Morgunblaðið - 19.02.1987, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987
Kosningabaráttan í Háskólanum haf in:
• •
„Oflug hagsmunabarátta eða
samræður um sósíalisma“
- segir Eyjólfur Sveinsson, formaður Vöku
VAKA, félag lýðræðissinnaðra
stúdenta hóf formlega kosninga-
baráttu sína síðastliðinn sunnu-
dag, þegar félagið hélt árlega
stefnuskrárráðstefnu sína að
Skálafelli.
Stefnuskrá félagsins til kosning-
anna skiptist í fjóra hluta, þar sem
flallað er um: 1. Lánamál, 2.
Menntamál, 3. Félagsstofnun stúd-
enta, 4. Starfíð í Stúdentaráði og
Stúdentablaðið.
Innan Vöku hafa undanfamar
Varðandi almenna starfsemi F.
S. er m. a. á stefnuskrá Vöku að
deildarfélögum verði gert kleift að
taka yfír rekstur kaffístofa, þar sem
það á við.
Flokkapólitík burt úr
stúdentaráði
Það er eindregin afstaða Vöku
að utanríkis- og landsmálumræða
eigi ekki heima í stúdentaráði, held-
ur eigi það að vera markmið ráðsins
að gæta og beijast fyrir hagsmun-
um stúdenta. Það er skoðun Vöku
að fundir Stúdentaráðs séu ekki
nógu markvissir; þá beri að hafa
oftar, reglulega og skemur í hvert
sinn.
Mikil umræða varð um málefni
Stúdentablaðsins á stefnskrárráð-
stefnunni og var það álit manna,
að afnema ætti skylduáskrift að
blaðinu, en þess í stað ættu auglýs-
ingar alfarið að standa undir
útgáfukostnaði.
Sterk málefnastaða
Vöku
„Ég er mjög ánægður með þessa
ráðstefnu, þar komu fram margar
ferskar hugmyndir og nýjar skoðan-
ir,“ sagði Eyjólfur Sveinsson
formaður Vöku í samtali við Morg-
unblaðið, „Við höfum alltaf lagt
mikla áherslu á að málefnastaða
Vöku sé styrk og að stefnuskránni
sé fylgt í hvívetna. Þannig held ég
að óhætt sé að segja, að flest þau
mál, sem Vaka hefur sett á oddinn
hafí náð fram að ganga. Við munum
óhræddir leggja verk okkar fyrir
dóm stúdenta og tel ég að sú stefna
sem við fylgjum eigi hljómgrunn
meðal stúdenta. Stefna okkar
markast af því að fagleg sjónarmið
ráði í stað þess að teknir verði upp
fyrri starfshætti, þar sem flokka-
drættir og ýmis annarleg sjónarmið
réðu mestu. Á því er ekki þörf, því
að allir stúdentar hljóta að geta átt
samleið í hagsmunamálum sínum
og kröfur stúdenta verða að byggj-
ast á sanngimi en ekki óbilgimi;
reynslan af undanfömum viðræðum
námsmanna við stjómvöld sýnir að
annað er ekki vænlegt til árangurs.
Kosningamar til stúdentaráðs
snúast því annars vegar um öfluga
hagsmunabaráttu Vöku eða „sam-
ræður um sósalisma", sem vinstri-
menn virðast hafa sett á oddinn
með fundaherferð undir þessari
yfírskrift. Slík flokkapólitík á auð-
vitað ekkert skylt við hagsmuna-
baráttu stúdenta og á að fara fram
annars staðar en á vettvangi stúd-
entaráðs," sagði Eyjólfur Sveinsson
að lokum.
Prófessor Signijón Björnsson
með 1. tölublað Tímarits Háskóla
íslands
Við höfum ekkert ákveðið plan, en
við hugsum okkur að hægt sé að
hafa yfírlitsgreinar um rannsóknir.
Þær geta verið hrein fræðileg frásögn
eða sögulegt yfirlit, einnig yfirlits-
greinar um starfsemi ákveðinnar
stofnunar, eða kynning á einhveiju
fræðisviði. Við höfum ekki heldur
hugsað okkur að binda okkur við
háskólann. Hér á landi er Qöldinn
allur af stofnunum sem eru að vinna
á háskólastigi og við vildum gjaman
sjá ritgerðir frá þeim.
