Morgunblaðið - 19.02.1987, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987
Óeðlilegt að sama stofnun
g-eri áætlanir og reikni
út hvort þær standist
sagði Eyjólfur Konráð Jónsson í þingræðu um Þjóðhagsstofnun
Alþýðublaðið segir í fyrirsögn
í fyrradag: „Jón Baldvin um til-
lögu þess efnis að leggja Þjóð-
hagsstofnun niður: Eyjólfur
Konráð á villigötum — sést ekki
fyrir í tillöguflutningi.“
Þótt ég nenni varla að munn-
höggvast við Jón Baldvin um
þetta mál né ræða það yfirleitt
öllu frekar, jafnaugljóst og gott
sem það er, hef ég beðið Morgun-
blaðið mitt að birta framsögu
mína á Alþingi í heild. Getur svo
hver og einn dæmt um það hvor
okkar Jóns sé málefnalegri.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Herra forseti. Tillaga þessi til
þingsályktunar fjallar um undirbún-
ing þess að Þjóðhagsstofnun verði
lögð niður. Um þetta mál hefur
raunar verið rætt áður — og svipuð
mál þessu — og leyfi ég mér af því
tilefni að vitna til umræðna sem
urðu í Sameinuðu þingi strax í
marsmánuði árið 1978. Þá var hér
til umræðu tillaga um spamað í
fjármálakerfínu, hét málið víst, sem
við Pétur Sigurðsson fluttum. Þar
var mjög rætt um bankamálin og
útþenslu bankanna og stungið upp
á því að bankar yrðu sameinaðir,
þeim yrði breytt, stjómum þeirra,
og að Alþingi tæki í taumana og
stöðvaði þá útþenslu, sem öllum er
nú, nærri því einum áratug síðar,
ljóst að full þörf var á.
Bankamálin ein sér hafa verið
rædd svo mikið að ástæðulaust er
að ég eyði mjög mörgum orðum í
að ræða þau nú. En tækifærið vil
ég þó nota, með leyfí forseta, til
að lesa örlítið upp úr framsögu með
þessari tillögu frá árinu 1978, í
marsmánuði, eða fyrir níu ámm.
Þar segir m.a.:
„Þá skal vikið nokkmm orðum
að fjárfestingarlánasjóðum. Banka-
málanefndin telur að þeir séu nú
17 talsins, en gjaman megi fækka
þeim niður í 9. Nefndin leggur raun-
ar til að um verði að ræða 62%
fækkun fjármálastofnana og 27%
fækkun afgreiðslustöðva innláns-
stofnana. En hún leggur áherslu á
að alls ekki sé gert ráð fyrir að
minnka þjónustuna í hinum dreifðu
byggðum, heldur telur hún athug-
anir sýna að þrátt fyrir fækkun
afgreiðslustöðva yrði þjónusta við-
skiptabanka og sparisjóða í öllum
byggðarlögum sem njóta slíkrar
þjónustu í dag.“
Þá er lauslega vikið að þeim tví-
verknaði sem víða er á sviði
fjármálastofnana, t.d. að því er
varðar Seðlabanka annars vegar og
Framkvæmdastofnun ríkisins hins
vegar. Þar hygg ég raunar að um
sé að ræða eitt mesta vandamál og
leyfí mér í því sambandi að benda
á greinargerð þingsályktunartillög-
unnar, þar sem segir:
„Sjóðakerfíð og hagstjómarkerf-
ið í heild þarf líka að taka til
gagngerðrar endurskoðunar, enda
enginn efí á því að þann frumskóg
má grisja engum til meins en öllum
til góðs. Þessi aðgerð þyrfti að
spanna allt sviðið frá Þjóðhags-
stofnun til minnsta sjóðsins.
í álitsgerð bankamálanefndar-
innar er talað um tvíverknað. Ég
held að í mörgum tilfellum væri
réttara að nefna þetta verkleysu.
Þvi miður er það staðreynd að
margt af því sem verið er að puða
við er gagnslaust og ekki nóg með
það heldur flækir það oft mál og
torveldar lausn þeirra.
Ég er þeirrar skoðunar að það
hafi verið óheillaskref er Fram-
kvæmdastofnun ríkisins var sett á
stofn. Hana ber að leggja niður og
samræma aðgerðir á sviði íjármála-
kerfísins betur en nú er gert.
