Morgunblaðið - 29.01.1987, Síða 47

Morgunblaðið - 29.01.1987, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANUAR 1987 47 síðan um byggingarlóð og byggðum okkur raðhúsið Borgarhlíð 6, ásamt tveim öðrum fjölskyldum. Þegar byggingarframkvæmdir hófust mætti Stefán með jarðýtuna og ýtti út úr grunninum. Þarna unnum við síðan ásamt fólögum okkar og fjölskyldum að byggingu hússins og myndaðist þá einlæg vinátta á milli okkar allra, sem aldrei hefur borið nokkurn skugga á síðan. A þessum tíma fór Stefán sífellt að tala meira og meira um það að láta nú verða af því að læra flug, en sá draumur hafði blundað með honum lengi. Honum bauðst síðan að fara til náms í flugvirkjun til Tulsa í Banda- ríkjunum á vegum Flugfélags Norðurlands. Þegar þetta kom til tals var rað- húsið rétt að skríða upp úr jörðinni og togaðist það á í honum hvað gera ætti. Það var ekki svo lítið átak að fara utan til náms með konu og böm og leggja frekari byggingaráform á hilluna. Það var skotið á húsfundi þarna í grunnin- um og lýsir niðurstaða hans betur en nokkur orð þeim hug sem við félagarnir bárum til Stefáns. Hann var hvattur til að fara utan og var jafnframt fullvissaður um það að byggingarframkvæmdir héldu áfram með sama hraða og áformað hafði verið. Þetta gekk síðan eftir og hann lauk náminu með glæsi- brag á innan við einu og hálfu ári. Hann kom síðan heim og hélt áfram húsbyggingunni og hóf störf sem flugvirki hjá flugfélagi Norður- lands. Upp úr því fer hann síðan að leggja aukna rækt við flugnámið og aflar sér flugmannsréttinda. Kostnaðurinn við flugvirkja- og flugnámið var að lokum orðinn það mikill að þau hjónin tóku þá ákvörð- un að fá sér minni íbúð og grynna á skuldunum. Það var erfið ákvörðun fyrir þau Stefán og Auði að selja raðhúsið og söknuðum við Didda og krakk- amir góðra nágranna mjög, enda samgangur óvenjumikill á milli heimilanna. Það var síðan um mitt ár 1984 að Hörður Guðmundsson fram- kvæmdastjóri flugfélagsins Ernir á ísafirði réð Stefán til sín sem flug- mann. Þar starfaði hann svo sem flugmaður til hinstu stundar og aflaði sér trausts og virðingar í starfi sínu. Þarna undi hann hag sínum vel og nú fór saman starf hans og aðal áhugamál. Óvenjusterk vinátta hafði mynd- ast á milli Auðar og Stefáns og Harðar og konu hans Jónínu og varð ég mjög var við þá miklu virð- ingu sem þeir báru hvor fyrir öðrum. Nú er í annað sinn á innan við einu ári höggvið djúpt skarð í þetta litla flugfélag sem þjónað hefur Vestfirðingum svo vel og dyggilega. Það er oft erfitt að skilja gang lífsins og á svona stundum er mað- ur gjörsamlega lamaður. Eg bið góðan Guð að veita Herði og fjölskyldu hans og starfsmönn- um flugfélagsins Ernir styrk í þessum þungu raunum. Nú bíða börn okkar Diddu ekki lengur eftir því að Stebbi frændi komu á flugvélinni sinni til Akur- eyrar og taki þau með í heimsókn til ísafjarðar, en margar ferðir voru þau búin að fara með honum. Þeir bræðurnir Einar og Bjarni voru báðir með það efst á óskalist- anum að fá að fara með skíðin sín til Stebba og Auðar um páskana. Ég bið góðan Guð að styrkja Auði og börnin þeirra þrjú, þau Sigvalda, Fjólu og Vigni, aldraða móður, systkini hans, tengdafor- eldra og aðra ástvini í þessari miklu sorg, en minningin um góðan dreng og einstakan félaga lifir áfram. