Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987 Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins f Reykjavík is Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals i Valhöll Háaleitis- braut 1, á laugardögum frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrir- spurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 31. janúar verða til viðtals Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður skipulags- nefndar og Guðrún Zöega í stjórn veitustofnanna, skólamálaráði og fræðsluráði. Greiðsluvandi útgerðarfyrirtækja: A Utvegsbankinn er að gera Frá hádegisverðarfundi svæðisráðs Framsóknarmanna á Suður- nesjum í Keflavík. Steingrímur Hermannsson í ræðustól. INNRÖMMUN Alhliða innrömmun, smellu- rammar, tilb. álrammar Plaköt og myndir RyOvarnarskáh Sérverslun með inn- römmunarvörur RAMMA MIDSTOÐIN LWJ' SIGTLIN 20, 105 REYKJAVÍK. SIMI 25054. Næg bílastæði v/dyrnar Opið á laugardögum GOOÐYEAR LEIÐANDI ULTRA GRIP 2 VEITIR FULLKOMIÐ ÖRYGGI í VETRARAKSTRI Goodyear vetrardekk eru gerð úr sérstakri gúmmíblöndu og með munstri sem gefur dekkinu mjög gott veggrip. Goodyear vetrardekk eru hljóðlát og endingargóð. HEKLA HF Laugavegi 170-172 Simi 26080 695500 aaooi hreint fyrir sínum dyrum - sagði Steingrímur Hermannsson Keflavfk. STEINGRÍMUR Hermannsson for- sætisráðherra sagði á hádegis- verðarfundi hjá svæðisráði Framsóknarmanna á Suðurnesjum í Keflavík laugardaginn 24. janúar sl., að það væri vegna kröfu frá bankastjórum Útvegsbankans, að fyrirtækið Útgarður hf. í Garði, stendur nú frammi fyrir því að verða að selja aflaskipið Gaut GK 224. Einnig kom fram í máli Steingríms að fyrirtækin Sjö- stjarnan, Dagstjarnan og Keilir standa í sömu sporum, vegna þrýstings frá Útvegsbankanum. Um þetta mál sagði Steingrímur: „Ég vil bara, til að gera hér algjör- lega hreint fyrir mínum dyrum, taka það fram að sala þessa togara er í raun frá Útvegsbankanum kominn. Útvegsbankinn hefur krafist þess. Sjálfur hefur eigandi togarans, Guð- mundur Ingvarsson, sagt mér að hann skilji þá kröfu vel, því nú er mikið verð á togurum og menn viti í hvaða stöðu Útvegsbankinn er. Út- vegsbankanum er mikið kappsmál, eða bankastjórunum þar að hreinsa til fyrir sínum dyrum og í raun hefur þessi niðurstaða fengist í fullu sam- komulagi Útvegsbankans og Guðmundar." „En eftir að ákveðið var að selja togarann hefur myndast töluvert kapphlaup um hann. Sambandið eða Samvinnufélögin vilja kaupa hann á Grundarfjörð þar sem þaðan fór tog- ari, en heimamenn vilja að sjálfsögðu halda honum heima, og ég vil taka það fram að ég hef sagt, að þegar til mín hefur verið leitað með málið, að sjálfsögðu er það eigandi togarans sem ræður því hvert hann selur hann. Ég hef hinsvegar sagt, að ef það kemur sambærilegt boð úr Garðinum, þá finnst mér sjálfsagt að hann taki því boði.“ „En það er hann sem verður að ákveða það. Og það er alrangt, eins og verið er að ýja að, eins og ég hef séð í blöðum hér, að jafnvel ég, sé að stuðla að því að togarinn fari úr byggðarlaginu. Það er alrangt, ég hef sagt það við Sambandsmennina, þið eigið þetta við eigandann. Ef boð kemur úr Garðinum sem er jafngott eða betra, þá myndi ég mæla með því að hann tæki það til að stuðla að því að togarinn verði áfram í sínu byggðarlagi." „Þetta liggur algjörlega á hreinu. Og þetta mál og fleiri strönduðu nú inni í Byggðastofnun, eða var frestað þar, m.a. til þess að gefa heimamönn- um tækifæri til að ná sínum vopnum eins og sumir segja og koma með tilboð sem eigandinn getur staðið að. Ég ræddi við Guðmund í morgun og hann sagði mér að hann væri þegar búinn að bjóðast til að taka þátt í hlutafélagi sem héldi togaranum heima fyrir. Og þama held ég að allt sé á hreinu af okkar hálfu.“ - BB Freddi snýr aftur Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Martröð í Álmstræti II: Hefnd Freddys. (Nightmare at Elm Street Part II: Freddy’s Re- venge). Sýnd í Laugarásbíó. Stjörnugjöf: **. Bandarísk. Leikstjóri: Jack Sholder. Handrit: David Chask- in. Framleiðandi: Robert Shaye. Kvikmyndataka: Jaques Haitkin. Tónlist: Christopher Young. Helstu hlutverk: Mark Patton, Kim Myer og Robert Englund. Martröðin í Álmstræti II er ágætis hryllingsmynd rétt eins og fyrirrennari hennar. Hún er tæknilega betur gerð, brellurnar eru fleiri og líflegri þótt þær séu ekkert nýmeti, en það var meiri spenna í þeirri fyrri. í staðinn fyrir spennu eru komnar tækni- brellur. „Martröðin 11“ ætti þó að geta fengið kalt vatn til að renna á milli skinns og hömnds, eða hárin til að rísa eða framkallað gæsahúð og nokkur bakföll kvikmynda- húsagesta, sem komnir em í bíó, ekki til að slappa af, heldur í þeim skrítna tilgangi að láta hræða úr sér líftómna. Martröðinni í Álmstræti er sumsé langt í frá lokið, ef einhver skyldi halda það. Og henni lýkur ekki með þessari mynd. Freddy (Robert Englund) á harma að hefna úr fyrri myndinni, en eins og þeir þekkja sem mest hafa gaman af að láta hræða sig er Freddy sjálf martröðin sem mynd- in dregur nafn sitt af. Og hann er langt frá því að vera einhver draumaprins. Hann er aðalpersón- an í martröðum Jesse (Mark Patton) og hann fær Jesse smám saman til að vinna ódæðisverkin fyrir sig í e.k. draumkenndu óráði. En það er meira lagt upp úr tæknibrellum en sjokkatriðum og stigmagnandi spennu í þessari hrollvekju. Freddy rífur glottandi af sér höfuðleðrið svo skín í beran heilann og rífur sig útúr líkaman- um á Jesse og þar fram eftir blóði drifnu götunum, en hann er samt ekki eins ógnvænlegur og í fyrri myndinni af því það tekst ekki nema endrum og eins að byggja í kringum hann verulega spennu og hrylling. Auk þess er aldrei eins mikið varið í hrollvekjur sem gefa ímyndunarafli manns ekkert svigrúm heldur sýna allt og spara ekki blóðið. Robert Englund leikur Freddy með sömu kaldhæðninni og áður og Mark Patton er ágætlega móð- ursjúkur í hlutverki Jesse og tryllingslegur þegar líða tekur á myndina. Kim Myer leikur vin- konu hans, sem hjálpar honum útúr erfiðleikunum og hún er rétt eins og smækkuð mynd af Meryl Streep í eldri myndum sínum. Það er ekki nóg með að hún líti út eins og Streep heldur talar hún oft eins og hún líka. Kannski hana hafi dreymt Streep of mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.