Morgunblaðið - 19.02.1987, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987
21
tal press, sem gefíð er út vikulega
í New York. Einnig Salpress, sem
er salvadorönsk fréttastofa, sem við
fáum vikulega telex-fréttir frá. Þá
byggjum við þó nokkuð á News-
week og Time, sem yfírleitt eru
ekki með jafn ýtarlegar fréttir og
fyrmefndir miðlar, en eru þó oft
staðfesting á þeim.
Kosningarnar 1984 og
lýðræði Duartes
Staksteinar segja, að kosning-
amar 1984 hafí verið lýðræðishgar.
Eg verð að segja að mat Morgun-
blaðsins á því hvað sé lýðræði
kemur mér á óvart. Mat þeirra
fréttamanna sem fylgdust með
þessum kosningum var allt frá því
að segja, að þær væm hreinn
skrípaleikur yfir í það að þær væm
innbyrðis uppgjör milli þeirra vald-
hafa, sem vilja óbreytt stjómarfar.
Aðrir gátu ekki tekið þátt í þeim.
Bandaríkjastjóm studdi Duarte
grimmt í þessum kosningum, ekki
í sjálfu sér af því að þeim geðjaðist
neitt sérstaklega að honum. Mat
þeirra var að kosning hans mundi
helst geta tryggt óbreytt stjóm-
málaástand í landinu. Núverandi
valdaklíka getur eingöngu haldið
stöðu sinni í landinu með áfram-
haldandi efnahagsstuðningi frá
Bandaríkjunum. Bandaríkjastjóm
óttaðist að ef einhver, með enn
meira áberandi blóðslóða en Duarte,
væri á toppnum, þá mundi banda-
rískur almenningur gera uppsteit
og heimta að ekki færi króna í við-
bót til yfirvalda í E1 Salvador.
Hafa skal það sem
sannara reynist
í yfírlýsingu nefndarinnar vegna
fýrstu árásargreinar Moggans var
það skýrt tekið fram að nefndin
hefði ekkert verið feimin við að við-
urkenna að hún hefði um jólin ’84
og ’85 safnað til líknarmála vegna
verkefna á frelsuðu svæðunum í
E1 Salvador, þ.e. svæðum sem
FMLN getur varið. Mogginn segir
að nú eins og þá fari söfnunarféð
þangað sem skæmliðar hafa tögl
og hagldir. Ég vil bara benda Mogg-
anum á það, að núna fara pening-
amir til aðila í höfuðborginni, þar
sem stjómarherinn hefur enn tögl
og hagldir, eða það hélt ég.
Mogginn gefur það stöðugt í
skyn að peningamir sem við söfnum
fari til vopnakaupa, þótt hann hafí
ekkert fýrir sér í því. Gildir sjálf-
sagt einu hvaða sönnunargögn um
annað við emm með í höndunum.
Hitt vil ég taka skýrt fram að
þegar við emm að leiðrétta þá
röngu fullyrðingu Moggans, að við
séum að safna fyrir vopnum, emm
við ekki að því vegna þess að við
séum á móti því að safna fyrir vopn-
um til handa Þjóðfrelsishreyfíng-
unni. En þá mundum við segja frá
því. Slík söfnun mundi sjálfsagt fá
miklar og góðar undirtektir líka.
Við emm einfaldlega það vönd að
virðingu okkar, að við viljum að
sagt sé rétt frá starfí okkar, og ef
við segjumst ætla að safna fyrir
ákveðið verkefni, þá söfnum við
fyrir það og gætum þess vel að féð
fari ekki í hendur annarra.
Höfundur er félagi í
EI Salvador-nefndinni.
ÚRVALS
FILMUR
Kvnninaarverð
• # # Dreifing:
TOLVIISPIL HF.
sími: 68-72-70
Samband íslenskra sveitarfélaga:
Fundur um skatta-
o g skólamálefni
FULLTRÚARÁÐ Sambands
íslenskra sveitarfélaga hefur
verið boðað til fundar í Borg-
arnesi dagana 20. og 21. þessa
mánaðar.
í fréttatilkynningu frá Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga segir
að aðalmál fundarins verði frum-
varp til laga um staðgreiðslu
opinberra gjalda og fyrirhugaðar
breytingar á skatt- og tekju-
stofnalögum í tengslum við það.
Indriði H. Þorláksson, skrifstofu-
stjóri í fjármálaráðuneytinu, hefur
framsögu á fundinum um þau mál.
Annað aðalmál fundarins verð-
ur að ijalla um drög að lögum um
framhaldsskóla, en stjórnskipuð
nefnd, sem vann að samningu
frumvarpsins, hefur nýlega skilað
tillögum sínum til menntamála-
ráðherra. Formaður nefndarinnar,
Birgir ísl. Gunnarsson, alþingis-
maður, mun skýra tillögur nefnd-
arinnar. Þá verður á fundinum
fjallað um ákvæði nýrra sveitar-
stjómarlaga um héraðsnefndir,
sem ætlunin er að leysi sýslu-
nefndir af hólmi.
Fulltrúaráðsfundurinn verður
settur í Hótel Borgamesi kl. 13.15
á föstudag, en ráðgert er, að fund-
inum ljúki síðdegis á laugardag.
Formaður sambandsins, Bjöm
Friðfínnsson, setur fundinn með
ávarpi, en síðan mun félagsmála-
ráðherra, Alexander Stefánsson,
ávarpa fulltrúaráðið svo og odd-
viti Borgameshrepps Eyjólfur
Torfi Geirsson.
í fulltrúaráði sambandsins eiga
sæti 35 fulltrúar sveitarfélaganna
í öllum landshlutum. Auk þess
sækja fundinn formenn og fram-
kvæmdastjórar landshlutasam-
taka sveitarfélaga.
Alls munu sitja fundinn rúm-
lega 50 manns.
Fjölbreytt og vandað námskeið í
notkun þess vinsæla samofna hug-
búnaðar frá Aston Tate.
Dagskrá:
★ Fjölnotakerflð FRAMEWORK.
★ Ritvinnsla.
★ Töflureiknir.
★ Gagnagrunnur.
★ Teiknieiginleikar.
★ Samskiptamöguleikar.
LaUbeinandfc
Ragnar Gunnarsson,
arfchakt
Tími: 28. febrúar og 1. mars.
Innritun í símum 687590 og 686790.
Borgartúni 28, Reykjavík.
EGILSSTÖÐUIVK
í Valaskjálf
föstud. 20. feb. kl. 20.30.
AKUREYRI
laugard. 21. feb. kl. 16.00.
Fundarstaður auglýstur
síðar.
Sjálfstæðisflokkurii w nær 4% §04% arangn
VESTMANNAEYJAR SUÐURNES ÍSAFJÖRÐUR EGILSSTAÐIR AKUREYRI
VÍKJUM EKKI
AF RÉTTRI LEIÐ
Þorsteinn Pálsson í upphafi kosningabaráttunnar