Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 60
STERKTKORT VJterkurog U hagkvæmur auglýsingamiöill! FIMMTUDAGUR 29. JANUAR 1987 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Líkur eru á samningumá Vestfjörðum LÍKUR voru á að samningar tækjust milli Alþýðusambands Rækjuverk- smiðjan í Hnífsdal er til sölu ALLAR eignir Rækjuverksmiðj- unnar í Hnífsdal eru nú til sölu eftir að hafa verið í eign sömu aðila í tæp 30 ár. Þar á meðaj eru tvö skip í eigu fyrirtækisins. Áætl- að söluverð þessara fastafjár- muna, sem þarna um ræðir, er um 250 milljónir króna og er Rækju- verksmiðjan eitt öflugasta fyrir- tæki á sínu sviði á landinu. Sigurður S. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri og einn eigenda verksmiðjunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann væri farinn að eldast og búinn að fá nóg. „Það er kominn tími til að hvíla sig,“ sagði Sigurður. Rækjuverksmiðjan í Hnífsdal var stofnuð 1959 og er fjölsky'.dufyrir- tæki. Það á nú skipið Guðmund Einarsson ÍS 28, sem er rúmar 180 lestir að stærð og er nú i yfirbygg- ingu í Bretlandi. Auk þess er Rækjuverksmiðjan með 130 til 140 lesta bát í smíðum á Isafirði og er hann einnig til sölu. Sigurður sagði engin tilboð hafa borizt enn, en hann vissi af mörgum á leiðinni, bæði frá heimamönnum og öðrum. Prýðilegur rekstur hefði verið á fyrirtækinu og því eðlilegt að menn hefðu áhuga á því að eign- ast það. Sjá nánar Viðskipti/Atvinnulíf B1 Vestfjarða og vinnuveitenda í gærkveldi um kjör landverka- fólks. ASV er ekki aðili að samningum ASÍ og VSÍ, sem gerðir voru í desember, og hafa samningaviðræður staðið yfir að undanförnu um nýja kjarasamn- inga. Samningarnir eru í grundvallar- atriðum byggðir á samningum ASI og VSÍ, en til viðbótar eru ákvæði um starfsaldurshækkanir hjá fólki í fiskvinnslu. Pétur Sigurðsson, for- seti ASV, sagði í gærkveldi í samtali við Morgunblaðið, að hann vonaðist til þess að samkomulag væri að takast. Enn væri þó ófrágengið eitt atriði er varðaði launahvetjandi kerfi í rækjuverksmiðjum. Hann sagði að samkomulag væri um svip- aðar breytingar og samist hefði um í Vestmannaeyjum, en þó væru starfsaldurshækkanir, sem náðst hefðu fram, heidur rýmri. Hann bjóst við að samningurinn myndi gilda frá og með þessari viku og ákveðin upphæð kæmi í stað aftur- virkni samninganna. ROSTUNGURÁ POLLINUM Jóhann Björgvinsson ROSTUNGUR spókaði sig á Akureyrarpolli í gærmorgun. Var hann hinn rólegasti og leyfði fólki að koma mjög nálægt sér. Að sögn Helga Hallgrímssonar hjá Náttúrugripasafninu er ekki vitað til þess að rostungur hafi komið inn á Eyjafjörð síðustu áratugina. Hann sagði, að í kringum 1960 hefði þess verið getið að eitt- hvert stórt dýr hefði sést á firðinum, en þá helst talið að um einhveija tegund af hval hefði verið að ræða. Stjórn BHMR slítur viðræðum við ríkisvaldið: Samningagerðin verður í höndum einstakra félaga Nú reynir í fyrsta skipti á ný samningsréttarlög opinberra starfsmanna STJÓRN BHMR hefur ákveðið að slíta viðræðum um nýjan Afkomandi gamlagljá- víðisins í Aðalstræti gróðursettur AFKOMANDI gamla gljávíðisins, sem féll í óveðrinu hér á dögunum, hef- ur nú verið gróður- settur í gamla Víkurkirkjugarðin- um við Aðalstræti, sem almenningur kallar gjarnan Fóg- etagarðinn. Nýja tréð, sem er græðl- ingur úr hina gamla, er 20 ára gamalt, en forðfaðir þess var hins vegar 100 ára að aldri. Vonandi nær afkomandinn að halda uppi merki ættarínnar, laufgast og vaxa borgarbú- um til yndisauka og standa af sér óveður í ókominni framtíð. Nýja tréð er fjær á þessari mynd en Moixunblaðið/Ól.K.M. nær stendur