Morgunblaðið - 19.02.1987, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987 13
Frá konum á fyrri öld
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Jón Óskar: KONUR FYRIR
RÉTTI. 261 bls. Alm. bókafélag-
ið. Reykjavík, 1987.
Átta þættir eruí bók þessari. Jón
Óskar segir meðal annars í inn-
gangi: »Að vísu kann einhver að
segja, og með réttu, að ég sé að
skrifa vamarrit fyrir konumar.«
Vel er það meint. Svo vel að höfund-
ur getur ekki stillt sig um að
hnykkja á því á næstnæstu síðu: ».
. . menn mega kalla það vamarrit
fyrir konur, ef þeim sýnist svo.«
Dómsmál þessi em frá 19 öld
eins og tekið er fram á titilsíðu.
Mest em þetta kvennamál, getnaði
og bameignum tengd. Fylgt er
dómskjölum frá héraðsdómi og
landsyfirrétti en minna farið ofan
í hæstaréttardóma. Höfundi of-
býður dómgimi og dómharka
yfirvalda. Samúð hans er með þo-
lendum: »Það getur hver þreifað á
bakinu á sjálfum sér og reynt að
gera sér í hugarlund hvað það sé
að taka út slíka refsingu á bert
bakið.«
Erlendar baekur
Guðmundur Heiðar Frímannsson
Enzo Rossi: Malta on the Brink,
Institute for European Defence
& Strategic Studies 1986
Malta er ekki oft í heimsfréttun-
um, enda ekki ástæða til. Það þýðir
hins vegar ekki, að ýmislegt for-
vitnilegt sé ekki að gerast á þessari
litlu Miðjarðarhafseyju suður af
Sikiley og norður af Líbýu. Þar má
sjá í hnotskurn ýmsar þær hættur,
sem smáþjóðum em búnar.
Malta hlaut sjálfstæði 1964 og
hafði áður verið nýlenda Breta.
Þjóðarflokkurinn var við forystu í
upphafí, en árið 1971 tók Sósíalista-
flokkurinn við völdum undir forystu
Dom Mintoffs. Síðan þá hafa ýmsar
breytingar átt sér stað í þjóðlífi
Möltu, sem vart geta talizt æskileg-
ar frá neinu sjónarmiði.
Árið 1971 fékk Sósíalistaflokkur-
inn 85.448 atkvæði og 28 þingmenn
en þjóðarflokkurinn_80.753 atkvæði
og 27 þingmenn. Árið 1981 fékk
Sósíalistaflokkurinn 109.990 at-
kvæði og 34 þingmenn kjörna, en
Þjóðarflokkurinn 114.132 atkvæði
og 31 þingmann körinn. Það er al-
veg ljóst, að í kosningunum 1971
fékk Sósíalistaflokkurinn umboð
meirihluta kjósenda til að fram-
fylgja sinni stefnu og hann hélt
meirihlutanum { kosningum árið
1976. En árið 1981 hafði hann glat-
að meirihlutanum, en kom því
þannig fyrir með breytingum á
kosningalögum, að það kom ekki
að sök. Þetta vakti mikla reiði með-
al stuðningsmanna Þjóðarflokksins.
Eftir stöðug átök allt þetta
kjörtímabil milli þessara tveggja
flokka hefur loks náðst samkomu-
lag nú nýlega, sem gengur út á
það, að fái flokkur meirihluta at-
kvæða, fái hann líka meirihluta
þingmanna.
En það er fleira, sem hefur vak-
ið ýmsum ugg um framtíð Möltu á
stjómarárum Sosíalistaflokksins.
Flokkurinn hefur beitt völdum
sínum í stjómmálum til að móta
þjóðlífið á Möltu og gengið mjög
freklega á rétt einstaklinga til
einkalífs og ftjálsra skoðanaskipta.
