Morgunblaðið - 29.01.1987, Side 41

Morgunblaðið - 29.01.1987, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987 41 Ölöf Gísladóttir Vífilsdal—Minning Fædd 27. júlí 1892 Dáin 21. janúar 1987 Þó missi ég heym og mál og róm og máttinn ég þverra finni, þá sofna ég hinzt við dauðadóm, ó, Drottinn, gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni. (Ólína Andrésdóttir) Samkvæmt prestþjónustubók Staðarhólsþinga hét hún Gíslína Ólöf Gísladóttir og var fædd 27. júlí 1892 og skírð 6. ágúst sama ár. Foreldrar hennar voru hjónin Gísli Gunnlaugsson og Kristjana Jónsdóttir, sem þá voru í hús- mennsku í Gautsdal í Geiradal. Hún var yngst sex systkina og var kom- ið í fóstur á Þambárvöllum í Bitru þar sem hún ólst upp hjá hjónunum Jónínu Ólöfu Jónsdóttur og Skúla Guðmundssyni. Þar leið henni vel og þangað leitaði hugurinn oft og þar var hann alfarið síðustu árin. Eflaust mætti deila um hvort ævi hennar var viðburðarík en þeir sem heyrðu hana sjálfa segja frá því sem á daga hennar hafði drifið voru í engum vafa um að svo hefði verið. Hún var gædd þeim góða eiginleika að hafa ánægju og skemmtun af því sem hversdagslífið hafði upp á að bjóða. Ef til vill var það ástæðan fyrir því hve yngra fólk og börn löðuðust að henni. „Glaðværðin er gulli betri" er máls- háttur sem henni var hugleikinn. Hennar mesta lífsnautn var að vinna og létta undir með öðrum enda hraust og viljinn og orkan mikil. Hún var um þrítugt þegar hún kom í Dalina, einsömul með reifabarn, eiginmaðurinn sjúklingur á Vífilsstaðahæli. Þau eru mörg heimilin í Suður-Dölum sem síðan hafa notið starfa hennar en sjálfri auðnaðist henni henni aldrei að stofna sitt eigið heimili. Þegar Ólöf var komin yfir sextugt fór hún að Hornstöðum í Laxárdal og hélt þar heimili fyrir bræðurna Guðjón og Aðalstein Skúlasyni í um það bil tvo áratugi eða þar til sjóndepran hefti starfsgetu hennar. Fyrir öll þessi störf hlaut hún viðurkenningu úr Vinnuhjúasjóði Búnaðarfélags ís- lands. Þetta er ruggustóll sem nú er varðveittur á byggðasafninu á Laugum í Hvammssveit. Ólöf giftist Sigurði Sigurðssyni frá Gerði í Höfnum og með honum átti hún dótturina Sigríði. Hennar maður var Hjörtur Kjartansson sem lést 1982. Seinna eignaðist hún son, Reyni Markússon Guðbrands- sonar á Spágilsstöðum í Laxárdal. Hann er brunavörður á Keflavíkur- flugvelli, kvæntur Guðríði Jóns- dóttur kennara. Þau búa í Garðabæ. Þrátt fyrir heimilisleysið bar hún gæfu til að hafa börnin sín hjá sér og ala þau upp sjálf. Hún á nú af- komendur í fjóra ættliði sem öll eiga góðar minningar um einstæða formóður. Ólöf kenndi sig gjarnan við Víf- ilsdal enda átti hún þar athvarf þegar með þurfti, einkum þó í ell- inni þegar hún varð hjálparþurfí. Síðustu árin dvaldi hún í Sjúkrahús- inu í Stykkishólmi og lést þar að morgni 21. janúar. Hún verðurjarð- sett í dag, 29. janúar, í Hjarðar- holtskirkjugarði eins og hún óskaði sjálf. Gugga Borgarfj örður: Fyrstu ferðamálasam- tök landsins fimm ára Morgunblaðið/Bemhard Frá fundinum sem haldin var i tilefni þess að 5 ár eru liðin siðan Ferðamálasamtök Vesturlands voru stofnuð. Bændur