Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987 49,41% halli á fréttastofu Sjónvarps: Leiðtogafundur- inn setti stórt strik í reikninginn - segir Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri FRÉTTASTOFA Sjónvarpsins var rekin með 49,41% halla á síðasta ári samkvæmt bókhaldi. Fréttastofunni voru áætlaðar 52 millj. kr., en hún eyddi á árinu tæplega 77,7 millj. kr. Hallinn nemur því tæp- lega 25,7 millj. kr. Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri, sagði í samtali við Moi'gunblaðið að miðað við upphaflegar áætlanir og útistandandi skuldir um áramót væri hið rétta að fréttastofan bæri 30% halla. Leiðtogafundurinn átti hvað stærstan þátt í hallanum, auk Skyggnis og íþróttadeildarinnar, sem hafði meðal annars beinar út- sendingar frá tveimur heimsmeist- aramótum á dagskrá síðasta árs. Hann sagði að útvarpsráð hefði á sínum tíma samþykkt beinar útsend- ingar frá knattspymunni í Mexíkó og frá handboltanum í Sviss. „Eðli- leg útgjöld fréttadeildarinnar á sl. ári eru 67 milljónir í stað 77,7 millj. kr. og þurfti ég á því fjármagni að halda til þess að byggja upp frétta- stofuna til að mæta væntanlegri samkeppni. Þegar ég tók við starfinu, lagði ég fram áætlun fyrir útvarpsstjóra um hvernig ég hygðist byggja upp fréttastofuna og var hún samþykkt. Ég og útvarpsstjóri gerðum okkur grein fyrir auknum fjárútlátum sam- fara öflugri fréttastofu." Ingvi Hrafn sagðist hinsvegar líta björtum augum á nýhafið ár og nýja fjárhagsáætlun fréttadeildarinnar, sem hljóðar upp á rúmar 60 millj. kr. „Ég hef haft hina ýmsu fjármála- sérfræðinga stofnunarinnar mér við hlið nú við að gera áætlunina og finnst mér ég vera að ná góðum tökum á fjármálastjóminni og get sparað mikið. Hinsvegar hef ég stundum gagnrýnt yfírstjóm Sjón- vai-psins fyrir að skýra mér ekki frá því í upphafi að jafnframt því að vera orðinn fréttastjóri, væri ég framkvæmda- og fjármálastjóri fyr- irtækis, sem eyðir tugum milljóna af almannafé,“ sagði Ingvi Hrafn að lokum. 10. umferð Wijk aan Zee-skákmótsins: Helgi Ólafsson tap- aði fyrir Zapata HELGI Ólafsson tapaði fyrir Zapata í 10. umferð alþjóðlega skákmótsins í Wijk aan Zee, sem tefld var í gær, og er ásamt Zapata og Ljubojevic í 7.-9. sæti á mótinu með 5 vinninga. Short gerði jafntefli við Miles og er einn í efsta sæti með 7,5 vinninga og næstir koma Korc- hnoi og Nougeiras með 6 vinninga og innbyrðis biðskák úr 10. umferðinni. Önnur úrslit í 10. umferð urðu þau að Ljubojevic vann Flear, Gutman vann van der Wiel og Anderson vann van der Sterren. Jafntefli varð í skák Hulak og Sosonko. Helgi gerði jafntefli við van der Sterren í 9. umferð skákmótsins, Sosonko og van der Sterren, Gut- man og Hulak, Miles og van der Wiel, Ljubojevic og Short og Nou- geiras og Flear. Morgunblaðið/Þorkell „Rympa á ruslahaugnum“ Nýtt barnaleikrit í Þjóðleikhúsinu BARNALEIKRITIÐ „Rympa á ruslahaugnum" eftir Herdísi Egilsdóttur verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu laugardaginn 7. febrúar. Sigríður Þorvalds- dóttir leikur Rympu og brá hún sér í bæinn í því gervi til að kynna æskunni frumsýning- una. Með önnur hlutverk í „Rympu á ruslahaugnum" fara Sigrún Edda Björnsdóttir, Gunnar Rafns- son, Viðar Eggertsson og Margrét Guðmundsdóttir. 