Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987
Ungt fólk skortir þekk-
ingu á sögu og tilgangi
Atlantshafsbandalagsins
- segir Connie Hedegaard yngsti þingmaður Dana
„VISSULEGA er það ekki mjög
algengt nú á tímum að ungar
konur sérhæfi sig i varnar- og
öryggismálum. Þær hafa ennþá
tilhneigingu til þess að sinna
frekar menntamálum eða fé-
lagslegum-, menningarlegum-
og kirkjulegum málaflokkum.
Þetta á þó eftir að breytast. Það
er algengt meðal minna jafn-
aldra að stelpur leyti menntun-
arlega inn á svið þar sem
karlmenn hafa hingað til verið
allsráðandi og það á eftir að
hafa sín áhrif á stjórnmálasvið-
inu“, sagði Connie Hedegaard,
yngsti þingmaður danska þjóð-
þingsins, í samtali við Morgun-
blaðið, en hún var stödd hér á
landi um síðustu helgi í boði
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna. Meðan á dvöl Connie
stóð hér á landi flutti hún er-
indi á fundum hjá SVS og
Varðberg, Sambandi ungra
sjálfstæðismanna og Hvöt, fé-
lagi sjálfstæðiskvenna.
Connie var einungis 23 ára er
hún var kosin á þing fyrir íhalds-
flokkinn í lok ársins 1983. Þá hafði
hún starfað um all nokkurt skeið í
Samtökum íhaldssamra stúdenta í
Danmörku og m.a. verið formaður
þeirra. Einnig hafði hún starfað
fyrir þingflokk íhaldsflokksins í tvö
og hálft ár.
Sérsvið Connie eru öryggis- og
vamarmál. Hún er formaður sam-
takanna Atlantic Association of
Young Political Leaders, sem eru
heildarsamtök Varðbergsfélaga, og
á sæti í utanríkismálanefnd danska
þingsins. Hún starfar einnig mikið
að atvinnuleysis-, mennta- og
menningarmálum auk þess að vera
talsmaður íhaldsflokksins í málefn-
um ungs fólks.
„Eftir síðustu kosningar urðu
nokkrar breytingar á vamar- og
öryggismálastefnu Dana. Jafnaðar-
menn, sem höfðu ávallt stutt aðild
Danmerkur að Atlantshafsbanda-
laginu og stefnu þess, mynduðu
eftir síðustu kosningar bandalag við
hina vinstri flokkana í utanríkis-
og vamarmálum og hefur þetta
bandalag meirihluta í þinginu. Þetta
hefur valdið okkur miklum vand-
ræðum innan NATO, fulltrúar
okkar hafa sífellt verið með sérbók-
anir á fundum o.fl.
Ég held að það sé mikilvægt að
við Danir gemm okkur grein fyrir
því, að við verðum að reyna að
hafa áhrif innan NATO og taka
þátt í samstarfí NATO-ríkjanna.
Við höfum einfaldlega ekki efni á
því að vera ein á báti. Þá stöndum
við uppi áhrifalaus.
Það em vissulega vandamál inn-
an NATO sem þarf að leysa og við
eigum auðvitað hiklaust að vekja
máls á. Til dæmis ef geimvarnar-
áætlun Bandaríkjanna verður að
vemleika, ef tillögumar frá
Reylqavíkurfundinum um brott-
flutning allra meðaldrægra eld-
flauga verða framkvæmdar eða ef
Bandaríkjamenn fara að draga úr
herafla sínum í Evrópu. Við verðum
að vera á varðbergi gagnvart þess-
um straumum því þetta gæti haft
afdrifaríkar afleiðingar fyrir Evr-
ópu eftir 15-20 ár.