Þetta gerum við í þeirri trú að nóg
sé til af fólki í landinu sem ér nógu
andlega forvitið til að lesa vel skrifað-
ar greinar, um efni sem það er ekki
endilega sérfræðingar í. Auðvitað
rennum við alveg blint í sjóinn með
hversu mikill áhuginn er, en við von-
um að það séu allavega 3000 manns
sem hafa áhuga. Ég held það hljóti
að vera.“
^^uglýsinga-
síminn er 2 24 80
Félagsstofnun standi
undir sér
Vaka setur það fram sem megin-
markmið að hinar ýmsu rekstrar-
einingar Félagsstofnunar stúdenta
(F.S.) standi undir sér; ekki sé á
þeim bullandi tap né óhóflegur
hagnaður.
Bygging nýrra hjónagarða er nú
hafin og leggur Vaka á það höfuðá-
herslu að frá styrkri stefnu í
byggingarmálum sé ekki horfíð.
Hafnað er hins vegar sérstakri
skattlagningu á stúdenta vegna
þessa.
Unnið hefur verið markvisst að
bamaheimilismálum stúdenta í vet-
ur og leggur Vaka kapp á að þeirri
vinnu verði haldið áfram og að
bygging nýs bamaheimilis á vegum
stúdenta hefjist þegar á næsta ári.
vikur verið starfandi undirbúnings-
nefndir, sem samið hafa drög að
stefnuskrá félagsins í viðkomandi
málaflokkum. Á stefnuskrárráð-
stefnunni skiptu félagsmenn sér svo
upp í hópa, þar sem drögin voru
tekin til umfjöllunar.
Jafnir mögnleikar til
náms
Samkvæmt stefnuskrá Vöku er
það algert aðalatriði að tryggja
jafna möguleika til náms og annað
í raun aukaatriði.
Lögð er áhersla á það að upphæð
námslána verði komið í eðlilegt
horf og að framfærsluviðmiðuninni
verði framvegis aðeins unnt að
breyta af hlutlausum aðila.
Um lánskjör segir að vöxtum
ofan á verðbætur sé hafnað, en á
það er hins vegar Iögð áhersla að
námslán endurgreiðist að fullu til
baka.
í stefnuskránni er og fyallað um
þjónustu LÍN og úthlutunarreglur
sjóðsins._
Öflugur Háskóli for-
senda framfara
Að vanda sendir Vaka frá sér
ítarlega stefnuskrá varðandi mál-
efni Háskólans og kennir þar
margra grasa. Vaka berst m. a.
fyrir þriðjungsaðild stúdenta að
helstu stjómunarstofnunum Há-
skólans og að þeir fái þar fullan
atkvæðisrétt. Æviráðningum kenn-
ara er hafnað, svo og sjálfvirku
stöðuhækkanakerfí. Mikil áhersla
er lögð á það að prófessorar sinni
rannsóknarskyldu sinni og að
möguleikar stúdenta á þátttöku í
rannsóknarstörfum séu auknir.
Að mati Vöku er fjárskortur al-
varlegasti vandi Háskóla Islands
og stendur hann skólanum fyrir
þrifum. „Fylgja verður betur eftir
fjárbeiðnum til hins opinbera, en
jafnframt verður að auka sértekjur
skólans."
Tímarit Háskóla íslands:
Tilgangnrinn er að
opna háskólann
- segir Sigurjón Björnsson, ritsljóri
FYRSTA tölublað Tímarits Há-
skóla Íslands er komið út. Tímarit-
ið flytur fræðilegt efni úr mörgum
greinum og er ætlað fróðleiks-
fúsum og upplýstum almenningi.
