Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANUAR 1987 25 Borgarfj örður: Hlýindin farasennað valda skaða Kleppjárnsreylyum. HLYÍNDIN sem verið hafa und- anfarið fara senn að valda skaða. Tré, runnar og fjölærar plöntur eru farnar að taka við sér, ef ekki fer að kólna aftur getur þetta haft alvarlegar af- leiðingar í för með sér. í löngum hlýindaköflum á út- mánuðum þegar jörð er þíð, lifna rætur ttjánna og safi berst upp í bol og greinar. Brumin springja út og blöðin fara að vaxa. Til dæmis eru sólber og rifsber farin að laufgast svo og nokkrar nýjar tegundir sem í auknum mæli hafa verið ræktaðar síðastliðin ár. A plöntu-uppeldisstöðvum þar sem aðstæður eru góðar og plast hefur verið sett yfir beðin er ástandið að verða nokkuð alvarlegt. I gróðrastöðinni Sólbyrgi þar sem nokkuð trjáplöntu-uppeldi er eru nokkrar tegundir að taka vel við sér. Garðyrkjumaðurinn Cees Meijles sem er Hollendingur og hefur starfað þar um skamma hríð sagðist ekkert skilja í því að landið héti ísland það væri varla sanngjarnt. Það hafa margir notið góðs af tíðarfarinu og er Sigfús Jónsson í Skrúð einn af þeim þar sem hann er að endurbyggja 400 fer- metra gróðurhús. Það vekur orðið athygli ef einhver byggir, því hér í þessu byggðarlagi hefur varla nokkuð verið byggt síðustu miss- eri. Tómata-, agúrku- og papriku- plöntur fara senn að verða tilbún- ar til útplöntunar en þær standa nú undir vaxtarljósum. Er það von garðyrkjubænda að það snjói dá- lítið svo það birti, þá verður ekki eins mikil viðbrigði fyrir plönturn- ar að fara undan ljósunum nú í skammdeginu. - Bernhard & .... X Sigfús og Björgúlfur fyrir framan gróðurhúsið sem verið er að endurbyggja. Garðyrkjumaðurinn Cees Meijles athugar trén, sem eru farin að taka við sér og ef ekki fer að kólna aftur getur ar afleiðingar í för með sér. Morgunblaðið/Bemhard það haft alvarleg- Seyðisfjörður: Árni Friðriksson við síldarmæling- ar á Austfjörðum Seyðisfjörður. NÚ STANDA yfir bergmálsmælingar á íslensku sumar- gotsíldinni. Þetta er aðferð sem notuð er þegar verið er að ákveða stofnstærðina. Rannsóknarskipið Árni Friðriks- son hélt frá Reykjavík 12. janúar sl. í þennan leiðangur. Leiðangursstjóri er Ólafur Halldórsson fiskifræðingur og aðstoðarmaður hans er Páll Reynisson verkfræðingur, sem sér um tæknilega framkvæmd. Aðfaranótt laugardagsins 24. janúar voru leiðangursmenn komnir hér inn á Seyðisfjörð til þess að gera þessar mælingar. Töluvert hvassveður og sjávarrok var hér á Seyðisfirði allan laugar- daginn og varð skipið því að leggjast hér að bryggju um miðjan daginn. Fréttaritari Morgunblaðs- ins fór þá um borð í Árna Friðriks- son og hafði tal af Ólafi Halldórssyni leiðangursstjóra. Ólafur sagði að þetta væri ár- legur leiðangur sem farinn hefði verið alveg frá því á árinu 1972. Þeir væru að framkvæma berg- málsmælingar á íslensku sumar- gotsíldinni. Þessir leiðangrar væru alltaf farnir í desember eða janúar þegar síldarvertíðinni væri lokið, en henni lyki í desember, því að þá væri síldin komin á vetursetu- stöðvarnar. En fram til ársins 1980 hefði þessi stofn haft vetur- setu við suðausturströndina á buktunum við Hrollaugseyjar og Ingólfshöfða. Árið 1980 breyttist þetta og fór síldin þá meðal ann- ars að hafa vetursetu hér á Austfjörðum, Seyðisfirði, Mjóa- firði, Reyðarfirði og Berufirði og verið hér allar götur síðan. Þó að undanskildum vetrinum 1981-1982, þá hefði hún verið við Þorlákshöfn. Ólafur sagði að bergmálsmælingar væru aðferð, sem reynst hefði mjög vel við að ákveða stofnstærð á uppsjávar- fiskum. Hér á landi væri hún notuð til að ákveða stofnstærð á loðnu og síld. Siðan væru niður- stöðurnar úr þessum leiðangri notaðar til að gera tillögur að aflakvóta fyrir síldarvertíðina 1987. Á síðasta ári hefðu þeir lagt fram tillögur um sextíuog- fimmþúsund tonn, sem hefði verið það magn sem veitt var, en til Rannsóknarskipið Árni Friðriksson í Seyðisfirði. Morguniaðið/PéturKristjánsson bráðabirgða hefði verið gerð til- laga um sjötíuþúsund tonn og stæði það raunverulega ennþá, eða þangað til að niðurstöður úr þessum leiðangri lægju fyrir og ef þeim fyndist ástæða til að brejd;a því, á grundvelli þessara mælinga, sem þeir væru nú að framkvæma. Ólafur sagði að þeir hefðu farið frá Reykjavík 12. jan- úar sl. og hefðu fyrst orðið varir við síld við suðurströndina, en hefðu ekki getað sinnt henni vegna þess að þar var bræla. Síðan hefði verið síld í Berufirðin- um, Reyðarfirði, Mjóafirði, svolítið á Norðfjarðarflóanum og svo hér á Seyðisfirði. Hann kvaðst áætla að ljúka þessum leiðangri um mánaðarmótin. Héðan færi hann aftur á Berufjörðinn og héldi svo- lítið áfram mælingum þar. Síðan mundi hann athuga með síldina við suðurströndina, sem hann gat ekki sinnt á leiðinni austur. Venju- lega tækju þessar bergmálsmæl- ingar ekki nema tvær til þijár vikur, ef síldin hefði ekki breytt um vetursetustöðvar sagði Ólafur að lokum. - Garðar Rúnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.