Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANUAR 1987 15 stórsjó í>g þá oftast einir á ferð. Þessari kröfu var þegar hafnað á haustdögum af stjórn og trúnað- armannaráði SR. Það er því furðu- legt að VSI skuli enn vera að draga samninga á langinn vegna mikil- mennskubijálæðis þeirra sem að unnu. Höfundum bréfsins illræmda og fyrrnefnda ber að láta af ýtni sinni og eyðileggingarstarfi á því mikla starfi sem menn hafa að unnið að undanförnu til að ná sátt- um. Síðari hluti þessarar furðulegu „fréttatilkynningar" er svo fullur missagna, að leiðrétta verður lið fyrir lið. Strax í upphafi bauð SR uppá þá leið sem einföldust var til lausn- ar, þ.e. að semja um lausn eldri krafna og yrði verkfallsboði aflýst. Mánaðarlaun háseta fyrir 8 klst. vakt og/eða dagvinnu eru þessi: Bytjunarlaun háseta kr. 23.612.- Launeftir7 árastarf kr. 28.571,- Þetta eru tölurnar sem venjulegt launafólk á og getur gert saman- burð við. Engin ákvæði eru um hámarksvinnutíma, sem eru þó alls staðar í gildi nema á þeim skipum sem sigla undir svokölluðum „þæg- indafána“. Má eiga von á að íslensk skip sigli undir fána Grænhöfða- eyja? Með því virðist að sumt sé hægt að spara, t.d. útfararkostnað. Eða hvað? Lítilsháttar og illa metin yfir- vir.nugreiðsla fyrir vinnu á kvöldi og nóttu þegar vakt er staðin er í sjálfu sér ekki annað en dulbúið vaktaálag. SR hefur boðist til að breyta þessu. Fastákveðin vinna á sjóvakt er ekki greidd frekar þótt þar sé unnið á jólum, páskum eða öðrum helgidögum. Á síðustu árum hefur áhafnar- meðlimur fækkað mikið, sbr. framangreindar magntölur. Þetta hefur SR jafnvel samþykkt umfram gildandi samninga, svo útgerð far- skipa verði hagkvæmari. En hver verður þeirra hlutur? Verður hann aðeins lengri vinnutími og lengri útivist? Eiga farmenn í síauknum mæli að gegna hlutverki galeiðuþrælsins, sem fluttur er milli hafna innan- lands og utan til að gegna hlutverki hafnarverkamannsins? Sumum okkar, sem flokkast undir maga- þenjandi jólakrásasveina, þætti ekki gott frekar en öðrum Islendingum að fá 20 mínútur í matarhlé á að- fangadagskvöld. En þetta var hásetum á einum fossi „óskabarns- ins“ boðið upp á um sl. jól í einu austantjaldslandanna. Þessi frásögn sýnir í sjálfu sér ekki annað en þá staðreynd að far- menn verða að vinna það sem þeim er sagt að gera, hvenær sem er og undir hvaða kringumstæðum sem er. Fyrir slíkt ætti að greiða sér- staklega, ekki síst þegar ekkert hámark er fyrirsjáanlegt á fyrir- skipuðum vinnutíma. I fréttatilkynningu VSÍ er talað um upphlaup samninganefndar og hlaup frá samningsgrundvelli sem fýrir lá. Um þetta hefur orðið mik- il umræða og skrif og svo mun komið að framleiðendur þvottadufts og svaladrykkja telja samninga- nefnd og stjómendur SR skúrka og þijóta og tjá sig þar þar um. Svar til þeirra mun bíða betri tíma, en óhætt er að benda þeim „steypukörlum" á að það eru ekki íslenskir farmenn sem nú stöðva útflutning og framleiðslu íslenskra iðnrekenda í færeysk fiskiskip, sem hér koma, því síður útflutning frystrar vöru til Bandaríkjanna, heldur íslensk stjórnvöld. „Upphlaup" hluta samninga- nefndar SR varð m.a. vegna vanefnda útgerðarmanna á að koma skilaboðum undirnefndar í viðkvæmri sáttaleitan inn á borð viðsemjenda án þess að falsa hana. Þótt sendimaður útgerðanna, sem að boðskapnum hafði unnið, segi við SR: „Þeir breyttu textanum aðeins, en það á ekki að skipta öllu máli.