Morgunblaðið - 29.01.1987, Page 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987
HM á skíðum:
Veður
hamlar
keppni
í Crans-
Montana
MIKIL snjókoma og þoka var
þess valdandi að fresta varð
keppni í bruni, sem er liður í alpa-
tvíkeppni kvenna, á heimsmeist-
aramótinu i Crans-Montana i'
Sviss í gær.
í gær átti að keppa í tvíkeppnis-
bruni kvenna og einnig áttu karl-
arnir að fá að æfa í brunbrautinni
fyrir keppnina á laugardaginn.
Þetta kemur til með að setja dag-
skrá mótsins lítillega úr skorðum.
Ákveðið hefur verið að konurnar
keppi í tvíkeppnsibruninu á morg-
un, föstudag, sem þýðir að tvær
greinar verða að fara fram sam-
dægurs. Því tvíkeppnisbrun karla
er einnig á morgun. Gert er ráð
fyrir að karlarnir byrji kl. 11 og
konurnar kl. 12.30.
í dag verður keppt í tvíkeppnis-
svigi kvenna, ef veður leyfir. Á
laugardaginn verður keppt í bruni
karla og tvíkeppnissvigi kvenna.
Herrakvöld FH
HIÐ árlega herrakvöld FH verður
á morgun, föstudag, í Skútunni,
Dalshrauni 15. Dagskráin hefst
klukkan 20 og eru allir velkomnir.
• Bjarni Friðriksson hafði mikla yfirburði á mótinu og hér leggur hann einn andstæðinginn.
Afmælismót Júdósambands íslands:
Morgunblaðiö/Níels Hermannsson
Bjarni Friðriksson
sigraði í opna f lokknum
LAUGARDAGINN 24. janúar var
haldið júdómót kennt við stofn-
dag Júdósamband íslands, 28.
janúar 1973, og kallað Afmælis-
mót JSÍ. Er það haldið árlega og
nú í 14. sinn.
Að þessu sinni var keppt í
þyngdarflokkum drengja, karla
yngri en 21 árs, eins og sá flokkur
heitir í dag, karla og í opnum flokki
karla, öllum sama daginn. Var
mönnum heimilt að keppa í tveim
flokkum ef þeir treystu sér til. T.d.
máttu drengir bæði keppa í sínum
Morgunblaöiö/Niels Hermannsson
• Verðlaunahafar f opna flokknum frá vinstri: Bjarni Friðriksson, Sigurður Hauksson, Arnar Marteinsson
og Halldór Hafsteinsson.
þyngdarflokkum og einnig í þyngd-
arflokkum karla yngri en 21 árs,
og karlar yngri en 21 árs gátu
keppt í sínum þyngdarflokkum,
þyngdarflokkum karla eða opnum
flokki karla.
Keppt var með útsláttarformi
og tvöfaldri uppreisnarumferð.
Þetta er framkvæmt á eftirfarandi
hátt:
Ef keppendur eru t.d. 16 þá
skiptast þeir í 4 fjögurra manna
hópa, sem við köllum a, b, c og d.
í fyrstu umferð eru átta slegnir út,
eftir aðra umferð eru eftir 4, sem
glíma um réttinn til þess að glíma
úrslitaglímuna um 1. sætið. Upp-
reisnarglímur eru svo milli þeirra,
sem tapað hafa fyrir þessum áður-
nefndu fjórum. Eru það 2 fjögurra
manna hópar, í þessu tilviki, sem
glíma innbyrðis með útslætti, þar
til einn hvoru megin er eftir. Þeir
tveir glíma svo um 3. sætið við
þá tvo sem töpuðu í fjögurra
manna úrslitum. Þessi háttur er
hafður á flestum mótum erlendis
og meðal annars á Evrópumeist-
aramótum.
Keppendur voru 55 frá 6 félög-
um; Ármanni, Gerplu, Kjarna á
Egilsstöðum og ungmennafélög-
unum á Selfossi, í Grindavík og
Keflavík. Keppnin fór hið besta
fram og til marks um framfarir má
nefna að óvenjumörgum glímum
lauk með fullnaðarsigri (Ippon =
10 stig).
Úrslit einstakra flokka urðu
þessi:
9-10 ára:
Magnús Sigurösson UMFG
Walter Geir Geirsson Á
Vignir Óskarsson UMFG
11-12 ára (-37 kg fl.):
Gunnar Óskarsson Á
MagnúsÁrnason á
Gils Matthíasson Á
Bjarni Kjartansson Á
11-12 ára (-46 kfl fl.):
Ólafur H. Þorgrímsson Á
Bogi Reynisson Á
Gunnar Björnsson UMFG
13-14 ára (-45 kg fl.):
Haukur Garöarsson Á
Friörik Þorsteinsson Á
Eggert P. Richard Á
13-14 ára (-53 kg fl.):
Jón Gunnar Björgvinsson Á
Gylfi ísleifsson UMFG
•ón Helgi Geirsson Á
iðmundur Másson UMFG
13-14 ára (-53 kg fl.):
rtúnar Þórarinsson Kjarna
Björn Helgi Björgvinsson Á
Tómas Gunnarsson UMFG
Jón Arnar Jónsson Á
Karlar yngri en 21 árs (-60 kg fl.):
Jón Kristinn Þórsson Á
Ólafur R. Ólafsson Á
Auöunn Jóakimsson Selfossi
Andrés Jóakimsson Selfossi
(-65 kg fl.):
Magnús Kristinsson Á
Helgi Júlíusson Á
Hreinn óskarsson Selfossi
Ðaröi Páll Óskarsson Selfossi
(-71 kg flj:
Daviö Gunnarsson Á
Baldvin Þórisson Á
Stefán Gunnarsson Selfossi
Smári Pálsson Selfossi
Karlar (-65 kg fl.):
Karl Erlingsson Á
Rúnar Guöjónsson Á
Helgi Júlíusson Á
Magnús Kristinsson Á
(-71 kg fl.):
Níels Hermannsson Á
Davíö Gunnarsson Á
Baldvin Þórisson Á
Ragnar Pálsson Selfossi
(-86 kg flj:
Halldór Hafsteinsson Á
Ómar Sigurösson UMFK
Davíö Áskelsson Gerplu
Guðmundur Smári Ólafsson Selfossi
Opinn flokkur karla:
Bjarni Ásg. Friöriksson Á
Siguröur Hauksson UMFG
Arnar Marteinsson Á
Halldór Hafsteinsson Á
• Sem flestum er kunnugt fótbrotnaði Jim Beglin í leik Everton og Liverpool í deildarbikarnum i' síðustu viku. Á myndinni sést vel hið opna beinbrot.