Þannig yrði komið við miklum
spamaði, en það sem meira er um
vert að mínu mati; kerfíð yrði ein-
faldara og ekki jafnvonlítið og nú
er fyrir alþýðu að btjótast gegnum
frumskóginn. Samt lesum við í blöð-
um um það hneyksli að Fram-
kvæmdastofnunin hyggi á stórfelld-
ar byggingarframkvæmdir í trássi
við Alþingi og ríkisstjóm. En það
mun verða stöðvað. Nú er mælirinn
fullur."
Þetta var sagt úr þessum ræðu-
stól í marsmánuði 1978. Því miður
tókst ekki að stöðva þessar stór-
felldu framkvæmdir Framkvæmda-
stofnunarinnar og þá óheillaþróun
sem í því fyrirtæki varð og hefur
orðið. Að vísu hefur stofnunin að
nafninu til verið lögð niður, en það
á enn eftir að ræða um fyrirkomu-
lag allra þessara fjármálastofnana
og nú gefst til þess gott tækifæri.
Eins og ég las upp var þegar
1978 um það rætt að athuga um
skipulagsbreytingar allt frá smæsta
sjóðnum til Þjóðhagsstofnunar. Það
mál er jafnknýjandi nú og þá var.
Og af því að það er nú sérstaklega
rætt um Þjóðhagsstofnun er sjálf-
sagt að huga líka að fyrirkomulagi
í öðram stofnunum, enda er í
greinagerð getið um að aðrar stofn-
anir geti sinnt hlutverkum þeim sem
nú era á vegum Þjóðhagsstofnunar,
sérstaklega að því er varðar t.d.
þjóðhagsreikninga. Þeir era auðvit-
að miklu betur komnir í Hagstof-
unni, og eiga þar heima, en í
einhverri stofnun sem búin hefur
verið til á síðari áratugum. Þetta
hefur allt verið að þróast. Ég hygg
að að mörgu leyti hafí þar verið
um óheillavænlega þróun að ræða,
en þá er að breyta til og bæta úr.
Én ég er ekki einn um þessa
skoðun. Einmitt daginn áður en
þessi tillaga var flutt birtist hið
merkasta viðtal í Morgunblaðinu
við þann mann sem nú veitir Þjóð-
hagsstofnun forastu um sinn, þ.e.
Þórð Friðjónsson, sem settur var
til að gegna þar störfum um hálfs
árs skeið í fríi skipaðs forstjóra
Þjóðhagsstofnunar. Mig langar nú,
með leyfí forseta, að gera grein
fyrir sjónarmiðum Þórðar og hans
hugleiðingum um hvað gera megi
til að bæta um í þessu efni. Við-
talið er ekki það langt að ég hygg
að ég geti lesið meginþorra þess.
Fyrst er að því vikið af blaða-
mannsins hálfu að samkvæmt
lögum um Þjóðhagsstofnun, sem
era frá árinu 1974, eigi hún að
fylgjast með árferði og afkomu
þjóðarbúsins, vinna að hagrann-
sóknum og vera ríkisstjórn og
Alþingi til ráðuneytis i efnhagsmál-
um. í lögunum era verkefni hennar
síðan nánar skilgreind. Þórður
sagði að þau væra einkum af
þrennu tagi:
1. Efnahagsráðgjöf og sú vinna
sem hún byggist á og tengist.
2. Hagsýslugerð, þ.e. þjóð-
hagsreikningar og atvinnu-
vegaskýrslur og ýmis önnur
skýrslugerð.
3. Hagrannsóknir. Hann
sagði að þessi verkefni skör-
uðust að^ nokkra á við
Hagstofu íslands og Seðla-
banka, en minna við starfsemi
annarra stofíiana.
Starfsmenn Þjóðhagsstofnunar
era nú 22 að tölu, flestir hagfræð-
ingar. Rekstur stofnunarinnar
kostaði á síðasta ári um 35 milljón-
ir kr. og greiða ríkissjóður og
Seðlabankinn í sameiningu kostnað
af starfseminni. — Síðan segir Þórð-
ur:
„Það má segja að í aldaríjórðung
hafí skipulag hagsýslugerðar og
efnahagsráðgjafar á vegum hins
opinbera verið að mestu í sama
farvegi. Áður en Þjóðhagsstofnun
kom til sögunnar árið 1974 störfuðu
hér áþekkar stofnanir, Efnahags-
stofnunin og síðar Framkvæmda-
stofnunin. Eina breytingin er að
sérstakt embætti efnahagsráðgjafa
ríkisstjómarinar var sett á laggim-
ar fyrir sex áram, en þar er aðeins
um starf eins manns að ræða og
getur það þvi ekki talist róttæk
umskipti.