frá bæjunum Húsafelli, Fljótstungu, Bjarnastöðum og Sig- mundastöðum sem eru meðlimir í Ferðaþjónustu bænda. Kleppjárnsreykjum. FERÐAMÁLASAMTÖK Vestur- lands eru 5 ára um þessar mundir. Samtökin voru stofnuð 1982 fyrir tilstuðlan Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjör- dæmi og voru þetta fyrstu ferðamálasamtök sem stofnuð voru. Tilgangur samtakanna er meðal annars að vinna að sam- vinnu allra þeirra sem að ferða- þjónustu vinna og hafa hagsmuna að gæta á Vestur- landi. í tilefni þess að 5 ár eru liðin frá stofnun samtakanna hélt atvinnu- málanefnd Hálsahrepps fund og bauð hreppsnefnd Reykholtsdals svo og öllum sem áhuga hafa á atvinnuuppbyggingu, en ferðaþjón- usta er einhver fýsilegasti kosturinn í nýsköpun atvinnutækifæra hér um slóðir. Mikill áhugi er hjá þeim aðilum sem atvinnu hafa af ferðamanna- þjónustu að kynna og markaðsetja þær hugmyndir sem þeir hafa, svo og að koma þeim á framfæri við ferðamenn. Ferðamálasamtök Vesturlands telja það brýnast nú að ráða markaðsfulltrúa til starfa. í áfangaskýrslu sem gefin var út af Ferðamálaráði Vesturlands í nóv- ember 1985 kemur fram að nauðsynlegt er að skipuleggja vel alla uppbyggingu og vinna mark- visst að framkvæmdum. í þessari sömu áfangaskýrslu er nokkrum hugmyndum kastað fram. Sumar kannski meira til umhugsun- ar en framkvæmda. í skýrslunni þar sem ijallað er um verkefni fyr- ir Reykholt til ársins 1990 stendur: „Ljúka við byggingu veitingasalar með fornu sniði, þar sem boðið yrði upp á átveislur á langborðum án notkunar nýtísku borðbúnaðar og drukkið úr hornum. Gestir yrðu klæddir í skikkju í fomum stíl og skinnskó áður en þeir gengu til veislu. Á meðan á veislu stæði yrðu kveðnar rímur og fleira þjóðlegt í fornum stíl (enginn þó veginn).“ Margar góðar hugmyndir koma fram sem vert er að athuga betur. í lok fundarins var samþykkt ályktun um vegamál: „Ljóst er að ástand akvega í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu er með því lakasta sem gerist í vegakerfi landsins. Upp- bygging og áætlanir í ferðaþjónustu eru hinsvegar betur á veg komnar en víðast annars staðar. Má nefna að bændur á vegum Ferðaþjónustu bænda eru hvað flestir hér um slóð- ir. Þá geta fjölmargir staðir veitt margþætta þjónustu án mikils til- kostnaðar. Það er alkunna að nýsköpun og þróun í ferðaþjónustu grundvallast á góðum samgöngum. Fundurinn hvetur því eindregið til að gert verði stórátak í gerð varan- legra akvega í héraðinu og telur það eitt brýnasta hagsmunamál Borgfírðinga um þessar mundir." Vesturland er áhugaverður landsfjórðungur til Iandkynningar, þar sem ferðamenn geta séð flest það sem Island hefur upp á að bjóða. Og má þar nefna öðru frem- ur Deildartunguhver sem er vatns- mesti hver í heimi og stærsti hraunhellir í heimi er í Hallmundar- hrauni Víðgemil og er hann 1585 metrar á lengd, meðalhæð er 9,15 metrar, meðalbreidd 16,5 metrar, er því rúmmál hellisins 148.000 rúmmetrar. Upplýsingar þessar eru frá „Shepton Mallet Caving Clup“ sem mældi og rannsakaði hraun- hella á íslandi á árunum 1970 til 1980. Hellir þessi er um 2,2 km. innan við bæinn