Morgunblaðið - 19.02.1987, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987
Barnaskór
Tilboðsuerð
vikuna 19.-26. feb.
30-50% afsláttur
af öllum vörum
í búðinni.
Áður kr.-830T
Nu kr. 415.<
1
Áður kr. ^emr-
Nú kr. 990.-
Áður kr. -Zrtmr
Nú kr. 1.095.-
Áður kr. -Arrf^y
Nú kr. 885.-
V
Áður kr. 4r5887-
Nú kr. 795.-
Aðeins í eina viku.
Síðan allt á fullt
verð aftur.
Opið til kl. 4
laugardag.
sérverzlun með
barnaskó,
Skólavörðustíg 6B.
NOREGSBREF / Kristín Marja Baldursdóttir
Að kynda upp með viði
i
Það er ekki svo sjaldan að maður
heyrir í umræðuþáttum í útvarpi
eða sjónvarpi eða bara les í blöðum
þessa setningu: Frændur vorir
Norðmenn hafa það þannig, eða
gera þetta svona ... (eða guð má
vita hvað).. . og þá lyftum við öll
hökunni í bamslegri einlægni og
teljum okkur trú um að þannig verð-
um við akkúrat að hafa það einnig.
Já, frændur vorir Norðmenn. Þetta
eru miklir sómamenn og stundum
bráðfyndnir, en ég held þeir ættu
að fara að kíkja á hann litla frænda
sinn upp á íslandi og sjá hvemig
hann fer að með hlutina. Við erum
nefnilega komin langt á undan
þeim, að vísu em þeir komnir á
undan okkur á sumum sviðum en
ég nenni ekki að taia um það hér.
Ég ætla nú ekki að vera mjög kvik-
indisleg og telja upp öll þau atriði
þar sem mér hefur fundist þeir sýna
virkilega tregðu, heldur aðeins
Qalla um eitt þeirra ef vera mætti
að það hjálpaði og upplýsti fólk sem
heftir í hyggju að flytjast til Noregs
um óákveðinn tíma. Þetta er í sam-
bandi við kulda og kyndingu.
Ég veit að þeir íslendingar sem
farið hafa í sumarfríum sínum til
Noregs halda ekki vatni yfír fegurð
landsins og manneskjulegum og
notalegum húsum. Sérstaklega
draga þeir djúpt andann þegar þeir
sjá alla þessa fallegu og útskomu
kaminuofna, þetta er svo huggulegt
alveg eins og í Hús og híbýli, og
konan segir við mann sinn: Ó guð,
svona verðum við að fá okkur. Og
hann tekur vel í það og ákveður
með sjálfum sér að bijóta niður einn
vegginn í stofunni og svo fram-
vegis. En við íslensku álfamir
höfum ekki hugmynd um þann
hörmulega sannleika sem er á bak
við ofnana góðu. Það þarf nefnilega
að kynda þá. Ekki bara á laugar-
dagskvöldum til þess eins að setjast
fyrir framan þá og lepja ærískoffí
eða eitthvað annað útlenskt. Nei,
það þarf að kynda þá.
Nú skulum við kíkja á staðreynd-
ir. Á stríðsámnum kyntum við
íslendingar upp með kolum í svört-
um misstómm jámofnum. Norð-
menn notuðu þá viðinn sinn og
kyntu upp í samskonar ofnum.
(Éins og þeir vita sem komið hafa
hingað þá sést ekki í landslagið
fyrir tijám.) Seinna fómm við Is-
lendingar að kynda upp húsin okkar
með olíu sem við keyptum dýmm
dómum frá útlöndum. Norðmenn
héldu áfram að nota viðinn sinn í
ofnunum sínum. Og svo núna
síðustu árin höfum við íslendingar
að sjálfsögðu notað náttúmauðlind-
ir okkar og kynt upp húsin okkar
með heitu vatni úr jörðinni. Norð-
menn hafa haldið áfram að nota
viðinn sinn. Að vísu margir skipt á
gömlu ofnunum og fengið sér arinn
því það þykir flottara. En nú kemur
að rúsínunni. Norðmenn em að
dmkkna í olíu en um leið að drep-
ast úr kulda. Þetta er staðreyndin.
