grafarholti (stóð Bjarna- son). Sagt frá Jökuls- árgljúfrum FRÆÐSLUFUNDUR í Fugla- verndarfélagi íslands er í kvöld, 29. janúar, í Norræna húsinu. Að þessu sinni verður fjallað um hin stórmerkilegu náttúrufyrir- bæri Jökulsárgljúfur. í Skarðsárannál frá 15. öld segir að mikil flóð hafí orðið í Jökulsá á Fjöllum og hafi í þeim t.d. sópast burtu hreiður arna, fálka og hrafna. Það verður Þóroddur Þóroddsson starfsmaður Náttúruvemdaráðs sem mun segja frá gljúfrunum m.m. og mun hann máli sínu til frekari glöggvunar bregða upp litskyggn- um úr Jökulsárgljúfrum. Fundurinn er sem aðrir fundir í Fuglaverndar- félaginu opinn öllum. RYMINGAR 15-50% AFSLÁTTUR OPIÐ LAUGARDAG VATNS VIRKINN HF. ÁRMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK SÍMAR: VERSLUN 686455, SKRIFSTOFA 685966
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.