Til dæmis hefur bæði útvarp og
sjónvarp verið þjóðnýtt og frétta-
flutningur verið undir strangri
pólitískri stjóm. Þó hefur eitt blað
fengið að starfa óháð stjóminni,
The Times, sem áður hét The
Times of Malta. En lög sem stjóra-
in lét setja á síðasta kjörtímabili,
banna að aðrir en stjórnin noti nafn-
ið Malta í fyrirsögnum og þess
vegna varð blaðið að breyta heiti
Mikil ósköp! Höfundi gengur
hjarta nær að fólk skuli hafa verið
dæmt til lífláts eða ævilangrar
þrælkunar fyrir sakir sem nú væm
taldar lítt eða ekki refisverðar. En
19. öldin er ekki öll þar sem hún
er séð: Leifar gamalla refsilaga
voru enn í gildi. Islenskum dómur-
um þótti einsýnt að þeim yrði að
fylgja. En réttarfarshugmyndir
voru að breytast. Hæstiréttur í
Kaupmannahöfn tók ósjaldan væg-
ar á málu en héraðsdómur og
landsyfirréttur hér heima. Því fór
það t.d. svo að stúlka, sem ól bam
og kenndi fóstra sínum og dæmd
var til að missa sitt höfuð, hélt að
lokum höfði sínu, fór út til Vest-
mannaeyja og varð ættmóðir
myndarfólks þar um slóðir. Og sjúk-
ur maður og rúmliggjandi, sem stal
eða lét stea hrossi, sér og fjölskyldu
sinni til matar í armóð og þrenging-
um, var ekki látinn þræla ævilangt
á Brimarhólms festingu eins og
landar hans töldu lögum samkvæmt
réttmmætt. Honum var bara gert
að borga sínar máltíðiog basta.
Fyrir hitt skal þó hvergi synjað
að ógaman hafí verið að hafa yfir
sér dauðadóm eða lífstíðar hegn-
ingu meðan mál voru að silast í
sínu. En þetta blað hefur orðið að
sæta sífelldum hótunum frá stjóm-
inni og einu sinni gengu óaldar-
flokkar, sem Sósíalistaflokkurinn
hefur komið á fót, berserksgang í
skrifstofum blaðsins og í prent-
smiðju þess og skemmdu mikið af
tækjum. Sú aðgerð kom í kjölfar
hátíðarhalda árið 1979, 15. októ-
ber, í tilefni þess, að þijátíu ár vom
liðin frá því, að Mintoff tók forystu
Sósíalistaflokksins.
Sömuleiðis hafa leiðtogar Þjóðar-
flokksins orðið að sæta sífelldum
hótunum frá stjóm Sosíalista-
flokksins og einu sinni varð Fenech
Adami, leiðtogi Þjóðarflokksins, að
flýja heimili sitt, þegar óaldarlýður
Sósíalistaflokksins réðst þar inn.
Lögreglan gerði enga tilraun til að
koma í veg fyrir það og eru mið-
stöðvar lögreglunnar um það bil
fimmtíu metra frá heimili Adami.
Kirkjan hefur átt í stöðugum úti-
stöðum við stjóm Sósíalistaflokks-
ins. Um tíma bannaði stjómin
kirkjunni að útvarpa og hún fékk
leyfi til þess aftur eftir að hafa lof-
að að lesa upp tilkynningar stjóm-
arinnar úr predikunarstólnum.
Ýmis mannréttindasamtök í Vest-
ur-Evrópu hafa látið í ljósi áhyggjur
sínar vegna ástandsins á Möltu.
Þannig hafa Helsinki-mannrétt-
indasamtökin gefið út sérstaka
skýrslu um mannréttindamal á
Möltu. Þar er lýst sérstökum
áhyggjum vegna réttinda verka-
lýðsfélaga, en Sósíalistaflokkurinn
hefur verið alveg samvizkulaus við
að nýta sér verkalýðsfélög til að
yfirbuga andstæðinga sína í stjóm-
málum.
Það, sem hefur þó vakið mestan
ugg eru ýmsir alþjóðasamningar,
sem Malta hefur gert við Norður-
Kóreu og Líbýu. Vitað er að
Norður-Kóreumenn hafa æft vopn-
að lið á eyjunum og flutt þangað
vopn og Líbýumenn hafa beitt
pólitískum áhrifum sínum, eins og
þeir hafa mögulega getað, verið
með öflugt lið í sendiráði sínu og
valdamikla stjómarerindreka. Þeg-
ar Bandaríkjamenn gerðu árásina
á Líbýu á sl. ári vömðu yfirvöld á
Möltu Líbýumenn við, þegar banda-
rísku flugvélamar höfðu sést á
ratsjám. Þótt Sósíalistaflokkurinn
hafi lýst því yfir, að Malta væri
hlutlaust ríki hefur það ekki reynzt
vera svo í raun. Einnig óttast ýms-
ir, að hemaðaraðstoðin frá Norður-
Kóreu og Líbýu sé hugsuð sem
bakhjarl, ef Sósíalistaflokkurinn
tapar næstu kosningum.