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Br.) Guðmundur Sigurbjömsson í dag er til moldar borinn vinur minn og félagi Stefán Páll Stefáns- son flugmaður. Okkar leiðir lágu fyrst saman er hann starfaði sem flugvirki hjá Flugfélagi Norður- lands, það leyndi sér ekki að þar fór vandvirkur og samviskusamur maður enda naut hann trausts allra sem til þekktu. Jafnframt flug- virkjanámi og starfi heima og erlendis lagði hann stund á flugnám og lærði til einkaflugs sem hann stundaði sér til ánægju fyrstu árin og átti m.a. hlut í lítilli einkaflug- vél á Akureyri. Snemma varð ljóst að hugur hans stefndi til frekara náms í flugi enda var hann sérlega nettur og næmur flugmaður. Fór svo brátt að flugið átti hug hans allan og hóf hann atvinnuflug- mannsnám eins og hugur hans hafði staðið til. Að námi sínu loknu fór hann að líta eftir vinnu á því sviði, þegar tímar liðu fram og hann hafði öðlast næga reynslu. Var það mér sönn ánægja að fá slíkan mann til starfa sem Stefán var, mann sem þekkti flugið frá öllum hliðum, bæði tæknilega sem flugvirki og flugmaður og að lokum flugstjóri. Það var snemma Ijóst að hann bar mikla vlrðingu fyrir starfí sínu og að hann ávann sér verðskuldað + Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, KOLFINNU MAGNÚSDÓTTUR, Halldórsstöðum, Laxárdal, fer fram frá Þverárkirkju laugardaginn 31. janúar. Magnús Þ. Torfason, Hjálmar Torfason, Ásgeir T orf ason, Guðrún Torfadóttir, Sigiður Torfadóttir Sigrföur Þórðardóttir, Unnur Pétursdóttir, Hrafnhildur Ólafsdóttir, Andrés Magnússon, og barnabörn. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur vinarhug og samúð við andlát og jaröarför dóttur okkar, ANNÝJAR OLSEN. Jenný Guðlaugsdóttir, Haukur Hallgrímsson og fjölskylda. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð við andlát og jaröarför systur okkar, ÖNNU GUÐRÚNAR INGÓLFSDÓTTUR. Soffía E. Ingólfsdóttir, Vilhelmfna Markan. traust allra sem með honum störf- uðu fyrir gaumgæfni og trúnað. Stefán hafði til að bera alla þá kosti sem góðan flugmann mega prýða enda kom það oft í ljós á hans starfsferli. Sjúkraflug stundaði hann af kostgæfni og öryggi, enda eru margir sem nutu aðstoðar hans á neyðarstund þegar fljúga þurfti sjúkraflug hvort sem var á degi eða nóttu. Eðlislægir þættir hans komu þá best í ljós þegar mest á reyndi, enda frestaði hann ekki til morguns að veita öðrum þá aðstoð sem hægt var að láta í té nú þegar. Stebbi, eins og hann var alltaf kallaður, var mjög dagfarsprúður og léttur í lund og hafði sérstakt næmi fyrir hinu spaugilega þrátt fyrir að stutt væri í alvöruna, enda átti hann gott með að umgangast fólk og laða það besta fram hjá hvetjum og einum. Hann var vinamargur og vinsæll félagi enda traustur vin- um sínum. Það kom því engum á óvart að á fyrsta aðalfundi Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem hann átti kost á að sækja fyrir skömmu, var hann kosinn í trúnað- armannaráð síns stéttarfélags sem hann bar traust og virðingu fyrir. Þegar Stefán fluttist búferlum ásamt fjölskyldu sinni frá Akureyri til ísafjarðar tókust með okkur og fíölskyldum okkar náin kynni og vinátta sem við mátum mjög mik- ils. Bjartsýni hans og huggöfgi smitaði frá sér á alla lund og hvöttu til dáða. Oft áttum við langar sam- ræður um framtíð og velferð okkar félags sem hann bar fyrir brjósti og vildi hag þess sem bestan. Margs er að minnast frá sam- verustundunum og sumt gleymist aldrei, eins og þegar við ásamt eig- inkonum okkar fórum til Banda- ríkjanna á síðastliðnu sumri til að sækja nýjan farkost og flugum sam- an heim stoltir og ánægðir með nýja flugvél albúnir þess að takast á við margvísleg verkefni í þágu flugsins og Vestfirðinga. Eða þá veiðiferðirnar og göngur um íjöll og dali Vestíjarða sem veittu okkur þrótt og endurnæringu til frekari átaka. Síðustu samverustundirnar verða okkur uppspretta nýrra dáða í nafni hans sem gaf vonir um bjart- ari daga öðrum til heilla. í trú minni og trausti þess að hinn hæsti höfuðsmiður vísi veginn til Ijóssins eilífa kveð ég og bið þess að minningin um góðan dreng megi lifa í hugum okkar sem áttum þess kost að ganga með honum um stund. Ég votta þér, Auður mín, og bömunum Sigvalda, Fjólu og Vigni dýpstu samúð mína og óska ykkur guðs blessunar. Einnig votta ég syskinum hans og aldraðri móður sem nú