Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 23. tbl. 75. árg. FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Umsáturá Filippseyjum Tæplega 1000 stjórnarhermenn sátu í gær um sjónvarpsstöð í Manila, sem uppreisnarmenn tóku á sitt vald er þeir reyndu að ræna völdum á Filippseyjum á þriðjudagsmorgun. I gær var tvívegis skotið táragassprengjum inn í bygginguna en þar voru tæplega 200 menn. Talsmenn stjórnar Coraz- on Aquino segja fylgismenn Ferdinands Marcos, fyrrum forseta, hafa staðið að baki valdaránstil- rauninni. Foringi þeirra sem hertóku sjónvarpsstöðina hóf í gærkvöldi samningaviðræður við stjórnarherinn og var búist við að umsátrinu myndi brátt ljúka. Myndin var tekin í gær og sýnir fjóra uppreisnarmenn fyrir framan sjónvarpsstöðina. Stefnuræða Ronalds Reagan: Sovéskir fjölmiðlar gagnrýna forsetann Moskvu, Washington, AP, Reuter. SOVÉSK dagblöð veittust harð- lega að Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta i gær og sögðu stefnuræðu hans, sem hann flutti í fyrrinótt, hafa verið uppfulla af óhróðri um Sovétríkin. Frétta- skýrandi JVovosti-fréttastofunn- ar sagði ræðu forsetans hafa valdið vonbrigðum og að Reagan hefði fyrirfram ákveðnar hug- myndir um stöðu alþjóðamála, sem væru í engu samræmi við raunveruleikann. A Bandaríkja- þingi sögðu leiðtogar Demó- krataflokksins að þeir væru reiðubúnir til að vinna með Reag- an þau tvö ár sem eftir lifa af forsetatíð hans. Robert Byrd, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í gær að flokksmenn hans væru reiðbúnir til að eiga vinsam- legt samstarf við Reagan forseta og ástæðulaust væri að átök og sundurþykkja settu svip sinn á þau tvö ár sem Reagan mun sitjá til viðbótar á forsetastóli. Byrd sagði nauðsynlegt að forsetinn leysti kreppu stjórnarinnar vegna vopna- sölunnar til íran. Einungis á þann hátt gæti forsetinn öðlast tiltrú bandarísku þjóðarinnar á ný. Jim Wright, forseti fulltrúadeildarinnar, flutti ræðu í gær og ræddi einkum stöðu efnahagsmála í Bandaríkjun- um. Wright fagnaði því að Reagan skyldi hafa rætt um hinn mikla við- skiptahalla Bandaríkjanna en bætti við að þingmenn hefðu þegar gripið til aðgerða til að draga úr honum. Tass-fréttastofan sovéska birti í gær útdrátt úr ræðu Reagans og lagði sérstaka áherslu á þá kafla sem fjölluðu um samskipti risaveld- anna og afvopnunarmál. Var Reagan sakaður um að virða að vettugi þau drög að samkomulagi, sem rædd voru á fundi leiðtoganna í Reykjavík. Fréttastofan sagði „varfærni“ hafa einkennt ummæli forsetans um vopnasöluna til Iran. Að öðru leyti lýsti Tass ræðu forset- ans sem takmarkalausum óhróðri um Sovétríkin, stefnu þeirra og þjóðfélagsgerð alla. Sjá nánar um stefnuræðu Reagans á bls. 27. Fimm herskip Banda- ríkjaflota á Persaflóa Napólí, Washington, AP, Reuter. FIMM herskip úr flota Banda- ríkjamanna voru í gær send inn á norðanverðan Persaflóa og voru í gærkvöldi skammt undan strönd Kuwait. Þá var tveimur flugmóðurskipum skipað að halda sig á Miðjarðarhafi og hélt eitt, þeirra austur á bóginn í átt til Líbanon. Kuwait og hafa þeir m.a. rætt leið- ir til að binda enda á Persaflóastríð- ið. íranir sitja ekki fundinn og hafa hryðjuverkahópar þeim hliðhollir haft í hótunum við fundarmenn. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á þriðjudag- inn að Bandaríkjastjórn myndi telja það alvarlega ógnun ef átökin fyrir botni Persaflóa breiddust út. Sagði hann að írönskum ráðamönnum væri fullkunnugt um þessa afstöðu ríkisstjórnarinnar. Vitað er að bandarískir embættismenn óttast mjög að öfgafullir múhameðstrúar- menn komist til valda í fleiri ríkjum við Persaflóa ef írönum tekst að sigra íraka. Þar með yrði hagsmun- um vestrænna iðnríkja ógnað því flest kaupa þau olíu frá Persaflóa- ríkjunum. Fréttir ber- ast af Waite London, AP. ERKIBISKUPNUM af Kant- araborg bárust í gærkvöldi þær fréttir að Terry Waite, sendimaður biskups, væri í öruggum höndum og væri enn að semja um frelsi gísla, sem eru í haldi í Líbanon. Waite kom til Líbanon þann 12. þessa mánaðar og hafði ekkert til hans spurst í rúma átta sólarhringa. I tilkynningu frá erkibiskupnum sagði að Waite hefði í gær átt fundi með öfgafullum múslimum en getgátur höfðu verið uppi um að honum hefði einnig verið rænt. Sovétríkin: Kunayev vikið úr stj órnmálaráðinu Moskvu, Reuter, AP. Morgunblaðið/Rax Alexander Yakolev (t.h) á blaðamannafundi Gorbachevs í Háskólabíó. Bandarískir embættismenn sögðu í gær að með þessu viidi Bandaríkjastjórn sýna Irönum og skæruliðahópum í Líbanon að Bandaríkjamenn hygðust vetja hagsmuni sína á þessum slóðum. Embættismaður einn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að skip- in hefðu verið send inn á Persaflóa til að fullvissa vinveitt arabaríki um að Bandaríkjastjórn væri reiðubúin til að sýna „styrk og ákveðni" þeg- ar þess væri þörf þar sem spenna færi nú vaxandi í þessum heims- hluta. Bandaríkjastjórn skipaði þegnum sínum í gær að hverfa frá Líbanon innan 30 daga. Flugmóðurskipið Nimitz var á leið til hafna í Frakklandi og á ít- alíu þegar skipherranum var í gær fyrirskipað að halda sig á Miðjarð- arhafi. Flugmóðurskipið Kennedy er einnig í nágrenninu og í gær bárust fréttir um að flugmóðurskip- ið Kitty Hawk hefði fengið fyrir- skipun um að halda frá Filippseyj- um og hraða sér inn á Indlandshaf. Leiðtogar arabaríkja funda nú í Dinmukhanied Kunayev, sem í eina tíð var náinn samstarfs- maður Brezhnevs fyrrum Sovét- leiðtoga, var vikið úr stjórn- málaráði sovéska kommúnista- flokksins í gær. Ennfremur tilkynnti 7’ass-fréttastofan að Mikhail Zimyanin, sem einnig komst til metorða í valdatið Brez- hnevs, hefði látið af störfum sem ritari miðstjórnarinnar sökum þverrandi heilsu. í tilkyi.ningu Tass sagði að Alex- ander N. Yakolev, sem verið hefur ritari miðstjórnarinnar og er dyggur stuðningsmaður Mikhails Gorb- aohev, hefði verið gerður að fulltrúa í stjórnmálaráðinu án atkvæðisrétt- ar. Yakolev hefur farið með áróð- ursmál og var í eina tíð sendiherra í Kanada. Að auki voru þeir Nik- olai N. Slunkov og Anatoly I. Lukyanov hækkaðir í tign og skip- aðir ritarar miðstjórnarinnar. Báðir eru þeir handgengnir Gorbaehev. Ritarar miðstjórnar standa skör lægra en meðlimir stjórnmálaráðs- ins í valdakerfi Sovétríkjanna. Þar sem Kunayev var vikið úr stjórnmálaráðinu (Politburo) sitja þar nú ellefu fullgildir meðlimir með atkvæðisrétt. Kunayev hafði verið gagnrýndur fyrir slælega stjórn er hann var flokksleiðtogi í Kazakhst- an og gerður ábyrgur fyrir óeirðum í Alma Ata í desembermánuði. I ræðu sinni á þriðjudag gagnrýndi Gorbachev hið staðnaða embættis- mannakerfí Brezhnev-tímabilsins og kom því ekki á óvait að Kunay- ev skyldi víkja. Á hinn bóginn kom á óvart að fullgildur meðlimur skyldi ekki skipaður í hans stað og telja fréttaskýrendur það vísbend- ingu um að Gorbachev hafi ekki náð þeim markmiðum sem hann stefndi að. Sjá ennfremur uin ræðu Gorbachevs á bls. 26 og for- ystugrein á miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.