Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987
Furðuhlut-
urimi var
Júpiter
New York, AP.
KOMIÐ er í ljós að furðuhlutur-
inn, sem fiugmenn japanskrar
þotu töldu hafa flogið samsíða
vélinni er hún var á leið frá Is-
landi til Alaska, var í raun og
veru reikistjarnan Júpíter.
Vísindamenn hafa reiknað út
að Júpiter var 10 gi'áðum yfir
sjóndeildarhring og því virtst
vera í sömu hæð og flugvélin,
35.000 fetum. Hafi reikistjarnan
Marz verið aðeins neðar og til
hægri og komi það heim og sam-
an við það að flugmaðurinn taldi
sig í fyrstu sjá tvö ljós.
í afritum af samtölum flug-
mannanna við stöðvar á jörðu
niðri kemur í ijós að þeir sögðu
„furðuhlutinn" hafa horfið er
þeir flugu í hring á miðri leið.
Haft var hins vegar eftir flug-
stjóranum í fjölmiðlum að ljósin
hefðu fylgt vélinni eftir í hring.
Júgóslavía:
10 deyja
úr kulda
Belgrað, Reuter.
TÍU Júgóslavara hafa látið lífið
af völdum kulda síðustu tvær
vikurnar, að sögn embættis-
manna. Nokkrir hinna látnu
frusu í hel.
Fótbolta-
unnendur
í fangelsi
Cherbourg, Reuter.
FIMM brezkir knattspymuunn-
endur voru dæmdir í tveggja
mánaða fangelsi hver fyrir að
ráðast á tvo lögregluþjóna og
slasa þá sl. nóvember.
Atvikið átti sér stað er 30
kófdrukknir áhangendur knatt-
spymuliðsins Gosport tóku að
brjóta allt og bramla í stórmark-
aði í frönsku borginni Cher-
bourg. Þegar lögreglumennimir
birtist og hugðust stilla til friðar
réðust fimm úr hópnum á þá. í
ryskingunum slösuðust lög-
regluþjónamir.
69 drukkna
í flóðum í
Brazilíu
Sao Paulo, AP.
FIMM daga skýfall leiddi til
flóða og skriðufalla í Brazilíu
með þeim afleiðingum að 69
manns dmkknuðu í vatni eða
aur og tæplega 10 þúsund
misstu heimili sín. Hinnir látnu
bjuggu flestir meðfram ánni Ti-
ete, sem liggur í gegnum Sao
Paulo. Flóðin tóku með sér brýr,
vegi, rafmnagnslínur og tveir
flugvellir vom undir vatni í
nokkra daga.
Aldraðar
jarðmenjar
Eugene, AP.
FUNDIST hefur elzti steingerv-
ingur, sem vitað er um, við
Potters Mills í miðju Pennsyl-
vaníuríki. Er um að ræða nokkur
greni eða göng, sem dýr á borð
við þúsundfætlur, em talin hafa
grafíð.
Talið er að steingervingamir
séu 438-448 milljónir ára gaml-
ir, að sögn Gregory Retallack,
jarðfræðings í Oregonháskóla.
Elztu steingervingar, sem vitað
var um, vom 414 milljónir ára.
Þeir vom einnig af þúsundfætl-
um og fundust í Skotlandi og
Wales.
Ár liðið frá því
Challensrer fórst
Kanaveralhöfóa. AP. ^»« ^
Kanaveralhöfða, AP.
ÞESS var minnst í gær í geimvís-
indastofnuninni á Kanaveral-
höfða að eitt ár var þá liðið frá
því geimferjan Challenger
splundraðist skömmu eftir geim-
skot.
Challenger sprakk 73 sekúndum
eftir að henni var skotið á loft og
beið áhöfnin, sjö menn, öll bana. Til
að minnast hins hörmulega atburðar
var starfsemi stofnunarinnar stöðv-
uð í 73 sekúndur í gær. Að þagnar-
stundinni lokinni ávarpaði Ronald
Reagan, forseti Bandaríkjanna,
starfsmenn NASA í lokaðri sjón-
varpssendingu. Einnig var efnt til
73 sekúndna minningarstundar í
bamaskólum um land allt.
Þingnefnd kanni rann-
sókn Palme-morðsins
Hans Holmer skipaður lögreg-lustjóri Svíþjóðar?
Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara
SÆNSKA stjórnin ákvað í dag
að fela sérstakri þingnefnd að
fara ofan í saumana á rannsókn-
inni á morðinu á Olof Palme,
fyrrverandi forsætisráðherra
Svíþjóðar.
Þá komst sá orðrómur á kreik í
gær að Ingvar Carlsson, forsætis-
ráðherra, og leiðtogi Jafnaðar-
mannaflokksins, hefði gert
samkomulag við leiðtoga annarra
stjórnmálaflokka um að rannsókn
á morðinu á Palme yrði tekin úr
höndum Hans Holmer, lögreglu-
stjóra í Stokkhólmi. Ekki fékkst
staðfest hvað hæft væri í þessu.
Þá var því einnig hvíslað að Hol-
mer yrði í dag hækkaður í tign og
útnefndur ríkislögreglustjóri
Svíþjóðar. Það fékkst heldur ekki
staðfest.