í stað þess að nota olíuna sína,
setja ofna í hvert herbergi og hafa
það hlýtt og notalegt, þá rembast
„Ég held að félags-
fræðingar ættu að fara
að rannsaka þessa
„koselig“-þörf Norð-
manna. Það skiptir þá
engn hvort þeir fái
frostbólgn eða lungna-
bólgu, „koselig" skal
það vera og kjmt upp
með viði.“
þeir við að halda eldinum logandi
í aminum eða ofninum sem þjónar
því hlutverki að halda öllu húsinu
heitu. Sumir hafa verið klókir og
keypt rafmagnsofna sem þeir setja
hingað og þangað um húsið, en ef
þið haldið að það dugi, þá er það
misskilningur. Úti er nefnilega 20
stiga gaddur. Og þannig er það á
hveijum vetri, þetta er Noregur en
ekki ísland. Þegar ég nefni þetta
við Norðmenn, hvers vegna þeir
noti ekki olíuna sína, þá yppta þeir
öxlum og segja flóttalega: Það er
miklu betra að nota viðinn. Ég brýt
stöðugt heilann um þetta, em þeir
svona sljóir eða er þetta vegna þess
að í hvert skipti sem Gróa (Gro
Harlem Bmndtland) kemur fram í
sjónvarpinu, þá hvæsir hún á land-
ann: Spara! Spara! Spara!??
I haust, meðan enn var 15 stiga
hiti úti og hrafnarnir dunduðu sér
við að erta hundana sá ég þá koma
Norðmennina með heilu bílhlössin
af viði sem þeir stöfluðu upp fyrir
framan húsin sín og smátíndu svo
inn í eldiviðargeymsluna sína í kjall-
aranum. Ég fylltist minnimáttar-
kennd af því að enginn viður var
fyrir framan húsið mitt, maður vill
jú vera eins og hinir, og spurði
manninn minn sisona hvort það
væri ekki rétt að panta eitthvað af
viði eins og hinir. En hann aftók
það með öllu, sagði að meira en
nóg væri til af honum niðrí geymslu,
og átti þá við nokkrar spýtur sem
lágu þar. Ég lét þetta gott heita
enda manneskjan í útlöndum en
ekki uppá klaka. En uppúr miðjum
desember kom hann kuldinn, hægt,
bítandi og ábyggilega glottandi.
Rafmagnsofnamir fímm sem voru
í húsinu vom stilltir á hæsta, en
hitastigið inni náði ekki 10 gráðum.
Þar kom að því að hann vildi mig,
við þurftum að fara að kynda stóra
ofninn í stofunni. Og nú varð aldeil-
is handagangur í öskjunni. Maður
riQaði í snarheitum upp gamlar
skátareglur og kveikjum eld kveikj-
um eld kátt hann brennur og hélt
að nú yrði allt gott og hlýtt, en svo
var ekki. Því það er kúnst að kveikja
upp og ekki hefði veitt af einu nám-
skeiði. Aldrei hélst loginn hjá okkur
nema í hæsta lagi eina klukku-
stund. Yfirleitt logaði aldrei í
fjárans spýtunum hjá okkur, bara
í dagblöðunum sem við brenndum
miskunnarlaust, og svo kom að því
auðvitað að öll dagblöð voru upp-
Fenner
Reimar og
reimskífur
Ástengi
Fenner Ástengi
Leguhús
PoMlsett
Suðurlandsbraut 10. S. 686499.
Framkvæmdir við sjálf-
virka farsímakerfið
eftirJóhann
Hjálmarsson
Þess misskilnings hefur gætt í
ummælum manna í fjölmiðlum,
m.a. í Morgunblaðinu, að sjálfvirka
farsímakerfið væri „sprungið".
Þetta hefur ekki við nein rök að
styðjast. Nú er búið að setja upp
98 afgreiðslurásir fyrir sjálfvirka
farsímann um allt land. Nýlega
varð aðalmóðurstöð Reykjavíkur
stækkuð úr 16 í 24 rásir.