Við þurfum að gefa mun meiri
gaum að jafnvægisleysinu sem ríkir
á sviði hefðbundinna vopna í Evrópu
og meta vamarstefnu okkar upp á
nýtt. Umræðan um vamarmál í
Danmörku hefur t.d. verið hálf
furðuleg upp á síðkastið. í stað
þess að ræða gmndvallaratriði í ,
framtíðar varnarstefnu okkar hefur
tímanum verið eytt í þras um það,
hvort útgjöld til vamarmála eigi að
vera einu eða tveimur prósentustig- 1
um hærri eða lægri. Við verðum
að setjast niður, ákveða hvaða hlut-
verki við ætlum vömum okkar og 11
síðan sjá til þess að nauðsynlegt ’
fjármagn sé til staðar svo sú stefna
nái fram að ganga. Vissulega verð-
ur óheyrilega dýrt að endumýja
vopn og vamarkerfi, en þetta er
einfaldlega ákvörðun sem verður
að taka, við getum ekki ýtt vanda-
málinu á undan okkur lengur. Ef
við treystum okkur ekki til þess að
færa þær efnahagslegu fómir sem
vamir okkar kunna að krefjast -
Connie á fundi hjá Sambandi ungra sjálfstæðismanna
Reyklaus skóli
í Stykkishólmi
Stykkishólmi.
I HAUST þegar Grunnskólinn í
Stykkishólmi tók til starfa til-
kynnti skólastjórinn að engin
breyting hefði orðið á starfsliði
frá árinu áður, hvorki á kennurum
né öðrum starfsmönnum og þótti
þetta nýlunda. Þá voru nemendur
mættir í 10 bekkjardeildum og
sumum tvískiptum auk framhalds-
deildar. Þótt stórkostlegur sigur
ynnist með þvi að fá nýjan og
góðan skóla, vel hannaðan til betri
nýtingar, varð ekki hjá þvi komist
að nýta gamla húsnæðið, sem um
50 ára skeið hafði þjónað menntun
Stykkishólmsbaraa með sóma, oft
tvisettur, en hvað um það. Þetta
blessaðist allt.
Nú hafa nemendur og kennarar
sett sér háleitt takmark, en það var
í haust strax að því stefnt að skólinn
yrði reyklaus skóli, semsagt enginn
neytti tóbaks í skólanum og sýndi
þessu góða húsnæði þann sóma. Nú
hefir þetta takmark náðst eftir því
sem best verður vitað, nemendur og
kennarar hafa uppörvað hver annan
og það verður nú meiri hátíðin við
Morgunblaðið/Ámi
Kennarar og nemendur í grunnskólanum eru að vonum ánægðir því takmarkinu er náð, þ.e. reyklaus skóli.
skólaslit að geta skilað þessum
áfanga heilum í höfn.
Ómenguðum skóla, heilbrigðu hugar-
fari.
Fréttaritari brá sér því einn daginn
í skólann bæði til að ræða við skóla-
stjóra, kennara og nemendur og varð
þess vísari að þetta var satt og rétt.
Ég hitti nokkra nemendur sem eru
í efri bekkjunum, svo og formann
og nemendaráðið, sem létu óspart
ánægju sína í ljósi yfir góðum
árangri. Þetta er enginn vandi, bara
ef menn vilja, sagði formaðurinn og
viðstaddir tóku undir í einum kór.
Ég leit inn á kennarastofuna og
þar var andrúmsloftið alveg unaðs-
legt, ekkert reykský á lofti. Þama
sýndi sig að fordæmið er það eina
sem gildir og góðir siðir smita út frá
sér. —Árai.
FRYSTIKISTUR
SPAÐU I VERÐIÐ
SPÁÐU í VERÐIÐ
SPÁÐU í VERÐIÐ
SPÁÐU í VERÐIÐ
200 lxtra kr. 22.900
250 lítra kr. 24.490
300 lítra kr. 25.690
350 lxtra kr. 26.980
410 lxtra kr. 29.980
510 lxtra kr. 33.690
FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 91-84670
L-
Innrabyrði úr
hömruðu áli
Lok með ljósi,
læsingu, jafn-
vægisgormum
og plastklætt
Djúpfrystihólf
Viðvörunarljós
Kælistilling
Körfur
Botninn er
auðvitað frysti-
flötur ásamt
veggjum
1