“ En það gerði það einmitt og gat þýtt vinnu háseta í iandi á krön- um, lyfturum og jafnvel upp í frystihúsum. Marga góða útgerðarmenn hefi ég hitt á liðnum árum, en þeim fer fækkandi. Samt verða þeir aldraðir og sjúkir og þurfa sína sjálfsögðu hjálp sem og aðrir er háum aldri ná. Þeir mega vita að félagsmenn SR láta ekki lengur nota sig óspar- að né nota höfuð sín sem klöppunar- stað blautra sjóvettlinga, þeirra sem útgerðir telja helst til fyrirmyndar officera. „Þrekleysi" Sjómannafélags Reykjavíkur mun ekki verða vand- inn að iausn þessarar deiiu. En er ekki vandamálið mesta að vinnuveitendur nái nokkrum þroska og hætti blæstri og fumi? Hinir sem blása í sífelldri köfun geta komið upp og blásið sig síðan austur, vest- ur, norður og niður. Á þá verður ekki einu sinni skotið. Höfundur er ritari Sjómannafé- lags Reykjavíkur og einn af alþingismönnum Sjálfstæðis- flokks fyrir Reykjavíkurkjör- dæmi. Sjávarafurðadeild Sambandsins: 4.820 lestir af skreið fluttar utan síðasta ár Multiplan 3.-4. feb. Stýrikerfi 1 (DOS) 27. feb. S/36 stýrikerfi 10. feb. WordPerfect 2.-3. mars Word Perfect frh. 12.-13. feb. Word 4.-5. mars Grunnnámskeið 18. feb. Grunnnámskeið 11. mars Stýrikerfi 1 (DOS) 19. feb. Stýrikerfi 1 (DOS) 12. mars ÓPUS fjárhagsbókhald 23. feb. Stýrikerfi 2 (DOS) 13. mars ÓPUS viðskiptamannabókhald 24. feb. Lotus 123 17.-19. mars ÓPUS birgðabókhald (V2 dagur) 25. feb. Word Perfect 23.-24. mars ÓPUS sölukerfi (V2 dagur) ÓPUS innflutningskerfi 25. feb. 26. feb. dBase III+ 25.-27. mars TOLVUSKOLI Námskeiðin eru haldin í húsnæði okkará Nýbýlavegi 16, Kópavogi. Kennt er 6 klst. á dag, frá 9 til 12 og 13 til 16. Þátttakendum er boðinn hádegisverður í mötuneyti okkar. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 641222 g^|gGísu j. johnsen Útflutningur skreiðar hefur ekki verið meiri síðan 1981 Sjávarafurðadeild Sambands- ins flutti utan á síðasta ári 4.820 lestir af skreið og hertum haus- um. Að magni til er þetta mesti árlegi útflutningurinn á vegum deildarinnar að undanskildu ár- inu 1981. Til Nígeríu fóru 2.940 lestir af hausum og 1.590 iestir af skreið, en útflutningur skreið- ar nam alls 1.880 lestum og fór mismunurinn til ýmissa landa, einkum Italíu. 1981 flutti Sambandið út 5.650 lestir af skreið og heitum hausum. 1982 nam útflutningurinn 2.950 lestum, 4.100 lestum 1983, 100 lestum 1984 og 374 lestum 1985. Nígería hefui’ á þessum tíma verið stærsti markaðurinn en hann var að mestu lokaður árin 1984 og 1985. Vegna breyttrar skipanar gjaideyrismála í Nígeríu er minni vandkvg?ðum bundið að koma skreið inn í landið en síðustu miss- eri, en innflytjendur verða hins vegar að greiða hærra verð fyrir hana í þarlendum gjaldmiðli en áð- ur. Um nokkurra ára bil hefur Sjávarafurðadeildin selt skreið i gmáum stíl til Bandaríkjanna og Ástralíu. Kaupendur í Bandaríkjun- um hafa lagt mikla áherzlu á að afgreiðsla raskaðist ekki þótt upp kæmu vinnudeilur hér á lándi og hefur það borðið við að skreiðin hafi verið flutt flugleiðis vestur um haf. Síðustu mánuði hefur verið mikil eftirspurn eftir hertum hausum í Nígeríu. Þær birgðir, sem til voru hjá framleiðendum, eru fyrir nokkru upp seldar og má heita að hausun- um sé afskipað jafnóðum og þeir eru fullverkaðir og tilbúnir til út- flutnings. Á vegum framleiðenda deildarinnar eru enn nokkrar skreiðarbirgðir í landinu, en þær hafa minnkað jafnt og þétt á síðustu mánuðum. Samkvæmt upplýsingum Ragn- ars Siguijónssonar, sölustjóra í Skreiðardeild Sambandsins, er nú nokkur tími liðinn síðan búið var að greiða alla skreið, sem flutt hafði verið utan til ársloka 1985. Oll skreið, sem Sjávarafurðadeild flutti utan á árinu 1986, var ýmist seld með staðfestum greiðsluábyrgðum í bönkum á Vesturlöndum eða gegn fy ri rframgreiðslu. (Úr fréttatilkynningu) i Einhverjum kalt. . . Hinir landskunnu hitablásarar frá Hitablásarar: Thermozone: Geislaofnar: Kam bofnar: Viftur: 2kw. lfasa■ Stærðir: 3 )_4.5 kw.lfasa' 2—23 kw. 1 fasa og 3 fasa. til notkunar: iðn.húsnœði, nýbyggingum, skipum. lúguop, hurðarop, o.fl. svölum, garðhúsum, lagerhúsnœði. skipum, útihúsum, rökum stöðum. skrifstofum, iðnaðar- og lagerhús- Talið við okkur. - Við vitum allt um hitablásara. .JTRÖNNING Sundaborg, sími 84000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.