Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANUAR 1987 29 Argentína: Stefnu stjórnarinnar mótmælt með verkfalli Buenos Aires, Reuter. SÓLARHRINGSVERKFALLI hinna ýmsu verkalýðsfélaga Argentínu lauk á þriðjudag og mun mikill meirihluti manna hafa haldið sig heima. Verkfallið var boðað í mótmælaskyni við stefnu Alfonsíns forseta í efnahagsmálum. Að sögn lögregluþjóna lá öll starfsemi niðri á iðnaðarsvæðinu nærri Buenos Aires og samgöngur gengu víða úr skorðum. Víða kom til átaka þegar verk- fallsverðir lokuðu verslunum og veitingástöðum. Skotið var á áætl- unarvagna og hjólbarðar þeirra sprengdir. Paul Ravitti, leiðtogi járnbrautarstarfsmanna, sagði að þátttaka hefði verið mjög góð og það sýndi að kröfur verkfallsmanna væru sanngjarnar. Ráðamenn innan stjórnar Alfonsíns höfðu búist við mikilli þátttöku þar sem boðað var til verkfallsins á mánudegi. Þeir sögðu hins vegar að andstæðingar stjómarinnar myndu ekki styrkja pólitíska stöðu sína með aðgerðum sem þessum en viðurkenndu að þátttaka hefði verið almenn. Alishetjarráð verkalýðsfélaga boðaði til verkfallsins í byrjun jan- úar þegar stjómin neitaði að ræða kauphækkanir við verkalýðshreyf- NOFGglir! inguna. Allsheijarráðið hefur átta sinnum boðað til verkfalla frá því Raul Alfonsín tók við embætti for- seta árið 1983. Með þeim hafa verkfallsmenn viljað þröngva stjórnvöldum til að taka upp nýja stefnu í efnahagsmálum. Gífurleg verðbólga hefur þjakað efnahagslíf Argentínumanna en Alfonsín hefur tekist að ná henni niður í 80 pró- sent. Þegar hann tók við völdum var verðbólgan um 1.200 prósent á ári. Verkalýðsfélögin hafa krafist 36 prósenta launahækkunar en stjóm- arliðar telja slíkar launahækkanir með öllu óraunhæfar ef takast á að vinna sigur á verðbólgunni. Lítill hagn- aður af ál- framleiðslu Stj ónimálasaniband milli Bandaríkj- anna o g Mongólíu Moskvu, Reuter, AP. BANDARÍKJAMENN tilkynntu ‘ á þriðjudag að þeir hefðu tekið upp stjórnmálasamband við Mongólíu. Ríkin hafa ekki haft stjórnmálasamband síðan Mong- ólía hlaut sjálfstæði árið 1924. Sovéska fréttastofan TASS greindi fyrst frá því að þetta stæði til og hefur Mongólía verið eitt af helztu bandalagsríkjum Sovétríkjanna i Asiu. Nokkra athygli vekur, að þetta er tilkynnt tveimur vikum eftir að ráðamenn í Kreml höfðu kunngert áætlun um, að 11.000 af 75.000 manna herliði Sovétríkjanna yrði flutt frá Mongólíu a tímabilinu frá apríl til júní á þessu ári. Haft er eftir sendistarfsmönnum, að ræða, sem Mikhail Gorbachev Sovétleið- togi flutti í Vladivostok í júlí sl. hafi orðið til þess að greiða fyrir þessum stjórnmálasamskiptum Bandaríkjanna og Mongólíu. Ekki munaði miklu að stjórn- málasamband kæmist á milli Bandaríkjanna og Mongólíu á síðasta áratug en þá slitnaði upp úr viðræðum. Talið hefur verið að ráðamenn í Moskvu hafi þrýst á Mongólíustjórn. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Gendenginn Nyamdoo, fulltrúi Mongólíu hjá Sameinuðu þjóðunum, undirrituðu skjal um samband ríkjanna með viðhöfn á þriðjudag. Sovétríkin: Ætar áfengisflöskur gegn drykkjuvanda Moskvu, AP. TVEIR Sovétmenn hafa fundið upp frumlega og stórskrýtna aðverð til að berjast gegn of- drykkjuvandamálinu. Þeir vilja selja áfengi í flöskum, sem má leggja sér til munns til að draga úr áfengismagni í blóði. I. Bogomolova og S. Kimaikin frá borginni Magnitogorsk hafa lagt til að flöskur gerðar af kjöti og brauði gætu verið mikil hjálp gegn hinum vinsæla, rússneska „Zakuski" eða ÁSKRIFENDUR AÐEINS EITT SÍMTAL 691140 691141 Með einu símtali er hægt að breyta innheimtuað- ferðinni. Eftir það verða áskriftargjöldin skuldfærð viðkomandi greiðslukortareiknmg manaðariega. ÁGÓÐI norsku álframleiðend- anna Hydro Aluminium og Elkem á siðasta ári nam 67 millj- ónum Bandaríkjadala og er búist við svipaðri útkomu á þéssu ári, að sögn Norinform-fréttastof- unnar í Ósló. Ágóðinn nemur 5—6% af heildarveltu fyrirtækj- anna. Ágóði Hydro Aluminium á árinu 1986 nam 47—54 milljónum Banda- ríkjadala. Heildarvelta fyrirtækisins náði þá 1.067 milljónum dala. Búist er við, að ágóði Elkem af álframleiðslu síðasta árs verði 14 milljónir dala. Viðskiptavelta fyrir- tækisins á þessu sviði var nærri 267 milljónir dala. Álmarkaðurinn hefur verið í lægð frá því í febrúar á síðasta ári. Fram- leiðendurtelja, að verð muni haldast mikið til óbreytt á þessu ári. morgna heilsunnar vegna Grandavegi 42, Reykjavik, sími 91-28777 fordrykk, að því er sagði í dag- blaðinu Sotsialisticheskaya Ind- ustriya á sunnudag. í blaðinu sagði að mennirnir hefðu fullyrt við yfir- völd að áfengisvíma myndi minnka ef drykkjumenn yrðu að kaupa eitt- hvað matarkyns með áfengi sínu. Því var reyndar bætt við að hug- myndin hefði hafnað beint í skjala- safni einkaleyfisdeildar stjórnarinn- ar Vegna þess hversu óhagkvæm hún væri. Starfsmenntun . ^ PC tölvunám IBM-PC-tölvan hefur farið mikla sigurför um heiminn og nú er tala PC-tölva á íslenska markaðinum farin að nálgast 10.000. Mikil þörf er nú á vönduðu og hagnýtu námi á þessar tölvur og algengan notendahugbúnað. Tölvufræðslan býður uppá 80 klst. nám í notkun PC-tölva. Þátttakendur geta valið um að taka námið sem dagnám á einum mánuði eða sem kvöldnám á tveim- ur mánuðum. Að loknu námi verða þátttakendur færir um að leysa öll algeng verkefni á PC-tölvur. PC-tölvunám Dagskrá: ★ Grundvallaratriði í tölvutækni ★ Töflureiknirinn Multiplan ★ Stýrikerfið MS-DOS ★ Gagnasafnskerfið D-base III ★ Ritvinnslukerfið Orðsnilld ★ Fjarskipti með tölvum Námid hefst 9. febrúar Leiðbeinendur: I Óskar B. Hauksson, Yngvi Pétursson, Margrót Pálsdóttir, Dr. Kristján Ingvason, Halldór Kristjánsson, verkfræðingur. menntaskólakennari. BA-kennari. verkfræðingur. verkfræðingur. Nánari upplýsingar í síma 687590 og 686790 TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.