Notkun sjálfvirka farsímans hef-
ur farið fram úr öllum áætlunum
Póst- og símamálastofnunarinnar.
I fyrstu, þ.e.a.s. í júlí 1986, voru
aðeins 8 afgreiðslustöðvar í aðal-
móðurstöðinni í Reykjavík, fljótlega
urðu þær 12, síðan 16 og nú 24
eins og fyrr segir.
Vestmannaeyjastöð úr tveimur í
fjórar rásir.
Sjálfvirkur farsími
í skipum
Notkun sjálfvirks farsíma í skip-
um er mikil. Nú eru flestir togarar
komnir með farsíma og sumir með
fleiri en eitt tæki. Um 300 bátar
eru einnig komnir með farsíma. Á
mestu álagstímum getur verið erfitt
að ná sambandi. Meðalsímtalslengd
úr almennum farsíma er rúm
mínúta en símtöl frá skipum eru
yfirleitt lengri.
Fjöldi farsímatækja
í notkun
Jóhann Hjálmarsson
Notkun sjálfvirka
farsímans er mikil
Nú eru 4 rásir á Akranesi, 8 á
Skálafelli og 8 á fjallinu Þorbirni
við Grindavík. Þessar rásir nýtast
allar að hluta til í Reykjavík. Frá
bflum í vesturbæ Reykjavíkur er til
ogfáðu áskriftargjöldin
skuldfærð á greiðslukorta-
EiamnTFiín-rniTM
SIMINN ER
691140
691141
dæmis hægt að tala gegnum Akra-
nes og úr suðurhluta Reykjavíkur
í gegnum Þorbjörn. Aðalmóðurstöð-
in fyrir Reykjavík er í Öskjuhlíð.
Notkun sjálfvirka farsímans er mik-
il og eykst sífellt. Fyrmefnd
stækkun Öskjuhlíðarstöðvar var
gerð 23. janúar sl., en nú er ljóst
að enn þarf að bæta við rásum
þar. Efni til þess er á leiðinni til
landsins og þegar það kemur verður
bætt við 12 rásum svo að þá verða
36 rásir í Öskjuhlíð.
Verið að stækka
ýmsar stöðvar
Verið er að stækka ýmsar stöðv-
ar fyrir sjálfvirka farsímann. Nefna
má Bæi á Snæijallaströnd, en stöð-
in þar stækkar úr tveimur í fjórar
rásir. Grímseyjarstöð stækkar einn-
ig úr tveimur í fjórar rásir og sama
er að segja um Hellisheiði eystri.
Til stendur að setja upp nýjar
tveggja rása móðurstöðvar á
Skollahnjúki milli Aðaldals og
Reykjadals og á Háöxl í Öræfa-
sveit. Þá er á döfinni að stækka
Fjöldi farsímatækja í notkun á
landinu er nú um 2.400. Búist er
við mikilli fjölgun tækja á næst-
unni. Þess vegna hafa verið pantað-
ar 22 nýjar móðurstöðvar með
samtals 88 rásum og gætu þær
verið komnar upp í sumar eða
haust. Þessar stöðvar eru af minni
gerð en þær sem fyrir eru, en jafn
langdrægar. Nýtanlegar rásir á
höfuðborgarsvæði eru nú 44, en
hægt er að fjölga þeim og sinna
margfalt fleiri notendum. Auðvelt
er að bæta við númerum í stöð, en
fjöldi afgreiðslurása er takmarkað-
ur.
Unnt er að grípa til annarra ráða
skorti rásir. Slíkt hefði meiri kostn-
að í för með sér, en þá yrði svæði
hverrar móðurstöðvar minnkað og
bætt við nýjum móðurstöðvum,
stuðst við svokallaða smásvæða-
tækni.
Fyrirhugað er að reisa nýjar
móðurstöðvar í Reykjavík og ná-
grenni á næstunni.
Nú eru á landinu 29 móðurstöðv-
ar fyrir sjálfvirka farsímakerfíð.
Höfundur er blaðafulltrúi Póst-
og símamálastofnunar.
83in£dBLHS<
i£tian£i^sBTi£j;
4