Ritstjóri tímaritsins er Sigurjón
Björnsson, prófessor í sálarfræði
og tjáði hann Morgunblaðinu hver
væru tildrög, tilgangur og mark-
mið með útgáfu tímaritsins:
„Tímarit af þessu tagi hefur ekki
verið gefið út áður. Ég held að menn
hafi ekki verið og séu ekki alltof bjart-
sýnir á þetta. Maður veit ekkert
hvemig fjárhagsdæmið kemur til með
að ganga, en það er Háskóli íslands
sem gefur tímaritið út og hann fjár-
magnar fyrirtækið. Auðvitað vonum
við öll, sem stöndum að þessu, að
sala á blaðinu eigi eftir að skila því
fjármagni sem hefur verið lagt í það.
Það eru fastir starfsmenn skólans
sem vinna við blaðið. Það er enginn
ráðinn fyrir föst laun, nema auglýs-
inga— og afgreiðslustjóri. Við sendum
blaðið til 4000 manna og kvenna,
ásamt gíróreikningi, í samvinnu við
BHM. Síðan eru starfsmenn skólans
um 1000. Þetta er auðvitað geysilega
dýr auglýsingaaðferð, en við vonum
að þetta fólk fái áhuga á blaðinu,
þegar það fer að lesa það, bregðist
vel við og gerist áskrifendur.
Við sem stöndum að útgáfu tíma-
ritsins erum allir nýliðar í svona
útgáfustarfsemi. Sumir okkar hafa
að vísu verið viðloðandi útgáfustarf-
semi á árum áður, en það hefur allt
breyst mikið síðan, tæknin og prent-
vinnan er allt önnur og prófarkarlest-
ur fer öðruvísi fram en áður tíðkaðist.
Við vonumst til að geta komið timarit-
inu út tvisvar á ári, á vorin, áður en
sumarfríin byija og seint á haustin,
áður en jólafrí byija."
En hvað kom til að þið réðust í
útgáfu á tímariti núna?
„Þetta kom eiginlega til með rekt-
orskjöri Sigmundar. Fyrir kjörið hafði
hann sagt frá hugmyndum sínum og
áformum um að opna háskólann mjög
mikið, þannig að almenningur tengd-
ist honum meira og vissi hvað væri
þar að gerast. Síðan, stuttu eftir að
Sigmundur var kosinn, vorum við að
ræða saman og hann bað mig að vera
í nefnd sem ætti að setja fram iillög-
ur um þessi mál.
Ég sagði honum að ég nennti ekki
að sitja í nefndum og vera á fundum,
en ég skyldi hjálpa honum með eitt,
að gefa út tímarit Háskóla íslands.
Við fengum fleiri með okkur í þetta,
athuguðum Qárhagsgrundvöll og hu-
gleiddum hvemig svona rit ætti að
vera. Síðan lögðum við tillögur okkar
fyrir háskólaráð sem tók þá ákvörð-
un, seinni hluta síðasta veirar, að
gefa út tvö blöð á ári. Þá var jafn-
framt ákveðið að gefa fyrsta tímaritið
út árið 1976, sem var 75 ára af-
mælisár skólans. Það reyndist, þegar
til kom, of skammur tími. Þessvegna
kemur fyrsta tölublaðið út núna, en
er í rauninni 1. tölublað 1986. Síðan
mun 1. tölublað 1987 koma út í vor.“
En hver er tilgangurinn með þessu
tímariti?
„Tilgangurinn er auðvitað að opna
háskólann, gefa almenningi betri að-
gang að vísindastarfseminni í landinu.
Það sem við höfum í huga er að hvert
hefti fyrir sig verði mjög fjölbreytt.
Við höfum ekki áhuga á að hafa
„temahefti," heldur er stefna okkar
að aldrei sé meira en ein grein af
hveiju sviði. í þessu fyrsta hefti em
11 greinar, hver á sínu sviði.
VW GOLF
Golí er bíll, sem heíur öölast íastan sess í vitund manna
íyrir alhliöa kosti og áreiöanleika. Hann heldur
verögildi sínu lengur og betur en ílestir aörir
bílar vegna þess hve vinsœll hann
er og þar aí leiðandi eítirsóttur aí
kaupendum notaöra bíla.
Geidii:
C-CL-GL-GT- GTI
GTI16 v&ntla -
Syncro