ailfur- reynir, sem staðið hefur óhaggaður á sínumstaðí 102 ár. kjarasamning við ríkisvaldið og mun því samningagerðin verða í höndum einstakra aðildarfélaga Bandalagsins, en þau hafa sam- kvæmt nýsamþykktum samn- ingsréttarlögum fyrir opinbera starfsmenn fullt samningsumboð með verkfallsrétti. Þó er verk- fallsrétturinn ekki undantekn- ingalaus, þannig að allir f élagsmenn geti lagt niður vinnu í verkfalli. Aðildarfélög BHMR eru 24. Næstkomandi laugardag verður haldinn samráðsfundur allra stjórna og samninganefnda félaga í BHMR, þar sem rætt verður um framhald samninga- viðræðna. „Undanfamar vikur höfum við verið að reyna að ná rammasamn- ingi við fulltrúa fjármálaráðherra um kjör háskólamenntaðra starfs- manna ríkisins, en aðildarfélögin höfðu falið stjórn BHMR að gera slíkan samning. Stjórnin hafði um- boð til þess að semja um nokkur meginatriði í slíkum rammasamn- ingi, lágmarkslaun, breytingar' á starfsaldurskerfi og form á fast- launasamningum. Öllum kröfum BHMR um þessi atriði var hafnað,“ sagði Július Bjömsson, formaður BHMR, í samtali við Morgunblaðið um ástæður þessarar ákvörðunar. Meginkröfur BHMR em að lág- markslaun hækki í 45.500 krónur, prófaldurskerfi verði endurskoðað og form fastlaunasamninga verði ákveðið til þess að samræma kjör háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna við kjör háskólamanna á almennum markaði. Júlíus sagði að það eina sem fulltrúar ríkisins hefðu boðið þeim væm sambærilegar áfangahækkanir og samið var um milli ASI og VSI í desember og þar að auki 3,5% launahækkanir. „Þetta hefur í för með sér að á meðan aðrir em að fá lágmarkslaun — til dæmis iðnaðarmenn upp á 35 þúsund krónur, bókagerðarmenn upp á 38 þúsund krónur og fleiri sem fá svipuð lágmarkslaun — þá verða háskólamenn, ef tilboðinu væri tekið og það allt notað til þess að hækka lágmarkslaunin, með um það bil 34 þúsund króna lágmarks- laun í lok samningstímans. Eins og gefur að skilja er þetta fullkomlega óaðgengilegt fyrir okkur,“ sagði Júlíus. „Stjórn BHMR mun skila hverju einstöku félagi því samningsum- boði, sem stjórnin fékk fyrir fjórum vikum síðan. Samkvæmt þessum nýju lögum um samningsrétt opin- berra starfsmanna ber ríkinu að semja við hvert einstakt félag fyrir sig og ég vona að það fari í gang raunverulegar samningaviðræður. Við höfum haft það sterklega á til- finningunni að fulltrúar fjármála- ráðherra hafi í raun og veru meðhöndlað okkur á sama hátt og áður, þegar kjaradeilur fóru fyrir Kjaradóm. Við gengum til þessara viðræðna með það í huga að nú værum við í fyrsta skipti að fara í raunverulegar samningaviðræður, þar sem ekki væri um neitt annað að ræða en þessir aðilar semdu. Ég vona að það komi til með að gerast. Að öðrum kosti munum við grípa til þeirra vopna sem okkur eru tryggð með lögunum," sagði Júlíus ennfremur. Farmannadeilan: Kvöldfundur en lítið miðar BOÐAÐ var til kvöldfundar hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu undirmanna á kaupskipum og kaupskipaútgerðarinnar í gær. Fundinum var ekki Iokið þegar Morgunblaðið fór í prentun á miðnætti, en talið að lítið hefði miðað í samkomulagsátt. Undanþágunefnd Sjómannafé- lags Reykjavíkur veitti í gær skip- inu Keflavík undanþágu frá verkfalli til þess að flytja salt til þriggja Austfjarðahafna. Birgir Björgvinsson hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur sagði í samtali við Morgunblaðið að í gær hefði einnig borist beiðni frá skipafélaginu Víkurskipum um leyfi til að flytja loðnumjöi úr landi, en afstaða til þeirrar beiðni yrði ekki tekin í bráð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.