sjá á eftir bróður og góðum dreng alls hins sama. Hörður Guðmundsson Sjaldan höfum við verið eins harmi slegin og þegar við fréttum hið sviplega fráfall okkar góða vin- ar, Stefáns Páls Stefánssonar flugmanns. Þó að dauðinn sé það eina sem öruggt er í þessu lífí, getum við alls ekki skilið hvað „sá sem öllu ræður“ er að meina með að taka hann Stebba til sín í blóma lífsins. En við ættum þó ekki að vera hissa, þó að Guð og góðir andar þurfi á svo Ijúfum dreng að halda til liðs við sig. Ótal minningar sækja á frá fyrstu kynnum á BSA-verkstæðinu, þar sem Stefán lærði bifvélavirkjun. SEiÓNH> HAFNARSTRÆTI 15. Skreytingar við hvert tækifæri. Opiðfrákl. 09-21 alla daga nema sunnudaga frá kl. 12-18. Sími21330. Seinna vann hann m.a. með jarðýtu á eigin vegum. Kynni okkar við hann og hans elskulegu fjölskyldu urðu enn nánari, er þau buðu okkur að taka þátt í sameiginlegri hús- byggingu hér á Akureyri. En dugnaðurinn og einurðin, sem alltaf hefur einkennt Stefán og hana Auði hans, kom vel í ljós um þetta leyti. Því þá tóku þau sig upp með börn og bú og fluttu vestur um haf þar sem Stefán nam flug- virkjun. Þá áttu þau tvö myndar- börn, þau Sigvalda og Fjjólu. Seinna bættist litli sólargeislinn hann Vign- ir í hópinn. Löngun Stefáns var þó alltaf að gerast atvinnuflugmaður og það tókst honum eins og annað sem hann ætlaði sér og við það starfaði hann síðustu árin á ísafírði. Stefán Páll var frá Litlu- Hámundarstöðum á Árskógsströnd. Var hann yngstur sjö bama Stefáns Einarssonar bónda þar, sem er lát- inn, og konu hans Onnu Þorsteins- dóttur, sem búsett er á Akureyri. Mikill hamingjumaður var Stef- án. Ung að árum gengu þau í hjónaband hann og Auður Sigvalda- dóttir. Reyndist hún honum alla tíð traustur lífsförunautur sem studdi hann í blíðu og stríðu. Hvar sem þau hafa dvalið hafa þau búið börn- um sínum hlýlegt heimili. Þegar við rifíum upp minningar er efst í huga okkar sú birta og þetta geislandi bros sem okkur fannst alltaf fylgja honum, ásamt ótrúlega næmu skop- skyni og hnyttni í tilsvörum. Hann var enginn undirhyggju- maður en hreinskilinn, án þess þó að vilja nokkurn mann særa. Stefán var svo sannarlega vinur vina sinna. Það inargreyndum við og fyrir það og alla hans góðvild í okkar garð viljum við nú þakka. Elsku Auður, börn, móðir og aðrir ástvinir, Guð gefi ykkur öllum styrk til að standast þessa þungu raun. Blessuð sé minning hans. Kristín S. Ragnarsdóttir, Jakob Jóhannesson. í dag er til moldar borinn Stefán Páll Stefánsson, vinur minn og fé- lagi. Það var árið 1979 að ég kynntist Stebba í fyrsta sinn. Hann hafði þá nýhafið störf sem flugvirki hjá Flugfélagi Norðurlands, þá nýkom- inn frá námi í Bandaríkjunum. Strax frá fyrstu kynnum verkaði þessi snaggaralegi og líflegi dreng- ur einstaklega vel á mig. Léttleik- inn, glaðlyndið og hnitmiðuð gamanyrðin voru hans aðalsmerki. Við frekari kynni komu fljótlega í Ijós aðrar og ekki síðri hliðar, þar sem fór vandvirkur og samvisku- samur maður, gæddur ábyrgðartil- fínningu í mjög svo ríkum mæli. Fyrir okkar kynni hafði Stebbi víða lagt hönd á plóginn. Hann hafði verið til sjós, verið sjálfstæður atvinnurekandi með útgerð þunga- vinnuvéla, lært til bifvélavirkjunar o.fl. Nú kom einnig í ljós, að sam- hliða flugvirkjanámi og síðar starfi hafði hann einnig lagt stund á flugnám, er lauk með atvinnuflug- niannsprófí. Var nú stefnan mörkuð og nokkuð einsýnt um hvert hugur- inn stefndi. Vorið 1983, er Stebbi viðraði þá hugmynd sína að hann gæti vel hugsað sér að breyta yfir í flugmennskuna, vorum við fljótir að bjóða hann velkominn í okkar raðir. Það var ekki fyrr en Stebbi hóf störf með okkur hjá flugfélaginu Erni að við gerðum okkur fyllilega grein fyrir láni okkar að fá að njóta slíks mannkostamanns. Fóru þar saman skynsemi í ríkum mæli, ör- ygííi