Búizt er við að Solveig Riberdahl
verði í dag skipaður saksóknari í
Palme-morðmálinu.
Hinn 28. febrúar nk. verður eitt
ár liðið frá morðinu á Palme. Verð-
ur þess minnst með mikilli blysför
Morgunblaðsins:
í miðborg Stokkhólms og minning-
arguðsþjónustu.
ERLENT
Terry Waite
Reuter
Mannránin í Líbanon:
Vestur-Þj óð verj -
arnir saefðir á líii
Bonn, Beirút, London, AP. Reuter.
YFIRVÖLD i Bonn hafa fengjð upplýsingar um að tveir Þjóðverjar,
sem rænt var á dögunum í Líbanon, séu á lífi. Jafnframt var frá því
skýrt að fundizt hefði birgðir af öflugu fljótandi sprengiefni í felu-
stað, sem tilheyrði flugræningjanum Mohammad Ali Hammadi, sem
handtekinn var nýlega í Vestur-Þýzkalandi.
Hamadi var að koma frá Beirút rændu Vestur-Þjóðverjunum Rudolf
er hann var handtekinn á flugvellin-
um í Frankfurt. Fundust níu lítrar
af sprengiefninu í fórum hans en til
að villa um fyrir tollvörðum var því
komið fyrir í vínflöskum. A mánudag
var bróðir Hamadi, Ali Abbas Ham-
adi, sem er vestur-þýzkur ríkisborg-
ari, handtekinn er hann kom frá
Beirút. Hann var samferða bróður
sínum til V-Þýzkalands 13. janúar
sl. en starfsmenn útlendingaeftirlits-
ins áttuðu sig ekki á hver þar væri
á ferðinni því hann framvísaði þýzku
vegabréfi. Hélt hann aftur til Beirút
með næstu flugvél.
Fullyrt er að það séu menn ná-
tengdir Hamadi-bræðrunum sem
Cordes og Alfred Schmidt í Beirút
til að koma í veg fyrir framsal Mo-
hammeds til Bandaríkjanna. Hann
er eftirlýstur vegna ráns á þotu
TWA-flugfélagsins 1985 og morða
því tengdu.
Líbanskur samstarfsmaður Ham-
adi-bræðranna var handtekinn er
lögregla gerði áhlaup á tvö hús í
þorpinu Beckingen í Saarlandi, rétt
hjá frönsku landamærunum. í að-
gerðunum fundust rúmlega 20 lítrar
af methyl nítrati, sem er gífurlega
öflugt sprengiefni. Er það notað sem
eldsneyti í eldflaugar. Áletranir á
flöskum, sem sprengiefnið var geymt
í, voru á arabísku. Talið er að sprengi-
efnið hafi verið í eigu arabískra
hryðjuverkasamtaka, sem hafi bæki-
stöðvar í Vestur-Þýzkalandi.
Þá hélt blaðið an-Nabar í Beirút
því fram í gær að það hefði fengið
sönnur fyrir því að Terry Waite,
sendimaður ensku biskupakirkjunnar
væri ekki í haldi mannræningja.
Hann ætti í viðræðum við ræningja
tveggja Bandaríkjamanna og færi sér
hægt í von um að ná árangri. Hefðu
læknir og fyrrum ráðherra staðfest
að ekkert amaði að Waite og að hann
væri ekki fangi mannræningja.
Talsmaður brezku ríkisstjórnarinn-
ar sagði í gær að hún væri reiðubúin
að stofna til viðræðna við öfgamenn
í Beirút ef það mætti verða til að
upplýsa hvar Waite væri niðurkominn
og til að tryggja frelsi Bandaríkja-
mannanna tveggja. Ekkert hefur
spurzt til Waite frá 20. janúar.
Miðstjórnarfundur sovéska kommúnistaflokksins:
Gorbachev réðst heiftarlega
á stjórnarhætti Brezhnevs
Einkenndust af sýndarmennsku, orðagjálfri, veisluglaumi og skrifræði
Moskvu. Reuter.
MIKHAIL Gorbachev Sovétleiðtogi réðst heiftarlega á stjórnarhætti
Leonids Brezhnevs, fyrrum æðstráðanda i Kreml, í ræðu, sem hann
flutti á fundi miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins á þriðjudag,
og sagði, að í stjórnartíð hans hefðu stöðnun og hnignun sett mark sitt
á þjóðlíf í Sovétríkjunum.
Gorbachev sagði, að á síðustu
árum Brezhnev-stjómarinnar hefði
foiystuliðið horft upp á „sívaxandi
drykkjuskap, eiturlyfjaneyslu og
glæpastarfsemi", en hvorki hrært
legg né lið til að sinna þörfum venju-
legs fólks. Lífínu var lifað í „heimi
sýndarmennsku, þar sem alvarleg
vandamál hurfu í skuggann af orða-
gjálfri og veisluglaumi og skrifræði
sligaði efnahag landsins og kæfði
menningarlífið".
