Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987 Morgunblaðið/Þorkell Fjórar konur voru heiðraðar í afmæli Kvenréttindafélags ís- lands. Sitjandi frá vinstri Valborg Bentsdóttir og Sigurveig Guðmundsdóttir. Standandi frá vinstri Lóa Kristjánsdóttir og Guðrún Gísladóttir. Laufey Sigurðardóttir lék nokkur lög á fiðlu við Afmælisgestir. í afmælið kom m.a. Þorsteinn undirleik Jórunnar Viðar. Pálsson fjármálaráðherra, sem er einn fárra karla félagi í Kvenréttindafélagi íslands. Kvenr éttindaf élagið 80 ára: Fjölbreytt hátíðardagskrá Á Hallveigarstöðum stendur yfir sýning á iistaverkum kvenna sem efnt er til í tilefni 80 ára afmælis Kvenréttindafé- lags Islands. Afmælisins var minnst með fjölmennri veislu síðastliðinn þriðjudag þar sem fjórar konu voru gerðar heið- ursfélagar. „Afmælið var mjög fjölsótt tókst í alla staði ljómandi vel og erum við mjög ánægðar," sagði Lára V. Júlíusdóttir formaður fé- lagsins. Næstu helgar verður afmælisins minnst með umræð- um, upplestri úr verkum kvenna og léttri tónlist. Laugardaginn 31. janúar kl. 15 verða umræður, „opinn ræðustóll" og verður Kar- itas Gunnarsdóttir frummælandi. Laugardaginn 7. febrúar lesa kon- ur úr verkum sínum á Hallveigar- stöðum og sunnudaginn 8. febrúar sýnir leikhús Brúðubílsins stutta Ieikþætti fyrir yngstu kyn- slóðina kl. 16. Námsefni: □ Kynning á tölvum______________________' □ Stýrikerfi og skráarkerfi_______________ □ Kerfisgreining______________________________ □ Kerfishönnun________________________________ □ Forritun____________________________________ □ Gagnasafnsfræði_____________________________ □ íslenski tölvumarkaðurinn___________________ 777 að uppfylla kröfur atvinnulífsins Miöaö er viö aó nemendur hafi stúdentspróf eöa sambærilega menntun eöa starfs- reynslu. Námió er byggt upp á fyrirlestrum og verklegum æfingum sem teknar eru úr atvinnullfinu. Lokapróf ertekið í hverri grein. Nemendur sem útskrifast úrTölvu- skóla Stjórnunarfélags íslands geta aó námi loknu unniö meó tölvunar-, vióskipta- og kerfisfræöingum viö hugbúnaðarframleiöslu og rekstur tölvukerfa. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri Tölvuskólans, Magnús Ingi Óskarsson, i síma 62 10 66. Stjórnunarfélag íslands TÖLVUSKÓLI ..' Ánanaustum 15 Simi: 62 10 66 ' ' r> Tölvuskóli Stjórnunarfélags Islands hefur nú startað í þrjú misseri. Mikill áhugi hefur verið fyrir námi á bessu sviði. Á vormisseri 1987 tekur skólinn til starta 3. febrúar. Kennt verður í 4 klst. á dag í 14 vikur (samt. 280 klst.) Reykjavík: 20 milljónir til íþróttamannvirkja hverfafélaga 12,5 milljónir í vélfryst skautasvell BORGARSTJÓRN hefur sam- þykkt að veita 20 milljónum króna á þessu ári til uppbygging- ar íþróttamannvirkja á íþrótta- svæðum níu helstu hverfafélaga í borginni. Á síðasta ári var veitt 4,5 milljónum til þessara sömu framkvæmda. Þá hefur verið ákveðið að veita 12,5 milljónum króna í vélfryst skautasvell í Laugardal. Júlíus Hafstein formaður íþrótta- og tómstundaráðs sagði að hér væri um stefnubreytingu að ræða. Vonandi héldi þetta áfram á næstu þremur árum þannig að í lok kjörtímabilsins ætti að vera búið að byggja íþróttaaðstöðu hverfafé- laganna upp. Reykjavíkurborg mun greiða 80% af kostnaði við fram- kvæmdir félaganna og er þá miðað við að komið verði upp íþróttavöll- um utanhúss, búningsaðstöðu, áhorfendasvæði og frágang á íþróttasvæðinu en ekki verður veitt fé til íþróttahúsa eða félagsheimila. Styrkur til þeirra bygginga verður með öðrum hætti. „Með þessu viljum við leggja áherslu á starfsemi íþróttafélag- anna og þar með styrkja hið mikla íþrótta- og æskulýðsstarf sem fer fram á vegum þeirra,“ sagði Júlíus. „Við munum stefna að því að ljúka þeim verkefnum þar sem þörfin er mest hveiju sinni.“ Samþykki borgaryfirvalda þarf fyrir íjárframlagi. Löndiuiarheimild- ir veittar út júní RÍKISSTJÓRNIN hefur sam- þykkt að endurnýja löndunar- heimildir grænlenskra rækju- skipa fram á mitt ár. Löndunarheimildirnar runnu út um áramót og voru ekki end- urnýjaðar vegna ágreinings um veiðar Islendinga og Grænlend- inga úr sameigjnlegum fiski- stofnum. Embættismenn beggja landanna ræddu ágreiningsmálin á fundum í Reykjavík um helg- ina. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra og Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra lögðu til á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag að löndunarheimildir grænlensku rækjuskipanna yrðu endurnýjaðar fram til 30. júní. Tillaga ráðherr- anna var samþykkt. íslensk stjórn- völd hafa venjulega endumýjað löndunarheimildir grænlenskra skipa í eitt ár í senn. Utanríkismálanefnd: Fyrirhugaðar viðræður um kjötkaup kynntar MATTHÍAS Á. Mathiesen ut- anríkisráðherra hefur skýrt utanríkismálanefnd Alþingis frá fyrirhuguðum viðræðum við full- trúa Bandaríkjahers um hugsan- leg kjötkaup hér á landi fyrir varnarliðið á Keflavíkurflug- velli. Eyjólfur Konráð Jónsson formað- ur utanríkismálanefndar sagði að engar athugasemdir hefðu verið gerðar við þetta mál. Það væri enn mjög óljóst hvað þetta gætu orðið mikil viðskipti og undirbúningur skammt á veg kominn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.