Fljótstungu í Hvítársíðu og er fært að honum mest allt árið. Bernhard UTSALA Karlmannaföt kr. 4.495,- Stakir jakkar kr. 3.995,- Terelynebuxur kr. 850,- 995,- 1.095,- og 1.395,- Gallabuxur 750,- og 795,- Riflaflauelsbuxur kr. 695,- o.m.fl. ódýrt. Andrés SKÓLAVÖRÐUSTIG 22, SÍMI 18250. macintosh Áætlanagerð, línurit og námskeið Námskeið um notkun töflureikna á Macintosh, jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Kennd er notkun EXCEL við ýmiss konár útreikninga og skýrslugerð s.s.: 0 Ú Fjárhags- og tekjuáætlanir og aðra áætlanagerð 4 Uppsetningu skýrsla s.s. ársskýrsla Ú Launaútreikninga, verð- og tollskýrslur Ú Afborganir lána og víxla ofl. ofl. Lögð er áhersla á myndræna framsetningu með línuritum og sneiðmyndum. * ■ Ýtarleg námsgögn og líkanasafn innifalið! Námskeið verða sem hér segir: A: 15.og 21.febrúarv 1987 kl. 9-16 (alls 12 klst). a. X o 2 2 Z w 5 oc I 2 I , ritvinnsla, gagnagrunnur, Tilvalið námskeið fyrir þá sem vilja kynnast eiginleikum Macintosh frá grunni en jafnframt tileinka sér nútimaleg vinnubrögð í leik og starfi. Lögð er áhersla á samtengingu allra þátta forritsins WORKS til hámörkunar á árangri. Sérstök áhersla er lögð á eftirtalin atriði: Ú Útskiptingu leturgerða og hjálparforrita Ú Ritvinnslu og gagnagrunn # Töflureikni, gerð sneiðmynda og línurita Ú Samtenging allra þátta forritsins til hámarksafkasta 4 Notkun tölvutelex og aðgang að gagnabönkum Ytarleg námsgögn, fjöldi leturgerða og hjálpar- forrita auk tilbúinna dæma fylgja á disklingii Námskeið verða sem hér segir: A: 7.,8. og 14.febrúar kl. 9-16 (alls 18 klst). Afsláttur fyrir eldri nemendur og ríkisstarfsmenn. Fjöldi nemenda á hverju námskeiði takmarkaður. I Kennari: Halldór Kristjánsson, verkfræðingur. Nú hafa nær sjötíu manns sótt námskeið okkar um tölvusamskipti. Við viljum nú bjóða þér að kynna þér nýjar leiðir til að nota modem til tölvusamskipta um víða veröld, svo og til að herða á þekkingu þinni á tölvusamskiptum. Ef eitthvert eftirtalinna atriða vekja athygli þína, þá áttu erindi á nátnskeið okkar: t t Baudhraði, pörun, stoppbitar, startbitar, answer, originate, 7 eða 8 bita staflengd, rað- og samsíðatenging, RS232C, V24. Leigulíunur, íslenska símakerfið, íslenska gagnanetið, X.25, X.28, X.29, pakkald og pakkar. Kosmaður við tölvusamskipti. Modem, CCITT- og Bell-staðlar, V21, V22 og V23 Flutningur gagna á milli ólíkra tölva. Samskiptaforrit, macro-lyklar, macroskrár, sjálfkeyrsluskrár X-modem og Kermit samskiptastaðlamir VT100-, VT52- og ASCII-skjáherming. Bulletin Board, Prestel, gagnaleit, fjarvinnsla, tölvuþing, BIX og Easylink tölvutelex. Merking þessara atriða verður skýrð og notkun þeirra kennd á Macintosh og IBM PC tölvum. íslensk handbók um tölvusamskipti fylgir. Tími: 3., 6., og lO.febrúar kl. 17 - 21 Verð kr. 4800 á þátttakanda, 10 % afsláttur veittur, ef fleiri en einn skrá sig frá sama fyrirtæki,__________ Kennari: Halldór Kristjánsson, verkfræðingur. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, verkfræðistofa, Ármúla 5, 108 Reykjavík S® §)©

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.