Morgunblaðið - 19.02.1987, Síða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987
Morgunblaöiö/Þorkell
Connie Hedeg'aard, yngsti þingmaður Dana
hvemig eigum við þá að geta ætl-
ast til þess að þjóðir í suð- og
mið-Evrópu geri það?
Því miður em öryggis- og vamar-
mál notuð sem vopn í hinni pólítísku
baráttu innanlands um þessar
mundir og stjómarandstöðuflokk-
amir hafa notað þessa málaflokka
til þess að undirstrika það að eitt
að þeir séu í andstöðu. Þetta er
mjög óábyrg hegðun.
En það hefur þó verið sett á fót
þingnefnd, sem hefur það eitt að
markmiði, að reyna að koma aftur
á hinu hefðbundna samstarfí í vam-
ar- og öryggismálum meðal frjáls-
lyndu- og íhaldsflokkanna og
jafnaðarmanna. Ég vona að það
beri árangur.
Þegar við gerðumst aðili að
NATO 1949 var það vegna þess
að við höfðum engra annarra kosta
völ og það er skoðun mín að það
eigi við enn þann dag í dag. Því
eigum við að nýta aðild okkar að
Atlantshafsbandalaginu betur en
við gemm í dag.
Það er því mikið áhyggjuefni
hversu litla þekkingu ungt fólk,
sérstaklega á Norðurlöndum, hefur
á NATO, sögu þess og tilgangi.
Þetta vandamál er ekki jafn áber-
andi í Mið-Evrópu þar sem fólk er
nær þungamiðju átakanna. Það er
nauðsjmlegt að þær kynslóðir sem
stofnuðu NATO á sínum tíma geri
sér grein fyrir þessu og bregðist
við því.
Sú tilhneiging að setja samasem-
merki milli Bandaríkjanna og
Sovétrílqanna er sjáanleg afleiðing
þessarar vankunnáttu. Þar ofan á
bætist síðan, að Gorbachev er mjög
snjall áróðursmaður, en bandarísk
stjómvöld, aftur á móti, hafa ekki
verið alveg nógu lagin við að skýra
sjónarmið sín fyrir yngri kynslóðum
Evrópubúa. Fólk er farið að segja
sem svo, að vissulega séu Soveírík-
in vond en Bandaríkin svo sem lítið
skárri. Þetta ber skýran vott um
þekkingarskort á gmndvalllar sið-
ferðisreglum lýðræðislegs skipulags
sem gera það að verkum að þessi
tvö stjómmálakerfí er ekki hægt
að bera saman á jafnrettisgmnd-
velli.
Þetta þekkingarleysi yngri kyn-
slóðanna held ég að megi að miklu
leyti rekja til þeirra breytinga sem
urðu á sögukennslu á Norðurlönd-
um á síðasta áratug. Það var
hreinlega hætt að kenna sögu út
frá staðreyndum og í staðinn farið
að kenna viss „timabil". Gallinn er
að þau em ekki tengd saman á
neinn hátt, nemendur fá enga yfír-
sýn yfír sögulega þróun. Þessu em
við að reyna að breyta. Það er mjög
nauðsynlegt, ekki síst í nútíma upp-
lýsingaþjóðfélagi, að fólk hafí
gmndvallarþekkingu á t.d. sögu.
Annars getur það ekki verið gagn-
rýnið á uppbyggjandi hátt.
Það sem við verðum að gera á
áróðurssviðinu er að sýna ungu fólki
fram á það hvemig verið er að
tryggja frið með tilvist NATO og
að þar sé lagt kapp á að ná samn-
ingum í afvopnunarmálum. Við
verðum líka að skýra gaumgæfilega
af hveiju við getum ekki afvopnast
einhliða. Við verðum að skilgreina
hættunar betur því að margt ungt
fólk gerir sér einfaldlega ekki grein
fyrir því, hvað við er átt, þegar
talað er um þær hættur sem bein-
ast að vestrænum lýðræðisríkjum.
Við verðum að tala meira um þær
gera þær áþreifanlegri.
Samtímis verða aðildaríki NATO
að vinna mjög hart að því að ná
samningum í afvopnunarmálum,
sem eru þannig úr garði gerðir, að
þeir verði virtir af báðum aðilum
og hægt sé að hafa með þeim eftir-
lit“.
Ingerhillur
oqrekkar
Eigum á lager og útvegum með
stuttum fyrirvara allar gerðir af
vörurekkum og lagerkerfum.
Veitum fúslega allar nánari
BiLDSHÖFDA 16 SiMI:672444
VZterkurog
k-J hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Manstu hvernig þeir voru? Þú gætir þurft að gramsa, fletta,
Raðir og staflar af girnilegum troðast, hrifsa, stafla og rogast og
bókum á gjafverði! kannski ættir þú fullt í fangi með
Þessi markaður er einmitt þannig. að komast með þær allar heim.
En þú mátt bóka að það er þess virði!
GERÐU ÚTÁALVÖRU, GAMALDAGS, HREINRÆKTAÐA BÓKAVERTÍÐ
á Bókamarkaðnum í Nýja Bæ 19. febrúar - 3. mars.
MÖRG ÞÚSUND BÆKUR Á ÓTRÚLEGA HAGSTÆÐU VERÐI.
OPNUM I DAG KL.I2
Opið:
Mán. - fim. kl. 12-19
Fös. kl. 12-20
Lau. kl. 10-16
Sun. kl. 13-17
BARNAKRÓKUR - BARNAGÆSLA
Strætisvagnar nr. 2, 3 og 16 stoppa
beint fyrir utan Nýja Bæ. Þeir ganga
m.a. frá Hlemmi og Lækjartorgi.
230r
Greiðslukortaþjónusta\
® ©
MEÐ GAMLA,GOÐA LAGIt
FÉLAGS ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA í NÝJA BÆ, EIÐISTORGI