Þó ekki væri nema að þessari
ástæðu," hélt hann áfram, „er ljóst
að tími er kominn til að taka þessa
starfsemi til endurmats og e.t.v.
stokka hana upp. Sú breyting sem
orðið hefur á yfírstjóm Þjóðhags-
stofnunar er svo önnur ástæða sem
gefur tilefni til þess að skoða þessi
mál nánar.“
Síðar í viðtalinu segir Þórður:
„Að sjálfsögðu er eðlilegt að sníða
þessa starfsemi að þörfum hvers
tíma. Höfuðmarkmið slíkra breyt-
inga er að mínu mati að tryggja
sem árangursríkasta efnahagsráð-
gjöf og efla fagleg vinnubrögð."
Síðan er greindar þær breytingar
sem hugsanlegar era:
1. Tilfærsla á verkefnum milli
þriggja stofnana, Þjóðhagsstofnun-
ar, Hagstofu og Seðlabanka. í þessu
sambandi hefur oftast verið nefnt
að flytja mætti þjóðhagsreikninga
og atvinnuvegaskýrslur frá Þjóð-
hagsstofnun til Hagstofu. Énn
fremur hefur verið bent á að flytja
mætti uppgjör greiðslujafnaðar frá
Seðlabanka til Hagstofu.
Síðan víkur hann að öðram
möguleikum, ég skal ekki fara að
lesa það allt saman upp, en segir
síðan:
„Færa má rök fyrir þessum leið-
um öllum og líka fyrir óbreyttri
skipan mála. Óbreytt skipan hefur
þann kost að líklega þarf ekki að
auka fjárveitingar til þessara verk-
efna og nýta má áfram starfskrafta
íjóðhagsstofnunar við ólík verk-
efni. Þótt stofnunin starfí formlega
í tveimur deildum er það svo í reynd
að menn ganga þar á milli og vinna
bæði við það að afla gagna um for-
tíðina og leggja dóm á þau og spá
um framvindu mála. Þetta er hins
vegar nokkur ókostur því að stofn-
uninni er þannig ætlað ákveðið
eftirlitshlutverk með sjálfri sér. Því
er e.t.v. fýsilegt að flytja „fortíð-
ina“, ef svo má komast að orði, til
Hagstofunnar og greina á milli spár
og ráðgjafar annars vegar og hins
vegar uppgjörs og mats á því hvem-
ig þróunin varð.“
Þetta hygg ég að sé svo augljóst
mál að ekki þurfí um það að fara
fleiri orðum, að það sé ekki eðlilegt
að sama stofnunin geri áætlanir og
reikni síðan út hvort þær áætlanir
hafí staðist eða ekki. Það er nærri
því yfirmannlegt held ég að sömu
aðilar geri það algjörlega hlutlaust.
Ég held að þessi athugasemd sé
þess vegna á rökum reist.
Niðurlagsorð í þessu viðtali era
svohljóðandi: „Þórður Friðjónsson
kvaðst hafa velt því talsvert fyrir
sér hvaða leið heppilegast væri að
fara í þessum efnum, en hann væri
ekki kominn að einhlítri niðurstöðu,
enda væri hann ráðgjafí í þessu
efni en ekki sá aðili sem tæki
ákvörðun um skipulag þessarar
starfsemi. Einu vildi hann þó mæla
sérstaklega með á þessu stigi, og
það var nauðsyn þess að yfirmaður
efnahagsráðgjafar væri ekki ævi-
ráðinn embættismaður, heldur
ráðinn til ákveðins árafjölda, t.d.
fjögurra ára eða fylgdi jafnvel ríkis-
stjómum. „Er gerðar verða skipu-
lagsbreytingar mun ég hins vegar
leggja áherslu á það að þær verði
gerðar í samráði við starfsfólk
stofnunarinnar. Ég á eftir að ræða
þessi mál betur við starfsmennina
hér á íjóðhagsstofnun og mun gera
ríkisstjóminni grein fyrir þeim við-
horfum þegar þetta mál verður
tekið til umfjöllunar á þeim vett-
vangi,“ sagði hann. Þetta vora
niðurlagsorðin.