21 barn leikur svo ruslahauginn. Leikstjóri er Kristbjörg Kjeld, leikmynd og búningar eru gerðir af Messíönu Tómasdóttur, lýsingu annast Björn Guðmundsson, dansar eru eftir Láru Stefánsdóttur og hljóm- sveitarstjóri er Jóhann G. Jó- hannsson. Sýningarstjórar eru tveir, Kristín Hauksdóttir og Jó- hanna Norðfjörð. Ekkí rétt að vera með yfir- lýsingar - segir Matthías Á. Mathiesen um full- yrðingar Aftenpost- en þess efnis að Islendingar hindri nefndarskip- an um kjarnorku- vopnalaust svæði VEGNA fréttar í Morgunblaðinu í gær, þar sem fram kemur að norska dagblaðið Aftenposten segir íslendinga hindra skipan nefndar um kjarnorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndunum, snéri Morgunblaðið sér til ut- anríkisráðherra Matthíasar A. Mathiesen og innti hann álits á þessari fullyrðingu. Matthias svaraði á eftirfarandi hátt: „Það er kveðið á um það í álykt- un Alþingis um afvopnunarmál, sem samþykkt var í maí 1985, að utanríkismálanefnd kanni í samráði við utanríkisráðherra hugsanlega þátttöku íslands í frekari umræðu um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Utanríkismála- nefnd hefur enn ekki afgreitt málið og á meðan sv.o er, sýnist mér að ekki sé rétt af mér að vera með yfirlýsingar. Utanríkismálanefnd mun væntanlega fjalla um málið á næstu vikum, þar sem það verður á dagskrá fundar norrænna ut- anríkisráðherra, sem haldinn verður hér í Reykjavík í lok marz.“ Ríkisstjórnin veitir lántökuheimild: 60 milljónum veitt til Egilsstaðaflugvallar Þingmenn Austurlands fagna þessari ákvörðun sem tefld var á mánudag. Þá vann Short Gutman, Korchnoi vann Zapata, Hulak vann Anderson og Nougeiras vann Ljubojevic. Jafn- tefli varð í skák Sosonko og van der Wiel og Miles vann Flear. Þijár biðskákir voru tefldar á mánudag- inn. Hulak vann Zapata, Miles vann Ljubojevic og Zapata vann van der Sterren. Ellefta umferð verður tefld í dag. Þá tefla saman Helgi og Korchnoi, Anderson og Zapata, Auk þeirra skipa, sem áður er getið tilkynntu eftirtalin um afla á mánudag: Haipa RE 600, Skarðsvík SH 650, Magnús NK 500, Þórshamar GK 600, Albert GK 600, Hrafn GK 650, Bergur VE 530 og Kap II VE 700 lestir. Tvö síðastnefndu skipin fóru með RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að heim- ila lántöku allt að 60 milljónum króna, til þess að hefja fram- kvæmdir við nýja flugbraut á Egilsstaðaflugvelli, að fengnu samþykki Alþingis. Matthias Bjarnason samgönguráðherra lagði fram frumvarp til laga um flugmálaáætlun í ríkisstjórninni og fjáröflun til framkvæmda í aflann til Færeyja. Frá þriðjudegi til miðvikudags- morguns tilkynntu eftirtalin skip um afla: Víkurberg GK 560, Dag- fari ÞH 530, Gullberg VE 620, Grindvíkingur GK 1.030, Sighvatur Bjamason VE, 680, Helga II RE 530, Hilmir II SU 590, ísleifur VE flugmálum. Auk þess flutti hann tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórninni verði heimiluð sér- stök lántaka til að hefja undirbún- ing að framkvæmdum við Egilsstaðaflugvöll. „í skipunarbréfi flugmálanefndar var sérstaklega minnst á Egilsstaða- flugvöll sem forgangsverkefni og ég flyt tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórninni verði heimilað að láta 730, Beitir NK 1.250, Erling KE 650, Guðrún Þorkelsdóttir SU, 450, Hákon ÞH 800, Sigurður RE 1.400, Gígja VE 480, Hilmir SU 1.340, Huginn VE 600, Þórður