og einstök lagni. Gleymi ég aldrei fyrstu flugferðinni okkar saman. Það var ólýsanleg tilfinning að horfa upp á nýliðann handleika vélina betur en margur gamal- reyndur atvinnuflugmaðurinn eygir nokkurn tímann að gera. Með kynningu á' staðháttum og aukinni flugreynslu átti Stebbi síðan á tiltölulega skömmum tíma eftir að skipa sér á bekk með okkar allra hæfustu og traustustu flug- mönnum. Eru ótalin sjúkraflugin er hann á að baki, og þá ekki síður sjúklingarnir er eiga honum jafnvel líf að launa, margir hverjir. Naut sín þá hvað best sterk dómgreind styrkrar og ábyrgrar persónu er • taka þurfti skjótar og afgerandi ákvarðanir. oft í rysjóttum vetrar- veðrum. Við þennan ótímabæra og snögga aðskilnað vakna ótal spurn- ingar, svo sem hvað gerðist? Hver er tilgangurinn með að hrífa hann brott í blóma lífsins? Hrífa hann frá elskulegri eiginkonu og börnum er voru lionum svo kær? Frá vinum og félögum er hann auðgaði svo mjög með lífsgleði sinni og mann- kostum? En til hvers er að spyija? Við hveija spumingu vakna ótai aðrar. Maður er engu nær og verð ur að bíða svara. Ég er þakklátur fyrir tímann <•> við fengum notið samvista vi Stebba. Minningin um góðan m heilsteyptan dreng mun ávallt verð. mér að leiðarljósi. Kæra Auður mín, Sigvaldi, Fjóla og Vignir litli. Megi minningin um ástkæran eiginmann og föður verða ykkur styrkur. Deyr fé deyja frændr deyr sjálfr it sama. En orðstir deyr aldregi hveim es sér góðan getr. Jón ívarsson Landnám norðurhjarans Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Gwyn Jones: The Norse Atl- antic Saga. Being the Norse Voyages of Discovery and Settlement to Iceland, Greenland, and North America. A New and Enlarged Editi- ón, with contributions by Robert McGhee, Thomas H. McGovem and colleagus, and Birgitta Linderoth Wallace. Oxford University Press 1986. Bók þessi kom fyrst út 1964 og hlaut ágætar viðtökur. Síðan eru 22 ár og á þeim árum hefur margt nýtt komið fram sem skýrir og breytir að nokkru þeirri mynd landnáms og landafunda sem rakin er í fyrstu útg- áfu. Þess vegna hefur höfundurinn aukið og endurskoðað þá útgáfu og bætt við að auki greinum þriggja fræðimanna í viðkomandi greinum. Þekking manna á skipasmíðum víkingaaldar hefur aukist og menn átta sig nú betur en áður á því að tækni og kunnátta þeirra í siglingum gerði þeim fært að sigla þau höf sem þeir sigldu og gott betur. Fornleifa- rannsóknir í byggðum norrænna manna á Grænlandi hafa skýrt vissa þætti í byggðasögu þar og einnig gleggri ástæður fyrir endalokum norr- ænna byggða þar um slóðir. Menn vita nú meira um menningu og byggð- ir skrælingja á Grænlandi og i Kanada á ár- og hámiðöldum. Síðast en ekki síst hefur fengist full staðfesting á heimildagildi íslenskra heimilda um könnun og landnám í Norður-Ameríku með rann- sóknum ’L’Anse aux Meadows á norðurhluta Nýfundnalands. Höfundurinn fíallar um forsendurn- ar að ferðum norrænna manna norður í höf í landaleit. Hann lýsir skipa- kosti og siglingatækni, heimsmynd þeirra tíðar manna og tilgangi. Síðan segir hann söguna um land- nám íslands, þjóðveldið, bókmenntir og lok þjóðveldisins. Annar kafli rits- ins fjallar um Grænland og sá þriðji um Vínland. í öðrum hluta ritsins eru birtar viðkomandi heimildir og í þriðja hlutanum eru birtar viðbótarritgerðir um nýjustu rannsóknir varðandi þessa sögu. Aðaleinkenni bókarinnar er hin lif- andi og skýra frásögn höfundar, bókin er mjög skemmtileg og þekking höf- undar á viðfangsefninu og sögulegur skilningur á viðkomandi tímabili víðfeðma. Þetta er meðal þeirra bestu ef ekki besta útlistun á sögú norr- ænna manna á norðurhjara fyrri hluta miðalda, í knöppum og skýrum úr- drætti. Skýringarmyndir fylgja í texta og að auki eru nokkrar sérjirentaðar myndsíður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.