Tillaga til þingsályktunar fjallar
einmitt um það að slílc athugun sem
þessi fari fram og hún hefjist strax.
Auðvitað er það mjög æskilegt að
gera það nú, þar sem sá maður sem
vill endurskoða þessa starfsemi er
einmitt forstöðumaður íjóðhags-
stofnunar um þessar mundir.
Enginn veit hve lengi það verður
að vísu, því núverandi forstjóri Ijóð-
hagsstofnunar hefur tekið sér frí
að mig minnir til 1. júní eða 1. júlí,
hvort sem hann hyggst koma þar
til starfa aftur eða sitja á þingi.
Ég_ skal ekki hafa um þetta fleiri
orð. Ég hygg að allir alþingismenn
geri sér grein fyrir því að þama
má gjaman stokka upp eða í öllu
falli gera þá athugun sem tillagan
hljóðar um, og því vænti ég þess
að þessi tillaga hljóti hér mikið og
yfírgnæfandi fylgi og verði afgreidd
á þessu, þingi.
Leikbrúðuland í alþjóð-
legn dagatali UNIMA
LJÓSMYND eftir Kristján Inga úr leikritinu „Tröllaleikir“, sem
Leikbrúðuland hefur sýnt viða um heim, prýðir febrúarmánuð í
alþjóðlegu dagatali sem UNIMA (Union Intemational de la Mari-
onette) hefur gefið út. Dagatal þetta er gefið út árlega á vegum
samtakanna og er með litmyndum frá hinum ýmsu brúðuleik-
húsum fyrir hvern mánuð.
UNIMA era alþjóðleg samtök
brúðuleikhúsfólks í heiminum.
Þessi samtök voru formiega stofn-
uð árið 1929 og eru hátt á annað
hundrað þjóðlönd og fleiri þúsund
einstaklingar meðlimir í þeim.
Markmið samtakanna er að efla
og auka sambandið milli brúðuleik-
húsfólks frá mismunandi löndum
og þjóðum og stuðla að þróun
brúðulistarinnar bæði sem fræði-
greinar og listgreinar.
Á fjögurra ára fresti eru haldin
stór alþjóðleg brúðuleikhúsmót og
verður það næsta í Japari árið
1988.
Á íslandi eru um 40 manns í
samtökunum. Formaður þeirra er
Jón E. Guðmundsson, gjaldkeri
Bryndís Gunnarsdóttir og ritari
Helga Steffensen.
Mynd úr leikriti Leikbrúðulands,
„Tröllaleikir“, prýðir febrúar-
mánuð dagatals UNIMA í ár.
Vika hársins:
Fjallað um umhirðu
hárs í nútíma þjóðfélagi
UMHIRÐA hárs í nútíma þjóðfélagi og gildi hársnyrtingar verða
þau málefni sem Samband hárgreiðslu og hárskerameistara hyggst
kynna í “Viku hársins“ er hefst á laugardaginn. Sérfræðingar á
þessu sviði munu fræða almenning um hár og umhirðu þess á
hárgreiðslustofum, einnig verður efnt til sýningar í Iðnskólanum
miðvikudaginn 25. febrúar. Vikunni lýkur með íslandskeppni í
hárskurði og greiðslu sunnudaginn 1. mars.
í fréttatilkynningu sambandsins velt að leysa með réttri umhirðu
segir að gjama leiti spumingar á
fólk um hversu oft beri að þvo hár-
ð, hvaða efni skuli notuð, hvort
næring sé nauðsynleg og hvenær
eigi að skerða hárið. Vandamál eins
og skalli, flasa, feitt, þurrt, dautt
eða stíft hár séu einnig algeng.
Flestir séu hikandi að ræða þau.
„Mörg þessara vandamála er auð-
og meðhöndlun. Svör við þessum
áleitnu spumingum er að fínna hjá
fólki með þekkingu á þessu sviði,"
segir orðrétt.
Á meðan Vika hársins stendur
yfír munu hársnyrtistofur innan
sambandsins gera viðskiptavinum
sínum ýmis tilboð.