í þessari litlu bók er greint frá
stjómmálum á Möltu síðustu árin á
afar læsilegan hátt. Höfundurinn
gegnum kerfið. Og vissulega voru
dæmi þess að manneskja brotnaði
niður undir þess háttar álagi. Það
fer ekki framhjá lesendum þessara
þátta.
Þótt íslenskur almenningur væri
læs og skrifandi á 19. öld og ef til
vill betur upplýstur en alþýða í öðr-
um löndum hefur menntun verið
hér hrikalega áfátt á mörgm svið-
um. Löglærðir menn voru hér
nánast engir utan sýslumenn. Veij-
endur og sækjendur í sakamálum
voru því valdir úr hópi bænda og
því sýnist sókn og vöm í málum
hafa verið formsatriði eitt og oft
til lítilla málsbóta fyrir sakbom-
inga. Og réttarfarshugmyndir
íslenskra hreppstjóra, sém mjög
koma við sögu í málum af þessu
tagi, voru_ mun fomeskjulegri en
löglærðra Islendinga að ekki sé tal-
að um hæstaréttardómara úti í
Kaupmannahöfn. Fámennið hér
hafði líka áhrif á réttarfarið. Þann-
ig bætti síst úr skák fyrir sak-
boming ef hann var illa kynntur í
sinni sveit og hafði almenningsálitið
' móti sér.
Margs konar vesaldóm leiddi líka
af örbirgð alþýðu. Má svo heita að
hér stæði flest í stað á þessari miklu
fer ekkert í launkofa með, að sam-
úð hans er með Þjóðarflokknum,
og allar upplýsingar, sem hann ber
á borð, réttlæta hana.
Jón Óskar
framfaraöld sem færði iðnríkjum
Evróu tæknina og þar með batn-
andi lífskjör. Fleiri þjáðust hér en
þeir sem hlutu refsingu á bert bak-
ið svo stuðst sé við orðalag Jóns
Óskars.
Sums staðar lætur Jón Óskar að
því liggja að yfirvöld hafí verið hlut-
dræg, dregið taum hinna ríku gegn
hinum fátæku: »Hefði skýrslan ef
til vill orðið á sömu lund, ef press-
dóttir hefði átt í hlut, að ekki sé
minst á sýslumannsdóttur?« — En
hvenær sigrar réttlætið endanlega?
Er manngreinarálit úr sögunni nú?
Nítjándu aldar menn voru ekki
frábragðnir nútímamönnum í því
að vilja koma sér í mjúkinn hjá hin-
um voldugu og ríku og þá oft á
kostnað hinna sem minna máttu
sin. Hreppakóngar leituðu eftir
stuðningi sinna líka. Fljótt á litið
sýnist hins vegar svo sem dómarar
á æðri dómstigum hafi gert sér
furðilítinn mannamun eftir nd þjóð-
arinnar; réttrfarslegt, menningar-
legt, og stjómarfarslegt.
Að nú tjói að semja vamarrit
fyrir 19. aldar sakbominga er vitan-
lega út í hött og ekkert nema
tilfinningasemi sem hvergi á skylt
við fræðimennsku. Samúð Jóns
Óskars kemur þessu löngu dauða
fólki að litlu gagni nú. Og hugleið-
ingar á víð og dreif gera ekki annað
en að flækja málin og leiða, þegar
verst gegnir, út í hreint orðagjálfur
samanber eftirfarandi: »Það gat
aldrei orið mikið, en hver vissi nema
það yrði eitthvað, og ef það kynni
nú að verða eitthvað, þá yrði hún
að láta það allt af hendi.«
Ályktun: Jón Óskar ervafalaust
meira ljóðskáld en sagnaritari.
Ekið á bíl
og á brott
EKIÐ var á bíl sem var í stæði
fyrir neðan Arnarhól á föstudag.
Sá sem það gerði ók á brott, en
vitni eru beðin að gefa sig fram
við lögreglu.
Bíllinn, sem er blá Mazda, var í
stæðinu frá kl. 13-16. Þá kom eig-
andinn að honum og reyndist þá
hurðin ökumannsmegin iila farin.
Sá sem ók á bílinn, eða vitni að
atburðinum, era beðin um að tala
við Slysarannsóknardeild lögregl-
unnar.
Ef þú átt lóð...
þá eigum við bekki.
Fit-mate 1 pressubekkur
I t-
Body-blaster pressubekkur
Fit-mate 2 pressubekkur
Convertible pressubekkur
C3
vS
on
T—H
•rH
e
S
kH
<D
Lh
3
3
o
Póstverslun Vaxtarræktarinnar Pósthólf 80 172 Seltjamames
Malta í hættu stödd?