Gorbachev fordæmdi veikleika for-
ingjans fyrrverandi fyrir orðum og
titlum, án þess þó að nefna hann
nokkru sinni á nafn, svo og tilhneig-
ingu hans til að halda hlífískildi yfír
hátt settum vinum sínum, sem nú
hafa verið úthrópaðir fyrir spillingu.
í þessari hvassyrtu ræðu, sem
Tass-fréttastofan greindi frá, er
gengið miklu lengra í að gagnrýna
Brezhnev-tímann en tíðkast hefur
hjá nýju foiystunni og opinberum
málgögnum undanfarið ár. Frétta-
skýrendur, sem lengi hafa fylgst með
þróun mála í Kreml, segja, að tónn-
inn minni á fordæmingu Nikita
Khruschev á Stalín árið 1956 — og
viðleitni hins fyrmefnda til að breyta
sovésku þjóðfélagi nýtur nú vel-
þóknunar forystunnar, þótt ekki sé
haft hátt um það.
„Það er engu líkara en þetta sé
fyrsti kaflinn í því sem við gætum
nefnt „afbrésnefun“,“ sagði erlendur
fréttaskýrandi. Árásir Khruschevs á
stjómarhætti Stalíns og arfinn frá
valdatíð hans voru á sínum tíma oft
nefndar „afstalínun".
Gorbachev beindi spjótum sínum
að því „sem gerðist í landinu seint á
áttunda áratugnum og í upphafi hins
níunda" — á síðustu stjómarárum
Brezhnevs, sem varð flokksleiðtogi
1964, þegar Khruschev var ýtt út í
kuldann, og lést í embætti í nóvem-
ber 1982, 75 ára að aldri.
„Hugsjónaeldi, vinnugleði og föð-
urlandsást" þjóðarinnar var spillt
með þjóðfélagslegri uppdráttarsýki,
sem leiddi til vantrúar og sinnuleys-
is, sagði hinn 55 ára gamli Sovétleið-
togi, sem nú hefur verið við völd í
bráðum tvö ár.
„Sá hluti þjóðarinnar, þar á meðal
ungt fólk, sem hafði það að æðsta
markmiði í lífínu að öðlast efnisleg
gæði með öllum tiltækum ráðum,
varð æ stærri," sagði Gorbachev.
„Fólk varð sífellt forhertara í þess-
ari afstöðu sinni, eitraði andrúmsloft-
ið í kringum sig og ýtti undir
neysluhyggju. Sívaxandi drykkju-
skapur, eiturlyfjaneysla og glæpa-
starfsemi voru til merkis um
þjóðfélagslega hnignun," sagði
Gorbachev, sem ýtt hefur undir um-
ræður um síðasttöldu vandamálin.
„Virðingarleysi fyrir lögum, mútu-
þægni, tækifærismennska og smjað-
ur höfðu eyðileggjandi áhrif á
andrúmsloftið í þjóðfélaginu," bætti
hann við og átti þar greinilega við
allt lofíð, sem hlaðið var á Brezhnev.
Þegar Brezhnev lést var hinn „frá-
bæri leiðtogi" formlega hylltur fyrir
„sögulegt starf“ í þágu landsins,
flokksins og alþjóðahreyfíngar
kommúnista. Iðnaðarborgin Naber-
ezhniye Chelny var heitin eftir
honum, svo og hverfí í Moskvu, torg
í stórum borgum, raforkuver, skólar,
verksmiðjur, kjamorkuknúinn
ísbijótur, herskip og farþegaskip.
Fréttaskýrendur segja, að mikil
líkindi séu til, að mörg upprunalegu
nafnanna verði tekin fram aftur á
svipaðan hátt og gerðist eftir 1956,
þegar nafr. Stalíns var máð út af
landakortum.
Þrátt fyrir hörð orð um innan-
landsstjóm Brezhnevs sagði Gorb-
achev ekki eitt styggðaryrði um
utanríkisstefnuna í tíð þessa fyrrver-
andi Sovétleiðtoga, og er núverandi
forysta þó að leitast við að komast
upp úr því fari, sem utanríkismálin
lentu í á áttunda áratugnum.
í grein, sem birtist í flokksmál-
gagninu Prövdu í síðasta mánuði, í
tilefni af því, að þá hefði Brezhnev
orðið áttræður, sagði, að hann hefði
átt þátt í uppbyggingu sovéska hers-
ins og beitt sér fyrir slökunarstefnu
gagnvart Vesturlöndum á áttunda
áratugnum. En reiðitónninn í ræðu
Gorbachevs á mánudag bendir til,
að það jákvæða í stjómartíð Brezhn-
evs sé nú litið smáum augum í
Kreml. „Sú kommúníska meginregla,
að allir séu jafnréttháir, var oft brot-
in,“ sagði Gorbachev. „Margir
flokksmanna, sem gegndu háum
embættum, voru hafnir yfír eftirlit
og gagnrýni, og það leiddi til þess,
að þeir gerðu mistök í starfí og
frömdu alvarleg brot á siðareglum
flokksins," bætti hann við og átti þar
greinilega við háttsetta embættis-
menn, sem voru í vinfengi við
Brezhnev.