Jónasson EA 700, Súlan EA 800, Júpíter RE 1.200, Rauðsey AK 620, Eldborg HF 1.450, Húnaröst ÁR 620, Pétur Jónsson RE 680, Albert GK 600, Bjami Ólafsson AK 1.000, Ljósfari RE 570, Harpa RE 580, Eskfirðing- ur SU 610, Magnús NK 530, Guðmundur Ólafur ÓF 610, Skarðsvík SH 620, Höfrungur AK 910, Keflvíkingur KE 540, Börkur NK 1.200, Víkurberg GK 540 og Gullberg VE 590 lestir. þegar heQa undirbúning og forvinnu vegna nýrrar 2000 metra flugbraut- ar á Egilsstaðaflugvelli og það er stefnt að því að framkvæmdir hefj- ist á árinu,“ sagði Matthías Bjarna- son samgönguráðherra í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að þessi mál væru nú til umfjöllunar hjá þing- flokkum stjórnarflokkanna og hann vonaðist eftir niðurstöðum þeirra í dag. Yrðu þær jákvæðar, yrði undir- búningur hafinn af fullum krafti. Kostnaður við gerð brautarinnar er áætlaður 217 milljónir króna og verði hitalögn lögð í brautina er gróft áætlað að viðbótarkostnaður verði um 15 milljónir krónur. „Þetta er í einu orði sagt stórkost- legt. Þetta er frétt áratugarins fyrir Austurland," sagði Sverrir Her- mannsson, þriðji þingmaður Austur- lands, í samtali við Morgunblaðið. Sverrir sagði að Matthías Bjamason í samráði við þingmenn Sjálfstæðis- flokksins á Austurlandi hefði gefið yfirlýsingu snemma á samgönguráð- herraferli sínum, um að fram- kvæmdir við Egilsstaðaflugvöll væru forgangsverkefni og nú hefði hann, eins og vant er, staðið við orð sín. „Þetta er samgöngumiðstöð heils landshluta og hér var um lífsspurs- mál að tefla,“ sagði Sverrir og bætti við: „Það leysa engir framfaramál Austurlands né annarra landshluta, nema sjálfstæðismenn." „Ég hef ekkert nema gott um þetta að segja og ég fagna því að það sé stefnt að þessum fram- kvæmdum,“ sagði Helgi Seljan annar þingmaður Austurlands. „Hér er um svo brýnt verkefni að ræða og auk þess greinilegt sérverkefni að það þarf að útvega sérfjármagn til þess. Þetta er það stórt verkefni að fjármagn til þess verður ekki tek- ið af því fé sem ætlað verður almennt til flugmála," sagði Helgi Seljan. Flotbúningar í öll f iskiskip LÍU hafa nú borizt pantanir í um 2.200 flotbúninga til notkunar um borð í fiskiskipum. Innkaupa- deild LÍU stendur fyrir útboði i þess háttar búninga fyrir öll fiskiskip landsmanna og er nú verið að kanna áhuga útvegs- manna. Gylfi Guðmundsson, forstöðu- maður Innkaupadeildar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að áhugi manna væri mikill og ætlunin að flýta þessu eins og unnt væri. Stefnt yrði að því að í september yrðu flot- búningar komnir um borð í allan flotann, en alls gætu það orðið um 5.000 búningar. Mokveiði á loðnumiðunum Mikið af loðnu fundið norður af Rauðanúp MOKVEIÐI var á loðnumiðunum frá því á þriðjudag og fram undir hádegi á miðvikudag. Á þessu tímabili fengu skipin 27.210 lestir alls og náðu sum þeirra fullfermi tvívegis. Skipin voru á leið á mið- in að nýju í gær og stefndu sum þeirra norður fyrir. Hafrannsókna- skipið Bjarni Sæmundsson varð vart við dágóðan loðnukökk um 45 milur norður af Rauðanúp um klukkan 5 á þriðjudagsmorgun. Hún var þá ofarlega í sjó og vel veiðanleg. Ennfremur fundu leiðangurs- menn á Bjarna mikið af Ioðnu aðeins norðar og vestar, en hún stóð djúpt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.