Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987 HM á skíðum: Veður hamlar keppni í Crans- Montana MIKIL snjókoma og þoka var þess valdandi að fresta varð keppni í bruni, sem er liður í alpa- tvíkeppni kvenna, á heimsmeist- aramótinu i Crans-Montana i' Sviss í gær. í gær átti að keppa í tvíkeppnis- bruni kvenna og einnig áttu karl- arnir að fá að æfa í brunbrautinni fyrir keppnina á laugardaginn. Þetta kemur til með að setja dag- skrá mótsins lítillega úr skorðum. Ákveðið hefur verið að konurnar keppi í tvíkeppnsibruninu á morg- un, föstudag, sem þýðir að tvær greinar verða að fara fram sam- dægurs. Því tvíkeppnisbrun karla er einnig á morgun. Gert er ráð fyrir að karlarnir byrji kl. 11 og konurnar kl. 12.30. í dag verður keppt í tvíkeppnis- svigi kvenna, ef veður leyfir. Á laugardaginn verður keppt í bruni karla og tvíkeppnissvigi kvenna. Herrakvöld FH HIÐ árlega herrakvöld FH verður á morgun, föstudag, í Skútunni, Dalshrauni 15. Dagskráin hefst klukkan 20 og eru allir velkomnir. • Bjarni Friðriksson hafði mikla yfirburði á mótinu og hér leggur hann einn andstæðinginn. Afmælismót Júdósambands íslands: Morgunblaðiö/Níels Hermannsson Bjarni Friðriksson sigraði í opna f lokknum LAUGARDAGINN 24. janúar var haldið júdómót kennt við stofn- dag Júdósamband íslands, 28. janúar 1973, og kallað Afmælis- mót JSÍ. Er það haldið árlega og nú í 14. sinn. Að þessu sinni var keppt í þyngdarflokkum drengja, karla yngri en 21 árs, eins og sá flokkur heitir í dag, karla og í opnum flokki karla, öllum sama daginn. Var mönnum heimilt að keppa í tveim flokkum ef þeir treystu sér til. T.d. máttu drengir bæði keppa í sínum Morgunblaöiö/Niels Hermannsson • Verðlaunahafar f opna flokknum frá vinstri: Bjarni Friðriksson, Sigurður Hauksson, Arnar Marteinsson og Halldór Hafsteinsson. þyngdarflokkum og einnig í þyngd- arflokkum karla yngri en 21 árs, og karlar yngri en 21 árs gátu keppt í sínum þyngdarflokkum, þyngdarflokkum karla eða opnum flokki karla. Keppt var með útsláttarformi og tvöfaldri uppreisnarumferð. Þetta er framkvæmt á eftirfarandi hátt: Ef keppendur eru t.d. 16 þá skiptast þeir í 4 fjögurra manna hópa, sem við köllum a, b, c og d. í fyrstu umferð eru átta slegnir út, eftir aðra umferð eru eftir 4, sem glíma um réttinn til þess að glíma úrslitaglímuna um 1. sætið. Upp- reisnarglímur eru svo milli þeirra, sem tapað hafa fyrir þessum áður- nefndu fjórum. Eru það 2 fjögurra manna hópar, í þessu tilviki, sem glíma innbyrðis með útslætti, þar til einn hvoru megin er eftir. Þeir tveir glíma svo um 3. sætið við þá tvo sem töpuðu í fjögurra manna úrslitum. Þessi háttur er hafður á flestum mótum erlendis og meðal annars á Evrópumeist- aramótum. Keppendur voru 55 frá 6 félög- um; Ármanni, Gerplu, Kjarna á Egilsstöðum og ungmennafélög- unum á Selfossi, í Grindavík og Keflavík. Keppnin fór hið besta fram og til marks um framfarir má nefna að óvenjumörgum glímum lauk með fullnaðarsigri (Ippon = 10 stig). Úrslit einstakra flokka urðu þessi: 9-10 ára: Magnús Sigurösson UMFG Walter Geir Geirsson Á Vignir Óskarsson UMFG 11-12 ára (-37 kg fl.): Gunnar Óskarsson Á MagnúsÁrnason á Gils Matthíasson Á Bjarni Kjartansson Á 11-12 ára (-46 kfl fl.): Ólafur H. Þorgrímsson Á Bogi Reynisson Á Gunnar Björnsson UMFG 13-14 ára (-45 kg fl.): Haukur Garöarsson Á Friörik Þorsteinsson Á Eggert P. Richard Á 13-14 ára (-53 kg fl.): Jón Gunnar Björgvinsson Á Gylfi ísleifsson UMFG •ón Helgi Geirsson Á iðmundur Másson UMFG 13-14 ára (-53 kg fl.): rtúnar Þórarinsson Kjarna Björn Helgi Björgvinsson Á Tómas Gunnarsson UMFG Jón Arnar Jónsson Á Karlar yngri en 21 árs (-60 kg fl.): Jón Kristinn Þórsson Á Ólafur R. Ólafsson Á Auöunn Jóakimsson Selfossi Andrés Jóakimsson Selfossi (-65 kg fl.): Magnús Kristinsson Á Helgi Júlíusson Á Hreinn óskarsson Selfossi Ðaröi Páll Óskarsson Selfossi (-71 kg flj: Daviö Gunnarsson Á Baldvin Þórisson Á Stefán Gunnarsson Selfossi Smári Pálsson Selfossi Karlar (-65 kg fl.): Karl Erlingsson Á Rúnar Guöjónsson Á Helgi Júlíusson Á Magnús Kristinsson Á (-71 kg fl.): Níels Hermannsson Á Davíö Gunnarsson Á Baldvin Þórisson Á Ragnar Pálsson Selfossi (-86 kg flj: Halldór Hafsteinsson Á Ómar Sigurösson UMFK Davíö Áskelsson Gerplu Guðmundur Smári Ólafsson Selfossi Opinn flokkur karla: Bjarni Ásg. Friöriksson Á Siguröur Hauksson UMFG Arnar Marteinsson Á Halldór Hafsteinsson Á • Sem flestum er kunnugt fótbrotnaði Jim Beglin í leik Everton og Liverpool í deildarbikarnum i' síðustu viku. Á myndinni sést vel hið opna beinbrot.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.